Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1976, Síða 2

Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1976, Síða 2
2 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson. Útgefandi Árni Sigurðsson. Prentun Prentstofan fsrún hf. ísafirði. Grein ó louígum meiði Aldarfjórðungur, 25 ár, er ekki langur tími mældur á mælistiku tímans. Mun því, trúlega af ýmsum lítil ástæða talin til, að minnast tíma- móta að liðnum 25 árum. Svo vill til að 25. okt. n.k. eru 25 ár liðin frá því að stofnuð var hér á ísafirði „Hjálparsveit skáta“. Sveit þessi hefur ekki látið mikið yfir sér, en unnið heillaríkt starf. Hópurinn sem stofnaði sveit þessa, var ekki stór, 14 einstaklingar. Skilyrði fyrir inntöku í sveitina voru að viðkomandi væri meðlimur í skátafélaginu Einherjum, hefði náð 17 ára aldri og lokið sérprófinu „Hjálp i viðlögum“. Þess var ekki langt að bíða, að leitað yrði aðstoðar sveitarinnar sem var leit að mönnum, sem ekki höfðu komið til síns heima. Starf sveitarinnar hefur verið með ýmsum hætti, leitað hefur verið að fólki, aðstoðað við björgunarstörf úr strönduðum skipum, námskeið haldin í hjálp í viðlögum, fyrir almenning og í skólum, aðstoð veitt á Landsmótum skíðamanna og Skíða- vikum, varsla við tjaldstæði á 100 ára afmæli kaupstaðarins o.fl.o.fl. Snemma aflaði sveitin sér tækja til að auð- velda námskeðahald, svo sem með kaupum á kvikmyndasýningarvél, kvikmyndum, litskyggn- um o.fl. Aðalhvatamaður þessa var fyrsti sveit- arforinginn, Hafsteinn O. Hannesson, en hann hafði aflað sér þekkingar a vegum almanna- varna ríkisins um fræðslustarf í Danmörku, á því sem veit að slysavörnum og aðstoð á slysstað. Þá var og í upphafi keypt tæki til kennslu á lífgun úr dauðadái með „munn við munn“ aðferðinni, en sú lífgunaraðferð hefur mörgum bjargað úr dauðadái. Af þessu sést að sveitin hefur á starfstíma sínum lagt ríka áherslu á að afla sér nauðsyn- legra tækja til að auðvelda starfið. I fyrstu voru- tækjakaupin smá, því meðlimir sveitarinnar báru kaupin uppi með eigin framlögum. Fljót- lega naut þó sveitin aðstoðar vinveittra einstak- linga og félaga, sem skildu starf hennar. Má þar helst nefna Kvennadeild SVFÍ. Hjálparsveitin á nú ýmiss góð tæki sem gera hana hæfari til að gegna hlutverki sínu. Ekki er ástæða til að tíunda þau öll, en nefna mætti bifreið, snjósleða, súrefnistæki, góða samstæðu talstöðva (labb- rabb-tæki), bakpoka með nauðsynlegum áhöld- um til björgunarstarfa, tæki til lýsingar, sjúkra- kassa, spelkur af ýmsum gerðum o.fl.o.fl. Sveitin hefur nú á seinni árum notið styrks af almannafé svo sém aðrar hliðstæðar sveitir í landinu. Nokkur undanfarin ár hefur sveitin annast flugeldasölu hér í bænum um áramótin og hefír það verið aðal tekjustofn hennar. Vil ég mælast til við bæjarbúa,- að þeir gefi því gaum. Á þann hátt stuðla þeir að bættum slysavornum og auknum möguleikum til að aðstoð á slysstað geti orðið sem happasælust. Stjórn og framkvæmdastjóri Vestra hf. hafa sýnt sveitinni þá vinsemd og stuðning að láta henni í té geymsluherbergi, eða stjórnstöð í húsi félagsins við Suðurgötu. Sveitin er meðlimur í Landssambandi hjálp- arsveita skáta og hafa þing sambandsins verið sótt af sveitarmönnum. Skipst hefur verið á skoðunum og hver lært af öðrum. Sveitarforingi er Þröstur Marsellíusson, aðstoðarsvf. Sveinbjörn Sveinbjörnsson og gjald- keri Tryggvi Tryggvason. Allir þeir sem kynnst hafa starfi Hjálparsveit- ar skáta gleðjast yfir tilveru hennar og starfi. Öruggt er að bæjarbúum er traust af tilveru hennar og munu því þakka farsæl störf á liðnum 25 árum. Borgari. Vegna greinar