Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 1
2. tbl. 9. árg. 22. janúar 1983 vestfirska FRÉTTABLASIÐ FLUGLEIDIR Panasonic Panasonic Panasonic sqny Panasonic Verslunin Isafiröi sími 3507 Samkomulag um sölu flestra eigna M. Bernharðssonar hf. Hluthafar í M. Bernharðsson h.f. skipasmíðastöð, hafa orðið sammála um kaup og sölu sín á milli á miklum hluta eigna fyrirtækisins. Þrjár dætur Marselíusar Bernharðssonar og eiginmenn þeirra kaupa Skipasmíðastöð í Suðurtanga, ásamt vélum og búnaði, og Guðmundur Marselíusson kaupir dráttarbraut í Suður- tanga ásamt verkstæðishúsi, vélum og áhöldum og einnig skrifstofubyggingu með áfastri verslun og lagerhúsnæði. Samkomulag þetta á sér nokkurn aðdraganda. Eins og lesendur rekur sjálfsagt minni til var miklum hluta starfs- manna fyrirtækisins sagt upp störfum í byrjun nóvember s.l., og var fyrirtækið auglýst til sölu. I því sambandi lét Guð- mundur Marselíusson þess getið í viðtali við Vestfirska að ástæður þess að fyrirtækið væri til sölu liggi fyrst og frem- st í því að sumir hluthafanna, sem eru ellefu talsins, vildu selja, en aðeins fimm þeirra starfa við fyrirtækið. Það er skemmst frá að segja að engin kauptilboð bárust í fyrirtækið og ekki hefur ræst úr með verkefni. Starfsmenn fyrir- tækisins eru nú fáir, allt of fáir til þess að þeirra vinna dugi til þess að standa undir rekstri á eigum fyrirtækisins. Til að tryggja áframhaldandi rekstur gerðu hluthafarnir með sér samkomulag á þriðjudag- inn var, þess efnis að þau Guð- mundur Páll Einarsson, Kristín Marselfusdóttir, Ásgeir S. Sig- urðsson, Messíana Marselíus- dóttir, Þórður Pétursson og Helga Marselíusdóttir kaupa Naustið og Hveragerði, eða með öðrum orðum stálskipa- smiðjuna, en Guðmundur Marselíusson kaupir gamla slippinn ásamt skrifstofuhúsi og tilheyrandi. Hlutafélaginu M. Bernharðs- son hefur ekki verið slitið og það mun starfa áfram, að minnsta kosti þangað til öðrum eignum fyrirtækisins en þeim, sem hafa verið seldar núna, hefur verið táðstafað. SV Rekstur skíða- svæðisins á Seljalandsdal er nú að komast í fullan gang, að því er íþróttafull- trúi, Björn Helgason upp- lýsti blaðið um. Svæðið er opið alla daga nema mánudaga, opn- ar klukkan 10:30 og er opið til klukkan 21:00 á þriðjudögum og fimmtudögum, en aðra daga til klukkan 19:30. Sigrún Gríms- dóttir rekur nú alla greiðasölu í Skíðheimum á eigin reikning. Nú þegar hafa verið bókaðar pantanir fyrir 200 skólanema af Suðurlandi í feb- rúar og mars. SV | Afli ] Afli línubátanna hefur ■ | það sem af er þessum | I mánuði verið þokkalega I [ góður þegar gefur, og á- I ! gætur ef miðað er við að- ■ ■ stæður. Litla Framnesið á ■ | Þingeyri er komið með um | I 70 tonn og isafjarðarbát- | I arnir með um 60 tonn að I [ jafnaði. Rækjubátarnir eru J [ farnir á veiðar aftur og hafa ! ■ allir verið á veiðum að | | undanförnu. (safjarðarbát- | I unum og Súðavíkurbátun- I I um hefur gengið ágæt- J [ lega, ná auðveldlega kvót- J [ anum. í Bolungarvík hefur J I gengið þokkalega en mjög | | dræmt er í Arnarfirðinum. | | Togararnir hafa flestir | | landað einu sinj í mánuð- | I inum. Afli þeirra hefur yfir- I [ leitt verið heldur smár að J I vöxtum, en sæmilega góð- ! ■ urfiskur, mest þorskur. I SÚÐAVÍK: I Bessi landaði 10. jan. 86 J J tonnum. | ÍSAFJÖRÐUR: | Guðbjartur landaði 52 | I tonnum 