Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 27.11.1980, Blaðsíða 3
I vestfirska FRETTABLADID Sigfús Valdimarsson. Vetrarstarfið er nú hafið. Er þar fyrst að nefna almennar Guðsþjónustur á sunnudögum ki. 16.30. Skiftist þar á almennur söngur og vitnisburður fólks um reynslu sína í samfélaginu við Drottinn. „Verið ávalt glaðir vegna samfélagsins við Drottinn, ég segi aftur verið glaðir“ svo mælir Páll postuli til Filippí- manna Fil 4:4. Gleðin í Guði er varanleg og hún finnst ekki í skemmtisöl- um þessa heims. hversu miklum fjármunum sem sóað er í það. Þessvegna hvetjum við fólk til að sækja þessar Guðsþjónustur. og einnig annarstaðar þar sem Guðs- orð er boðað. Á fimmtudögum kl. 20.30 er almennur Biblíulestur. Þá er fólk hvatt til að hafa með sér Biblíu því það er mikil nauðsyn að fólk almennt kynni sér sjálft hvað Biblían segir um hlutina. ekki bara menn. Það getur þá líka sett fram sínar fyrirspurnir og málin eru þá rædd út frá sjónarmiði Guðsorðs. Öll önnur kvöld kl. 20.30 eru bæna- og þakkarstundir. Þá gefst hverjum sem er tækifæri til að koma og leggja fram fyrir Drott- inn bænarefni sín. hvort sem við- komandi gerir það sjálfur eða aðrir í hans stað. Drottinn er góður og miskunnsamur og hann heyrir bæn. sem beðin er í Jesú nafni. Á föstudögum er svo föndur fyrir börn og unglinga kl. 5. Hefir á h Roast beef með aspargus og kartöflusaladi HAMRABORG HF með frönskum, kokteilsósu og saladi 3 „Fræð þú sveininn um veginn...“ það verið vel sótt. og börnin hafa áhuga fyrir því. Á það áreiðan- lega eftir að verða mörgum til gleði. Sunnudagsskólinn er kl. I I á sunnudögum. Þangað eru auð- vitað öll börn og unglingar hjart- anlega velkomin. einnig aðstand- endur þeirra eins og ástæður leyfa. Það er mikið rætt og ritað nú á tímum um vandamál æskunnar. og það óneitanlega ekki að á- stæðulausu. Fleiri kennslubókum er þrengt inn í skólana. sumum harla gagnslitlum. en það merki- lega er hversu fáir hafa bent á ..bók bókanna" Biblíuna í þessu sambandi. Bókina. sem þó hefir svör við öllum vandamálum mannlegs lífs. Hvað segir Biblían t.d. um þessi vandamál? I orðskviðum Saló- mons standa þessi orð: „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja“ Orðskv. 22:6. Hér er átt við veg Drottins. Það skildi þó ekki vera að þetta hafi verið vanrækt meðal Jrjóðar vorrar á undanförnum áratugum? „Friður Guðs. sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir í samfélaginu við Krist Jesúm" Fil 4:7. „Þetta hefi ég skrifað yður til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf. yður sem trúið á nafn Guðs sonar" I Jóh 5:13. Sjómannastarfið gengur með svipuðum hætti og áður. Orði Guðs er sáð út og Guð gefur oft dásamlegar stundir meðal sjó- mannanna. Þeir kunna líka að meta þetta, um það bera vitni hinar mörgu vinarkveðjur. sem starfinu berast árlega víðsvegár að. Ég er Guði þakklátur fyrir þann kraft og styrk. sem hann gefur mér til að vinna að þessari þjónustu. Það er mikil náð. Um uppskeruna mun Guð sjálfur sjá um á réttum tíma. Nú er verið að vinna að því að pakka jólagjafir til sjómanna. sem ekki fá tækifæri til að vera heima hjá vinum sín- um um jólin. L-r þegar búið að láta í skip, sem áttu fleiri mánaða