Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 8
Aðrir stafir og önnur stafasambönd
breytast ekki frá því sem algengast er í
fréttaskeytum á ensku: Kharkov —>
AT/rarkov, —» Shushu —> Shúshú, Tsyg-
anov —> 7Syganov, Ryazan —> Rjazan,
Z/zukov —> Zhúkov.
Um sjaldgæfari stafi og stafasambönd
er þess helst að geta að stundum er ritað
ai, ei, ia, ie, io, iu, oi í umritun í stað ay,
ey, ya, ye, yo, yu, oy og kemur þá j í stað
i í íslenskri umritun.
Stundum er ritað -eff, -off í stað -ev.
-ov í endingum í ensku. Það skyldu
Islendingar forðast sökum misræmis sem
það veldur.
Umritunin h í stað kh mun sjaldgæf í
fréttaskeytum á ensku, en hins vegar
algeng í Norðurlandamálum. Þá ber að
rita kh í íslensku (dönsku /7rustjov
A'/irústsjov).
Rússneskt e er umritað e nema á eftir
sérhljóði og fremst í orði þar sem það er
je (í ensku venjulegaye). Rússneskt 3 er
hins vegar alltaf umritað e.
2.2 Umritun úr dönsku, sænsku og norsku
2.2.1 Atriði sameiginleg dönsku, sænsku og norsku
Danska, sœnska, norska Kyrillískt letur íslenska DÆMI Danska, sœnska, norska íslenska
h, ch (x) kh Harkov Kharkov
i (u) -> í Lenin Lenín
'j (mú) -> íj Gorkij Gorkíj
ju (K>) -> jú Jurij Júrfj
s (c) -> s Saharov Sakharov
s (3) -> z Saharov Zakharov
sj H -> sh Sjusju Shúshú
sj (*) -> zh Sjukov Zhúkov
u (y) ú Pusjkin Púshkín
2.2.2 Sértilvik fyrir dönsku og sænsku
Auk þessa gilda eftirfarandi reglur einungis fyrir sænsku og dönsku:
Danska, Kyrillískt íslenska, n * DÆMI Danska, t , .
sœnska letur norska sœnska ‘slenska
sjtj (uö -*• stsj Hrusjtjov Khrústsjov
tj (H) -> tsj Tjehov Tsjekhov
Aðrir stafir og önnur stafasambönd
breytast ekki frá því sem algengast er í
blöðum og nýlegum bókum á þessum
málum þar sem umritun nafna úr rúss-
nesku er samræmd. Þess ber að gæta að
aðrar norrænar þjóðir hirða ekki um
muninn á rödduðum og órödduðum s-
hljóðum, en það er gert í þessari álits-
gerð (s og z, sh og zh). Ef óljóst er hvort
s-hljóð er raddað eða óraddað í rúss-
nesku nafni, er eðlilegra að velja þann
rithátt sem okkur þykir einfaldari og rita
t.d. s fremur en z, sh fremur en zh.
8