Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1980, Blaðsíða 2
I vestlirska I FRETTAELADIS Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Eðvarð T.Jónsson Prentun: Prentstofan Isrún hf.jsafirði „Gæfa Jóns Sigurössonar var sú aö hann hélt vöku sinni hverja stund fyrir land sitt og þjóö og mátti ekki vamm sitt eöa hennar vita...“ sagöi Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands m.a. í hátíðar- ræöu á Hrafnseyri s.l. sunnudag, er minnst var 100 ára ártíö Jóns Sigurðs- sonar. Áætlað er aö hátt á þriöja þúsund gestir hafi sótt Hrafnseyrarhátíðina um síöustu helgi og lagt þar meö nokkuö af mörkum til þess aö heiðra minningu þessa einbeittasta og skellegasta bar- áttumanns fyrir sjálfstæöi íslendinga. Jón Sigurðsson lá ekki á þeirri sannfær- ingu sinni aö ísland byöi upp á næga möguleika landkostlega séö, til þess aö í landinu mætti dafna sjálfstæö þjóö. Hann sá fyrir þróttmikla uppbyggingu sjávarút- vegs og landbúnaðar og honum var Ijóst að mestu varðaði aö frumatvinnugrein- arnar stæöu meö blóma. Ekki vantar aö stórkostleg uppbygging hefur átt sér staö síðan á dögum Jóns og framsýni hans hefur ekki brugðist. Hitt er óvíst, aö fólksflóttinn úr sveitum landsins og eyöing byggðarinnar heföi verið hon- um aö skapi, heföi Jón lifað til aö veröa vitni aö því. Sjálfstæðis- baráttan er ævarandi Vélvæöing búanna og tækniframfarir hafa hvaö framleiösluna snertir gert meira en aö vega upp fólksflóttann og nú er komið aö því aö takmarka veröur meö stjórnaraögeröum framleiöslu bænda, til aö freista þess aö halda jafnvægi meö afuröum búanna og neyslu landsmanna. Ekki hefur tekist aö gera verömæta út- flutningsvöru nema úr litlum hluta land- búnaöarframleiöslunnar og því er nú svo komið. Sjávarútvegurinn og fiskvinnslan hafa til þessa verið undirstaðan undir viöskipt- um okkar viö erlendar þjóöir og fiskafurð- ir okkar hafa selst viö góðu veröi á mörkuðum milljónaþjóðanna. Byggt hef- ur veriö upp af stórhug og ekki tjaldað til einnar nætur, enda gengi þessarar fram- leiöslugreinar samslungiö hinni stööugu sjáfstæðisbaráttu þjóöarinnar. Nú blasa erfiöleikar viö fiskiönaöinum íslenska, kannski þeir mestu frá upphafi. Fiskistofnarnir eru í sífelldri hættu fyrir ofveiöi og nú er um aö ræöa offram- leiöslu, samfara sölutregöu, sem gæti haft í för meö sér verðfall afurðanna. Fari illa nú, þá reynir fyrst verulega á, hver gæfa forgöngumanna íslendinga er. Halda þeir vöku sinni til heilla íslenskri þjóö? Hafa þeir dug, áræöi og framsýni til þess aö berjast og sigra í hinni eilífu sjáfstæðisbaráttu í anda Jóns Sigurðs- sonar? I vestfirska I FRETTABLADID Opið golfmót á Tannanesvelli Opið golfmót verður haidið á Tannanesvelli önundarfirði dagana 9.