Vestfirska fréttablaðið - 12.03.1980, Page 8
SKIÐABUNAÐUR
á hagstæðu verði:
SVIGSKÍÐI, Compact kr. 36.500
BINDINGAR, hæll-tá kr. 21.900
SVIGSKÓR, Risport nr. 39-45 kr. 26.500
SKIÐASTAFIR kr. 6.800
SPORTHLAÐAN
Sími 4123 ísafirði
vestfirska
FRETTABLADID
ERNIR f
ISAFIROI
Símar 3698 og 3898
BILALEIGA
Bensínþjófnaðir
Mjög mikii brögð hafa verið
að því núna í skammdeginu, að
bensíni hafi verið stolið af bif-
reiðum hér á ísafirði og ná-
grenni. Hefur þessi þjófnaðar-
faraldur staðið allt síðan s.l.
haust, að því er Guðmundur
Sigurjónsson, fulltrúi bæjarfó-
geta, tjáði blaðinu. Bensínþjóf-
arnir eru yfirleitt unglingspiltar,
og eru þeir vel útbúnir, hafa
jafnvel dælur og tangir til að
brjóta upp bensínlokin. Það
veldur lögreglunni erfiðleikum
hve tregt fólk virðist til að kæra
þessa þjófnaði og er ástæðan
sú, að það telur litlar líkur á að
lögreglunni takist að hafa hend-
ur í hári þjófanna.
Guðmundur sagði. að ef menn
vildu að bensíntankurinn á bílum
þeirra yrði hreinsaður, væri ein-
faldasta ráðið að skilja bílinn eftir
við stöðvarbygginguna á Isafjarð-
arflugvelli um nótt eða yfir helgi.
Hafa þjófarnir haft mikið umleikis
á flugvellinum undanfarna mán-
uði og sótt þangað margan dýran
bensíndropann í bílana, sem þar
eru iðulega skildir eftir. Þá hafa
verið mikil brögð að þjófnuðum af
þessu tagi inni í Firði og eru þeir
af skiljanlegum orsökum ætíð
framdir að næturlagi. Miklu
minna er um það en skyldi, að
menn láti lögregluna vita, þegar
þeir koma að bílum sínum bensín-
lausum, en það kemur einnig fyrir
að menn átta sig ekki á því að
þjófnaður hafi verið framinn fyrr
en nokkru eftir að hann átti sér
stað.
Nokkrir þessara pörupilta hafa
náðst, en þeir munu þó fleiri. sem
hafa sloppið undan réttvísinni og
halda áfram þessum ljóta leik.
Einnig hefur það komið fyrir, að
þjófarnir hafa verið staðnir að
verki en einungis reknir burtu og
málið síðan látið niður falla. Sagði
Guðmundur, að ef stemma ætti
stigu við þessum ófögnuði yrðu
menn að taka höndum saman um
að kæra til lögreglunnar þegar í
stað, þegar grunur leikur á að
bensíni hafi verið stolið af bifreið-
um þeirra.
Þátttakendur í keppninni um Grænagarðsbikarinn. Ljósm. Sveinn Ingi Guðbjörnsson.
Grænagarðsbikarinn
Jönas mótmælir
( Vestfirska fréttablaðinu, 15.
febrúar s.l., er viðtal við Kristján
Jóhannesson, sveitarstjóra á
Flateyri, þar sem hann segir að
ég hafi verið á móti brúarfram-
kvæmdum yfir Önundarfjörð.
Ég mótmæli þessum ummælum
mjög harðlega. Ég hef verið
talsmaður þessara fram-
kvæmda frá fyrstu tíð og get
bent á því til sönnunar, að þeg-
ar þessar framkvæmdir voru að
hefjast í fyrrasumar er haft eftir
mér í viðtali við Vestfirska
fréttablaðið 1. ágúst eftir að
Ibaðamaður hefur spurt um brú-
arlagningu yfir Önundarfjörð:
..Jónas taldi þá ákvörðun rétta.
að leggja veg yfir Önundarfjörð og
kvaðst fagna þeirri ákvörðun. að
hafist verður handa urn byggingu
hans í sumar. Sagði Jónas það
skoðun sína að bygging brúar og
vegar yfir fjörðinn væri að vísu
dýrari en vegarlagning fyrir fjarð-
arbotninn. En erfiðleikarnir við að
halda vegi fyrir fjarðarbotninum
opnum að vetrarlagi. auk þess hve
það styttir leið Flateyringa á flug-
völl. réttlæta fyllilega þessa vegar-
og brúarbyggingu."
Vænt ég þess að menn séu ekki
að gera mér upp orð. sem ég hef
aldrei sagt. Ég hef ekki hitt einn
einasta mann hér í Dýrafirði. sem
ekki er fylgjandi þessum frarn-
kvæmdum.
