Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara - 01.01.1931, Blaðsíða 12

Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara - 01.01.1931, Blaðsíða 12
10. Fjelagrs'blað Kennarasam'banásins. I.' 5.-4. gildi Þess í peninguin. Forstöóumenn heimavistarskóla hafa Þar að auki til afnota, én endurgjalds, minst 2 ha. af girtu landi og ræktuðu eða hæfu til ræktunar. e. Kennarar utan kaupstaða kr. 2600,oo. f. Farkennarar og eftirlitskennarar við heimafræðslu kr. 1000,oo auk ókeypis f'æðiss húsnæðisj Ijóss og hita og Þjónustu Þá 6 mánuði ársins, sem skólinn stendur, eöa jafngildi Þess í pen- ingum. 10. gr.- Nú stendur "barnaskóli lengur en 6 mánuði á ári, og hækka laun- in Þá 1 r.jettu hlutfalli við tímalengd. 11. gr.- Kennarar, sem taldir eru í 9. gr., stafl. b. og e., fái, auk Þeirra launa, sem Þar eru talin, •50% af leigu eftir 2ja her- bergja íbúð á Þeim staö, sem Þeir kenna. Verði ekki samkomulag um staðaruppbót Þessa milli hlutaðeigandi skclanefndar og kenn- are. skal leigan metin af Þrem mönnum. Skipi hreppsnefnd eða bæjarstjórn einn Þeirra, kennarinn eða kennararnir annan, og stjórn Sambands íslenskra barnakennara Þriöja manninn, og verð- ur úrskurði Þeirra eigi áfrýjað. 12. gr.- Börn forstööumanna skóla og kennara, skulu hafa framfærslu- styrk úr ríkissjóöi, sem hjer seg'ir, uns Þau hafa náö 14 ára aldri: 1. barn: Enginn styrkur. 2. — : kr. 200,oo ár hvert. 3. — : kr. 250,oo " " * - og kr. 300,oo " meö hv.érju barn: , sem fleiri eru en 3. Þó nær styrkur Þessi ekki til giftra kenslukvenna, ende sjeu menn Þeirra vinnufærir. 13. gr.- Launaviðbót eftir Þjónustualdri, talin frá Þeim tíma,er kenn- ari tók við fastri stööu, greiðisi: sem h^er segir: a. Forstöðumenn og kennarar viö fasta ''skóla kr. 200,oo á tvegg- ja ára fresti, upp að cr. 1000,oo, og hafa Þeir néð fullum launum eftir 10 ára Þjónustu.. b. Farkennarar kr. 100,oo á tveggja ára fresti, upp að kr.50C-,oo og hafa Þeir náð fullum launum eftir 10 ára Þjónustu. Allar launabætur eftir Þjónustualdri greiðir ríkissjóður. 14. gr.- Laun Þau, sem talin eru í 9. gr. a og b, greiðast aö 2/5 hlut- um úr bæjarsjóöi, en 3/5 úr ríkissjóði. 1/4 Þeirra launa, sem talin eru í sömu grein, d og e, greiö- ist úr sveitarsjóði, en 3/4 af ríkissjóðsfje. l/5 hlut? Þeirra launa, sem talin eru í sömu gréin, f, g^eið- ist úr sveitarsjóði, en 4/5 úr rikissjóði. Hlunnindi Þau, sem getiö er um í n. gr. skulu greidd úr hreppssjóöi eöa bæjarsjóði. Ennfremur Þau hlunndndi, sem getið er um í 9. gr. stafl. _a,'d o.g f, enda Þótt Þau sjeu greidd í peningum. Verði hlutaöeigendur ekki ásáttir um hlunnindi 9,gr., skal úr skorið á sama hátt og getur 1 n. gr.

x

Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað Sambands íslenzkra barnakennara
https://timarit.is/publication/1148

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.