Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1980, Page 4

Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1980, Page 4
vestfirska FRETTABLAmS Sigfús Valdimarsson: Hvar eru þeir níu? Á síðastliðnu vori var hér á ferð enskur trúboði Robin Baker að nafni. Hafði hann 2 samkomur á ísafirði og eina í Bolungarvík. Ég hygg að síðari samkoman í ísa- fjarðarkirkju hafi verið einstök í kirkjusögu Isafjarðar. og hefði ver- ið eðlilegt að hún markaði sérstök straumhvörf í lífi margra. Um þetta skrifar Vestfirska fréttablaðið í 3. tbl. þ.á. Mig lang- ar til að koma með nokkrar at- hugasemdir og skýringar viðkom- andi þessu máli. Það er byrjað með að vitna í stutt símtal sem blaðamaður V.f. átti við mig. Mér er alveg ókunn- ugt um hvort sú skrifstofa er stór eða líul. sem Robin Baker vinnur á og gat heldur ekkert um það. enda skiftir það engu máli. Þá vil ég taka það fram að ég er ekki forstöðumaður Salem safnaðarins. Það hefir enginn verið síðan Göte Andersson fór héðan fyrir 7 árum síðan. Bræður safnaðarins vinna saman í fullu samráði við söfnuð- inn án þess að nokkur hafi verið kosinn þar öðrum æðri. í upphafi hverrar samkomu tal- aði Robin Baker ávalt út frá Guðs orði. þar sem hann boðaði hjálp- ræðið í Jesú Kristi og að hver sem ..ákalli hans nafn muni frelsast" Post:2l. Sigfús Valdimarsson Þetta gerist aðeins fyrir trú og áhrif heilags anda. Hann tók það mjög skírt fram að hann væri enginn læknir og sér bæri því | ekkert þakklæti né laun. Krafta- verkin á samkomum hans ættu heldur ekkert skyltvið andatrú eða svokallaðar huglækningar. eins og því miður verður vart hjá svo mörgum. er meta allt að jöfnu. hvaðan sem það kemur. Fólk þarf að gera greinarmun á hlutunum. Robin Baker sagði að það sem gerðist. væri það sama og Ritningin greindi frá er Jesús Kristur predikaði fagnaðarerindið og læknaði af hverskonar krank- leika. og einnig lærisveinar hans eins og hann hafði gefið þeim fyrirheit um Jóh 16:23 = 24 og Mark 16:17=18. Þetta viðurkenn- ir blaðamaður V.F. og bætir svo við: ..Mikilleiki Krists getur tæp- lega verið fólginn í því að Hann vann kraftaverk og læknaði sjúka undursamlega heldur einhverju öðru meira". Þetta ..annað meira" er að hann var eingetinn sonur Guðs. gefinn þeim til eilífs lífs. sem við honum taka og á liann trúa. Jóh 1:12=14 og 3:16. Þetta verður aidrei skilið út frá sjónar- miði efnishyggjunnar aðeins trúar- innar. Margir læknar. sem ölast háfa trú á Drottinn viðurkenna þaó kostar ekki krónu Þaó er sama hvar þú átt heima á landinu, þú þarft ekki að borga neinn auka flutn- ingskostnaó þegar þú kaupir nýjan Skoda. Vió sendum þér einfaldlega bílinn á næstu höfn og þaó kostar þig ekki krónu. Hins vegar - ef þú vilt heldur koma suóur til þess aö sækja nýja Skodann, þá lætur þú okkur vita og vió greiðum aö sjálfsögöu flugfarió. Þannig njóta allir landsmenn sömu kjara hjá okkur. JÖFUR Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 þetta og þá rekast ekki á trú og vísindi. ..En trúin er fullvissa um það. sem menn vona. sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá." Hebr 11:1. Þá víkur blaðamaðurinn tali sínu til konu. sem fékk undraverða lækningu meðan Robin Baker var hér. Er ég mjög undrandi yfir afstöðu hennar til þessa máls. Ég var á umræddri samkomu ,í kirkjunni og sá er hún gekk fram og aftur um kirkjuna með skóna í höndunum. Ég varð mjög hissa að ég heyrði hana aldrei lofa Guð fyrir þessa miklu náð hans. því af