siglingu framundan erlendis. Ég er innilega þakklátur öllum. sem styrkt hafa þetta á einhvern hátt. Guð launi ykkur ríkulega. Fyrir síðustu jól voru þetta um 300 pakkar. „Varpa þú brauði þínu út á vatnið, því þegar margir dagar eru liðnir, munt þú finna það aftur" segir heilagt orð. Pred. 11:1. Við lesendur þessa blaðs vil ég að lokum segja þetta: Ég hefi með þessum línum viljað beina huga þínum að orði Guðs því „Helst mun það blessun valda" sagði Hallgrímur Pétursson. Leit- aðu svölunar í því. og samfélag- inu við Jesúm Krist. „En öllum þeim, sem tóku við honum. gaf hann rétt til að verða Guðs börn: Þeim sem trúa á nafn hans" Jóh 1:12. „Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla hann. öllum, sem á- kalla hann í einlægni" Sálm 145:18. Sigfús B. Valdimarsson. Jólin nálgast! Tréverk, teppi og dúka tek ég að mér að vinna. Öllu, sem ætlið að Ijúka, ánægja er mér að sinna. Stefán Jónsson húsasmiöur. Sími 3073 JÓLAGJAFIR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ★ Jóla tré ★ Jóla Ijós ★ Jóla seríur og perur ★ Jóla dagatalskerti ★ Jóla smávörur í skóinn ★ Jóla trésfætur ★ Jóla kort ★ Jóla merkimiðar ★ Jóla pappír ★ Jóla bönd ★ Jóla dúkar og serviettur ★ Jóla stjakar ★ Jóla kerti ★ Jóla kúlur, mikið úrval ★ Jóla skraut JÓLAKÖTTINN MÁ ENG- INN FARA f. Jólavöruvalið er í NEISTA. Neisti hf. fsafirði, sími 94-3416. TIL SÖLU bifreiðin f-2174, Fiat 128, 1975. Sefst ódýrt ef samið er strax. Upplýsingar í síma 3833. FASTEIGNA VIÐSKIPTI Mánagata 5, 4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Nú er einungis 1 3ja herb. íbúð óseld í fjölbýlishúsinu sem Eiríkur og Einar Valur s/f eru að byggja viö Stór- holt. íbúðirnar afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu eigi síðar en 1.7. 1981. Húsið er nú fokhelt. Hafraholt 28, raðhús í smíðum. Mánagata 6, efri hæð í tví- býlishúsi ca. 140 fm. íbúðin er tvær samliggjandi stofur, 4 svefnherbergi, hol, eld- hús, bað og þvottaherbergi ásamt kyndiklefa og geymslu í kjallara. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. í- búð á 3. hæð ásamt íbúð- arherbergi í risi og hlut- deild í verslunarhúsnæði og bílskúr í smíðum. Vitastígur 8, Bolungarvík, mjög fallegt álklætt einbýl- ishús á tveim hæðum. Laust fljótlega. Vantar á söluskrá allar gerðir af fasteignum. Arnar G. Hinriksson hdl. Fjarðarstræti 15, Sími 4144 Hjartans þakkir til allra þeirra er glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 23. október ✓ s.l. Guð blessi ykkur öll. Sigurveig Jónsdóttir, Sólgötu 7, ísafiröi r / / / f , / 4 w VATTSTUNGIN EFNI: Mikiö úrval af vattstungnum efnum í úlpur, kápur, skíöagalla og vesti. Rennilásar og stroff, 6 litir. ★ ★ ★ EFNII JÓLAFÖTIN: Flannel í jólabuxurnar á drengina. Köflótt efni í kjóla og pils á telpur. Köflótt ullarefni í mörgum litum. Mjög fallegt terylene í mat- rósaföt, svart og dökkblátt. Úrval af failegum kjóla- og blússuefnum. ★ ★ ★ GARDÍNUKAPPAR Margar breiddir - mörg mynstur. Gardínuefni í miklu úrvali. ★ ★ ★ SÆNGURFATAEFNI Falleg - fjölbreytt. Velour í greiöslusloppa. Giugga»ialda®’? Ssekgurtatóe'"' Hlílðarlataetn jó»aiataefnl Sinarffuðfjinnsson k £ Sími 7200 — Bolungarvík

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.