Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1984, Blaðsíða 2
vestíirska 2 Ritstjómá mánudegi: r rRETTABLASID Iðnfræðslan í hætlu Iðnfræðslan er eitt af því, sem hefur verið í tiltölulega góðu lagi á Vestfjörðum. Meistarar hafa til skamms tíma verið starfandi í flestum hinna hefðbundnu iðn- greina, einhvers staðar í fjórð- ungnum og iðnskólar eru bæði á Patreksfirði og ísafirði. Iðnskólinn á ísafirði hefur í gegnum árin verið virt stofnun, og hefur sent frá sér vel mennt- aða iðnsveina þrátt fyrir það að honum hefur verið þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Við skólann hefur starfað stýri- mannaskóli, vélstjóraskóli, undirbúningsdeild tækniskóla og ein og önnur námskeið, samhliða hinu hefðbundna iðn- skólanámi. Því miður er útlitið ekki glæsi- legt í iðnfræðslunni um þessar mundir. Aðstöðuleysi hrjáir Iðn- skólann á ísafirði mjög. Skólinn er í leiguhúsnæði sem er alltof lítið fyrir starfsemina. Þá skortir skólann fétil þess að geta komið fyrir sig ýmsum tækjabúnaði til kennslu, sem honum hefur verið gefinn. Iðnfræðsluráð hefur ekki feng- ist til þess að skipa í þær próf- nefndir, sem Iðnfulltrúinn á Vest- fjörðum hefur tilnefnt. Stefna Iðnfræðsluráðs virðist vera sú að draga iðnfræðsluna úr fjórð- ungunum og þá væntanlega til Reykjavíkur, því svipaða sögu er að segja um prófnefndaskipan á Norður- og Austurlandi. Þessa óheillaþróun verður að stöðva með ákveðnum andsvör- um iðnaðarmanna og annarra forsvarsmanna iðnfræðslunnar. Ekki þarf að tíunda það, sem allir vita, að iðnskólarnir á lands- byggðinni hafa í gegnum árin sent frá sér hæfa og dugmikla iðnaðarmenn. Verði framvindan sú, sem Iðnfræðsluráð stefnir að með afstöðu sinni til prófanna og ef skólarnir þurfa framvegis að líða fyrir aðstöðuleysi og pen- ingaskort, þá blasir við alger niðurlæging iðnfræðslunnar á landsbyggðinni. Þarna er verk að vinna fyrir skólanefndir, sveitarstjórnir, iðnaðarmannafélög og lands- hlutasamtök. Ef þessir aðilar standa saman að ákveðinni bar- áttu fyrir viðgangi iðnfræðslu í fjórðungunum, þá má enn snúa vörn í sókn. VIÐ LOKUM EKKI Hingað til höfum við yfirleitt lokað vegna sumarleyfa í júlímánuði EN EKKINÚNA Með vaxandi umsvifum í fjórð- ungnum hefur verkefnum okkar fjölgað og því munum við vinna alla 12 mánuði ársins 1984 HVAÐ GETUM VIÐ GERT FYRIR ÞIG? Hringdu í Áma í sima 3223 © Prentstofan ísrún hf. Fímmtíu ára og alltaf í framför Smáauglýsingar AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. AL ANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöidum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHÁ’TRÚIN Upplýsingar um Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172, 400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:0. Á GÖTUNNI! Okkur bráðvantar íbúð á leigu frá og með 1. ágúst n.k. Elín og Teddi í síma 3839. TIL SÖLU Casita fellihýsi. Eldunaraðst- aða og svef npláss fyrir fjóra. Upplýsingar í síma 3348. HESTAR TIL SÖLU Brúnstjörnóttur klárhestur, harðduglegur töltari, ættaður frá Skörðugili. — Bleikálóttur klárhestur með tölti. — Brúnn alhliða hestur, undan Penna 702. Upplýsingar veita Steinar, sími 3610 og Valur, sími 4375. TIL SÖLU Chevrolet Nova, árgerð 1974 í sæmilegu ástandi. