Vestfirska fréttablaðið - 06.05.1982, Page 6
vestfirska
rRETTABLADID
TUDOR
RAFGEYmm
ðQ líf,
LJOSVAKINN
Sími 7373 — Bolungarvík
SÚÐAVÍKURHREPPUR
Útboð
Tilboð óskast í viðgerð á stíflu og
lagningu aðveituæðar fyrir Vatnsveitu
Súðavíkurhrepps. Útboðsgögn verða
afhent á skrifstofu Súðavíkurhrepps
og á Verkfræðiskrifstofu Sigurðar
Thoroddsen, Fjarðarstræti 11, ísa-
firði, gegn 500,00 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á Verkfræði-
skrifstofu Sigurðar Thoroddsen, ísa-
firði, merkt:
VATNSVEITA í SÚÐAVÍK
TILBOÐ
og skulu þau hafa borist Verkfræði-
skrifstofunni eigi síðar en föstudaginn
21. maí kl. 15:00 og verða þau þá
opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda
er viðstaddir verða.
Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Vestfírðingar
Það er alltaf opið hjá okkur, hvort sem
er á nóttu eða degi.
Verið velkomin.
Söluskálinn Bær
Gistingin Bæ
Reykhólasveit
Stjórn O.V.
bjartsýn...
Framhald af bls. 5
haldinn fundur með þingmönn-
um Vestfjarða sem lýstu ánægju
sinni með greinargerðina og
vinnubrögð stjórnar vegna þessa
máls. Skýrslan í heild sinni er
rökstuðningur við kröfur Orku-
búsins um bætur vegna seinkunar
Vesturlínu, orkuskorts og sölu-
skilmála. Er tjónið reiknað á
verðlagi 1. febrúar 1982, kr.
41.793.000,00 (eða tæplega 4,2
milljarðar gamalla króna). For-
maður rakti ekki frekar gang
Vesturlínumálsins, en kvað and-
rúmsloftið sem ríkti á ráðherra-
fundinum gefa tilefni til bjartsýni
fremur en hitt.
SURTARBRANDUR
Formaður stjórnar Orkubúsins
lýsti þá ánægju sinni með fram-
komna þingsályktunartillögu
Vestfjarðaþingmanna um rann-
sókn og hagnýtingu surtarbrands
á Vestfjörðum. Taldi hann að
hagnýting slíks orkugjafa, ef hag-
kvæmt reynist að nýta hann, gæti
orðið til þess að efla byggð og
renna stoðum undir traustara at-
vinnulíf á Vestfjörðum.
LOKAORÐFORMANNSí
ÁRSSKÝRSLU
Ólafur Kristjánsson, stjórnar-
formaður Orkubús Vestfjarða,
sagði að lokum í ársskýrslunni:
„Stofnun Orkubús Vestfjarða
og rekstur þess, er stærsta sameig-
inlega verkefni sem sveitarstjórn-
armenn á Vestfjörðum hafa ráðist
í til þessa. Miklar vonir voru og
eru bundnar við starfsemi og
rekstur Orkubúsins. Því er ekki að
leyna, að til er fámennur hópur
manna, sem var í upphafi á móti
stofnun Orkubús Vestfjarða, og
telja að orkumálum Vestfirðinga
væri betur komið fyrir undir
stjórn aðila utan Vestfjarða. Þess-
ir aðilar taka nú gjarnan undir þá
skoðun, að háu orkuverði sé um
að kenna stofnun Orkubúsins, og
slæmum rekstri þess.
Mér er ljóst að margt má betur
fara og aðhald þarf að vera mikið
og meira á flestum sviðum. Gæta
þarf hagsýni í framkvæmdum og
leita leiða til sparnaðar í rekstri
og ódýrari dreifingu orkunnar.
Rekstrarstaða fyrirtækisins er
veik, stofnkostnaður fram-
kvæmda mikill, fjármagn dýrt og
gjaldskrá fyrirtækisins má ekki
vera hærri en hún er í dag.
