Málfregnir - 01.11.1987, Page 18

Málfregnir - 01.11.1987, Page 18
að predika við guðsþjónustur í íslenskum kirkjum og taka þátt í sjónleikahaldi í Reykjavík. Sjálfur þýddi hann á íslensku og staðfærði eitt af leikritum Hoibergs. Nokkru eftir dvöl sína á íslandi lagði hann upp í margra ára ferðalag. Hann ferðaðist um Svíþjóð, Finnland og suður um Rússland og Asíulönd allt til Ind- lands 1816-1823 og lagði stund á tugi tungumála. En íslenskan var ætíð eftir- læti hans og hann átti bréfaskipti við marga íslendinga. Meðan Rask dvaldist í Stokkhólmi 1816-1818 bjó hann m.a. til útgáfu báðar Eddurnar, Sæmundar-Eddu (þ.e. eddu- kvæði) og Snorra-Eddu. í síðarnefndu útgáfunni birtist í fyrsta sinn á prenti hið merka rit, sem nefnt hefir verið „Fyrsta málfræðiritgerðin“, en það er íslensk hljóðkerfislýsing frá 12. öld, undirstöðu- rit um íslenskan framburð að fornu. Tvívegis gaf Rask út íslenskar lestrar- bækur handa útlendingum, Sýnishorn af fornum og nýjum norrœnum ritum í sundrlausri og samfastri rœðu (Stokk- hólmi 1819) og Oldnordisk lœsebog (Khöfn 1832). Loks má nefna Lestrarkver handa heldri manna börnum sem Rask gaf út fyrir Bókmenntafélagið (Khöfn 1830). Hér hefir einkum verið getið þeirra verka Rasks sem íslensku varða, en hann samdi og gaf út málfræði margra annarra tungumála og ýmis rit önnur sem hér verða ekki rakin. Eftir heimkomuna úr Asíuferðinni tók Rask aftur við starfi sem bókavörður og varð síðar prófessor í Kaupmanna- höfn. Hann var meðal stofnenda Hins norræna fornfræðafélags (Det kgl. nordiske Oldskriftselskab) og var fyrsti forseti þess 1825-27. Hann tók þátt í hinni miklu útgáfu félagsins á Forn- manna Sögum á árunum 1825-1832. Einnig vann hann fyrir Hið íslenska bók- menntafélag og var um hríð varaforseti Kaupmannahafnardeildarinnar og síðar forseti öðru sinni. Rasmus Rask veiktist í hinni erfiðu Asíuferð sinni og tók ekki á heilum sér eftir það. Hann lést í Kaupmannahöfn 14. nóvember 1832 tæplega 45 ára. „Þú komst þegar Fróni reið allra mest á“, kvað íslenskt skáld um Rask í frægu kvæði fyrir 100 árum. Víðs vegar um heim er hans minnst sem brautryðjanda í málvísindum. Á íslandi er minning hans auk þess í hávegum höfð fyrir ást hans á íslenskri tungu og allt sem hann vann henni til eflingar og álitsauka og menningu íslands til viðreisnar. - B.J 18

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.