Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Síða 5

Vestfirska fréttablaðið - 22.01.1983, Síða 5
vestfirska TRETTABLADID Ýmsar íþróttafréttir Einmenningur hjá Bridge- félaginu Einmenningskeppni, sem jafnframt er firmakeppni, hefst hjá Bridgefélagi ísafjarð- ar í kvöld. Keppnin stendur í þrjú kvöld og er spilað á fimmtudögdum. Vetrarstarf félagsins hófst um miðjan september og var spiluð frjáls spilamennska framanaf. Þá komu Dýrfirðingar í heimsókn og spiluðu með ísfirðingum, tvisvar sinnum. Að sögn blaðafulltrúa fé- lagsins, Arnars G. Hinrikssonar eru slíkar heimsóknir mjög vel þegnar og vildi hann koma hvatn- ingu á framfæri til fólks í nágrannabyggðunum, sem hefur áhuga á bridge, að koma á fimmtudagskvöldum og spila með. í nóvember hófst tvímennings- keppni félagsins og var hún spil- uð í fjögur kvöld. Hlutskarpastir urðu Arnar G. Hinriksson og Kristján Haraldsson. í öðru sæti urðu Sigurður Ólafsson og Þor- steinn Geirsson, í þriðja sæti Birgir Valdimarsson og Einar V. Kristjánsson og Ása Loftsdóttir og Páll Áskelsson skipuðu fjórða sætið. Að jafnaði hafa spilað um 20 manns á fimmtudagskvöldum hjá félaginu. Og eins og fyrr sagði hefst einmenningurinn í kvöld og þá eru allir spilarar hvattir til að mæta. SV Skíðagöngu námskeið Á mánudaginn var hófst skíðagöngunámskeið á Torf- nessvæðinu að tilstuðlan íþróttafulltrúa og Þrastar Jóhannessonar. Námskeiðið er fyrir byrjendur og hafa um 60 þátttakendur verið skráðir, að miklum meiri hluta konur. Kennslan fer fram á Torfnes- svæðinu á troðnum og upplýst- um brautum. Kennarar á námskeiðinu eru Þröstur Jóhannsson og Anna Gunnlaugsdóttir. SV Tvö bad- minton mót Tennis og badmintonfélag ísafjarar hefur starfað vel á yfir- standandi starfsári, þrátt fyrir þröngan húsakost. Haldin hafa verið tvö tvíliðamót á vegum félagsins í vetur, haustmót og jólamót. Á haustmótinu kepptu 34, en keppendur voru 38 á jólamótinu. Sigurvegarar á haustmótinu urðu Tryggvi Sig- tryggsson og Óli Reynir Ingi- marsson en á jólamótinu sigr- uðu Björn Helgason og Einar V. Kristjánsson.. Árleg keppni félagsins við starfsmenn Flugleiða verður á ísafirði 28. og 29. janúar. Þar verður keppt bæði í einliðaleik og tvíliðaleik. Til þessa hefur sigurinn fallið sitt á hvað í keppni þessara liða og verður vafalaust spennandi að fylgjast með keppninni í þetta sinn. SV Gera það gott í körfu- boltanum Körfuboltamenn ísfirðinga hafa gert það gott að undan- förnu og sannað að þeir geta gert fleira við boltann en að sparka honum. Liðið er nú í annarri deildinni og keppir þar í riðli með Bræðrunum í Reykjavík, sem er körfuboltalið sem 1. deildar menn KR-inga í fótbolta hafa með sér, H.K. úr Kópavogi og Vík í Mýrdal. Liðið er búið að leika fjóra ieiki af sex í riðlinum og hefur unnið alla, er með fullt hús stiga. ísfirðingarnir hafa leikið báða leikina við liðið frá Vík og vann þá báða með miklum yfir- burðum, sömuleiðis unnu þeir Bræðurna með yfirburðum í fyrri leiknum við þá en rétt mörðu sigur gegn H.K. Nú eiga þeir eftir að leika tvo leiki, ann- an við Bræður og hinn við H.K. og ,,Að því loknu förum við í úrslit" sagði einn keppend- anna við blaðið SV Einar Ólafsson, skíðamaður ársins tekinn tali „Skíðin eru númer eitt66 Einar Ólafsson er ungur Is- firðingur, sem var kjörinn skíðamaður ársins 1982, þegar sérsamböndin innan íþrótta- sambands íslands ákváðu á dögunum hver hefði verið þeirra besti maður á síðast- liðnu ári. Einar stundar nám í Menntaskólanum á ísafirði, svona þegar hann má vera að, vegna keppnisferða. Vestfirska náði í Einar á mánudagskvöld- ið var, þar sem hann var stadd- ur í Reykjavík, nýkominn til landsins úr keppnisferð um nokkur Evrópulönd og var að bíða eftir að veðurguðunum þóknaðist að leyfa honum að halda ferðinni áfram til fsa- fjarðar. . Eftir að hafa óskað honum til hamingju með titilinn og ágætan árangur í ferðinni, sem hann var að