Málfregnir - 01.11.1987, Blaðsíða 20
síðustu 200 árin að minnsta kosti. Ein-
staka sinnum hefir maður sprottið upp
til að hreyfa mótmælum eða lýst beinni
andstöðu við „málstefnuna". Bjarni
rektor Jónsson lagði m.a.s. til (1770) að
íslenskan yrði lögð niður og danska
tekin upp í staðinn (Halldór Hermanns-
son 1919:22). Þetta gerðist á 18. öld,
þegar illa áraði vegna drepsótta og
náttúruhamfara og jafnvel var haft við
orð að flytja fólk af landi brott. En slíkar
raddir hafa reynst hjáróma. Stundum
hafa þær einungis verið neikvæðar, þ.e.
ekki hefir verið bent á neitt sem komið
gæti í stað þess sem gagnrýnin beinist
að. Hitt er annað mál að menn geta haft
mismunandi viðhorf til einstakra mál-
farslegra atriða og jafnvel hvort þau
samrýmast málstefnunni eða ekki. En
langvinnar umræður um spurningar af
þessum toga má ekki rangtúlka og líta á
sem ágreining um markmið. Þær eru ein-
ungis lífsmerki, vitnisburður um lifandi
áhuga á málinu.
Hér er ef til vill við hæfi að víkja aftur
að spurningu Sænsku málnefndarinnar í
Finnlandi um hvað hafi leitt til þess að
íslensk málrækt hefir tekið á sig þá mynd
sem hún hefir. Þetta er sem sé spurn-
ingin um hvernig málræktarhefðin hefir
þróast og um hið menningarlega og
málpólitíska baksvið eins og það var
kallað.
Spurningarnar frá Finnlandi fela það í
sér að málrækt á íslandi sé frábrugðin
málrækt annars staðar á Norðurlöndum.
Ljóst er að í skipulagi málræktar erum
við eftirbátar flestra annarra norrænna
þjóða. Ég kem betur að því síðar. En ég
er ekki sannfærður um að ég hafi til þess
betri skilyrði en aðrir að dæma um mun-
inn á málrækt Norðurlandaþjóða. Ég er
ekki einu sinni viss um að þar sé fjarska
mikill munur á. Að minnsta kosti held
ég að markmiðið sé - að breyttu breyt-
anda - nánast hið sama hvarvetna. Það
sem er mismunandi eru tungumálin sjálf
og sögulegar og pólitískar aðstæður.
Hér ætti ég ef til vill að hafa fyrirvara
á vegna sænska orðsins sprákvárd. Þegar
ég er spurður um „islándsk sprákvárd“
svara ég sjálfkrafa eins og spurt væri um
„íslenska málrækt“. Annað get ég auð-
vitað ekki gert. En það er ekki sjálfsagt
að íslenska orðið málrœkt hafi nákvæm-
lega sömu merkingu og sænska orðið
sprákvárd. Skilgreiningar orðabóka,
íslenskrar orðabókar 1983 og Svensk
ordbok 1986, hjálpa lítið. Þær eru að
vísu býsna ólíkar, en tæpast svo að taki
af skarið. Ég hygg þó að munur geti
verið á „málrækt“ og „sprákvárd". Hann
endurspeglar þá líklega mismunandi
málpólitísk viðhorf. - Svo hafa hin
Norðurlandamálin sitt orðið hvert um
samsvarandi hugtak.
Norræn mál hafa sem kunnugt er þró-
ast á allt annan veg í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð (og þar með Finnlandi) en á
eyjunum í Atlantshafi, einkum á íslandi.
Munurinn var þegar orðinn afdráttar-
laus fyrir lok miðalda. Mörgum hefir
verið spurn hvers vegna „islándskan har
bevarat sin álderdomlighet sá förunder-
ligt val tiderna igenom ánda till vára
dagar“ eins og Wessén (1960:40) hefir
komist að orði. Bent hefir verið á
margar ástæður, bókmenntalegar, fé-
lagslegar, landfræðilegar o.s.frv. (sjá
t.d. Wessén 1960:40-41 og Helga Guð-
mundsson 1977:314-325). Ekki eru tök á
að fara lengra út í þá sálma hér. En
þegar spurt er hvert sé menningarlegt
baksvið íslenskrar málræktar er því
fljótsvarað af minni hálfu: íslenskar
fornbókmenntir og órofin málhefð.
Þó að mikið hafi farið forgörðum eru
fornbókmenntir vorar svo máttugar,
bæði áð vöxtum og gæðum, að frá þeim
verður ekki komist. Þær orka sífellt á
eins og risasegull. Þar er að finna það
hellubjarg sem íslensk menning hvílir á,
einnig íslensk málpólitík.
Um málræktarhefðina og framgang
hennar hefir oft verið fjallað, síðast í
mjög læsilegri ritgerð eftir Jónas Kristj-
20