Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Qupperneq 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Qupperneq 2
I vestfirska I FRETTABLADiS Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 2, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 13:00 — 17:00 - Blaðamaður Finnbogi Hermannsson, sími 4057 - Útgefandi og ábyrgðar- maður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12. ísafirði. sími 3100 - Verð í lausasölu kr. 7,00 - Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá - Prentun: Prentstofan fsrún hf., sími 3223. Þegar Björgvin Sighvatsson lætur af störf- um nú í vor, sem skólastjóri Barnaskóla Isafjarðar eftir giftudrjúg störf við skólann, fyrst sem kennari í tuttugu ár og síðan skólastjóri í nítján ár, þá er ljóst að taka verður ákveðna stefnu hvað varðar stjórn grunnskólans hér á ísafirði. Samkvæmt grunnskólalögunum eru þeir skólar, sem áður hétu barnaskólar og ungl- ingaskólar nú ekki lengur aðskildir, heldur sameiginleg stofnun undir heitinu grunn- skóli. Hér á ísafirði hafa til þessa starfað og starfa enn, tveir barnaskólar og gagnfræða- skóli, sem falla undir grunnskóla. Skólastjór- ar eru þrír, en almennt er talið að nemenda- fjöldi og umfang stofnunarinnar, (Grunn- skólans á ísafirði), sé ekki slíkt að það sé nauðsynlegt að sá háttur sé hafður um stjórn hennar. Eðlilegast er að stefnt verði að því að einn skólastjóri starfi við stofnunina, en að yfirkennarar verði við þær grunnskólaeining- ar, sem nú eru síarfræktar í bæjarfélaginu, tveir, eða þrír eftir ástæðum. Það liggur fyrir að grunnskólaeiningarnar hér á eyrinni búa við mjög þröngan kost í húsnæðismálum. Sem stendur kemur það meðal annars til af því, að menntaskólinn heldur enn stórum hluta þess húsnæðis, sem tilheyrir grunnskólanum, þ.e. gamla barna- skólahúsinu, vegna þess, hve dregist hefur á langinn að byggja kennsluhúsnæði M.í. Nú hillir þó undir það að framkvæmdum við þá byggingu fari að ljúka og þá ættu húsnæðis- mál grunnskólans að leysast. Þá eru uppi áform um að tengja gagnfræðaskólahúsið við hið nýrra húsnæði barnaskólans og einnig að tengja gamla barnaskólahúsið við hið nýja. Grunnskóli r a tímamótum I hugmyndum um breytingar á skipulags- og stjórnunarþáttum grunnskólans, sem Björgvin Sighvatsson, skólastjóri setti fram í bréfi til skólanefndar í febrúar s.l. leggur hann m.a. til að ráðinn verði skólafulltrúi ísafjarðar, sem annist skipulags- og fjármál stofnunarinnar í umboði bæjarstjórnar. Fari skólafulltrúinn með fjármálalega stjórn og/- eða eftirlit, hvað varðar þá skóla, sem bæjar- félagið á aðild að lögum samkvæmt. Telur Björgvin m.a. að með þessu fengist meiri festa og verulega aukið eftirlit með fjármálalegum viðskiptum bæjarfélagsins vegna skólanna við þær ríkisstofnanir, sem með þessi mál fara. Hér skal ekki dómur á það lagður, hvort slíkt starf á rétt á sér. I umfjöllun um þá tillögu, þarf að fara fram nákvæmt mat á því, hvort sá kostnaður, sem það hefur í för með sér fyrir bæjarfélagið sé réttlætanlegur. Það ræðst svo að sjálfsögðu af því, hvort fé, sem þannig yrði út lagt myndi skila sér aftur í formi aukins sparnaðar og hagkvæmni í rekstri grunnskólans. Sú staðreynd að Björgvin Sighvatsson, sá skólamaður, sem Isfirðingar eiga hvað mest að þakka á undanförnum áratugum lætur af störfum nú í vor, kallar á að þessi mál verði tekin til afgreiðslu nú þegar, með framtíðar- skipulag grunnskólans í huga. f—............................ Frá Vestfirska fréttablaðinu 1. Allt aðsent efni í blað vikunnar verður að hafa borist okkur fyrir hádegi á mánudegi. 2. Auglýsingahandrit verða að berast fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi. Allar ábendingar um fréttaefni eru þegnar með þökkum. Finnbogi svar- ar f síma 4011 og Arni í síma 3223. Auglýsendur vinsamlega hafið sam- band við Árna i síma 3223. Vestfirska fréttablaðið. -* ---SmáaugEýsingar TILSÖLU Sunbeam 1500, árgerð 1972. Seist ódýrt. Upplýsingar í síma 7265. TIL SÖLU Volvo 244 DL, árgerð 1977, ekinn 50 þús. km., upp- hækkaður. Bifreiðin er vel með farin og í topp standi. Upplýsingar í síma 6158. TILSÖLU Datsun Cherry, árgerð 1979, ekinn 35 þús. km. Upplýsingar í síma 3034 og 3024 í vinnutíma. BARNASTÓLL á reiðhjól óskast til kaups. Upplýsingar í síma 3653. TILSÖLU Mazda 929, árgerð 1977. Gullfailegur bíll. Upplýsingar í síma 6927 og 6987. TILSÖLU 4ra herbergja íbúð, neðri hæð að Hreggnasa 3, Hnífsdal. Upplýsingar í síma 3384 á kvöldin. ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir að taka á leigu 3-4 herbergja íbúð á (sa- firði frá 1. september. Vinsamlegast hafið sam- band við Anfinn í Prentstof- unni ísrúnu eða í síma 4262. REiÐHJÓL Til sölu er 12 gíra DBS keppnisreiðhjól. Upplýsingar í síma 3060 á kvöldin. ÍBÚÐ ÓSKAST 4ra - 5 herbergja íbúð ósk- ast á leigu. Upplýsingar í síma 4282. BARNAGÆSLA Vantar barnapíu fyrir 2ja ára telpu í sumar, frá kl. 8:00 — 12:00. Konný í síma 3183. HERBERGIÓSKAST Reglusaman, ungan mann vantar herbergi frá og með 26. maí til mánaðamóta ágúst/september. Upplýsingar í síma 3043. LEIGUSKIPTI Vil taka á leigu íbúð á ísa- firði. Get boöið leiguskipti á íbúð í Reykjavík. Upplýsingar í síma 4076 eftir kl. 20:00. TILSÖLU Datsun Sunny, árgerð 1980, ekinn 24.600 km. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 7421. TILSÖLU Bifreiðin ( 20, Toyota Cressida station, árgerð 1978, ekin 42 þús. km. Endurryðvarinn. — Með 9 nýlegt pústkerfi. Upplýsingar í síma 3682, Haukur Eggertsson. BÍLASKIPTI Úska eftir að skipta á Skoda Amigo, árgerð 1977, keyrðum aðeins 30 þús. km. og nýrri bíl. Milli- greiðsla 20.000 til 30.000 kr. Upplýsingar í síma 4269. TILSÖLU Suzuki TS 50, árgerö 1980. Upplýsingar í síma 3448 eftir kl. 19:00. TILSÖLU Nýlegur Silver Cross barnavagn. Upplýsingar í síma 4260. Hlíf og David Tutt með hljómleika, laugardag Á laugardaginn kemur halda þau Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðluleikari og David Tutt, píanóleikari hljómleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði og hefjast þeir klukkan 17:00. Efn- isskráin er fjöibreytt og verða m.a. leikin verk eftir Sehubert, Brahms, Beethoven, Kreisler og Sarasate. Hlíf Sigurjónsdóttir er ísfirðingum að góðu kunn en hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1974, þar sem hún var nemandi Björns Ólafssonar. Hún stundaði nám hjá Franco Gulli við háskólann í Indiana 1975 — 1977 og hjá Lorand Fenyves við háskólann í Toronto 1977 — 1979. Þá var Hlíf styrkþegi við Listaskólann í Banff i Kanada. Hlíf hefur kennt við Tónlistaskóla Isafjarðar í vetur. Hún hefur víða komið fram opinberlega, bæði hér á íslandi og erlendis. David Tutt stundaði nám í heimalandi sínu, Kanada, en lauk B.A. prófi frá há- skólanum í Indiana. Kennari hans þar var Gyorgy Sebok. David Tutt hefur unnið til margra verðlauna, þar á meðal gullverð- launa Tónlistarháskólans í Toronto. Síð- ustu tvö árin hefur hann verið styrkþegi við Listaskólann í Banff. TRILLUBÁTUR TILSÖLU TIL SÖLU Fiat 125 P, árgerð 1975, Nýlegur 4,5 lesta trillubát- ekinn 43 þús. km. ur með stafnklefa (3 kojur, Upplýsingar í síma 3323 á upphitun) og stýrishúsi. kvöldin. Boiurinn er enskur, úr trefjaplasti og innrétting BIFREIÐ TIL SÖLU að mestu úr timbri. Vél 32 Til sölu er bifreiðin í 334, ha. Saab, 3 rafknúnar Mazda 323 station, árgerð handfæravindur, Simrad 1979, ekin 30 þús. km. dýptarmælir, vökvaspil og Upplýsingar í síma 6165 vökvastýri.. Tvöföld fiski- eftir kl. 19:00. lest með ísgeymslu í bak- borði. Rafkerfi samkvæmt VIL KAUPA fyrirmælum Siglingamála- gamalt en nothæft hring- stofnunar. Talstöð. spólu segulbandstæki. Upplýsingar gefur Þorgils í Sigfús B. Valdimarsson, síma 96-61505. sími 3049. TÚNÞÖKUR Talsvert magn af túnþök- um verður til sölu í vor. Hafið samband við Halldór í síma 7748. TIL SÖLU Hillman Hunter, árgerð 1970, lítur vel út og er í góðu lagi. Upplýsingar í síma 7282. TILSÖLU Bifreiðin í 2340, Volvo GL, árgerð 1980. Vel með far- inn bfll. Upplýsingar í síma 3207 eftirkl. 17:00.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.