Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 09.10.1980, Blaðsíða 6
[ vestMa FRETTABLADID að saka. En annað eins óráðsrugl og þetta kvæði hélt ég. að próf- semjandi væri ekki þekktur fyrit að bera á borð. Ég skora á frú Önnu að birta þetta kvæði og sýna fram á ágæti þess. Ef henni tekst það sannfærandi að sýna fram á. að kvæði þetta sé við hæfi unglinga, sem þreyta grunnskóla- próf. þá skipti ég um skoðun. En prófin eru námsskrá. Kennarar kenna bókmenntir í samræmi við það, sem prófin benda til. Þannig hefur frú Anna, eins og aðrir íslenskukennarar, fengið óbein fyrirmæli um, hvernig kenna eigi Ijóð. Og enn vil ég spyrja frú Önnu: Er hún því sammála, að grunn- skólapróf í íslenzku sé haldið á miðjum vetri hvers árs? Finnst henni það ekki slíta sundur og trufla eðlilega og skipulega kennslu? „ALLIR KENNARAR ERU MÓÐURMÁLSKENNARAR." Svo tók Indriði Gíslason til orða í grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkrum ár- um. Ég hef að vísu gagnrýnt ís- lenzkukennara. I títt nefndu við- tali við mig í þessu blaði gagn- rýndi ég hvers konar „fræðinga" og stjórnmálamenn fyrir lélegt málfar. Það er hastarlegt, en sýnir galla íslenzks skólakerfis, að jafn- vel langskólagengnir menn skuli gera sig seka um málvillur, sem íslenzkukennarar á grunnskóla- stigi berjast gegn. En ég minntist ekki á kennara aðra en íslenzku- kennara. Því miður eru þeir margir hverjir hirðulausir um málfar sitt. Þeir gera sér ekki grein fyrir þeim sannindum. sem felast í þeim orðum Indriða Gíslasonar, sem ég vitnaði í hér að framan. Þessir menn kunna kannski vel sitt fag. En er það nóg? Ég hef séð stærðfræðikennara skrifa grein og fyrirsögn hennar var: „Missir fjölskyldufaðirs." Annar stærðfræðikennari sagði á kennarafundi eitthvað á þessa leið: „Ég hef aldrei leitað til fað- irs hans.“ Er nokkur furða þótt íslenzkukennurum veitist róður- inn erfiður. LOKAORÐ. Það er margt, sem ég gæti bætt við það, sem ég hef þegar sagt í þessari grein og ég hef ekki svar- að nær því öllu, sem fram kom í síðasta eintaki þessa blaðs, en ef ég gerði það yrði grein mín allt of löng. En ég vil þó til viðbótar benda á, að með grunnskólakerf- inu er verið að gera fólk að fag- aulum. Þar á ég við val milli námsgreina í 9. bekk. Um það gæti ég skrifað aðra langa grein. Þá gæti ég líka skrifað um það agaleysi, sem alls konar nýjungar og brölt leiða af sér. En hér læt ég staðar numið að sinni. Sk.Ben. Blómasúlurnar eru komnar TVÆR GERÐIR OG TVEIR LITIR * Blómabúðin ÍSAFIRÐI — SÍMI4134 Starfskraftur óskast í verslun okkar. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 3720 eftir kl. 19:00 Ffensillinn ÍSAFIRÐI Kaupfélag ísfirðinga vefnaðarvörudeild Nýkomið ★ Velour og frotté í baðsloppa Rúmfataefni Gæsadúnn ★ Gardínuefni kjólefni Loðefni $ miPIÍifG ÍSFIROINCA VEFNAÐARVÖRUDEILD SÍMI 3246 L Skrifstofuhúsnæði til leigu Tvö samliggjandi skrifstofuherbergi, eða til líkra nota, eru til leigu á neðri hæð hússins Fjarðarstræti 15, ísafirði. Sér inngangur. Stærð herbergjanna beggja með forstofu er um 48 ferm. Á sömu hæð, við hliðina á hinum herbergj- unum, er herbergi til leigu, en það er um 15 ferm. Þeir sem kynnu að hafa hug á að leigja umrætt húsnæði, hafi samband við undirritaðan fyrir 15. þ.m. ísafirði, 8. október 1980 Jón Á. Jóhannsson sími 3104 Tilkynning frá Fisk- veiðasjóði íslands um umsóknir um lán á árinu 1981 Á árinu 1981 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði fslands til eftirtalinna framkvæmda í sjávarút- vegi: 1. TIL FRAMKVÆMDA I FISKIÐNAÐI. Eins og áður verður einkum lögð áhersla á framkvæmdir er leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnuafls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verða veitt lán til að hefja byggingu nýrra fiskvinnslustöðva, eða auka verulega afkastagetu þeirra, sem fyrir eru á þeim stöðum, þar sem talið er að næg afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, sem gera má ráð fyrir að til falli í byggðarlaginu 2. TIL FISKISKIPA. Lán verða veitt til skipta á aflvél og til tækja- kaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt, svo og einhver lán til nýbygginga innanlands. Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sínum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina. (Eyðublöðin fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs Is- lands, Austurstræti 19, Reykjavík). Umsóknarfrestur er til 1. desember 1980. Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1981, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja. Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en framkvæmdir eru hafnar. Til sölu er þessi 9 manna VW microbus. Upplýsingar í síma 3526 milli kl. 19 og 20 Hrafn Snorrason Félagsfundur verður haldinn n.k. laugardag, 11. októ- ber í Skátaheímilinu, Mjallargötu 4, kl. 13:00 FUNDAREFNI: I. Vetrargeymsla II. Húsbyggingarmál III. önnurmál Áríðandi er að félagsmenn mæti, ekki síst bátaeigendur. STJÓRNIN □ Bílasöluumboö □ Bílabúð □ Bílaverkstæöi □ Bílamálun Vélsmiöjan Þór hf. Símar: 3041 — 3057 — 3711

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.