Vegna greinar í V.F. hinn 27. september þar sem ritstjóri blaðsins gerir vetraráætlun Flugfé- lagsins að umræðuefni og ber fram spurningar þar að lútandi þá mun ég reyna að svara þeim í nokkrum orðum. í fyrstu spurningunni er beðið um svar við tímasetningu áætlunarflugs til ísafjarðar og er því þá til að svara að eingöngu er miðað við þann litla birtutíma sem við búum við yfir vetrarmánuðina og er því lending hér stuttu eftir birtingu á morgnana. Varðandi samráð við bæjaryfirvöld sem spurt er um þá hefur Flugfélagið haft samband við þau og hafa óskirnar verið þær að reynt yrði að lenda hér eins snemma að morgni og hægt væri og einnig að fjölga reglubundnu áætlunarflugi með vörur. Þessum óskum hefur Flugfélagið mætt á þann hátt að í núverandi vetraráætlun eru settar upp 10 ferðir á viku til ísafjarðar þar af eru 3 ferðir með vörur. Komutími 6 þessara ferða er kl. 11,15 eða stuttu eftir birtingu í skammdeginu en hinar fjórar kl. 12,15, til hagræðingar á afgreiðslu. Ég vona að mér hafi tekist að svara spurning- um ritstjórans og þakka fyrir birtinguna. F.h. F.í. R. Adolfsson. Orð í eyro - • • . . . Ríkið, það er ég! Ef við snúum þessum fleygu orðum upp á okkur sjálf og ségjum: Bærinn það erum við, — erum við þá ekki komin að kjarna málsins. Bæjarfé- lag er og verður aldréi ann- að en spegilmynd íbúanna á hverjum tíma. Léleg um- gengni skapar sóðalegan bæ, snyrtimennska þrifaleg- an. Svona einfalt er það. Hversu margir skyldu hafa hugleitt þetta? Má kannske enginn vera að því? Bæjarfélagið er ein fjöl- skylda þar sem bæjarstjórnin er húsbóndinn. Það eru því eðlilega gerðar kröfur til hennar af hjúunum, bæjar- búum. En það þýðir ekki, að þar með sé hinn almenni bæjarbúi laus allra mála. Þvert á móti. Skyldurnar við samfélagið eru eftir, sem áð- ur. Mér svona datt þetta í hug þegar ég leiddi hugann að nokkru því, sem hefir verið að gerast í bæjarfélaginu á undanförnum dögum og vik- um. Fáein mál hafa þar verið efst á baugi og sitt sýnist hverjum. Gott eitt er um það að segja. Samt finnst mér sem moldin hafi rokið um of þrátt fyrir blíðviðrið. Jafn- vel bæjarstjórnin er sökuð um að vera eins og níu stein- blindir kettlingar. Minna má nú gagn gera. Þrjú mál hafa einkum yljað þeim um hjartaræturnar, sem lagt hafa það á sig, að sækja bæjarstjórnarfundi að undanförnu: ,,Olíulóðin“, Símamálið" og ,,Hótellóðin“ og eins og sjá má af upptaln- ingunni er hér ekki um neinn fimmaurabissness að ræða. Heilbrigðisnefnd bæjarins á suðupunkti, bæjarstjórninni stillt upp við vegg líkt og til aftöku og heyrst hefur að símamálaráðherrann (sem greinilega veit stundum hvað hann vill) hafi þau ráð ein, að bæjarstjórnin klappi bara blessuðum símastúlk- unum. (Svona hlunnindi ættu reyndar að örfa menn til setu í bæjarstjórn og veitir ekki af) Og svo hótelmilljón- irnar. Ákvörðun bæjarstjórnar um staðsetningu bensín- afgreiðslu, greiðasölu og bílastöðvar, því hér er ekki bara um bensínsölu að ræöa, hefur vakið úlfaþyt. Alltof langt mál yrði að fara að rekja mistök bæjarstjórn- ar er henni sást yfir valdsvið heilbrigðisnefndar, bókanir nefndarinnar um útdrætti úr reglugerðum o.fl. En lítum á fáein atriði, sem fundið er til foráttu: Nálægð við væntan- legt sjúkrahús, umhverfis- vernd, umferð og hávaða, sem henni fylgir og ,,kara- mellubréfútumailt" eins og ég heyrði það svo skemmti- lega orðað. Ef einhverjum dytti nú það snjallræði í hug að mæla vegalengdina frá væntan- legu sjúkrahúsi að væntan- legri bensínstöð og síðan frá núverandi sjúkrahúsi að nú- verandi bensínstöð myndi hann óhjákvæmilega komast að þeirri niöurstöðu, að