Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 08.08.1980, Blaðsíða 3
 vestfirska TTABLADIS Malbikun hefst í næstu viku Miklar gatnagerðarfram- kvæmdir á vegum ísafjaröar- kaupstaðar og Vegagerðar rík- isins verða hafnar í næstu viku, að því er Guðmundur Ingólfsson, forseti bæjarráðs, tjáði Vestfirska nú fyrir skemmstu. Malbikunarvél sú sem Vegagerðin tók á leigu hjá Olíumöi h.f. er nú að mestu leyti komin hingað og er stefnt að því að Ijúka uppsetningu hennar á 3-4 dögum. Rafmagn hefur þegar verið lagt að vél- inni og efni verið unnið á svæðinu, þannig að ekkert er því til fyrirstöðu að útlögn hefj- ist strax og uppsetningu vélar- innarer lokið. UNNIÐ FYRIR 170-200 MILLJ. Guðmundur sagði að á næstu vikum væri áformað að leggja yfirlögn á Hafnarstræti ofanvert niður að nýju gatnamótunum gegnt Stofnbrautinni. Þá verður lagt á Hrannargötu og Sólgötu. Yfirlögn verður lögð á Fjarðar- stræti og að hlutá til nýlögn á götuna ofanverða. Nýlögn verður á nyrsta hluta Tangagötu og enn- fremur neðst á Eyrargötu, en yfir- lögn verður á efri hluta götunnar. Nýlögn verður lögð á Túngötu, Sundstræti allt og tengigötuna við Skipagötu. Þá er yfirlögn á Krók og Hnífsdalsveg frá merkjum þar sem Vegagerðin endar og inn að íshúsfél. ísfirðinga. Kaflinn norð- ur af íshúsfélaginu og að Sólgötu og Hrannargötu verður ekki tek- inn fyrir í ár, enda á eftir að gera þar uppfyllingar. Stærsta verkið er nýlögn á Stofnbrautina frá Hafnarstræti inn að merkjum, þar sem Vegagerðin tekur við. Guðmundur sagði, að eftir væri að kanna betur hvort hægt væri miðað við fjárhagsstöðu að taka stærri hluta af Ejarðarstræti og Hafnarstræti í ár en gert er ráð fyrir í þeim frumtillögum, sem fyrir liggja, en í tillögunum er gert ráð fyrir að unnið verði að gatna- gerð fyrir 170-200 millj. kr. í ár. OLfUFLUTNINGARNIR DÝRASTIR Guðmundur Ingólfsson sagði, að olíuflutningarnir væru mikið vandamál og geysilega dýrir. Olía og asfalt verður fyrst flutt með bílum hingað til Isafjarðar, en síðan er áformað að 22. ágúst komi hingað enskt eða hollenskt skip með meginfarminn af olí- unni. Er ætlast til að það skip bíði hér í höfninni sem nokkurskonar birgðastöð meðan á aðalfram- kvæmdunum stendur. Reiknað er með að verkið allt taki um 4 vikur fyrir ísafjarðarkaupstað og Vega- gerð ríkisins. Meginverkefnin sem ljúka þarf við eru svo til öll undirbúin, að sögn Guðmundar. Verður senni- lega fyrst byrjað að malbika Sundstræti og síðan þær götur, sem búið er að gera við og aðeins TIL SÖLU Húseignin Aðalgata 4 í Súðavík er til sölu strax. Húsið er 50 ferm. einbýlis- hús á steyptum kjallara með eignarlóð. Verð 10 millj. Skipti möguleg. Uppl. í síma 91-17949. TAKIÐ EFTIR. Til sölu kjólföt vel með far- in. Gott verð. Uppl. í síma 3253. ERUMAGÖTUNNI. Einstæð móðir með 4ra ára son óskar eftir íbúð frá 1. október. 1 herbergi og eldhús kemur til grelna. Uppl. í síma 3826 á kvöldin. þurfa á yfirlögn að halda. Þá er einnig byrjað að undirbúa Stofn- brautina undir varanlegt slitlag. 470 TONN A DAG Áður en malbikunarvélin kom hingað voru blönduð með henni 4.500 tonn í Smárahvammi í Kópavogi til að sannprófa að vél- in væri í viðunandi ástandi. Gat vélin framleitt allt upp í 470 tonn af olíumöl á dag miðað við 12 stunda vinnudag. Sagði Guð- mundur, að ef sama afkastageta Tækjabúnaðurinn er kominn og efnisvinnsla í fullum gangi næðist með vélinni hér, væri ekk- ert því til fyrirstöðu að ljúka gatnagerðarframkvæmdunum á fjórum vikum með eðlilegum vinnuhraða. Þess má geta að Vegagerð ríkis- ins kostar Stofnbrautarfram- kvæmdirnar að tengingu Stofn- brautar við Sætún, en bæjarsjóð- ur kostar þær frá þessari tengingu og í gegnum bæinn og fær til þess ákveðið fjármagn á hvern íbúa í bænum úr þéttbýlisvegasjóði. Stefnt er að því að þegar þess- ari framkvæmd lýkur verði allar aðalumferðaræðar í bænum orðnar góðar og komin heil þekja af malbiki frá Heimabæjarvör í Hnífsdal og alla leið inn á Hafra- fellsháls. Sagði