ljúka, spurðum við hann hvernig honum félli að bera titil- inn og hvort hann hefði átt von á honum. „Mér fellur mjög v.el við hann. þetta er mikil upphefð. Jú, ég átti frekar von á þessu, aðrir höfðu ekki staðið sig svo sérstaklega á árinu að ástæða væri til að búast við öðru." — Hvað var það sem lyfti þér upp í sætið? „Þrotlausar æfingar. Og svo á ég mörgum mikið að þakka. Þar vil ég nefna bræðurna Guðjón og Davíð Höskuldssyni, sem þjálf- uðu mig og Norðmanninum Per Axel Knutsen, sem ég var hjá um tíma og ég hef æft eftir hans prógrammi síðan 1979. Þá má ekki gleyma Skíðaráði ísafjarðar og ísfirðingum öllum, sem hafa stutt mig vel. Það er mikill stuðn- ingur að finna að fólkið heima stendur með mér, eins og ég finn vel að það gerir. En fyrst og síðast þakka ég foreldrum mínum.“ — Segðu svolítið frá ferðinni, sem þú varst að koma úr. „Við vorum nokkrir saman þarna úti, en við kepptum bara tveir, við Ingólfur Jónsson úr Reykjavík. í Kastelruth í Ítalíu kepptum við í heimsbikarmóti í 2000 m. hæð. Það var 30 km ganga og þar voru ekki allir þeir bestu með. Þar varð Norðmaður- inn Thor Hákon Holte sigurveg- ari á l:l7.0l kl.st. Við Ingólfur heldur aftan við miðjan hóp, ég á l:25,18 en Ingólfur á 1:26,40. Frá Ítalíu fórum við til Austur- ríkis og vorum þar í þrjá daga þaðan fórum til Þýskalands til keppni á öðru heimsbikarmóti. Þar var keppt í 15 km göngu og þar voru flestir þeir bestu með. Þar sigraði Svíinn Jan Ottoson á 40,13 mín. Þar voru um 90 kepp- endur, eins og á Ítalíu, og okkur gekk svipað þar, nema þar var Ingólfur á undan mér á 44,46 en ég var á 45,53.“ — Hvað er svo framundan? „Það er bikarmót á Siglufirði um aðra helgi og annað á Isafirði viku seinna. Svo er önnur utan- landsferð. Þá förum við löggurn- ar, Kristján Rafn á Isafirði á heimsmeistaramót lögregluþjóna á Ítalíu. Við förum út 18. febrúar og verðum í viku í Seefeld í Austurríki fyrir mótið. Á ftalíu verðum við viku til tíu daga og Ingólfur Jónsson ætlar að fylgja okkur. Frá ftalíu förum við Ingólfur svo til Noregs og kepp- um í heimsbikarmóti í Holmen- kollen og trúlega keppum við á tveim til þrem sterkum mótum öðrum í Noregi. Og svo verður maður líka að reyna að standa sig á heimaslóð- um og halda sig að keppni þar. Nú er svo eru olympíuleikarnir á næsta ári..“ — Er hægt að segja að þú sért orðinn atvinnumaður á skíðum? „Nei, en ég er mjög vel styrktur heima, og þeim mun betur sem ég stend mig betur.“ — Hvernig heldurðu að prófin gangi í vor? „Það verður erfitt, en ég reyni samt að klára þau. En skíðin eru númer eitt,“ sagði kappinn ungi. SV Dansleikur í Góðtemplarahúsinu laugardagskvöld kl. 23:00 — 3:00 Borðapantanir frá kl. 22:30 Borðum haldið til kl. 23:30 Ásgeir og félagar íbúð til sölu Neðri hæð að Tangargötu 30 4 herb. og eldhús. Upplýsingar í símum 3704 og 3880 eftirkl. 19:00 ÍSFIRÐINGAR — VESTFIRÐINGAR S.R.Í. var stofnað 14. des- ember 1947 og var þetta því 35. starfsár ráðsins. Það er von okkar í núverandi stjórn að starfsemi þess eigi eftir að eflast og stuðla að uppbyggingu skíðamála á ísafirði, eins og það hefur gert frá stofnun þess. Aðal- fundur Skíðaráðsins var haldin í október s.l. Þeir Hafsteinn Sigurðsson, Þröstur Jóhannesson, Jónas Gunnlaugsson og Óskar Kárason gáfu ekki kost á sér til endurkjörs i '■ tjórnina. Núverandi stjórn vill þakka þeim fyrir vel unnin störf á liðnum árum. Stjórn S.R.Í. er nú þannig skipuð: Sig- urður Gunnarsson formað- ur, Einar Valur Kristjáns- son varaformaður, Valur Jónatansson gjaldkeri, Við- ar Konráðsson ritari, Þor- lákur Baxter áhaldavörður, Páll Sturlaugsson vararitari og Geir Sigurðsson með- stjórnandi. Fyrir hönd S.R.Í. Valur Jónatansson Þorrinn byrjar í dag Við viljum minna á, að eins og undanfarin ár þá bjóðum við ÞORRAMA TíMIKLU ÚR VALI OG ÞORRABAKKANA VINSÆLU MMiWHH — V erslun Sundstræti 34 — Sími 4013

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.