Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 5
I vestíirska rRETTASLAD'D Stjórn Orkubúsins bjart- sýn á lausn fjárhags- vandans — Úr skýrslu stjórnarformanns O.V. á aðalfundi. Ólafur Kristjánsson, formað- ur stjórnar Orkubúsins flutti hina árlegu skýrslu og rakti í upphafi aðdragandann að stofnun búsins. Þá leit hann yfir farinn veg þessara fimm ára sem liðin eru frá stofnun og gat hinna miklu umsvifa fyrir- tækisins, en um er að ræða þjónustu við svo að segja hvert heimili og einstakling og nær öll atvinnufyrirtæki í fjórðungn- um. Formaður varpaði fram spurningum sem eðlilegt er að vakni á þessum tímamótum. Hefur stofnun Orkubús Vest- fjarða orðið Vestfirðingum til hagsbóta? Og aukið öryggi þeirra í orkumálum? Hafa fram- kvæmdir orðið meiri nú en ætla má að hefðu orðið að óbreyttu fyrirkomulagi? Hefur orkuverð lækkað? Og formað- ur svaraði þessum spurningum ekki beint: „Ofangreindum spurningum mun ég ekki reyna að svara beint, en vona að svör verði að finna í skýrslu stjórnar og embættismanna svo og í hinni almennu umræðu hér á eftir." Þá kom fram í skýrslu for- manns, að á starfsárinu hafa verið haldnir 12 formlegir stjórnar- fundir, þar af tveir með aðal- og varamönnum. Varðandi framkvæmdir Orku- búsins sagði formaður meðal annars: „Á síðasta aðalfundi Orkubús Vestfjarða fylgdi með í fyrsta sinn 5 ára framkvæmdaá- ætlun. Slík áætlun getur aldrei orðið mjög nákvæm, en er eigi að síður stefnumarkandi fyrir um- rætt tímabil. Sú fimm ára áætlun sem kynnt er á þessum fundi sýnir, að verulega dregur úr fram- kvæmdaþörf á árunum 1984 — 1986.“ Þá minntist formaður á þau risavöxnu verkefni á vest- firskan mælikvarða sem væri bygging hita- og fjarvarmaveitna á Isafirði, í Bolungarvík og á Patreksfirði, sem nú væru á loka- stigi, en framkvæmdir þessar væru liður í því að útrýma olíu til húshitunar. Miklum fjármunum hefur ver- ið varið til uppbyggingu aðveitu- stöðva, flutningslína milli byggða sem og styrkingu og aukningu dreifikerfa innan bæja, að því er formaður tekur fram í skýrslu sinni og í því sambandi minntist hann á sérstöðu Vestfirðinga í uppbyggingu varaafls. Vitnaði formaður til greinar Jakobs Ól- afssonar, sem hann ritaði nýlega í Vestfirska fréttablaðið. Að þessu verður nánar vikið í umfjöllun um skýrslu Orkubússtjóra, Kristj- áns Haraldssonar. Formaður Orkubússtjórnar rakti síðan niðurstöður starfshóps um skipurit Orkubúsins, en hann starfaði innan stjórnarinnar, en á síðasta aðalfundi var gerð grein fyrir áfangaskýrslu. Starfshópur þessi, sem í eru þeir Ólafur Kristj- ánsson, Aage Steinsson og Guð- mundur H. Ingólfsson, starfaði áfram og í framhaldi af því fól stjórnin stjórnarformanni að eiga viðræður við sem flesta starfs- menn Orkubúsins. Um þessar viðræður skilaði stjórnarformað- ur síðan skýrslu til stjórnar í des- ember 1981, einnig var skýrslan afhent Orkubússtjóra og deildar- stjórum sem trúnaðarmál. Starfshópurinn um skipuritið hefur starfað allt starfsárið og skilað greinargerð, sem rétt þótti að leggja fram og var merkt fund- arskjal 14 á aðalfundi. HLUTLAUS ÚTTEKT Á haustmánuðum 1981 taldi stjórnin tímabært að verða við tillögu aðalfundar þess árs að verða við tillögu fundarins um hina hlutlausu úttekt. Rekstrar- stofan í Kópavogi annaðist þetta verkefni og vann Tómas Sveins- son undirbúningsvinnu að því fyrir Rekstrarstofuna. Tómas fylgdi skýrslu sinni úr hlaði á fundinum, en skýrsla stjórnar tek- ur að sumu mið af þeirri vitneskju og tillögugerð, sem henni er kunnugt um að kemur fram í skýrslu Rekstrarstofunnar, að því er fram kom í máli formanns. Skýrslan sjálf var fundarskjal á aðalfundinum. VESTURLÍNA Þá vék formaður að Vesturlínu og að þeim fundargögnum aðal- fundar er innihalda greinargerð þá sem afhent var forsætis,- iðn- aðar- og fjármálaráðherra í marz s.l. Með þessari greinargerð fylgdu 18 fylgiskjöl allt frá stofn- fundi til þess dags, að greinar- gerðin var endanlega frágengin. Þetta leiddi til þess að boðað var til fundar með fyrrgreindum ráð- herrum og fulltrúum Orkubús Vestfjarða. í framhaldi af því var Fyrir þig og blómin þint ftjSHík < V1 FLOWERPOT SPIKES ■ - ★ Áburðar- stautar fyrir grænar plöntur og blómstrandi plöntur ★ Algjört nýmæli í umönnun blómanna! ★ Þægileg, hreinleg áburðargjöf, sem gefur toppárangur. Blómabúðin ísafirði — Sími 4134 ' * Hlífarkonur Munid fundinn, þridjudaginn 11. maí kl. 21:00 Mœtid vel og stundvíslega. Stjórnin Frá aðalfundi Orkubús Vestfjarða. Ljósm. Finnbogi. 30 tíl 60% afsláttur! Verslunin ísafirði Vegna breytingar á húsnæði bjóðum við 30% — 60% afslátt af fatnaði fram yfir helgi! Barnaföt með heil- miklum afslætti ★ Bolir frá tíu krónum ★ Buxur frá fimmtíu krónum ★ og fleira og fleira

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.