Málfregnir - 01.11.1987, Page 2
Norrænn málréttarsamningur
Norrænu ríkin, Danmörk, Finnland,
ísland, Noregur og Svíþjóð, hafa nú öll
fullgilt samning um „rétt norrænna ríkis-
borgara til að nota eigin tungu í öðru
norrænu landi“ eins og það hefir verið
orðað. Þessi samningur, sem opinber-
lega er nefndur „norræni tungumála-
samningurinn", var undirritaður á Borg-
undarhólmi 17. júní 1981. Alþingi álykt-
aði 18. mars sl. að heimila ríkisstjórn-
inni að fullgilda samninginn, og var það
gert 21. maí í vor. Hann öðlaðist gildi
fyrir íslendinga 25. júlí sl., en 1. mars í
hinum aðildarríkjunum. Málréttar-
samningurinn nær ekki til Álandseyja og
Færeyja.
Þessi samningur er þannig til kominn
að upphaflega var leitast við að leysa
vanda finnskumælandi Finna, sem starfa
í Svíþjóð. Síðar var stefnt að undirbún-
ingi samnings sem hefði víðtækara gildi.
Tilgangurinn er að auðvelda Norður-
landabúum samskipti sín innbyrðis,
bæði þeim sem eru á ferðalagi og hinum
sem flytjast búferlum milli landa.
Málin, sem samningurinn tekur til,
eru danska, finnska, íslenska, norska og
sænska. Samningurinn gildir bæði um
munnleg og skrifleg samskipti við yfir-
völd og aðrar opinberar stofnanir, þó
ekki um samskipti símleiðis.
Setjum svo að íslenskur ríkisborgari
eigi erindi við stjórnvöld eða opinberar
stofnanir í Danmörku, Finnlandi, Noregi
eða Svíþjóð. Þá ber þeim stofnunum að
gera það sem í þeirra valdi stendur til að
hann megi nota íslensku í viðskiptum
sínum við þær. Þetta á til dæmis við um
dómstóla, sjúkrahús og heilsuverndar-
stofnanir, yfirvöld sem fara með atvinnu-
mál og félagsmál, skattayfirvöld, lög-
reglu og skólayfirvöld. í sakamálum skal
veita norrænum þegnum þá aðstoð túlka
sem nauðsynleg er.
Hvert samningsríki hefir tilnefnt opin-
bera stofnun til að sjá um að samn-
ingnum sé framfylgt og efla norræna
samvinnu f þeim efnum sem hann tekur
til. Dómsmálaráðuneytið fer með það
hlutverk á íslandi og samsvarandi ráðu-
neyti í Danmörku og Finnlandi. í Noregi
er það atvinnumálaráðuneytið (Kom-
munal- og arbeidsdepartementet) og
sænska innflytjendastofnunin (Statens
invandrarverk) í Svíþjóð. - BJ
2