Það vita flestir. að nú er til
varaflugvöllur fyrir ísafjörð hér
við Þingeyri og hefur veriö notað-
ur sem slíkur í nokkur ár. Hef ég
Jónas Ölafsson
ekki trú á að annar finnst betri. En
hann hefur verið notaður altof
sjaldan vegna skorts á farartækj-
unt við að koma fólki á milli staða
landleiðina. að ég ætla. Ætti að
vera hægt að bæta úr því. Og svo
er það Breiðadalsheiði.. sem er
ákaflega erfið á vetrum. en þar unt
má bæta ef vilji væri fyrir hendi
að treysta betur samgöngur við
ísafjörö. En það er eins og þeir
©
POLLINN HF
Isafirði
Sími3792
menn. sem mest hafa talað um
þessi mál. sjái ekki vestur yfir
heiði. Það vantar ekki varaflugvöll
fyrir ísafjörð. hann er fyrir hendi.
En það þar að bæta og stytta
leiðina milli þessara staða. Brú á
Önundarfjörð lagar mikið og stytt-
ir leiðina. Þá þarf að brúa Dýra-
fjörð og gera nýjan veg yfir
Breiðadalsheiði. Er víst að þessi
þáttur samgöngumála kemur í ná-
inni framtíð. En það þarf að hraða
þessum framkvæmdum svo þær
komi í gagn sem allra fyrst. þannig
að íbúar þessara staða geti haft
samskipti sín á milli allt árið. Til
dæmis er verið að byggja fjórð-
ungs sjúkrahús á ísafirði og er
okkur ætlað að njóta þjónustu þar.
Gefur það auga leið að bæta verð-
ur jafnframt samgöngur á landi
milli þessara stða. ef sú þjónusta á
að koma aö gagni. Ennfremur má
benda á. að nú eru til tvær flugvél-
ar hjá flugfélaginu Örnum á ísa-
firði. sem geta oft flogiðþótt Flug-
leiðir geti ekki lent á Isafjarðar-
flugvelli. Það er ekki nema tíu
mínútna flug milli ísafjarðar og
Þingeyrar. Gætu þær þar af. leið-
andi flutt farþega á milli þessara
staða á stuttum tíma. ef þörf
krefði. Það hlýtur að vera krafa
ísfirðinga og allra annarra. sem
þessarar þjónustu eiga að njóta. að
þegar verði bætt úr þessum ntál-
um. svo fólk þurfi ekki að bíða
dögum og vikum saman til að
komast milli Vestfjarða og
Reykjavíkur. ef annað er liægt.
Jónas Ólafsson
sveitarstjóri
KASTLJÓS!
ERUM AÐ FÁ ÚRVAL
AFSTOFU KASTLJÓSUM
Eigum einnig flestar gerðir
af kastljósaperum
lituðum og ólituðum.
Einnig allar tegundir af Ijósaperum
Svigkeppnin um Grænagarðs-
bikarinn fór fram á Seljalandsdal
s.l. sunnudag. 13 keppendur voru
skráðir tíl leiks. þar á meðal Sig-
urður H. Jónsson. sem sigraði ör-
ugglega með bestan brautartíma í
ÚRSLIT:
1. Siguröur H. Jónsson
2. Valdimar Birgisson
3. Guömundur Jóhannss.
4. Hafsteinn Siguröss.
5. Valur Jónatansson
6. Árni Sigurðsson
báðum ferðum. Valdimar Birgisson
og Guðmundur Jóhannsson áttust
við unt annað sætið og hreppti
Valdimar það. aðeins þremur
hundraðshlutum úr sekúndu á und-
an Guðmundi. Veður og öll skil-
yrði til keppni voru hin bestu.
. ferð 2. ferð Samt.
52,97 42,45 95,42
54,47 42,77 97,24
53,55 43,72 97,27
55,37 43,98 99,35
56,74 45,28 102,02
58,88 46,59 105,47
Helga Ingólfsdóttir
Sembaltönleikar
Föstudaginn 28. ntars n.k. gefsl
Isfirðingum einstakt tækifæri. en
þá mun Helga Ingólfsdóttir halda
tónleika í Isafjarðarkirkju og leika
einleik á sembal. Ekki er lil neitt
slíkt hljóðfæri á staðnum og mun
Helga því flytja hljóðfæri með sér
að sunnan.
Sernbal er mjög gamalt hljóðfæri
og á það var leikið áður en píanóið
kom til sögunnar. en sembalinn má
kalla fyrirrennara píanósins.
Hljómur þess líkist fremur gítar-
hljóm en píanóhljóm því strokið er
um strengina um leiö og ýtt er á
nótur nótnaborðsins en ekki lamið
á þá eins og gerist þegar leikið er á
píanó.
Helga mun leika verk eftirgamla
meistarann J.S. Bach og tvö íslensk
nútíma lónskáld. Á efnisskránni
eru þessi verk: Tokkata eftir J.S.
Bach. Da. fantasía eftir Leif Þóra-
rinsson. Sembalsónata eftir Jón Ás-
geirsson sem frumflutt var á þessu
ári og Overture og Partita í frönsk-
tim stíl eftir J.S. Baeli.