Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1980, Qupperneq 2
vestfirska
rRETTABLADfD
I vestfirska I
FRETTABLAÐID
Útgefandi og ábyrgðarmaöur:
Árni Sigurðsson
Blaðamenn:
Eðvarð T.Jónsson
Elísabet Þorgeirsdóttir
Prentun: Prentstofan ísrún hf., ísafirði.
Liölega tvær vikur eru nú liðnar frá því
sjö Vestfirðingar fórust af slysförum í
fárviðri. Einn maður fórst í bílveltu á
fjallveginum yfir Hálfdán, en sex sjómenn
týndu lífi við rækjuveiðar. Tveir á Arnar-
firði með m.b. Vísi frá Bíldudal, en fjórir á
ísafjarðardjúpi með m.b. Eiríki Finnssyni
og m.b. Gullfaxa. Vestfirska fréttablaðið
vottar aðstandendum þessara vösku
drengja dýpstu samúð vegna þessa á-
falls.
Þegar slíkir atburðir gerast verður best
Ijóst hve lítils maðurinn má sín gagnvart
náttúruöflunum og hvernig fræknustu og
dugmestu menn verða að lúta í lægra
haldi fyrir ægivaldi höfuðskepnanna.
Ýmislegt er þó gert til þess að reyna að
verjast áföllum af þessum völdum og má
þar til nefna starfsemi björgunarsveita,
sem eru frjáls félagasamtök, byggð upp
af einstaklingum, sem vilja fórna kröftum
sínum og tíma til starfs, sem verða mætti
meðbræðrum til hjálpar á hættutundu.
Hér við Djúp starfa fimm björgunar-
sveitir. Ein í Súðavík, þrjár á ísafirði;
Björgunarsveitin Skutull og Björgunar-
sveitin í Hnífsdal, sem eru deildir innan
S.V.F.Í. og Hjálparsveit Skáta á ísafirði og
Björgunarsveit S.V.F.Í. í Bolungarvík.
Sveitir þessar starfa sjálfstætt hver um
sig og hefur hver þeirra eigin stjórnstöð
og sinn tækjabúnað.
Á undanförnum árum hefur gengið á
ýmsu um stjórnun og starf björgunar-
sveitar S.V.F.Í. á ísafirði og er þess að
minnast að nokkurskonar stjórnarbylting
var gerð hjá sveitinni fyrir fáeinum árum.
Þá gerðist það að hópur ungra manna
Öflugt starf
björgunar-
sveitanna
nauðsynlegt
tók völdin í sveitinni í sínar hendur, en
menn sem um áratuga skeið höfðu unnið
að uppbyggingu tækjabúnaðar, skipu-
lagningu á starfi sveitarinnar og að marg-
háttuðum björgunarstörfum á vegum
hennar hurfu frá.
Með þessum mönnum, sem bjuggu yfir
reynslu og þekkingu, sem einungis ára-
tuga starf í slíkum félagsskap getur gefið,
er hætt við að sveitin hafi misst þá
kjölfestu sem starfi hennar er nauðsyn-
leg. Nú má segja að þriðja kynslóðin hafi
tekið til starfa í björgunarsveitinni. Þeir
aðilar, sem gerðu ,,Byltinguna“ á sínum
tíma eru nú horfnir frá. Vonandi tekst
þeim, er nú starfa í sveitinni að hagnýta
sér reynslu þeirra manna, sem lengst
hafa að þessum málum unnið og öðlast
sjálfir þá reynslu og þekkingu sem nauð-
synleg er til þess að út úr því komi öflug
og vel skipulögð björgunarsveit.
Það sem er ef til vill mikilvægast til
þess að starf björgunarsveitanna megi
verða að gagni er styrk sameiginleg yfir-
stjórn sveitanna við Djúp og mótaðar
áætlanir um það hvernig bregðast skuli
við í hinum ýmsu tilfellum, sem komið
geta upp. Til mun vera nú skipulag, sem
kveður á um það hvernig stjórna beri
sameiginlegum aðgerðum sveitanna, en
enn vantar þjálfun og samræmingu til
þess að það skipulag sé virkt.
Þá er ótalin fjárþörf sveitanna og þörf
þeirra fyrir viðunandi aðstöðu og 'ækja-
búnað. Það er mál, sem snýr að almenn-
ingi, ekki síður en að sveitunum sjálfum.
Ekki er að efa að fólk hér í byggðunum
við Djúp, einstaklingar og fyrirtæki, sjá
nauðsyn þess að hafa ávallt til reiðu vel
búnar björgunarsveitir þegar válegir at-
burðir gerast og sjálfsagt er að allir
standi saman um að styðja starf björgun-
arsveitanna eftir megni.
Sex með Wichmann
Frá Vestfjörðum eru nú geröir
út 5 togarar sem knúnir eru
norskumWichmannvélum. Sjötti
togarinn er væntanlegur nú al-
veg á næstunni og verður þá
nákvæmlega helmingur Vest-
fjarðtogara með vélar af þessari
tegund. Alls eru í dag um 70
skip og bátar í íslenska flotan-
um með Wichmann vélar, þar af
15 togarar og 27 loðnu- og
netabátar.
Þessar upplýsingar komu fram á
blaðamannafundi sem norska
vélafyrirtækið a/s Wiehmann hélt
nýlega ásamt umboðsaðila sínum
á íslandi. Einari Farestveit & Co.
h/f. Megintilgangur fundarins var
að tilkynna að a/s Wichmann væri
kornið út úr þeim fjárhagskrögg-
um. sem fyrirtækið lenti í árið
I978. Fundinn sátu auk blaða-
manna. sendiherra Noregs á ís-
landi. frú Annemarie Lorent/en.
