Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1984, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1984, Síða 1
28. tbl. 10. árg.25.júní 1984. Vestfirskafréttablaðiðkemurútámánudögumogfimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. (safirði. Verð í lausasölu kr. 15,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsársleqa. Fyrsta strætóferðin á morgun Á þriðjudagínn 26. júní hefst tilraunaakstur strærisvagns milli byggðarkjarna á Isafírði. Áætlun vagnsins verður á klukkutíma fresti milli Holtahverfís og Hnífsdals. Vagninnn fer korter fyrir heila tímann innan úr Holta- hverfí og korter yfír heila tímann utan úr Hnífsdal. Fyrsta ferð er kl. 6:45 en sú síðasta verður um 20:00 leytið. Á álagstímum eins og á morgnana og í hádeginu verður bætt við aukavagni. Þessi áætlun er til reynslu og verður endurskoðuð í Ijósi þess. Eins og kunnugt er var stefnt að því að ferðir strætisvagns byrj- uðu 16. júní. Ástæða þessarar seinkunar er, að ekki tókust samningar um leigu á vagni frá SVR eins og búist var við, né frá SVK, sem einnig var reynt. En í síðustu viku var gengið frá samn- ingum um leiguvagn frá einkaað- ila úr Mosfellsveit, Matthíasi Sveinssyni ( sem ku vera bróðir hins góðkunna Elíasar Sveins- sonar). Samningarnir voru gerðir til 3ja mánaða. Tilraunaakstur þessi stendur fram í byrjun sept- ember. Framhald strætóferða ræðst svo af þessari tilraun. Akstur strætisvagnsins hefst kl. 15:00 á morgun, þriðjudag, og verður öllum sem vilja boðið að aka frítt með vagninum þann dag, til þess að kynna sér aksturs- leiðir. Þessi bfll á eftir að verða algeng sjón á götum ísafjarðar næstu vikurnar. Þetta er Ikarus vagn sem kaupstaðurinn hefur tekið á leigu af Matthíasi Sveinssyni og mun hann halda uppi strætóferðum milli byggðakjarnanna, mörgum sjálfsagt til óblandinnar ánægju. Sá sem þarna ekur niður Hafnarstrætið er Sigtryggur Matthíasson. Myndin var tekin, við komu vagnsins til bæjarins. Veitingasala í Faktorshúsi? — endurbótum á húsinu að Ijúka — Turnhúsið næst Tálknafjörður: Félags- heimili og íþrótta- hús í smíðum Nú er í smíðum á Tálknafirði stórt og mikið félagsheimili og íþróttahús. Þetta er stærsta verkefnið hjá Tálknafjarðar- hrepp í ár og verður það líkleg- ast áfram næstu ár. Að sögn Höskuldar Davíðssonar sveitar- stjóra mun þessi framkvæmd taka allt framkvæmdafé sveitar- félagsins á næstu árum a.m.k. megnið af því. Kostnaðaráætlun á fyrri hluta síðasta árs stóð í u.þ.b. 30 milljónum króna en ekki lágu fyrir framreiknaðar kostnaðartölur. Útboð í verkið hafa miðast við ákveðna framkvæmdaá- fanga við byggingu hússins. Á þessu sumri er stefnt að því að ljúka við að steypa upp húsið og vona menn að það verði komið undir þak í haust. Höskuldur sagði að vonir væru bundnar við að á næsta ári yrði hægt að taka búningsklefa og hreinlætisaðstöðu í notkun fyrir sundlaugina, sem stendur við hlið nýbyggingarinnar. Á næsta ári er svo ætlunin að vinna að innréttingu á sal í húsinu. Húsafriðunarnefnd er nefnd kölluð. Hún var sett á laggirnar árið 1978 til að hafa umsjón með friðlýstu húsunum í Neðstakaupstað. Um er að ræða fjögur hús: Tjöruhúsið (byggt 1734), Krambúð (1757 eða 1761), Faktorshús (1765) og Turnhús (1784 — 85) Þessi hús þykja einstætt sýnishorn af húsagerð danskra einokunar- kaupmanna á 18. öld og þeim húsakosti sem hér var notaður allt fram á þessa öld. í ályktun um notkun friðlýstu húsanna og framkvæmdir í Neðstakaupstað segir m.a. að uppbygging verði miðuð við að koma fyrir á svæðinu þeim á- höldum og tækjum sem notuð voru við útgerð og fiskvinnslu allt fram til síðari heimsstyrj- aldarinnar. Þannig verði komið fyrir vélum og öðrum áhöldum frá upphafi tæknialdar í Tjöru- húsi og Turnhúsið verði í fram- tíðinni notað fyrir safn. Verði þar komið fyrir öllum stærri áhöldum og tækjum í tengslum við atvinnusögu stað- arins. Miðað er við að Kram- búðin verði áfram notuð til í- búðar og að framkvæmdir í Faktorshúsi verði við það mið- aðar að húsið verði einnig notað til íbúðar í framtíðinni. í samtali við Jón Pál Hall- dórsson, sem situr í Húsafrið- unarnefnd, kom fram að nefndin hefur lagt til að safna- vörður (fyrir Byggðasafnið, Listasafnið og friðuðu húsin), sem meiningin er að ráða, búi í Faktorshúsi. Þá hefur sú hug- mynd komið fram að Hótel ísafjörður sjái um kaffiveitingar i sumar, enda samþykkti bæj- arstjóm 9. mars 1978 að hugsað yrði fyrir veitingaþjónustu og greiðasölu á umræddu svæði. í sumar verður lokið við endurbætur á Faktorshúsi, en aðalframkvæmdirnar verða við Turnhúsið. Þá er meiningin að laga til lóðina og endurbyggja brautarteina sem notaðir voru við flutning á saltfiski út á stakkstæðin. Einnig að búa til sýnishorn af fiskreitum. Framhald á bls. 3 Suðureyri: Eldur í dæluskúr hitaveitu —ekkert heitt vatn í tvo sólarhringa Það ætlar ekki úr að aka með brunavandræði Súgfirðinga. Um kl. hálf-tíu á fimmtudagskvöld kom upp eldur í dæluskúr hita- veitunnar. Eldurinn uppgötvað- ist fljótlega af vegfaranda og var slökktur snarlega. Skúrinn sviðnaði þó allur að innan svo rafkerfi skemmdist mikið. Talið er að kviknað hafi í út- frá kúplingu í dælumótor, splitti hafi farið með þeim afleiðing- um að neistaði í allar áttir. Skúrinn er úr timbri, þannig að ekki þurfti meira til. Ekkert heitt vatn var á Suð- ureyri meðan gert var við bil- unina, þannig að þeir sem ekki treystu sér í kalt bað urðu að vera óhreinir. Þá varð að gera hlé á sundkennslunni sem stað- ið hefur yfir í útilaug þeirra Súgfirðinga að undanförnu, því vatnið okkar kólnar fljótt á okkar svala landi. Unnið var dag og nótt að viðgerðum svo hægt yrði að koma dælunni af stað á ný og tókst það um kl. 19 á laugardag. Súgfirðingum ætti því að vera orðið heitt núna. Úr Neöstakaupstaó. Faktorshúsið lengst til vinstrl.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.