Vestfirska fréttablaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 3
3 iHér er ium að ræða svo fáráhlegá lagaleysu, að furðu sætir. Hundaeigendum er gefinn kcstur á að greiða skatta og gjöld uppfylía iströng skilyrði cg átoyrgðar- tryggja bunda siína, en fá jafnframit að vita, að jafnvei 'þó þeir hlýti öllum settum reglum cg 'greiði öll uppsott gjöld fái þeir ekkert í staðinn. Hundana drepum við alla á morgun eða hinn daginn, ef okkur sýnist sivo. Einfaidur meiribiuti toæjarstjórnar getur igengið frá iþvií máli á einum ibæjarsitjórniarfundi hvenær sem er. Hvort siem við erum hlynnt dýrahaldi, eða mótfallin, hljótum við að gera |þær iág- marksikröfur tii bæjarstjómar að samlþykktir og regliugerðir ssm hún semur cg lætur frá sér fara, iséu að lögum sem ég fuilyrði að er ekki í Iþas'su tilfeili, hvað svo isem undir- skrift Jóns Ingimarssonar 'ful'itrúa í heilbrigði'smáilaráðu- meytinu Mður. Hvort hundaeigendur isætta sig við fyrrnefnda samiþ>ikkt, eða hafna henni, sem hreinni lagaleysu og viitieysu vil ég ekkert segja. 'En þar isem mér er tounnugt um að minnista kosti nokkrir menn innán 'bæjarstjómar hafa lagt því il'ið að mál þetta leystiist á viðunandi hátt, er það von mín að .svo verði cg iausn finnist á þeim rembihnút, sem þessi vanhugsaða cg flónsicga samda samþykkt he'fur skap- að. Gr. J. Um Fréttablaðið sínum og fleira í þeim dúr. Stjórnmálamenn eru líka þekktir af því að þegja yfir mikið fleiri málum en þeir upplýsa. Hér skal engri rýrð kastað á póli- tísku blöðin og vafalaust eru þau nauðsynleg, en það eru flokkslega hlutlaus blöð líka og það ekki síður. Vestfirskt Fréttablað vaentir góðs af samstarfi við alla íbúa Vestfjarða. Opnar lögfræði- skrifstofu Nýlega hefur Arnar G. Hinriks- son, héraðsdómslögmaður opn- að lögfræðiskrifstofu hér í bæ. Isfirðingar hafa lengi kvart- að undan því, að slík þjónusta hefur ekki verið fyrir hendi. Blaðið hvetur bæjarbúa og aðra Vestfirðinga til að not- færa sér þessa þjónustu. Æskilegt væri og að opin- berir aðilar og stofnanir á svæðinu sæu sér hag í að flytja viðskipti sín á þessu sviði heim í’ héraðið. Allar almennar myndatökur LJÓSMYNDASTOFA fSAFJARÐAR Mánagötu 2 - fsafirði Sími 3776. Tílkynning um útivistnrtíma barna og unglinga í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 (8 á kvöldin) tímab. 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22 (10 á kvöldin) l. maí til 1. sept., nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum eða um- sjónarrnönnurn. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 (10 á kvöldin) tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 23 (11 á kvöldin) 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æskulýðs- starfsemi. Hvers konar þjónusta við böm og ungmenni eftir lög- legan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Hahdhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að almennum dansleikjum eftir ikl. 20, öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðár eru sérstöku eftirliti. For- stöðumönnum dansleikja er skylt að fylgjast með þvi að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Þeir sem hafa forsjá eða forpldraráð barna og ung- menna skulu að viðlögðum sektum gæta þess, að ákvæði þessi séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ung- menni'viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Barnaverndamefnd Isafjarðar (Útdráttur úr 44. gr. reglugerðar ura vernd barna og ungmenna nr. 45/1970) ] Byggingalánasjóður Isaf jarðarkaupstaðar Auglýsing um lún Byggingalánasjóður Isafjarðarkaupstaðar auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er sá, að styrkja einstaklinga, búsetta á ísafirði til þess að koma sér upp íbúðar- húsnæði til eigin nota Skilyrði til þess að lánbeiðanda verði veitt lán er m.a. að viðkomandi íbúð fullnægi skilyrðum Húsnæðismálastofnunar ríkisins um lánshæfni Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni hjá bæjarritara, er veitir nánari upplýsingar Umsóknir skulu sendast til bæjarráðs ísafjarðar, fyrir 1. des. n.k. ísafirði 28. okt. 1975 BÆJARSTJÓRI Þið sem eigið aflögu AfmælijSrit L.í. 40 ára hringið í síma 3390. (p ísafjarðarkaupstaður Tilkynning frú bæjnrsjóði ísafjnrðnr Vegna sívaxandi erfiðleika í innheimtu .hefur verið ákveðið að loka fyrir afhendingu efnis og þjónustu til þeirra aðila sem skulda gjalda- eða viðskiptareikningi sínum hjá bæjarsjóði Isafjarðar. Með vísan til fyrrgreindrar ákvörðunar tilkynnisl hér með, að framvegis verður ekki afgreitt.til þeirra sem skulda bæjarsjóðij fyrr en full greiðsla hefur borist, eða samið um greiðslu skuldarinnar. Takmörkun þessi nær til efnis og þjónustu eftirtalinna bæjarstofnana: Malarnám, áhaldahús, vinnuvélar og ísafjarðarhöfn Isafirði 13. okt. 1975 Bæjarstjóri. Fasteignir til sölu Tilboð óskast í neðangreindar fasteignir á ísafirði: Aðalstræti 10 Aðalstræti 12, norðurenda Strandgötu 5, neðri hæð Húsgrunn við Seljalandsveg Nánari upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri Kaupfélog ísfirðinga (safjarðarkaupstaður Starf umsjónarmanns Fræðsluráð Isafjarðar óskar að ráða umsjónar- mann, karl eða konu, til þess að annast húsvörzlu í samkomusal skólanna að Uppsölum á tímabilinu frá 1. nóv. til 31. maí 1976. Starfið er í því fólgið að sjá um kyndingu og eftirlit með húsnæðinu, ræstingu og innheimtu á leigutekjum Laun verða kr. 50 þús á mánuði Skriflegar umsóknir sendist bæjarskrifstofunni á ísafirði fyrir 4. nóv. n.k. FRÆÐSLURÁÐ ÍSAFJARÐAR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.