Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1976, Blaðsíða 5
íJT' ‘h' iffii í/íti
-Nokkur orð
Framhald af 3. síðu.
reikninginn þegar lagagrein-
ar eru „prýddar" meö máls-
greininni „skattstjóra er
heimilt".
í skattalögunum úir og
grúir af heimildum til skatt-
stjóra („skattstjóra er heim-
ilt“), til þess aö gera eitt og
annað í ýmsum tilfellum. Aö
mínu mati hættir embættinu
á ísafiröi til þess að taka
heimildina í ýmsum tilfellum,
sem skyldu í öllum tilfellum.
Hið mannlega er útilokaö og
lagabókstafur og heimild
látin gilda fyrir höröustu aö-
geröir, sem völ er á.
Samkvæmt íslenskum lög-
um er enginn sekur nema
sekt hans sé sönnuð. Sam-
kvæmt bókstaflegum skiln-
ingi íslensku skattalaganna,
getur' í mörgum tilfellum
skattstjóri dæmt mann sekan
um skattsvik og skattlagt
samkvæmt því, en hinn
dæmdi getur þó áfrýaö
dómnum og fengið leiðrétt-
ingu sinna mála fyrir æöri
dómstól.
£g lít þannig á aö ábyrgð
skattstjóra, sé aö mörgu leyti
meiri en venjulegs dómara,
því í rauninni er honum sýnt
meira traust og ætlast til af
honum meiri sanngirni og
réttlæti, sem fellur undir
oröalagiö „skattstjóra er
heimilt".
Sem sagt hlutlaust mat,
þar sem tekið er fullt tillit til
sérstakra og sérstæöra aö-
stæöna og tilfella. — Þetta
er aö minnsta kosti mín
skoðun.
Ef satt reyndist aö aðeins
örfáir einstaklingar hafi orö-
iö til þess að greiða hærri
skatt til samfélagsins, en
þeim bar samkvæmt lögum,
vegna þess aö embættis-
skilningur skattstjóra og
starfsmanna hans er ekki
samkvæmt því er löggjafinn
ætlast til, er full ástæða til að
endurskoða öll embættis-
verk aftur í árin meö tilliti til
leiöréttinga, ekki síður en
skattyfirvöld hafa lagalegt
leyfi, sem aö mínum dómi er
bæöi réttlátt og sjálfsagt, til
þess aö endurskoða framtöl
gjaldenda aftur í tímann með
tilliti til hugsanlegs
undandráttar eöa hreinna
skattsvika.
Á sama hátt og skattborg-
ara eru best tryggö sín rétt-
indi meö því að vakandi
auga sé haft á því að farið sé
að öllu að lögum hvað skatt-
greióslur snertir, veröur
hann jafnframt að gæta vel
sinna persónulegu réttinda,
því janóréttlátt er aö einn
greiöi til samfélagsins hærri
hlut en honum ber og aö
annar sleppi viö aö greiða
þann hlut sem honum ber.
Ég hefi í þessu greinar-
korni algjörlega sleppt því
aö minnast á þann þátt sem
aðgerðir skattstofu með
bréfaskriftum og upplýsing-
arkröfum af fáraánlegustu
gerö eru farin aö hafa á
heimilislíf manna almennt.
Þegar ég tala um fáránleg-
heit á ég fyrst og fremst við
hinn margumrædda frádrátt-
arlið „Viðhald húseignar".
Þar sem þar er um að ræöa
efni í heila bók ef vel er á
haldið, læt ég það kyrrt
liggja aö sinni.
- Mikil otvinna
Framhald af 6. síðu.
íbúöir komist í gagniö á Flat-
eyri. Þó þetta sé nokkuö há
tala, þá leysir þetta ekki hús-
næðisvandann nema aö litlu
leiti, vegna þess að í öllum
þessum íbúöum eru ungir
Flateyringar sem eru annaö-
hvort aö byrja búskap eöa
endurnýja húsnæði.
Talsverð umsvif hafa verið
hjá Flateyrarhreppi í sumar
en framkvæmdir og mál Flat-
eyrarhrepps eru sér kapituli
sem myndi duga í heila
blaöagrein og læt ég bíða
betri tíma aö segja fréttir af
því.
