Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Side 4
4
véstiiria I
rRETTABLADID
Þrír leikir — Þrír sigrar
Eins og menn vita ávann
knattspyrnulið ÍBf sér rétt til
þátttöku í 1. deild 1982. Árang-
ur liðsins í fyrra vakti að vonum
mikla athygli jafnt heima-
manna svo og annarra lands-
manna, enda fátítt ef ekki eins-
dæmi að knattspyrnulið vinni
alla sína heimaleiki eins og ÍBf
gerði. Eiga áhugasamir áhorf-
endur og stuðningsmenn þar
stóran þátt.
Eftir að Magnús Jónatansson
þjálfari hafði verið endurráðinn
síðastliðið haust og fundað hafði
verið með liðsmönnum um undir-
búning fyrir næsta keppnistíma-
bil, kom sú hugmynd fram að
fara í æfingabúðir erlendis áður
en mótið byrjaði hér heima. Voru
menn sammála um að slíkt gæti
verið veigamikill liður í undir-
búningnum og var þá horft til
reynslu annarra liða. Fljótlega
uppúr áramótum var þetta síðan
endanlega ákveðið og undirbún-
ingur hafinn og var þeim Pétri Í.B.Í. íKöln. Ljósm. Halldór Jónsson.
Geir og Halldóri Jónssyni falið að möguleikum var ákveðið að fara Þann 5. apríl var síðan haldið
sjá um málið fyrir hönd stjórnar til Kölnar í Þýskalandi á vegum utan og flogið til Luxemborgar en
KRÍ. Eftir könnun á ýmsum ferðaskrifstofunnar Atlantik. þaðan keyrt til Kölnar. í hópnum
VÉLSMIÐJAN ÞÓR HF.
Þá er komió
40
að því, sem
NYJUNG!
Sjálfstæð
gormafjödrun;
aó aftan
allir hafa þeðið eftir!
Á laugardaginn kl. 14:00 — 17:00 sýnum við og
seljum BMW 315. 316. 518 bifreiðar.
Hugmyndin aö baki
# hönnunar hins nýja
^ Mazda 929, var aö skapa
bíl, sem væri einstakur meðal
bíla í sama stærðarflokki. Við erum
þeirrar skoðunar, að þetta hafi tekist.
I hinum nýja Mazda 929 fara saman renniiegar
og fallegar útlitslínur og rúmgott og glæsilegt
Á sunnudaginn kl. 14:00 — 17:00 verður
Mazda flotinn kominn á staðinn og þá sýnum
við og seljum Mazda 323. 626. 929 bifreiðar.
farþegarými, þar sem þægindi og öryggi eru í
fyrirrúmi.
Og vélin, sem er mjög hljóðlát, er í senn bæði
aflmikil og sérlega sparneytin.
Já, hinn nýi Mazda 929 er eins og sniðinn fyrir
nútímafólk, rúmgóður, sparneytinn og nýtísku-
legur í útliti og að tæknilegri gerð.
Vélsmiöjan
ISA JOROUR Simnefni: Vélar
Simi 3711 og 3041 Postholf 69
Nnr 9355-0609
BIFREIÐADEILD
sem fór, voru 19 leikmenn, þjálf-
ari, þrír stjórnarmenn í KRl og
Hans Haraldsson frá Atlantik.
Var hópurinn í jökkum sem Ljón-
ið á ísafirði hafði gefið.
Allur aðbúnaður og æfingaað-
staða var til fyrirmyndar og ekki
yfir neinu að kvarta og menn
undu sér þarna vel. Þó var ekki
um hvíldarferð að ræða, því æft
var tvisvar á dag, kvölds og
morgna, nema þá daga sem spilað
var við þýsk lið. Hinn kunni
knattspyrnumaður, Janus Guð-
laugsson, hafði útvegað þrjá æf-
ingaleiki og var sá fyrsti við lið úr
fjögur þúsund manna bæ,
Habbelrath, og fór fram 8. apríl.
Eftir að skipst hafði verið á veif-
um hófst fyrsti leikur ísfirsks
knattspyrnuliðs á þýskri grund og
er skemmst frá því að segja að
leikurinn vannst 6:2. Að leik
loknum buðu heimamenn upp á
hressingu í félagsheimili sínu.
Þann 10. var leikið við iið skipað
áhugamönnum og liðsmönnum
úr varaliði Fortuna Köln og hafði
það lið unnið 13 síðustu leiki sína
að sögn Janusar og taldi hann ÍBl
eiga litla möguleika. I upphafi
leiks var líka ljóst að liðsmenn
Fortuna töldu ÍBÍ létta andstæð-
inga og ætluðu að hér yrði um
smá kennslustund að ræða. Þeim
brá hinsvegar í brún þegar svo
virtist sem þeir væru sjálfir orðnir
nemendur. ÍBÍ réð lögum og lof-
um á vellinum og þegar flautað
var til leiksloka (til mikils léttis
fyrir leikmenn F. Köln) var stað-
an 3:0 fyrir ÍBl og hafð'i þá dóm-
ari leiksins (jafnframt þjálfari
heimamanna) dæmt af okkur
nokkur mörk á heldur hæpnum
forsendum. Var íslenski hópurinn
að vonum ánægður með þessi
úrslit og þá jafnframt hvað okkar
menn unnu vel saman.
Horft á landsleik. Pétur Geir
Helgason og Hans Haraldsson.
Síðasti leikurinn fór fram í
Wesselingen sem er þrjátíu þús-
und manna bær um 20 km. frá
Köln. Eftir að skipst hafði verið á
veifum og ieikurinn hafinn kom í
ljós að hér var greinilega á ferð-
inni sterkara lið en hin fyrri. Þó
fór svo að baráttuvilji og leikgleði
liðsmanna ÍBl færði þeim sigur,
2:0. Eftir leikinn buðu heima-
menn upp á veitingar og var þá
skipst á árnaðaróskum og kveðj-
um.
Leikirnir í ferðinni unnust því
samtals 11:2 og vona menn að
þetta verði upphaf góðs gengis í 1.
deildinni í sumar. Leikmenn
sýndu að þeir eru þegar komnir í
góða þjálfun og liðsandinn góður.
Þátttakendur í ferðinni voru sam-
mála um að hún hafi þjónað
þeim tilgangi sem að var stefnt.
Ó.H.Ó