Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Síða 2

Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Síða 2
1 vestíirska I FRETTABLASZÐ Vlkublaö, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 - Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 - Bladamaður Sigurjón Valdimars- son, sími 4212 - Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðs- son, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 - Verð í lausasölu kr. 12,00 - Auglýsingaverð kr. 60,00 dcm.- Smáauglýsingar kr. 100,00 - Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá - Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Skipasmíðar á ísafirði M. Bernharðsson, skipasmíðastöð hf. hefur að undan- förnu átt í erfiðleikum vegna verkefnaskorts. Fyrirtækið hefur neyðst til að segja upp stórum hluta starfsmanna sinna og sú starfræksla sem nú er í stöðinni nægir hvergi til þess að standa undir föstum kostnaði fyrirtækisins. Verk- efnaskortur í nýsmíði var aðalástæða uppsagnanna, en næg verkefni hafa verið við viðhald eldri skipa. Nú hefur orðið samkomulag meðal eiganda M. Bern- harðsson hf. um að einn af hluthöfunum kaupi bátadráttar- braut félagsins og viðgerðaraðstöðu, en þrír þeirra samein- ast um kaup á skipasmíðastöðinni, þ.e. nýsmíðaaðstöðunni í Suðurtanga. Skipadráttarbrautin í Suðurtanga verður a.m.k. fyrst um sinn í eigu M. Bernharðsson hf., en unnið er að því að Hafnarsjóður ísafjarðar komi inn í það dæmi, sem eignaraðili. Um mikilvægi skipasmíðaiðnaðar fyrir ísafjarðarkaup- stað, hvort sem er nýsmíði eða viðgerðir, þarf enginn að efast. Það er sjálfsögð krafa að á ísafirði sé unnt að sjá um viðhald alls fiskiskipaflota Vestfirðinga. Þegar dráttarbraut- in í Suðurtanga er komin í það lag, sem stefnt er að nú, þá verður hægt að taka þar uppskip allt að 800 þungatonnum en innan þeirra marka eru minnstu skuttogararnir. En til þess að ísfirskur skipaiðnaður geti svo viðunandi sé tekið allt viðhald hinna stærri fiskiskipa í samkeppni við skipasmíðastöðvar í öðrum landshlutum, þá er óhjákvæmi- legt að hann annist einnig verkefni í nýsmíði. Að öðrum kosti er útilokað að halda þann mannafla, sem til þarf til þess að Ijúka viðgerðarverkefnum á þeim skamma tíma, sem skipin mega stoppa. Skipasmíðaiðnaðurinn hefur um áratuga skeið verið einn af traustustu hornsteinum atvinnulífsins. ísafjarðarkaup- staður byggist öðru fremur á útgerð og fiskvinnslu. Skipa- smíðaiðnaður, nýsmíði og viðhald, eiga þar miklu hlutverki að gegna í framtíðinni, ekki síður en hingað til. Smáauglýsingar ■ I BAHÁ'ÍTRÚIN J Upplýsingar um BaháTtrúna I eru sendar bréflega, ef ósk- ■ að er. Utanáskrift: Pósthólf | 172, ísafirði. Opið hús að | Sundstræti 14, sími 4071 öll I fimmtudagskvöld frá kl. 21 I —23. | -------------------------- ! AL ANON FUNDIR I fyrir aðstandendur fólks, | sem á við áfengisvandamál I að stríða, eru kl. 21:00 á I mánudagskvöldum að Aðal- [ stræti 42, Hæstakaupstað- [ arhúsinu. ■ Upplýsingar eru veittar í ■ síma 3411 á sama tíma. TIL SÖLU er Silver Cross barnavagn. Upplýsingar í síma 3931 I TILSÖLU [ Mazda 626, 1600, árgerð [ 1979. Bíllinn Iftur ágætlega I út | Upplýsingar í síma 6956 TIL SÖLU Fínn bíll á hlægilegu verði. Ford Comet, árgerð 1973 til sölú. Kramið er gott en boddíið þarnast viðgerðar. Bíllinn selst á kr. 15.000,- gegn staðgreiðslu. Upplýsingar í síma 3385 TIL SÖLU Mazda 929, árgerð 1977, sjálfskiptur, vel með farinn. Upplýsingar í síma 3421 TIL SÖLU er bifreiðin VW Microbus (Rúgbrauð) með .bilaða vél, árgerð 1972. Sæti eru fyrir 7 farþega. Verð: 10-12 þúsund krónur. Á sama stað er til sölu barnavagn úr tágum, baðborð og barnabakpoki. Upplýsingar í síma 4181 TIL SÖLU Plymoth Volare árgerð 1977, 6 cyl. sjálfskiptur, vökva- stýri, ekinn 68 þúd. km. Bfll í toppstandi. Upplýsingar í síma 3856 TIL SÖLU tveir Volvoar. Annar er Volvo 144, árgerð 1969 og hinn er 245 árgerð 1975. Báðir bílarnir eru í á- gætu ástandi og sá nýrri er að koma úr sprautun. Upplýsingar í síma 4044 TILSÖLU Passap Duomatic prjónavél með mótor. Upplýsingar í símum 4288 eða 4101 eftirkl. 