Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Qupperneq 4

Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Qupperneq 4
vestfirska 4 NÝJA HEILSU GÆ SLU ST ÖÐIN á Torfnesi verður almenningi til sýnis frá kl. 14:00 til 18:00 n.k. sunnudag 23. janúar, en stefnt er að því að stöðin verði tekin í notkun í næstu viku. ísafirði 18. janúar 1983 Stjórn heilsugæslustöðvar á ísafirði Póstur og sími Laust starf Staða ritsímaritara er laus. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri Póstur og sími ísafirði Foreldrar og annað áhugafólk um skfðafþróttír Kynningarfundur fyrir vetrarstarfið verður haldinn að Uppsölum miðviku- daginn 26. janúar n.k. kl. 20:30. Skorum á alla að mæta. Kosið verður í foreidraráð. SKlÐARÁÐ ÍSAFJARÐAR Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu. Guðrúnar Friðriku Pétursdóttur frá Kvíum Hlíðarvegi 45 ísafirði Eyjólfur G. Ólafsson, börn, tengdabörn, barna- börn og aðrir vandamenn. rRETTABLADin Annáll íþróttamanna árið 1982 Starf Skíðaráðs ísafjarðar hefur verið mjög umfangs- mikið á síðasta starfsári. Stærsti þáttur í starfsemi ráðsins er skíðaþjálfun og kennsla, 150 þátttakendur voru á skíðanámskeiðum s.l. vetur og hefur þátttaka farið ört vaxandi undanfar- in ár. 5 þjálfarar voru á vegum S.R.I. í lengri eða skemmri tíma, þar af var sænski þjálfarinn Bobo Nordenskjöld í um mánað- artíma. Aðrir þjálfarar voru í alpagreinum Sigurður Jónsson, Kristín Úlfsdóttir og Sigrún Grímsdóttir, þá var Þröstur Jóhannesson þjálfari í göngu. S.R.I. þakkar þessu fólki vel unn- in störf. Þetta er fjórða árið í röð sem ráðið er með skipulega þjálfun fyrir skíðafólk á aldrinum frá 7 ára og upp í okkar besta keppnisfólk. Árangur af þessu starfi er að skila sér betur og betur með hverju árinu sem líður. Má benda þessu til staðfestingar á ár- angur ísfirsku barnanna á Andrésar Andarleikunum s.l. vetur, komu þessi börn með 32 verðlaun með sér heim, og voru í öðru sæti fyrir fjölda verðlauna á hér- að. Árangur var mjög góður í Bikarmótum S.K.Í. og er óhætt að fullyrða að hann hefur aldrei verið betri síð- an mót þessi byrjuðu. Is- firðingar unnu 23 sigra í þessum mótum. Einar Ólafsson var þrefaldur Is- landsmeistari í göngu 17—19 ára og einnig var hann verðugur fulltrúi okk- Annáll íþróttamanna fyrir árið hefur verið fastur liður í jólablaði Vestfirska fréttablaðsins undanfarin ár. Ekki var unnt að koma annálnum í jólablaðið 1982, en hann birtist hér og í næstu blöðum. Umsjón með annálnum hefur Björn Helgason, íþrótta- fulltrúi, en Valur Jón- atansson hefur ritað skíðaannálinn, sem hér birtist. ar á Heimsmeistaramótinu í Noregi og stóð sig best af íslendingunum. Einar var kjörinn skíðamaður ársins 1982 á Islandi. Stella Hjaltadóttir vann sigur í öll- um þeim mótum sem hún tók þátt í, vann 5 Bikarmót, tvöfaldur Islandsmeistari í göngu 16—18 ára einnig Sigurður H. Jónsson unglingameistari í sínum rétta aldursflokki 13—15 ára. Sigurður H. Jónsson vann 10 sigra í Bikarmótum og Guðmundur Jóhannsson tvo, þeir unnu því saman 12 sigra af 18 mögulegum í alpagreinum. Sigurður var Bikarmeistrari S.K.Í. 1982 og Guðmundur í öðru sæti. Af þessu má sjá að mikið starf liggur hjá S.R.Í. í fjár- öflun og öðrum störfum S.R.Í. leggur meira fé í starf sitt en nokkuð annað Skíða- ráð á landinu. Kostnaður við rekstur ráðsins s.l. ár var rúmlega 400 þúsund. Þrátt fyrir að þetta mikið fjár- magn hafi farið í starfsem- ina, er langt frá því að við höfum getað styrkt okkar besta keppnisfólk eins mik- ið og við hefðum viljað. Mótahald aðildarfélaganna gekk vel og voru öll mót haldin sem voru á móta- skrá. S.R.Í. hélt þrjú milli- héraðamót, Þorramótið, Öldungamót og svo bar hæst Unglingameistaramót Islands sem er umfangs- mesta skíðamót sem Skíða- sambandið úthlutar. Kepp- endur voru 153, og fóru fram 15 keppnisgreinar á þrem dögum. Það segir sig sjálft að mikinn undirbúning og gott skipulag þarf til að mót sem þetta geti farið fram svo vel sé. Með geysilegri vinnu fjölmargra starfsmanna mótsins, tókst að ljúka því með sóma. S.R.f. vill þakka bæjarstjórn, fjölda fyrir- tækja og einstaklinga sem styrktu starfsemina á síðasta ári. Það eru mörg verkefni framundan og ber þar hæst Skíðamót íslands sem hald- ið verður hér um páskana. Það er stórmót sem þarfnast mikils mannafla og von- umst við til að hinir ýmsu aðilar taki okkur vel ef til þeirra verður leitað, svo okkur takist að framkvæma þetta mót á sem glæsilegast- an hátt. Það er hægt með samstilltu átaki eins og sýndi sig með Unglinga- meistaramótið s.l. vetur og var það mót ísfirðingum til sóma. ^_______ Guðmundur Jóhannesson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.