Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 1
'—vestfirska—
FRÉTTABLAÐ
Alla leiö meó Ir lTI
EIMSKIP l !r|
Sími 3126
ÍÞRÓTTAVÖRUR
í ÚRVALI
★ Fótboltaskór
★ Æfingagallar
★ Æfingaskór
★ Stuttbuxur
★ Boltar
★ Bolir
Henson
Adidas
Björgvin
Sighvats-
son lætur
af skóla-
stjórn
f lok þessa skólaárs læt-
ur Björgvin Sighvatsson
skólastjóri af stjórn Barna-
skóla ísafjarðar. Björgvin
hóf kennslustörf á ísafirði
haustið 1943, en tók við
skólastjórn Barnaskólans
árið 1963, og hefur því
gengt því starfi í 19 ár, en
Björgvin mun eiga að baki
lengstan starfsaldur opin-
berra starfsmanna á ísa-
firði. Auk starfa að
kennslumálum, hefur
Björgvin tekið virkan þátt í
félagsmálum, verið bæjar-
fulltrúi og forseti bæjar-
stjórnar á ísafirði auk þess
sem að vera forseti Al-
þýðusambands Vestfjarða
um skeið. f.
Nýjar
reglur
um húsa-
leigu
bæjar-
húsnæðis
Nú er óðum að komast í
framkvæmd ný reglugerð
varðandi húsaleigu í leigu-
húsnæði bæjarins. Að því
er Haraldur Líndal Har-
aldsson bæjarstjóri tjáði
blaðinu, er gengið út frá
3,5% af brunabótamati
húsnæðisins, en bruna-
bótamat hækkar ársfjórð-
ungslega. „Við erum farnir
að kalla fólk til okkar til
þess að ræða málin og
gera grein fyrir reglunum,
en húsaleigusamningun-
um var sagt upp 1. apríl
1981.“
Aðspurður um hversu
húsaleiga myndi hækka að
meðaltali þá kvað bæjar-
stjóri slíkt ekki hafa verið
reiknað og hefði hann eng-
ar fölur handbærar þar að
lútandi. f.
Skyndi-
happ-
drætti
Skíðaráðs
Skíðaráð ísafjarðar efndi til
happdrættis á Silfurtorgi s.l.
föstudag. Gátu menn þegar í
stað séð hvort þeir hefðu
hreppt vinning og blés það
heilmiklu Iffi í stemmninguna
þarna á Torginu. Fór margur
maðurinn heim með rækju-
poka eða skíðaútbúnað og var
gerður góður rómur að þessu
fyrirtæki Skíðaráðs.
SinarfftAðfjiyimson k fí.
<yW 7200 - iflS Sol uniýa’iOík
SPQRTJ
Helst þjófnaðir og innbrotamál,;
sem rekur á okkar fjörur !
Á s.l. hausti, nánar tiltekið í
október tók til starfa sérstök
deild innan lögregiunnar í ísa-
fjarðarumdæmi og heitir Rann-
sóknarlögreglan á ísafirði.
Jónas Eyjólfsson er starfsmað-
ur þessarar deildar og við
spurðum Jónas um ástæðuna
fyrir því að þessi deild var
stofnuð.
„Það er alltaf þannig, að upp
koma ákveðin mál í þetta stóru
Um síðustu helgi kom hing-
að rússneskt rækjumóðurskip,
Irkutsk, með rækju úr Barents-
hafi svo sem skýrt var frá að
væri væntanlegt í síðasta tölu-
blaði Vestfirska. Samkvæmt
upplýsingum Sturlu Halldórs-
sonar yfirhafnarvarðar, er þetta
stærsta skip sem komið hefur
til ísafjarðar og er 137 metrar
að lengd og samkvæmt bókum
Ljósm. Anfinn Jensen.
Loyds er skipið 5217 tonn.
Skipið mun hafa losað hér 450
tonn af frystri rækju, sem ætl-
uð er til niðursuðu og er það
meira magn er upphaflega var
áætlað að kaupa hér. Þá sagði
Sturla að um borð í skipinu
væri 69 manna áhöfn, þar á
meðal eiginkonur einhverra
skipverja.
f.
bæjarfélagi, sem þurfa frekari úr-
vinnslu og eins og mannafia hefur
verið háttað hjá okkur þá hefur
reynst erfitt að sinna málum, sem
kannski virtust iítilfjörleg í upp-
hafi, en krefjast svo bara mikillar
úrvinnslu. Slík mál hafa ekki
fengið þá úrvinnslu sem skyldi."
