Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 3
 vestfirska TTABLASIS 3 RUNAR HELGI: * * UT I BLAINN AFLAKÓNGAR OG ADRIR DÁNUMENN Það var um daginn þegar ég var að stússast í drasli, sem víða má finna í heimahúsum, að ég rak nebbann í gulnuð blöð. Það var þess konar á- rekstur sem stundum verður á götum úti og lyktar í hvitu slöri og hrísgrjónaaustri, sem í þessu tilviki merkir einfaldlega að ég setti upp sólgleraugun mín og fór að þjösnast á prent- verkinu. Ég las: ég til að mynda fengið mér togara og orðið aflakóngur? Þú? Ætli það. Hahaha. Maður þarf náttúrulega að þekkja eitt- hvað til, vita hvernig fiskurinn gengur — svo framarlega sem það er hægt — og kunna að nota þau tæki sem maður hefur í höndunum. Svo vegur líka þungt að hafa góðan mann- skap, vana menn. Það held ég nú. mál fyrir utan sjómennskuna? Áhugamál já. Nú á dögum verða víst allir að hafa áhuga- mál, hobbí. Ég skal segja þér að ég hef bara hreint ekki mátt vera að því að eiga áhugamál, frekar en sjómenn almennt. Starfið hefur alla tíð verið mitt líf og ekki gefist margar tóm- stundir. Ég les svolítið — aðal- lega blöðin, og Sjávarfréttir — og einnig hef ég gaman af að Uss, blessaður vertu, það tekur enginn mark á þeim sem eitthvað vit hefur á fiski. Þetta eru fæðingarhálfvitar, einsog unglingarnir segja, strákatittir sem ekki hafa migið í saltan sjó og fá út þrjá og hálfan þegar þeir leggja saman tvo og tvo. Blessaður vertu, það vantar fleiri blaðsíður í þá. Þeir vita andskotann ekkert hvað þeir gera, enda veltist allur flotinn um af hlátri í hvert skipti sem þeir opna ginið. Nú eru þetta langskóla- gengnir menn. Já, en einhvern veginn virðist manni sem menntunin standi ekki alltaf í réttu hlutfalli við tímann á skólabekknum. Þetta er óskaþleg sóun á fjármunum maður, skólahaldið, uss. Það Já, það er stefnan, á því byggist hinn hraði uppgangur byggðarlagsins. Það hefði maður nú haldið. En er ekki þessi samkeppni um tonnin milli togara dálítið varasöm? Nei, ekki fæ ég nú séð það. Samkeppni er góð til að auka mönnum kapp. Hvað með gæðin, verða þau ekki fyrir barðinu á tonnakapp- hlaupinu? Jú, að vísu kemur það fyrir, en ekki oft, mjög sjaldan. En er þá ekki ástæða til að leggja meiri áherslu á gæðin, og þar með verðmætin, heldur en tonnafjöldann? Jú, vissulega, vissulega, en það er nú kannski hægara sagt en gert einsog ástandið er í TOGARINN KÚTTI KUGGUR AFLAHÆSTUR ÞRIÐJA ÁRIÐ f RÖÐ Með mér og þessari fyrir- sögn tókust með það sama heitar ástir, enda fyrirbærið ég uppalið innanum ugga og slor í mesta sjávarplássi heims. Því kom ég sitjandanum fyrir á huggulegum stað, svo hann stæli ekki senunni, og hélt á- fram að lesa: „Einsog bæjarbúar vita, þá hefur hið kunna aflaskip, togar- inn Kútti Kuggur, orðið afla- hæst yfir heila landið þriðja árið í runu. Slíkt er afrek gott, og ef svo heldur sem horfir hlýtur þetta skip okkar að komast í Guiness heimsmetabókina fljót- lega og verða landsfrægt um allan heim. En hvað liggur að baki því- líkri aflasæld? Það hlýtur að vera annað og meira en ein- skær hundaheppni eða glópa- lán, það sér hvur heilvita maður í hendi sér. Til að forvitnast um staðreyndir málsins sætti blaðamaðurinn lagi meðan skipið leit við í höfninni um daginn, að ná tali af hinum mikla aflakóngi Balla Bunu. Eft- ir nokkurn eltingaleik við hinn önnum kafna mann tókst að króa hann af í ríki sínu, brúnni. Skjótlega var gengið á manninn með spurningar. Nú ert þú aflakóngur enn einu sinni. Þú hefur oft orðið aflakóngur um ævina er það ekki? O jú, nokkrum sinnum hef ég nú orðið það. Hve oft heldurðu? Það er ekki svo ýkja oft, mað- ur hefur svosem ekkert verið að telja það. Ætli það séu ekki svona 8 til 10 skipti í það heila, eitthvað þar um bil. Jahá. það er nú alldeilis vel af sér vikið. O