12. jan. Páll Páls- I I son landaði 78 tonnum 10. J I jan. Júlíus Geirmundsson J I landaði 77 tonnum 10. jan. g | og aftur 17. jan. sama g I magni. Guðbjörg kom 12. I I jan. með 124 tonn. j BOLUNGARVÍK: | Dagrún landaði 55 tonnum g I þann 10. jan. og Hafrún I I landaði sama dag 53 tonn- I J um. j SUÐUREYRI: | Elín Þorbjarnadóttir land- | I aði 55 tonnum 10. jan. og í I 1 gær landaði hún 63 tonn- J S um. Framboð Sjálfstæðisflokks íVestfjarðakjördæmi ákveðið Kjördæmisráð Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum hélt þing sitt um framboðsmál fyrir Al- þingiskosningarnar, sem í vændum eru, um síðustu helgi. Þar urðu heitar umræður og mikil skoðanaskipti, sem hafa leitt til alvarlegra athugana á að þeir óánægðu bjóði fram annan lista í kjördæminu held- ur en þann sem þingið sam- þykkti. Fulltrúar úr Barðastrandarsýslu mættu til fundarins með fundar- samþykkt að heiman frá sér þar sem lagst er gegn prófkjöri og fylgdu því sjónarmiði eftir. Ákveðið var með 26 atkvæðum gegn I7 að prófkjör skyldi ekki viðhaft. Þá fór að færast hiti í umræð- urnar og Ólafur Kristjánsson í Bolungarvík sagði sig úr kjör- nefnd. Fundurinn samþykkti síð- an framboðslista, þar sem Matthías Bjarnason er efstur og Þorvaldur Garðar er annar. í þriðja sæti er Einar K. Guðfinns- son í Bolungarvík og fjórða sætið skipar Hilmar Jónsson á Patreks- firði. Margir sjálfstæðismenn í kjör- dæminu eru mjög óánægðir með að ekki skuli viðhaft prófkjör. en segja þó að á fundinum hafi verið unnið fullkomlega lýðræðislega, en telja heldur að siðferðinu sé ábótavant, þegar svona ákvörðun er tekin. Halldór Hermannsson á ísa- firði hefur boðað nýjan fram- boðslista í viðtali við DV og Sigurlaug Bjarnadóttir hefur í viðtali við Þjóðviljann gagnrýnt fundinn. Eftir því sem blaðið hef- ur fregnað eru margir af forustu- mönnum flokksins í héraði ó- ánægðir og eru þar nefndir t.d. Ólafur Kristjánsson og Guð- mundur H. Ingólfsson. Við ræddum við Ólaf Krist- jánsson og staðfesti hann ó- ánægju sína í viðtalinu. Hann sagðist lengi hafa barist fyrir prófkjöri í flokknum og hann ætti erfitt með að sætta sig við svo ólýðræðislegar aðfarir að fá- mennur hópur taki ákvarðanir fyrir allan fjöldann í svo stóru máli sem framboð er. Hann sagði að mikill fjöldi sjálfstæðismanna hefði haft samband við sig og látið óánægju sína í ljósi. Hann vildi þó ekki segja neitt ákveðið um það hvort af öðru framboði sjálfstæðismanna í kjördæminu yrði. ., Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hann. Hann neitaði þó ekki að það hefði komið verulega til tals, en lýsti óánægju sinni með að Halldór Hermannsson gæfi í skyn að ágreiningurinn væri á milli stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinga. „ Það eru algjörlega óskyld mál. við erum að deila um prófkjör og uppstillingu listans," sagði hann. Á fundinum kom til umræðu að Ólafur tæki þriðja sætið á Framhald á bls. 2. FLATEYRI: Gyllir landaði 10. jan. 52 tonnum og er væntanlegur í dag með ca. 100 tonn. ÞINGEYRI: Framnes I kom 10. jan. með 44 tonn og aftur í gær með um 80 tonn. BlLDUDALUR: Sölvi Bjarnason kom með 75 tonn þann 13. jan. TÁLKNAFJÖRÐUR: Tálknfirðingur landaði 70 tonnum 13. jan. PATREKSFJÖRÐUR: Sigurey seldi í Bretlandi í fyrradag 117 tonn fyrir um 22 krónur kílóið. h.........a

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.