Hvernig var unnið úr málum
áður?
„Áður voru mál unnin af al-
mennurn lögreglumönnum og þá
fylgdi hlutaðeigandi lögreglu-
maður kannski málinu til enda,
mál gátu jafnvel gengið á milli
manna, upplýsingar hugsanlega
brenglast o. s. frv.“
En hvert er þitt hlutverk, ef þú
vildir skilgreina það?
„Mitt hlutverk er að taka við
kærum sem berast til lögreglunn-
ar, og ef lögreglumenn telja, að
mál þurfi frekari úrvinnslu,
spurnig um skaðabótakröfur til
dæmis, þá fæ ég málið sent. Ég
boða fólk hingað til yfirheyrslu,
ef málið er þess eðlis, að hægt er
að boða, stundum þarf að hand-
taka fólk.“
Hvaða mál rekur helst á þínar
fjörur?
„Þetta eru mest þjófnaðar- og
innbrotsmál, bílþjófnaðir, þá er
um að ræða líkamsárásir, skjala-
fals, nú vinnuslys og öll meiri
háttar slys. Inn í þessi mál koma
síðan oft skaðabótakröfur, og það
er gert ráð fyrir því í lögum að
tjónþoli eigi kost á því að koma á
framfæri skaðabótakröfu í refsi-
máli. þannig að menn þurfi ekki
að fara einkamálaleiðina. Er á
þetta litið sem dómsátt ef skaða-
bætur fást greiddar samkvæmt
þessari kröfugerð."
Hvernig er búið að deildinni
tæknilega?
„Ég get tekið fingraför á vett-
vángi, ég hef fingrafaratösku og
náttúrulega myndavél, annað í
rauninni höfurn við ekki. En ég
vil leggja áherslu á, að með til-
komu þessarar deildar fær fólk
úrvinnslu mála sinna með meira
öryggi og fyrr en ella, það er reynt
að gera það sem hægt er“.
f.
Afli
SÚÐAVÍK:
Bessi kom með rúm 162
tonn af grálúðu fyrir síð-
ustu helgi. Valur er á trolli
fyrir sunnan, en hefur
gengið illa vegna gæfta-
leysis.
ÍSAFJÖRÐUR:
Guðbjartur kom með 150
tonn á mánudag, einkum
karfa. Páll Pálsson landaði
185 tonnum af grálúðu í
vikunni. Júlíus Geir-
mundsson landaði 215
tonnum á þriðjudag og
Guðbjörg 280-290 tonnum
á miðvikudag, einkum grá-
lúðu. Línubátar hafa fiskaö
vel, en þó hefur gefið illa
síðustu daga.
BOLUNGARVfK:
Dagrún landaði rúmum 80
tonnum af grálúðu þann
30. apríl. Heiðrún landaði
á þriðjudag 130 tonnum af
grálúðu.
SUÐUREYRI:
Elín Þorbjarnardóttir land-
aði 3. maí 10 tonnum af
grálúðu.
FLATEYRI:
Gyllir landaði á mánudag
170 tonnum af grálúðu.
ÞINGEYRI:
Framnes I landaði fyrir
helgi 150 tonnum. Fram-
nes II var á þorski og held-
ur er tregt á línuna.
BILDUDALUR:
Sölvi Bjarnason landaði á
föstudag tæpum 96 tonn-
um, aðallega grálúðu og
einhverju af þorski. Síðasti
dagur á rækjunni á mið-
vikudag.
TÁLKNAFJÖRÐUR:
Tálknfirðingur er á leiðinni
inn með um 150 tonn af
grálúðu.
PATREKSFJÖRÐUR:
Sigurey kom inn rrcsð 140-
150 tonn af grálúðu fnu-
bátar hafa verið mc -7
tonn að undanförnu. Lítill
afli í net.
Veður
GOTT VEÐUR
UM HELGINA?
Hafliði Jónsson veður-
fræðingur gerir ráð fyrir
því ótrúlega, það er að
segja góði veðri á Vest-
fjörðum um helgina. Hann
spáir suðaustlægri átt,
björtu veðri og tiltölutega
hlýju og þetta ætti að geta
haldist fram á sunnudag,
að því er hann telur.