ég veit það svosem ekki. Ertu aflamaður af guðs náð? Af guðs náð, ég veit það nú satt að segja ekki, maður hefur nú ekki hugsað mikið útí þá hlið málsins, maður bara gerir sitt besta. Svo verður hitt að koma í Ijós við Gullna hliðið. Haha. Annars veit ég svosem ekki hvort ég get kallast beint afla- maður þó ég hafi stundum hitt á að afla sæmilega, það verða aðrir að dæma um. Já, einmitt það, jahá. Hvernig tilfinning er það nú að verða aflakóngur þriðja árið í röð? Hvernig tilfinning, ég veit það nú ekki, maður er nú ekki að velta sér mikið upþúr tilfinning- um á sjónum. Jú, ætli það sé ekki eitthvað svipað því að sigra í einhverri íþróttakeppni, uppstökki og tvístökki eða hvað þetta heitir nú allt ha. Ég gæti trúað því, annars veit ég það ekki. En hvernig fer maður nú að því að vera aflakóngur einsog þú? Lumarðu á einhverju trixi? ? nei. Maður bara rær og fiskar eftir bestu getu. Nú hlýtur maður að þurfa að eitthvað til að bera, ekki gæti „Ja, því verður ekki neitað, að stundum er gaman að fiska." - Leó Ijósmyndastofa. En hvað er það nú öðru fremur sem hefur svo oft gert þig að aflakóngi, eitthvað hlýt- urðu að hafa fram yfir aðra skipstjóra? Ég veit það nú ekki. Ef eitt- hvað er, þá erða líklega það að ég hef alla tíð sótt stíft, ekki látið veður aftra mér oft. Þykir þér gaman að fiska? Ja, því verður ekki neitað að stundum er gaman að fiska, einkum þegar vel gengur, en annars lít ég nú fyrst og fremst á þetta sem vinnu, lifibrauð. Þetta er þá ekki nokkurs kon- ar laxveiðidella hjá þér? Nei, nei, það vil ég nú ekki meina. Ég tek mér t.d. alltaf gott frí á hverju ári.“ Hér leit ég uppúr þessu ein- kennilega viðtali. Ég var satt best að segja ekki alveg viss um hvert blaðamaðurinn var að fara með sínum skringilegu spurningum. En í leit að botni hélt ég áfram að lesa: „Hver eru þín helstu áhuga- BILASALAl Grensásvegi11 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9- 19 (nema sunnudaga) Símar: 83085 og 83150 BILALEIGAN VÍK Grensásvegi11 Sími 37688 Eftir lokun, símsvari 37688 ferðast þegar færi gefst. Já, það er einmitt það. Svo við víkjum nú að öðru, er næg- ur fiskur í sjónum? Já, tvímælalaust, enginn vafi á því, aldrei verið meiri fiski- gengd en einmitt nú. Það er allt morandi langt inná firði, ekki séð jafn mikinn fisk í mörg ár. Það held ég nú. Menn eru al- mennt sammála um það. Ekki fiskifræðingarnir? eru eintómir aumingjar og let- ingjar sem koma útúr þessum stofnunum, og þetta fólk á að erfa landið. Þú telur semsagt að af nógu sé að taka í sjónum þrátt fyrir bölsýni fiskifræðinga? Já, ekki nokkur vafi á því, það er augljóst. Og þú vilt leggja uppúr því að veiða sem allra mest á sem skemmstum tíma? dag. En værirðu þá til í að gefa aflakóngsnafnbótinni líf? Ja, jú því ekki það, því ekki það.“ Hér lauk þessu voðalega viðtall. Ég sá ekki betur en að þessum sóma fslands, Balla Bunu, hefði verið stillt upp við vegg og hann látinn afneita sjálfum sér. Ég kastaði blaðinu umsvifalaust. Nú draga allir fram prjónana! PLÖTULOPI — HESPULOPI — HOSUBAND PRJÓNUM GRIMMT f SKAMMDEGINU I Kínverskur kristall Prjónagarn verölisti Zareska — Super Sport 1.390 Zareska — Marianne ... 622 Zareska — Mia 485 Zareska — Tambourin 981 Zareska — Adoreé 1.410 Zareska — Mohair 861 Zareska — Colorado ... 620 Zareska — Go- Go-Grattie ... 565 Zareska — Amigo 1.060 Zareska — Ebro 920 Zareska — Maris 1.015 Kid — Mohair 969 Hjerte — Fnug ... 635 Hjerte — Trine 364 Hjerte — Combi crepe 849 Super wash — Planeta 990 Fleur Mohair ... 891 Boheme 420 Suprema 630 Skútugarn — Smash ... 491 Skútugarn — Formula . 395 Peder — Most ... 560 Orsa ... 530 Leithen — Gamma 840 Leithen — Flash ... 623 úrvali Sinarfíuðfjiiwsson k jf. Sími 7200 — Bolungarvík

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.