fyrri leiðin er mun lengri. Þetta stendur því greinilega til bóta miðað við núverandi ástand, sem ég kannast ekki við að hafa heyrt talað um, sem vandræði. En hitt gleymist aftur á móti, að umferðin um Hafnarstræti, ekki síst „rúnturinn" er og verður til staðar (nema þá með hæpnum lögregluað- gerðum) hvort sem við höf- um bensínstöð eða ekki bensínstöð. Umhverfisvernd — ég er mjög hlyntur allri náttúru- vernd hvers eðlis sem hún kann að vera. En þegar maðurinn er búinn að spilla svo umhverfi sínu að hætta stafar af, hvað er þá til ráða annað en að hann geri sjálf- ur einhverja bragarbót. Fjar- an við Hafnarstræti er orðin svo menguð að það er stór- kostlegt þrifnaðaratriði að losna við hana. En fjörur verðum við að hafa og þess vegna skulum við kappkosta að vernda og viðhalda fjör- unni við innfjörðinn og strandlengjunni út í Arnar- dal. Ég skal fúsl. taka það sjónarmið, að æskilegt væri að hafa opið svæði frá væntanlegri hraðbraut niður undir bæjarbryggju pollmeg- in við Hafnarstræti, en það munaður, sem bærinn hefur ekki efni á í dag. Ekki veit ég hver verða endanleg viðbrögð heil- brigðisnefndar, en þau ættu að vera: ítrustu kröfur um allan frágang á lóð og öðrum mannvirkjum væntanlegrar þjónustu- stöðvar og síðan strangar reglur varðandi umgengni og eftirlit þar að lútandi. Verði þetta gert er það trúa mín, að þegar frá líður verði sá vindverkur, sem þetta bensínlóðarmál hefur orðið fáeinum aðilum, ekki jafn bölvanlegur og hann virðist vera í dag. Símamálið er búið að vera á „viðkvæmu stigi" allt frá upphafi, svo viðkvæmu, að segja mætti mér að það hefði komið í veg fyrir lausn málsins. Hvað sem öllum — ,,blíðuatlotatillögum"— ráðherra líður er Ijóst, að bæjaryfirvöld eiga ekki í neinu stríði við símastúlkur heldur yfirmenn stofnunar- innar allt upp í ráðherra. Vit- að er, að ekki munu allir ráðherrar hafa sömu afstöðu til málsins og varanleg og viðunandi lausn þessa máls, ekki bara fyrir (safjörð heldur í reynd fyrir fjölmörg önnur sveitarfélög, verður að koma ofanfrá. Allt annað er kák og ekki sæmandi að sleppa við- komandi við aö taka afstöðu til vandans — og leysa hann. Nú hafa bílstjórarnir tekið til við uppfyllingu fyrir Hótel ísafjörð og er vel. Vonandi tekst að byrja á grunninum í haust og allir hljóta að ala von í brjósti að hótelbygg- ingin verði annað og meira en draumur. Lausn lóða- málsins kann að vera flókn- ari en í fljótu bragði virðist. Skal tekið undir það sjónar- mið er fram hefur komið, að við verðum að treysta því, að bæjarstjórnin hafi þar gætt hagsmuna bæjarfélagsins, samhliða því er hún varð að fá fram skjóta lausn. Hvort byrjað verður á hótelinu í haust eða ekki getur skipt sköpum. Þessi mál sem hér hafa orðið tilefni að vangaveltum hafa verið mjög til umræðu undanfarið. Eigum við ekki að leggja til hliðar um sinn fyrirfram neikvæða afstöðu og vona að þau fái farsæla lausn og verði okkur til ánægju og bænum til fram- dráttar. Það er reyndar ekki orðið andskotalaust að vera í bæjarstjórn: Bæjarstjórnin er hundskömmuð fyrir að gera aldrei neitt og þegar hún ræðst í framkvæmdir er hún skömmuð fyrir að gera þetta nú ekki öðruvísi. Af- staða manna til bæjaryfir- valda og bæjarfélagsins yfir- leitt er vissulega umhugs- unar og umræðu verö. Nú má enginn skilja orð mín á þann veg, að ekki megi gagnrýna bæjarstjórnina, síður en svo. En mér finnst að oft á tíðum séu kveðnir upp dómar án þess að kynna sér málsatvik. Og það er ekki nógu gott. Ja, mér bara datt þetta í hug, snona til að leggja orð í belg. .....Jóhann

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.