Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 25
spyrjum okkur hvaða erindi við eigum í
samstarf með norrænum málnefndum.
Þetta er spurning sem ég hefi oft velt
fyrir mér, en rökstutt svar hefi ég í raun
aldrei heyrt frá neinum annað en það að
við séum vanir að taka þátt í öllu sem
heitir norræn samvinna. Það er þó alveg
Ijóst að íslensk málnefnd og þar með
íslensk málrækt hefir haft mikið gagn af
hinni norrænu samvinnu.
Upptökin má rekja til áranna upp úr
1960 þegar frændur okkar norrænir fóru
að vekja máls á því að málnefnd yrði
einnig stofnuð á Islandi. Forgöngu-
maður nýyrðastarfseminnar á þeim tíma
var Halldór Halldórsson prófessor. Sem
formanni í hinni svo kölluðu „Nýyrða-
nefnd" var honum boðið til Noregs 1962
í tilefni af 10 ára afmæli Norsku mál-
nefndarinnar (Norsk spráknemnd). Þau
tengsl, sem þannig tókust, leiddu til
stofnunar íslenskrar málnefndar 1964.
Hún hefir ekki alltaf verið ýkja atkvæða-
mikil, en hún hefir frá upphafi átt full-
trúa á norrænum málnefndaþingum ár
hvert.
Þegar íslensk málnefnd fór að vinna
að því að koma á fót eigin skrifstofu
hlaut hún beinan stuðning af meðmælum
frá Norrænni málstöð, og þar með frá
norrænu málnefndunum. Islensk mál-
nefnd og íslensk málstöð eru því til
komnar við uppörvun frá norrænu
frændþjóðunum.
Sambönd út á við - ekki síst aðild að
stjórn Norrænnar málstöðvar eftir til-
komu hennar 1978 - hafa verið gagnleg á
margan hátt. Þannig höfum við lært
margt af reynslu eldri nefndanna og um
vinnubrögð þeirra. Við fáum fundar-
gerðir frá þeim flestum og getum þannig
fylgst með því sem er að gerast og þær
eru að fást við. Við fáum tímarit sem
þær gefa út og jafnvel stærri rit. í aðal-
atriðum gildir hið sama um Norræna
málstöð sem við snúum okkur til eftir
þörfum. Auk þess hefir málstöðin haldið
allmargar ráðstefnur sem hafa verið
íslenskri málrækt gagnlegar og íslenskir
málræktarmenn hafa getað sótt. Síðast
en ekki síst eru persónuleg kynni ætíð
ómetanleg.
En þetta er aðeins hálft svar við spurn-
ingunni um aðild okkar að norrænni sam-
vinnu. Enn er því ósvarað hvort sú aðild
er einhverjum öðrum til gagns, hvort
norrænni málrækt yfirleitt er einhver
ávinningur að hlutdeild okkar. Ég læt
fulltrúum annarra þjóða eftir að svara
þeirri spurningu. En við eigum sem sé
norrænu málræktarsamstarfi margt að
þakka og vildum fúsir geta gefið eitthvað
í staðinn, eitthvað meira en taka á móti
gestum á nokkurra ára fresti.
Heimildir
Baldur Jónsson. 1985a. Terminologiska aktivi-
teter pá Island. Nordterm 85. Reykjavik 27.-
29. jimí 1985. íslensk málnefnd. Reykjavík.
BIs. 27-33.
-. 1985b. Islándsk ordbildning pá inhemsk
grund. Sprák i Norden 1985. Nordisk sprák-
sekretariats skrifter 4. Bls. 5-12.
-. 1985c. Islándska sprákets stállning inom
1800-talets förvaltning. De nordiske skrift-
sprákenes utvikling pti 1800-tallet 2. Beliovet
for og bruken av skrift i 1800-tallets forvalt-
ning, næringsliv og privatkommunikasjon.
Nordisk spráksekretariats rapporter 6. Ósló.
Bls. 51-61.
-. 1986. Islándska sprákbyrán. Sprák i Norden
1986. Nordisk spráksekretariats skrifter 5.
BIs. 65-68.
Frumvarp til laga unt íslenska málnefnd.
Fingskjal 758. Alþingistíðindi. Pingskjöl. 18.
hefti 1983-84. BIs. 2856-2863.
Guðmundur B. Kristmundsson o.fl. 1986. Álils-
gerð ttm málvöndun og framburðarkennslu í
grunnskólum. Samin af nefnd á vegum
menntamálaráðherra 1985-1986. Höfundar:
Guðmundur B. Kristmundsson. Baldur
Jónsson, Höskuldur Þráinsson, Indriði Gísla-
son. Rit Kennaraháskóla íslands. B-flokkur:
Fræðirit og greinar. 1. Reykjavík.
Halldór Halldórsson. 1962. Kring sprákliga
nybildningar i nutida islándska. Scripta
Islandica. 13. Bls. 3-24.
-. 1971. Islensk málrœkt. Erindi og ritgerðir.
Baldur Jónsson sá um útgáfuna. Hlaðbúð hf.
Reykjavík.
25