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 4391. Úr heimspressunni ar fíngerð hjúkrunarkona (26) sem — eins og hann — getur hversdags tekið hraustlega til hendinni. Hún óskar eftir lifandi sambandi við nærgætinn, skiln- ingsríkan mann sem á sér markmið. Ég hef áhuga á tón- list (sem sjálf), leiklist og bók- menntum. Bréf sendist til... Þeir sem ekki telja sig geta fundið sér konu eftir venjuleg- um leiðum eru ekki ávarpaðir hér. Ég leita aö einhverjum sem ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjörður UTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í eftir- farandi: Steyptar undirstöður undir stálgrindarvirki, tækjagrindur og spenni. Reisingu burðar- virkja úr stáli, uppsetningu rafbúnaðar og tengingu hans háspennumegin í aðveitu- stöðvum á Keldneyri við Tálknafjörð og við Mjólkárvirkjun. Útboðsgögn: Tengivirki Keldneyri — Mjólká. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubús- ins á ísafirði frá og með miðvikudeginum 27. júní 1984 og kosta kr. 600. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 17. júlí kl. 13:00 á skrifstofu Orkubúsins á ísafirði að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska og skulu tilboð hafa borist tæknideild Orku- búsins fyrir þann tíma. ORKUBÚ VESTFJARÐA _______________ STARFSKRAFT vantar til ræstingastarfa Upplýsingar í síma 3803 UPPSALIR í makaleit Þjóöverjar viröast eiga í meiri vandræöum meö aö finna sér maka en við íslendingar. Þann- ig þekja hjónabandsauglýsing- ar tvær síður (ávið þrjár frétta- blaðssíður) í hinu virta Die Zeit í viku hverri. Hér koma nokkur sýnishorn. Hugfangin — án hringa Byggjum hvort annað upp meö skrítlum þínum, húmor mínum , hlátri okkar. Þess ósk- er ofur venjulegur í háttum og útliti. Þú ættir að vera hávaxinn, unglegur, menntaður, hugs- andi en þó glaðlyndur. Ég er 32ja ára ung, falleg, vel vaxin, ólofuð og ekki flókin. Yfir línum þínum gleðst kona sem í fyrsta skipti þorir að afhjúpa sig svona. Tínum stjörnurnar af himninum — Látum drauminn rætast — Með þér hinni hrífandi drauma- dís minni langar mig til að deila lífinu og rækta mannúð. Ég 38/1,80, lögmaður ógiftur, grannur og íþróttamannslegur, alvörugefinn og unglegur, skynsamur og staðfastur, blátt áfram og vandamálameðvit- aður, leita hennar: Fersk, og tilinningalega sveigjanleg, kröfuhörð og ákveðin, ung í anda (gjarnan að árum), blíð og framtakssöm, geislandi af þokka — og virkilega aðlað- andi. Værir þú einnig til í að eyða með mér nokkrum skemmtilegum árum í Ríó? — Reynum þá að rækta ástríkt samband. Ég hlakka til að fá bréf frá þér — skilyrðislaust með mynd. Hvaða elskulega, yndislega mús leitar einnig lífshamingj- unnar? Hvaða töfrandi, unga dama vill ekki vera ein lengur? Hvaða trygga stúlka leitar að áreiðanlegum manni til að stofna hamingjuríkan hjúskap? Hvaða gáfaði, lífsglaði gim- steinn þorir að skrifa með mynd? Ég er 33/1,78/72, ógift- ur, menntamaður, blátt áfram, glaðlyndur, jafnlyndur, skiln- ingsríkur, raunsaér, jarðbund- inn, stunda sumar- og vetrarí- þróttir, ferðast gjarnan, hef fasta og sjálfstæða stöðu og er eiginlega á móti hjónabands- auglýsingum. SIMINN OKKAR ER 4011 vestíirska n FRETTABLASIÐ

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.