Guðmundur Ingólfsson, að brýnt væri síðan að undirbúa gatnagerðarfram- kvæmdir næsta árs til þess að nýta malbikunarvélina til fulls, en í leigusamningnum er gert ráð fyrir að vélin verður send aftur suður til Reykjavíkur fyrir lok júlímánaðar á næsta ári. etj,- Gróðurrannsóknir á Hornströndum — spjallað við Halldór Þorgeirsson, líffræðing í júlímánuði síðastliðnum dvöldu nokkrir líffræðingar á- samt aðstoðarmanni í Skálavík og á Hornströndum og rann- sökuðu áhrif beitar á gróðurfar á þessum stöðum og út- breiðslu háplantna. Fyrirliði hópsins var ungur fsfirðingur, Halldór Þorgeirsson. Vest- firska fréttablaðið náði tali af Halldóri undir lok þessa leið- angurs og bað hann að segja lesendum blaðsins nánar frá þessum athugunum og niður- stöðum þeirra. GRÓÐURFAR MÓTAST AF BEIT —Markmiðið með leiðangrinum var tvíþætt, sagði Halldór. I fyrsta lagi var hér um að ræða hluta af verkefni, sem var áður unnið á Auðkúluheiði í fyrrasumar. Það felst í því að borin eru saman friðuð og beitt svæði, en þannig fæst góð hugmynd um áhrif beit- ar sauðfjár á gróðurfar. Þessi beit er einn helsti áhrifaþátturinn í gróðurfari á íslandi og virðist hafa snöggtum meiri áhrif en menn gera sér grein fyrir og jafn- vel móta gróður meira en köld veðrátta, eldgos og annað slíkt. Hugmyndin með ferðinni hing- að vestur var að skoða tvær víkur, Skálavík og Aðalvík. Skálavík hefur verið beitt nokkuð stöðugt undanfarin ár og var mjög mikið beitt um miðja þessa öld. Þessi beit hefur lagst af í áföngum, fyrst 1964 og síðan 1970. Nú má segja að Skálavík hafi að mestu leyti verið friðuð fyrir beit í sumar. Við könnuðum Skálavík með það í huga að fá innsýn inn í þá þróun, sem þegar hefur orðið á Horn- ströndum, en eins og menn vita hagar mjög svipað til á báðum þessum svæðum. Strax að lokinni vinnu í Skálavík fórum við til Aðalvíkur og gerðum nákvæma úttekt á svæðinu þar, sérstaklega Sæbólsmegin. BREYTINGARNAR EKKI UM GARÐ GENGNAR —Þær breytingar sem við sá- um, hélt Halldór áfram, eru þegar orðnar nokkuð miklar, en eiga eftir að verða meiri, sérstaklega ef maður gerir ráð fyrir meiri út- breiðslu víðis og birkis. Þarna eru Halldór Þorgeirsson víði- og birkileifar, sem haldið var niðri meðan byggð hélst, bæði með vetrarbeit og engjaslætti. Þessir runnar eru að taka við sér núna og þetta er sérstaklega áber- andi, þegar kemur yfir í Fljótavík. Fólki sem vill skoða áhrif þessar- ar langvarandi beitar má benda sérstaklega á að fara í botn Fljótavíkur. Þar er feikilega mik- ill gróður og einkum vekja þar athygli tveir hólmar í Reyðará. Þessi hólmar virðast hafa verið friðaðir fyrir beit mjög lengi. Þar er hávaxið víðikjarr og mjög mik- ill blómgróður, og víðirinn sem þarna er orðinn fyrir einn og FASTEIGNA VIÐSKIPTI Stórholt 7, tvær 3ja og ein 4ra-5 herbergja íbúðir í fjöl- býlishúsinu, sem Eiríkur og Einar Valur s.f. eru að byggja. Húsið verður fok- helt í lok september n.k. en tilbúið undir tréverk og málningu eigi síðar en 1.7. 1981. Mánagata 6, efri hæð í tví- býlishúsi ca 140 fm. íbúðin er tvær samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, hol, eld- hús, bað og þvottaherbergi ásamt kyndiklefa og geymslu í kjallara. Hlíðarvegur 33, neðri hæð í fjórbýlishúsi, 3ja herbergja íbúð ásamt 40 fm bílskúr. Laus fljótlega. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. í- búð á 3. hæð ásamt íbúð- arherbergi í risi og hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. Hrannargata 8b, 2ja her- bergja íbúð ásamt góðum garði. Vitastígur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 hálfur meter á hæð, er jafnvel farinn að breiða sig út frá hólun- um yfir á svæðið í kring. Það er því greinilegt, að breytingarnar, Framhald á bls. 4 HARGREIÐSLUSTOFAN 66 KRISTI 99 * tí* Hef flutt hárgreiðslustofu mína að Hrannargötu 2. Timapantanir a mánu dögum frá kl. 13:00 Sími4029 Kristín Júlíusdóttir

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.