Við verðum samt að berjast
áfram svo settum markmiðum
verði náð. Við eigum að hlusta
vel á alla gagnrýni og ábendingar
sem leiða til betri stjórnunar og
þjónustu. Úrtöluraddir þarf að
kveða niður og sameiginlega eig-
um við að vinna þannig, að við
getum verið stolt af þessu fyrir-
tæki okkar.
Ég bið um hreinskipta umræðu
um stöðu Orkubús Vestfjarða á
þessum fundi, rök fylgi gagnrýni,
vandamál skilgreind og krufin til
mergjar, þá mun okkur takast að
skapa jákvætt hugarfar til Orku-
bús Vestfjarða. Samstjórnar-
mönnum mínum vil ég þakka
gott samstarf á starfsárinu, um
leið og ég þakka Orkubússtjóra
og starfsmönnum Orkubúsins fyr-
ir ánægjulega samvinnu og gott
starf 1 þágu Orkubús Vestfjarða.
Sérstaklega vil ég þakka stjórn-
armanni og forstöðumanni tækni-
deildar, Aage Steinssyni, fyrir
mikið og gott starf innan Orkubús
Vestfjarða, en hann hefur nú sagt
upp starfi hjá fyrirtækinu. Á eng-
an tel ég hallað þótt ég leyfi mér
að halda því fram, að enginn einn
einstaklingur hér á Vestfjörðum,
hafi lagt meira að mörkum en
Aage Steinsson, til orkumála hér í
fjórðungnum. Við árnum honum
heilla í nýju starfi um leið og við
þökkum honum gæfurík störf.
RokkaÖá
Eyrinni
Framhald af bls. I
son er einnig eigi lengur með-
limur hljómsveitarinnar, og nú
er þessir gæðamenn aðeins
Að lokum þetta: Það er von
mín að þessi fundur auki sam-
stöðu okkar, umræður verði mál-
efnalegar og okkur auðnist að
finna leiðir sem treysta starf og
stöðu Orkubús Vestfjarða.'1 f.
fjórir. Guðmundur Hjaltason
bassi, Kristinn Níelsson gítar,
Sigurður Sigurðsson trumbur,
og Bjarni Brynjólfsson raddari.
Rokkað á eyrinni voru aðrir
tónleikar hljómsveitarinnar,
sem vonandi heldur sínu efni-
lega samstarfi áfram.
Húrra fyrir gæðakvartettin-
um Allsherjarfrík.
Ps. Við viljum þakka að-
standsendum Alþýðuhússins
fyrir alla fyrirgreiðslu og von-
um að um áframhaldandi sam-
starf verði að ræða.
ísRokk HLH.
" >
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Stakkanesi 1 - Pósthólf 220
400 Isafjörður
STARF
UMSJÓNARMANNS
Laust er til umsóknar starf umsjón-
armanns á Suðureyri. Óskað er eftir
rafvirkja eða vélstjóra í starfið.
Upplýsingar um starfið veitir Jakob
Ólafsson í síma 94-3211.
Umsóknir um starfið sendist bréf-
lega til:
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Rekstrardeild
Stakkanesi
400 ísafjörður
fyrir 20. maí næstkomandi.
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Plastbátaeigendur
athugið!
Nú er rétti tíminn til þess að huga að
viðhaldi bátsins. Tek að mér viðhald
og viðgerðir á plastbátum. Vönduð
vinna, geri fast tilboð þér að kostnað-
arlausu.
Upplýsingar í hádeginu og á kvöldin í
síma 7787, Flateyri.
ST ARFSKRAFT
VANTAR
við afgreiðslustörf í byggingavöru-
verslun okkar.
Upplýsingar í síma 3472.
KAUPFÉLAG (8FIRÐIAGA
Byggingavörur — Sími 3472
SMIÐIR ÓSKAST
Fnni- og útivinna
Eiríkur og Einar Valur
CCV Upplýsingar
í síma 4288 — 4289
r
TILBOÐ ÓSKAST
Tilboð óskast í neðri hæð hússins
Hlíðarvegur 29, ísafirði.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Upplýsingar gefur
Guðmundur Þórðarson
Sími3888