-10. ágúst næstkom- andi á vegum golfklúbbs ön- undarfjarðar. Formaður golf- klúbbsins, Ásbjörn Björgvins- son, tjáði Vestfirska að leikið um langt fram, en þó yrði að gera á honum verulegar endurbætur áður en hann gæti talist góður. Þorvaldur Ásgeirsson, golfkenn- ari frá Reykjavík var á ferðinni á Flateyri fyrir skömmu og leit þá á völlinn með það í huga að gera Fyrir miðju er Ásbjörn Björgvinsson, formaður Golfklúbbs Ön- undarfjarðar. Myndin er tekin við verðlaunaafhendingu að loknu Jónsmessumóti G.f. í sumar, en Ásbjörn sigraði þá. Með honum á myndinni eru Bjarki Bjarnason og Vignir Jónsson, en þeir höfnuðu í öðru og þriðja sæti. yrði í karla,- kvenna- og ung- lingaflokkum. Verður leikið í síðarnefndu flokkunum tveim- ur á laugardag. Ásbjörn sagði, að golfvöllurinn á Tannanesi tæki Hnífsdalsvellin- tillögur um endurbætur á honum. Er áformað að þarna verði níu- holu góður golfvöllur. Á mótinu nú um helgina munu unglingar leika 18-holu keppni, en fullorðnir 36 holur. ÖSKA AÐ KAUPA kerruvagn Upplýsingar í síma 4335 TIL SÖLU Volvo DL 244 árgerð 1975. Sjálfskiptur, ekinn 45.000 km. Upplýsingar í síma 3268 BILASAIAN Grensásvegi11 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9-19 (nema sunnudaga) Símar: 83085 og 83150 BÍLALEIGAN VÍK Grensásvegi11 Sími 37688 Eftir lokun, símsvari 37688 Vill námskeið í ormarækt Blaðinu hefur borist bréf frá forstöðumanni skrúðgarða bæjarins, Ásthildi Þórðardótt- ur, þar sem hún gerir að um- talsefni slæma umgengni í görðunum. Einkum er hún harðorð í garð „ormatínslu- manna“ og segir að starfsfólk í efri garðinum hafi fundið ó- þyrmilega fyrir þessari mann- tegund, sem læðist um garð- ana að næturlagi, grafandi og skemmandi. Fyrir skömmu gerði starfsfólkið tilraun til að tyrfa smáblett í garðinum, en á hverjum morgni þurfti að raða torfunum niður aftur, en auk þess höfðu öll beð verið út- spörkuð og hlið stóðu opin. I bréfinu ávarpar Ásthildur „ormatínslumennina" svofelldum orðum: „Kæru veiðimenn: ég hef fengið mig fullsadda af ykkur og ég er viss um að þið hafið stuúd- um fengið hiksta á morgnana, þegar við höfum komið í garðana að morgni og skoðað ummerkin eftir ykkur. Nú langar mig til að beina þeirri ósk til ykkar, að þið farið sjálfir og ræktið upp ykkar eigin orma.“ Þá beinir Ásthildur þeirri á- skorun til stangaveiðifélagsins að það beiti sér fyrir námskeiði í ormarækt og fullyrðir að veiði- menn hafi komið hingað alla leið frá Bolungarvík til að tína ána- maðka. f lok bréfsins lýsir Ást- hildur þeirri skoðun sinni, að um- ræddir veiðimenn séu að sínu áliti verri plága en sauðkindin, því að það sé ekki einu sinni hægt að girða fyrir þeim. etj.- Myndlistarsýning í bókasafninu Tveir ungir myndlistarmenn, þeir Magnús Tumi Magnússon og Jón Sigurpálsson opna á morgun sýningu á verkum sínum í Bóka- safninu á fsafirði. Sýningin verð- ur opin daglega kl. 16:00 — 22:00 fram til 19. þ.m. VERSLUNARSTÖRF Viljum ráða í þessum mánuði: VAKTSTJÓRA. Unnið er á tvískiftum vöktum kl. 8:00 — 16:00 og 16:00 — 23:00. Til greina kemur að skifta vaktinni miili tveggja. Ábyrgðar- starf, góð laun. VERSLUNARMANN. Vaktavinna, fullt starf. Laun almennt um 30% hærri yfir mánuðinn en fyrir venjuleg verslunar- störf. VERSLUNARMANN. Hálft starf. Unnið er frá 13:30 — 18:00, virka daga. VERSLUNARMANN. Til afleysinga ca. 4 daga í viku. VERSLUNARMANN. Kvöldvaktir, óreglu- leg vinna. Hafnarstræti 7 — sími 3166

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.