19:00 Orðið er laust — Lesendadálkur — Rífið kjaft við tölvuna ,,Rífiöi kjaft við tölvurnar," sagði ágætur maður í sjónvarp- inu sunnudaginn 12. desem- ber. Ég sá ekki betur en að sá væri Jón E. Ragnarsson lög- maöur og nú er ég honum inni- lega sammála. Ég tek undir allt sem hann sagði um tölvur, þær eru viðsjárverðir gripir og þá auðvitað fyrst og fremst vegna þess að mennirnir sem mata þær eru ekki fullkomnir. Hvoru- tveggja er að menn geta gert skyssur þegar þeir fóðra tölv- una og einnig hitt að það er engan veginn öruggt að þeir ráði allir yfir nægilegri þekkingu til þess aö gera þessa hluti fullkomlega rétt. Þá getur vant- að á þekkingu á efninu, sem þeir eru að fóðra tölvuna á og það er ástæðulaust fyrir okkur „neytendur" að gera því skóna að meðal þeirra, séu allir full- færir í sínu starfi. Ég held aö minnsta kosti að þar hljóti fólk að vera mis vel starfi sínu vaxið, alveg eins og í öðrum starfs- greinum. Það er sem sagt áskorun okkar Jóns E. Ragnarssonar til allra manna aö rífa kjaft við tölvur. Það, að rífa kjaft, getur út af fyrir sig verið býsna skemmtilegt sport, en í mínum huga er það allt annað og miklu Framboð Sjálfstæðis- flokks Framhald af bls. 1. listanum. en hann lýsti þá strax yfir að hann gæti ekki. samvizku sinnar vegna tekið sæti á lista, sem svona væri staðið að. ,.Á aðalfundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Barðastrandar- sýslu var samþykkt að koma því á framfæri að ekki yrði gengið til prófkjörs, og til vara að það yrði þá í þrengstu merkingu þess, þ.e. miðast við flokksmenn ein- göngu," sagði Hilmar Jónsson á Patreksfirði, þegar blaðið ræddi við hann um prófkjörið. Hann hélt svo áfram: í öðru lagi. og ekki síður. er prófkjör nú illframkvæmanlegt vegna ófærðar unt kjördæmið. Við erum að hugsa um fleiri en eingöngu ísfirðinga og Bol- víkinga. Vilji menn hafa prófkjör. verður að gefa sem flestum kost á að taka þátt í því,“ sagði Hilmar. Til stuðnings máli sínu nefndi hann að fulltrúar af fjörðunum hefðu þurft að fá varðskip til að flytja sig til fundarins. Ferðin til ísafjarðar hefði tekið 12 tíma frá Patreksfirði. en 16 tíma til baka. SV stærra, sem þarna liggur að baki. Til þess að vera fær um aö rífa kjaft við tölvuna, verða menn að hafa kynnt sér það sem tala á um. Og þaö er heila málið, að kynna sér það sem stendur á tilkynningunni. Það gildir einu, hvort tilkynningin er krafa um greiðslu frá ríki eða bæ, banka, tryggingum, síma .útvarpi eða hverju sem vera skal, eða þá uppgjör á því sem viðkomandi á að fá greitt, svo sem laun, tryggingabætur eöa eitthvað annað. Aðalatriðið er aö ef þú, lesandi góður fullviss- ar þig ekki sjálfur um að allt sé rétt, sem á tilkynningunni stendur, átt þú á hættu að verða fyrir fjártjóni, jafnvel veru- legu fjártjóni. Til að undirstrika enn frekar nauðsyn þess að fylgjast vel með, skal hér nefnt dæmi um reynslu eins manns. Á tveggja mánaða tímabili í haust fékk hann fimm rangar tilkynningar. Á þessum tilkynningum nam skekkjan samtals um kr. 5.400,- , manninum í óhag. Þessi mað- ur er enginn sérfræðingur í reiknikúnstum, en honum þótti sumir liðir tilkynninganna ótrú- legir og bað um skýringar á viðkomandi stöðum. Þá komu skekkjurnar í Ijós og voru leið- réttar. Það skal tekið fram að á öllum stöðunum var manninum Ijúfmannlega tekið og hann tel- ur fráleitt að nokkur þeirra sem hlut eiga að máli hafi ætlað að yfirlögðu ráði að hafa af honum fé. Þvert á móti hafi hér verið mistök á ferðinni, sem öllum þótti sjálfsagt að leiórétta. Til frekari skýringar skal frá því greint að ein tilkynningin var frá banka, þar sem vísitölu- hækkun á láni var ofreiknuð, önnur frá Pósti og síma, þar sem kostnaöurvið uppsetningu nýs síma var ofreiknaður og hinar þrjár voru unnar hjá fyrir- tæki, sem tekur að sér að tölvu- vinna bókhald og fleira fyrir önnur fyrirtæki. Það kann að vera aö þessi maður hafi verið óvenju óhepp- inn, þótt það sé engan veginn víst. Vel er hægt að hugsa sér að einhverjir hafi greitt umyrða- laust eftir svona tilkynningum, með það í huga að fyrst þser komu frá svona „áreiðanleg- um“ stofnunum, hljóti þær að vera réttar. Gangið aldrei út frá þeirri forsendu, hún er einfaldlega röng. Verið því reiðubúin að rífa kjaft við tölvuna, en betra er þó að byrja á að ræða í rólegheitum við þá sem yfir hana eru settir. Þá kann að koma í Ijós að þið eruð ekki eins illa á vegi stödd, fjárhags- lega, eins og þið hélduð. Jón Jónsson AUGLÝSING Vegna árshátíðar okkar föstudag 21. janúar lokum við kl. 19:30 að Hótel Hamrabæ og kl. 20:30 í Hamraborg. Opnum Laugardag kl. 11:00 ra HOFEL _ HAMRABÆR HAMRABORG HE

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.