Morten Fleischer. aöalforstjóri a/s
Wichmann. kona hans og sonur.
Tore Sörensen sölustjóri Wieli-
mann fyrir ísjand og Færeyjar. og
svo Arthur Farestveit og Ari Guð-
mundsson frá Einari F'arestveit &
Co.
Framleiðsla Wichmann á vélum
nær allt aftur til 1903. en laust eftir
1920 voru fyrstu vélarnar fluttar
til íslands. Um langt árabil hefur
ísland verið annar þýðingarmesti
markaður fyrir Wichmann skipa-
og bátavélar. Frá árinu 1964 hefur
Einar Farestveit & co. h/f annast
alla þjónustu við vélarnar frá fyrir-
tækinu. Á vegum Einars starfa 2
viðgerðartæknifræðingar. sem
annast viðhald og reglulegt eftirlit
með vélunum á íslandi.
Eins og áður gat lenti Wich-
mann í erfiðleikum árið 1978
FLUGFÉLAGIO
ERNIR P
ISAFIROI
mm
ISAFJORÐUR -
Símar 3698
og 3898
REYKJAVÍK
Fljúgum frá ísafirði til Reykja-
víkur snemma hvern morgun
og frá Reykjavík til ísafjarðar
um hádegi. Um leiguflug er að
ræða, með takmörkuðu sæta-
framboði og verður fargjaldi
stillt í hóf. Ferðirnar eru settar
upp í trausti þess, að næg
þátttaka fáist. Farpantanir
þurfa að berast félaginu tím-
anlega svo ráðrúm gefist til
að skipuleggja leiguferðirnar.
Símarnir á Isafirði eru 3698
og 3898 og í Reykjavík 10880.
ATHUGIÐ AÐ VIÐ LEGGJUM SÉRSTAKA ÁHERSLU Á FLJÓTA
OG ÖRUGGA FLUTNINGAÞJÓNUSTU MEÐ VARAHLUTI
FYRIR ATVINNUTÆKI. ___ FLUGFÉLAGIO
ERNIR p
ISAFIROI
Ari Guömundsson, tæknifræðingur hjá Einari Farestveit, um-
boðsmanni Wichmann á fslandi, Tore Sörensen, sölumaður
fyrir ísland og Morten Fleischer
vegna samdráttar í skipasmíðaiðn-
aði. Varð fyrirtækið gjaldþrota og
óttuðust þá margir útgerðarmenn
að ekki yrði staðið við tilskyldar
ábyrgðir á vélunum og að skortur
yrði á varahlutum og þjónustu.
Þessir erfiðleikar leystust á skjótan
hátt sakir mikils þrýstings á norsk
stjórnvöld. bæði frá norskum og
íslenskum útgerðarmönnum og
samtökum þeirra. fslenskir útgerð-
armenn héldu m.a. fúnd með
norska sendiherranum og hafði sá
fundur töluverð áhrif. Það varð úr
að norski iðnþróunarsjóðurinn
lagði fram fjármagn til rekstrar
fyrirtækisins. en auk þess gerðust 3
af stærstu opinberu fyrirtækjum
Noregs hluthafar í Wichmann.
Þessir stóru bakhjarlar eru Horten
Verft. Kongsberg Vánenfabrikk
og Kværner Gruppen. Aðrir hlut-
hafar eru hreppurinn þar sem fyr-
irtækið er staðsett og fjölmargir
skipaeigendur í Norcgi. Verk-
smiðja a/s Wichmann er rétt utan
við Bergen og vinna þar nú um
350 manns. Söluskrifstofur eru í
Bergen. Þá rekur a/s Wichmann
dótturfyrirtæki í Bandarikjunum.
Hinir öflugu hluthafar í fyrir-
tækinu gera því kleift að halda
áfram stöðugum endurbótum og
rannsóknum á framleiðslu sinni.
Að loknum áralöngum rannsókn-
um hafa tæknimenn Wichmann i
samvinnu við véladcild tæknihá-
skólans í Þrándheimi þróað nýja
forstjóri Wichmann.
vélargerð. sem kölluð er AXA. Er
sú tegund m.a. í Júlíusi Geir-
mundssyni (nýja). Hönnun þessar-
ar tegundar var byggð á reynslu
sem fengist hafði með s.k. AX
vélum, sem fyrst voru framleiddar
árið I970. Júlíus Geirmundsson
(eldri) var fyrsta skipið í íslenska
fiskveiðiflotanum sem var með
slíka vél.
Wichmann vélarnar eru allar
tvígengisvélar og hafa enga ventla.
en það gerir þær mjög hentugar
fyrir svartolíubrennslu. Alls
brenna 13 Wichmann vélar svart-
olíu. og er Framnes frá Þingeyri
með eina þeirra. Hægt er að taka
upp notkun svartolíu á þessum
vélum án mikillar fyrirhafnar eða
kostnaðar. Eru dæmi þess að vélar
í algengum stærðarflokki í togur-
unum hafi sparað allt að 30
milljónum króna á ári. Þessar vél-
ar kosta á núverandi gengi um 250
milljónir íslenskra króna.
Þess má geta að framleiðsla a/s
Wichmann fyrir þetta ár er öll
seld. alis um 80 þús. hö. Pantanir
hafa borist langt fram í timann og
er nú unnið að samningum við
nokkur útgerðarfélög um vélar er
skulu afhendast á næstu árum.
Sýna þessar pantanir að þrátt fyrir
tímabundna erfiðleika njóta
Wiehmann vélar eftir sem áður
mikils trausts hjá útgcrðarmönn-
unt víða um heim.