Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1980, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1980, Blaðsíða 4
4 SAMLOKUR 8 tegundir TOPPLOKUR 2 tegundir HAMBORGARAR 2 tegundir SKINKUBAKKAR með kartöflusalati Athugið að gæðamerkið fyrir þessar vörur er: HAMRABORG HF Gróðurrannsóknir á Hornströndum Framhald. af hls. 3 sem þegar hafa orðið, eru engan- veginn um garð gengnar. Friðun- in í þessum víkum hefur sums- staðar staðið í 30 ár og annars- staðar lengur. ísafjarðarkaupstaður Frá Sundhöllinni Sundhöll ísafjarðar verður lokuð frá 10. ágúst til 12. september vegna viðgerðar og hreinsunar. SUNDHÖLLIN PÓLLINN HF. Bætt og betri búð Opnum þriðjudag 12. ágúst KENWOOD hljómflutningstæki ROADSTAR bíltæki TAMON hátalarar SANYO ferðatæki PHILIPS sjónvörp Hljómplötur og kassettur í stórauknu úrvali HEIMILISTÆKI - RAFTÆKI PHILCO — IGNIS — PHILIPS — BOSCH RAFHA — HUSQVARNA — SIMENS — THERMOR PÓLLINN »- Sérverslun með raftæki y ÚTBREIÐSLA HÁPLANTNA —Annað meginmarkmið leið- angursins var að kanna útbreiðslu plantna á þessum svæðum. Á veg- um líffræðistofnunar Háskólans og Náttúrufræðistofnunar íslands er unnið að rannsóknum á út- breiðslu háplantna, mosa og fléttna á íslandi. Við könnuðum nákvæmlega sem flesta vaxtar- staði háplantna í víkunum þrem- ur, sem ganga inn af Aðalvík, upp Sléttuheiði og til Hesteyrar og lítilsháttar í Fljótavík. Ekki hefur enn unnist tími til að gera upp þessar mælingar, en það hefur komið fram á þessum athugunarsvæðum, að blóm- plöntur hafa tekið mjög vel við sér og ber þar mest á áköfum gróðri í gömlum túnstæðum þar sem áburðar hefur gætt. Þetta kemur líka fram við læki í fjalls- hlíðum þar sem vatnsframboð er nægt. Hvönnin setur mikinn svip á þessi svæði, einkum ætihvönn. Hún hefur breiðst feikilega mikið út og náð miklum yfirráðum á gömlum túnstæðum ásamt sóleyj- um, helst brennisóley og skriðsól- ey, og blágresi. Þarna virðist vera um einskonar millistig að ræða í skjóli gamallar ræktunar. Þegar lengra dregur frá bæjarstæðun- um, má sjá þroskamiklar blóm- dældir og blómbrekkur, sem ekki sjást í beittu landi. Þar sem snjór liggur lengi frameftir vori og vatn seitlar fram kemur jafnvel upp mjög þroksamikið jurtastóð. Síð- an er tilhneiging til að lyngdældir þróist einnig í átt að þessum blómgróðri. Brennisóleyjar, blá- gresi og aðrar hávaxnari blómteg- undir ná yfirráðum í dældunum. Lyngdældirnar, sem áður voru aðeins á láglendi, finnast nú hærra uppi. Margir sem farið hafa um Hornstrandir og sérstaklega þeir, sem bjuggu þarna áður, hafa tal- að mikið um sinuna, sem setur sterkan svip á svæðið. Þetta er nokkuð sem virðist fylgja milli- stigsástandinu og að mínu mati verða þessir miklu sinubunkar ekki varanlegt einkenni á svæð- inu. MEIRI VAXTAR MÁ VÆNTA Þá sagði Halldór Þorgeirsson: —Sú þróun sem hefur orðið á friðlandinu á Hornströndum norðan markanna um Skorar- heiði og raunar á öllu svæðinu norðan við byggð sýnir að mínu mati ljóslega að það gróðurfar sem almennt má gera ráð fyrir á þessum norðlægu svæðum er mótað af beit. Strax og beit slepp- ir, þótt ekki sé nema I 30 ár, verða þessar róttæku breytingar. Og þessar breytingar eiga sér ekki eingöngu stað við gamla bæi, heldur upp með öllum hlíðum og jafnvel upp á heiðar, þótt áhrifin séu þar mun minni. Ég held að það sé mjög fróðlegt fyrir fólka að skoðá gróðursvæði, sem eru þetta norðurlega. Birki- mörk á íslandi liggja um þetta svæði og þarna fyrirfinnast varla birki ofan við 100 metra fyrir ofan sjávarmál. Það er mjög lág- vaxið og ber mikið á blendingi birkis og fjalldrapa, sem nefnist skógviðarbróðir. Miklu meiri vaxtar má vænta bæði hjá loðvíði og grávíði og einnig hjá gulvíði þar sem votlendara er. Má í því sambandi minna á hólmanna góðu í Reyðará. —Ég vil að lokum nota tæki- færið og þakka það vingjarnlega viðmót, sem okkur leiðsögu- mönnum var sýnt. Brottfluttir Skálvíkingar, sem dvöldust á heimastöðvunum, og aðrir sýndu þessum athugunum mikinn áhuga og miðluðu okkur fúslega af þeim fróðleik, sem þeir bjuggu yfir um þetta svæði. Sama má segja um brottflutt fólk frá Sæbóli, sem var á æskustöðvunum og aðstoðuðu okkur með ýmsu móti, t.d. með því að ljá okkur afnot af húsum. etj,-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.