írskir barþjónar fara létti-
lega með reglur ^fengislöggjaf-
arinnar 'Uim oprunartíma. Sú
sága er sögð, rið þe?ar við-
skiptavinur kom að morgni
inn á krá nokkra, var honum
tilkynnt, að ekki væri opnað
fyrr, en kl. 11, eins og siður
er har í Iandi.
— Allt í lagi, s'agði gestur-
inn, ég ætla að híða.
— Jæja, sagði barþjónninn,
hvað ætlarðu að fá á meðan
þú bíður.
En sem sagt, Flateyringar
líta björtum augum á fram-
tíðina og eru staðráðnir í að
vinn ötullega aö enn frekari
uppgangi staðarins.
M.Ben.
Höskuldur
Skugfjörð
Höskuldur Skagfjörð hefur beðið Fréttablaðið að birta
eftirfarandi kafla úr útvarpserindi sínu. „Tveir fyrir Horn og
Bangsi með“.
fsfirðingur mun hafa komið að máli við Hannes Hafstein
og kvartað yfir ummælum Höskuldar í garð slysavarnarsveit-
arinnar á ísafirði. Vill Höskuldur að menn fái lesið orðrétt
þau ummæli í erindinu, sem hann telur tilefni umkvörtunar-
innar.
„Við vorum búnir að gera því skóna að á leiðinni frá
Fljótavík til Hornbjargsvita gistum við í húsum Slysavarna-
felagsins. Vinningurinn var að þurfa ekki að bera tjald og
fleira sem við skildum eftir á Isafirði. Við léttum verulega á
okkur. Aðeins föt, matur og snyrtidót. Þetta kom sér vel, því
leiðin var erfiðari, en ég hafði búist við. Fyrstu nóttina sem sé
í húsinu í Fljótum. Okkur Bangsa leið að vísu ágætlega, en
þegar ég fór að hugleiða að hér hafði gott fólk komið upp
þessu húsi, sem til taks var, ef t.d. sjóhrakta menn bæri að
garði.Þá er ekki hægt annað en hugleiða, hvers konar lýður er
á ferð, og gengur um skýlið, sem villimenn. Ég hafði púnktað
þetta hjá mér. Vantar eldspýtur, sama og enginn matur.
Pottar og önnur ílát skemmd. Ekkert glas á lampa. Og síðast
en ekki síst; brotin eldstó. Mér er sagt að deild slysavarna á
ísafirði geri sitt besta til að halda þessu í góðu ástandi, en svo
koma sumargestir og skemma góða vinnu.“
Starfsmaður óskast
Starfsmaður óskast við sorpbrennslustöð-
ina á Skarfaskeri, sem rekin er á vegum
Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarkaup-
staðar og Súðavíkurhrepps.
Umsóknarfrestur er til 25. október.
Laun skv. 8. launafl.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður
Fh. stjórnar sorpbrennslustöðvar.
Bæjarstjórinn ísafirði
&
Fasteignir
TIL SÖLU
&
&
&
&
Silfurgata 9; 3ja herb. íbúð'
á efri hæö. Þurrhreinsun
fullum rekstri á neðri hæð.'
Stór eignarlóð.
Seljalandsvegur 4; lítiö ein-
býlishús með stórri eignar-(
lóð. ;
Aðalstræti 10, noröurendi; i
ódýrt húsnæöi fyrir stóra J
fjölskyldu.
X Tangagata 17; falleg 3ja i
jKj herbergja íbúö á efri hæð.
Silfurgata 12, norðurendi;
X eignarlóð, mjög ódýr eign.
£
Flateyri; tvílyft einbýlishús;
ásamt bílskúr og stórri;
eignarlóð,
, Bolungarvík; nýlegt 118;
X ferm. einbýlishús við Trað-;
arstíg.
Bolungarvík; 3—4 herb.;
íbúð á neðri hæð í nýlegu ;
fjórbýlishúsi við Vitastíg.
Arnar G. Hin-
riksson hdl.
Aðalstræti 13, sími 3214