Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1978, Blaðsíða 4
NÝKOMIN DYNASTAR-skíði NÝKOMNAR stærðir fra 110 cm SALOMON-bindingar NÝKOMINN fyrir börn og fulloröna Finnskur skíðafatnaður stakir jakkar og buxur BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASONAR Sími3123 ísafirði Vestfirðingar greiða hærri símagjöld — Súgfirðingar hæstir af Vestfirðingum Að tilhlutan landshluta- samtaka sveitarfélaga hefur verið gerð úttekt á símaþjón- ustu hér á landi, með sér- stöku tilliti til skiptingu út- gjaida eftir landssvæðum. í greinargerð samstarfshóps landshlutasamtakanna um símamál er gerð athugun á umframgjöldum, þ.e. gjaldi fyrir umfram símtöl. Á höfuð- borgarsvæðinu eru 300 skref innifalin t afnotagjaldi, en annars staðar eru 600 skref innifalinn. Þrátt fyrir þetta eru umframgjöld mun hærri á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu. VESTFIRÐINGAR GREIÐA HÆRRI SÍMAGJÖLD EN REYKVÍKINGAR Sem dæmi um þennan mismun eru umframgjöld á hvern einkasíma á ári að meðaltali annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hér á Vestfjörðum: Höfuðborgarsv. kr. 24.432 Patreksfj. kr. 67.401 Suðureyri kr. 100.138 ísafjörður kr. 71.333 SÚGFIRÐINGAR GREIÐA FJÓRFALT MEIRA EN HÖF- UÐBORGARBÚAR Samkvæmt þessu eru umframgjöld hvers einka- síma að meðaltali fjórfalt hærri á Suðureyri heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er þrátt fyrir það að fleiri skref eru innifalinn í afnotagjaldi á Suðureyri heldur en á höfuðborgar- svæðinu. Það kemur fram í greinagerðinni að dreifing símnotkunar sýnir marg- falda notkun úti á landi miðað við höfuðborgar- svæðið. Ástæðan er meðal annars ótímamæld riotkun innan einstakra stöðva, en innan höfuðborgarsvæðis Framhald á 3. siðu Talstmafgreiðsla á Isafirði. Félagsheimilið i Hnífsdal. Fjölbreytt starfsemi Fé- lagsheimilisins í Hnífsdal KLÚBBSTARFSEMI OG I- ÞRÓTTIR í félagsheimilinu fer fram mest öll klúbbstarf- semi í bænum þ.e. klúbbar eins og Lion, Kiwanis og TC hafa þar fundi sína asamt fleirum. í sambandi við þessa starfsemi og aðra er nú verið að setja upp bráðabirgðaaðstöðu í eld- húsi. íþróttir og gufuböð eru í gangi alla daga vik- unnar og þar er Júdódeild Reynis með alla sína starf- semi. Einstaklingar stunda einnig íþróttir í heimilinu svo sem badminton, blak og tennis. Frúarleikfimi sem hefur verið undanfar- in ár mun ekki hefjast fyrr en eftir áramót og má í því sambandi benda á að nú eru lausir tímar í sal fyrir íþróttir, bæði fyrir karla og konur. SETJA UPP LJÓSASHOW. Að undanförnu hefur verið unnið að ýmiss konar viðhaldi og endurbótum á félagsheimilinu, m.a. gagngerðar endurbætur á þaki lágbyggingarinnar og Íagfært og flísalagt svið hússins. Fyrirhugað ér að endur- bæta loftræsikerfi hússins og setja upp ,,ljósashow“. Ljósashow það sem sett verður upp er það eina og fyrsta, sem sett hefur verið upp í félagsheimili hér- lendis. Isafirði Sími3792 Sænsku aðventuliósin eru komin Næst kemur Vestfirska fréttablaöiö út 29. þ.m., eöa næsta miövikudag. Þetta 22. tölublaö, er nánast aukaútgáfa til þess aö létta ofurlítið á þrýstingi sem hefur skapast vegna mikils fram- boös á efni í Vestfirska fréttablaöiö, þannig aö blaöiö kemur nú út þrjár vikur í röö. Vinsamlega hafiö samband viö mig í síma 3100 utan vinnutíma, ef þiö hafið áhuga á aö birta efni eöa auglýsingar í Vestfirska fréttablaöinu. Næsti útgáfudagur er 29. nóv. n.k. Ritstjóri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.