Málfregnir - 01.11.1987, Síða 19
BALDUR JÓNSSON
*
Islensk málrækt
Greinin sem hérfer á eftir er að stofni til þýðing á erindi sem höfundur flutti á sœnsku
á norrœna málnefndaþinginu 1987 og nefndist „Islándsk sprákvárd“. Þingið var
haldið á Akureyri dagana 16.-18. ágúst.
í þessu erindi verður einkum fjallað um
þrennt sem varðar íslenska málrækt: 1)
málstefnuna, 2) viðfangsefni málræktar
(framkvæmd málstefnunnar) og 3)
íslenska málrækt í norrænu ljósi. Ég
mun einnig leitast við að svara spurn-
ingum sem bárust í vetur frá Sænsku
ntálnefndinni í Finnlandi (í bréfi til ís-
lenskrar málnefndar, dags. 23.1. 1987)
vegna tillögu um að “íslensk málrækt“
yrði umræðuefni þessa þings. Tímans
vegna verð ég þó að svara fremur laus-
lega. Spurningarnar voru efnislega á
þessa leið:
Hvað hefir orðið til þess að íslensk
málrækt hefir tekið á sig þá mynd sem
hún hefir, þ.e. hvernig hefir málræktar-
hefðin þróast (hvert er hið menningar-
lega og málpólitíska baksvið)?
Að hvaða leyti er íslensk málrækt frá-
brugðin málrækt annarra norrænna
þjóða? Hvað geta þær lært hver af
annarri?
1. Málstefnan
Á síðustu árum hefir mikið verið rætt
um íslenska málpólitík. Margir hafa
auglýst eftir svo kallaðri „málstefnu“,
eins konar stefnuskrá sem geri grein
fyrir markmiðum og leiðum í málfars-
efnum. Aðrir hafa talið að stefnan væri
ljós, hvort sem hana væri að finna í
skrifuðum orðum eða ekki. Ekkert nýtt
hefir að minni hyggju komið fram í þess-
ari umræðu annað en það að nú hafa enn
fleiri en áður komið orðum að „mál-
stefnunni". Umræðan hefir þó án efa
stuðlað að því að skýra ýmislegt sem
mörgum var óljóst áður, og að því leyti
hefir hún verið gagnleg. Meginatriðin,
sem sífellt er verið að minna á, eru látin
í ljós með orðunum efling og varðveisla.
Takmarkið er að íslenskan geti orðið
betra, öflugra og liprara tjáningartæki
en hún er án þess að breytast að form-
legri gerð eða umhverfast í annað mál.
Efling málsins felur einnig í sér, að
minni hyggju, að útbreiða og bæta
notkun þess og þekkingu á málinu -
einnig meðal annarra þjóða. Varðveisla
málsins felur m.a. í sér að halda við eins
og kostur er því sérkenni þess að vera
eitt og hið sama á öllum tímum, um allt
land og á öllum stigum samfélagsins.
Síðustu árin hafa þessi meginsjónar-
mið verið sett fram á ýmsum stöðum og
við ýmis tækifæri, að vísu með dálitlum
tilbrigðum. En um markið, sem að er
stefnt, er að mínu viti enginn ágreining-
ur. Til áréttingar má vísa til þriggja
ólíkra heimilda, sem valdar eru af
handahófi: 1) Frumvarp til laga um
íslenska málnefnd (sjá aths. við 1. tl. 2.
gr.), 2) Jón Hilmar Jónsson 1985:21-23,
3) Guðmundur B. Kristmundsson o.fl.
1986:27-28.
Annars má segja með almennum
orðum að allt hið helsta í því sem við
köllum „málstefnu“ hafi forystumenn
þjóðarinnar í stjórnmálum og menn-
ingarmálum þegar sagt og útskýrt í
löngu máli og stuttu, í ræðu og riti,
19