náð er þetta sem annað frá hans hendi en ekki fyrir okkar verð- leika. Helga segir um fyrri samkom- una sem var á í kirkjunni: ..Sann- leikurinn er sá, að allt sem skeði í kirkjunni þetta kvöld kom afskaplega illa við mig. Ég nefni sem dæmi aö sóknar- presturinn var með þessum mönnum í kirkjunni og mér fannst einhvernveginn að hann ætti ekki að koma nálægt þessu". Síðar segist hún hafa fengið vísbendingu um þetta í draumi nóttina eftir. Þar birtist enn náð Guðs gagnvart þessari konu. Ég býst við að sóknarprest- urinn svari fyrir sig og greini frá afstöðu sinni og reynslu í þessu máli. Ég vil aðeins segja í þessu sambandi að sr. Jakob var með af lífi og sál það leyndi sér ekki. enda hvatti hann fólk til að koma fram til fyrirbæna. og einnig að hinir mörgu sem hlotið höfðu lækningu eða andlega blessun héldu áfram að lofa Drottinn og þakka honum á bænastundum kirkjunnar. Það hafa víst fæstir gert og minnir það óneitanlega á 10 menn sem Jesús læknaði eitt sinn af alvarlegum sjúkdómi. Það var aðeins einn sem snéri aftur og gaf Guð dýrðina. Þá sagði Jesús: ..Urðu ekki þeir tíu hreinir? Hvar eru þeir níu? Lúk 17:17. Helga heldur áfram að lýsa and- legri vanlíðan sinni eftir að hún hefir fengið þessa undursamlegu lækningu á fætinum. Þetta er sorg- arefni. Ég er sannfærður um að ef hún hefði farið að dæmi samverj- ans og þakkað Jesú opinberlega, hefði hún fengið frið í hjarta. þann frið sem er ..æðri öllum skilningi" Fii 4:7. I stað þess virðist sem hún fyllist þrjósku og hælist jafnvel um af því að ..hafa alveg haldið jafn- væginu og ekki orðið ..kristnari" fyrir bragðið eða lagt meiri stund á Bíblíulestur. Og síst af öllu vildi ég nota atvik sem þetta til að halda uppi áróðri fyrir trúnni" segir hún. Hvað meinar Helga með svona tali? Finnst henni virkilega þetta ekki vera þess vert að gefa Guði dýrðina fyrir það? Er þetta ekki trúar styrkjandi? Ósjálfrátt koma manni í hug orð Jesú er hann sagði við lama manninn er hann hafði læknað. ..Sjá. þú ert heill orðinn. syndga þú ekki framar. til þess að þér vilji ekki annað verra til" Jóh 5:14. Hvar eru þeir níu? Hvar eru allir þeir sem fengu bæði andlega og líkamlega lækningu á þessum samkomum. Hví hafa þeir ekki látið til sín heyra? Guði til dýrðar og öðrum til blessunar og uppörf- unar. Ég hefi með þessum línum ekki hvatt neinn til að ganga í hvíta- sunnusöfnuðinn. en samt er það svo að sérhver manneskja verður að koma til Jesú í því ástandi sem hún er og orð Jesú standa óhögg- uð: ..Komið til mín. allir þér. sem erfiðið og þunga eru hlaðnir. og ég mun veita yður hvíld" Matt 11:28. ..Sá sem trúir og verður skírður. mun hólpin verða" Mark 16:16 og ..Enginn getur séð guðsríki nema hann endurfæðist" Jóh 3:4. Þetta gildir um alla í hvaða kirkjudeild eða söfnuði sem þeir eru. Sá. sem tekur á móti Jesú öðlast nýtt líf. Það verður í sannleika ..stefnu- breyting". Ég vil svo að endingu benda lesendum á að lesa bókina ..Ég trúi á kraftaverk" sem segir frá mörgum undraverðum krafta- verkum á okkar tímum. Sigfús B. Valdimarsson FÓDUR fyrir allan búpening. 3 4-\ Næsti sláturdagur stórgripa verður 9. apríl n.k. KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA Sláturhús — Sími 3992 5 tonna trilla til sölu Frambyggð, dekkuð, með radar, dýptar- mæli og 55 hestafla Ford vél. Tvær rafmagnsrúllur fylgja. Upplýsingar í símum 4060 og 3529, ísafiröi, eftir klukkan 7 á kvöldin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.