Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1984, Blaðsíða 1
Mikill áhugi á , skíðabrautviðM.Í. Fyrir skömmu var haldinn fundur til að ræða hugsanlega skíðabraut við Menntaskólann á ísafirði. Á fundinn voru mættir Hreggviður Jónsson og Ingvar Einarsson frá Skíðasamband- inu, Artur Forsberg skíðaþjálf- ari frá Svíþjóð, Björn Teitsson, skólameistari, ásamt skíða- mönnum og framámönnum bæj- arfélagsins., „Það voru nú ekki teknar beinar ákvarðanir á þessum fundi,“ sagði Björn Teitsson þegar við höfðum samband við hann, „heldur var hér um frumathugun að ræða.“ Björn sagði hugmyndir þær sem fram komu um skíða- brautina hafa verið töluvert öðruvísi en hann átti von á. Vísað var til sænskrar reynslu og sagði Artur Forsberg að nemendur á svona skóla í Sví- þjóð gætu valið um ýmsar brautir eins og aðrir nemendur og tækju þá alla áfanga í tiltek- inni braut, slepptu engu úr. Stefnt væri að því að viðkom- andi nemandi gæti síðan valið úr mörgum háskóladeildum, væri ekki bara að stefna að námi í íþróttakennaraskóla. „Þetta mundi hins vegar þýða það að hugsanlega yrði reynt að draga námið eitthvað á langinn, hafa það kannski einu ári lengra. Á því eru aftur á móti tæknilegir örðugleikar frá okk- ar hálfu, t.d. hvað varðar stundatöflu. Ég hef ekki alveg séð fyrir hvernig mætti leysa það mál,“ sagði Björn. „Með tilliti til framtíðar nemenda er ég þó hlynntari þessum hug- myndum en því að hafa eigin- lega íþróttabraut þar sem nem- endur sleppa um 20% bóklegra námsgreina. Þarna er verið að koma til móts við áhuga ung- linga á því að stunda skíði sem mest á námstímanum,“ sagði Björn og fannst hafa verið al- mennur vilji fyrir því á fundin- um að reyna að koma þessu á. Hann kvaðst mundu taka málið til athugunar, en hins vegar væri ljóst að ekki yrði unnt að koma brautinni á fyrr en á næsta ári. 30. tbl. 10. árg. 2. júlí 1984. Vestfirska fréttablaðið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 15,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Fyrsti koss hjónabandsins. Foreldrarnir fylgjast gannt með. Brúðkaup sumarsins? Það var ekki úti veður vont þegar þau Steinar Örn Kristjánsson og María Valsdóttir, létu pússa sig saman í gær. Og fyrst veðurguðirnir gerðu sér svona dælt við þau létu þau þessa merku athöfn fara fram útí garðinum að Engjavegi 29. Á eftir var svo að sjálfsögðu slegið upp garðveislu. Sannkallað sumarbrúðkaup og gott ef ekki brúðkaup sumarsins. Til lukku. Ragnar H. hættir sem skólastjóri — eftir 36 ára starf við Tónlistarskólann Ragnar H. Ragnar hefur sagt starfi sinu lausu sem skólastjóri Tónlistarskóla ísafjarðar. Hann hefur starfað sem skólastjóri við skólann frá stofnun hans, eða í 36 ár. Alls hefur Ragnar verið tónlistarkennari í 61 ár. Hann verður 86 ára í haust. Saman- lagður lífs- og starfsaldur Ragnars er því 147 ár. Ragnar H. Ragnar I samtali við V.f. sagði Ragn- ar, að hann segði starfi sínu nú lausu af heilsufarsástæðum. Auk þess sem það væri miklum erfiðleikum háð að halda áfram rekstri skólans við þær aðstæð- ur, sem hann hefur lengi búið við. Ragnar sagðist þó hafa hug á að halda áfram kennslu við skólann, því að í skólanum væru nemendur, sem hann hefði kennt mörg undanfarin ár og treystu því að hann yrði á- fram kennari þeirra. Aðspurður um hvort Ragnar væri ánægður með það sem á- unnist hefði í skólastarfinu sagði hann: „Já, ég get ekki annað sagt en ég sé ánægður með það hvað þessi skóli hefur blómgast og blessast með nú hundrað og sjötíu ákaflega efnilega nemendur og ágæta, vel menntaða og áhugasama kennara.“ Um framtíð skólans sagði Ragnar að það væri allt undir Nýr markaður að opnast: bæjarbúum komið. „Bæjarbúar hafa reynst vel. Þeir hafa sent börn sín og unglinga í skólann og verið skólanum mjög hlynntir. En það er þessi stóri misskilningur að athuga ekki að ég er dauðlegur maður. Mér hefur tekist að halda skólanum við án þess að hafa skólahús en það held ég að enginn gangi inn á til lengdar. Það er vel hugs- anlegt, að verði ekkert gert í þessum málum, að skólinn leggist hreinlega niður. Menn hugsa bara ekki út í það. Ragnar sagðist að lokum bera mjög mikinn hlýhug til skólans og vona að framtíð hans yrði sem björtust. „Ég vona að ísfirðingar sjái sóma sinn í því að halda skólanum ekki aðeins við, heldur að hann stækki og verði enn betri skóli en hann er í dag.“ Hefja útflutning á rækju til Bandaríkjanna — tvö fyrirtæki stofnuð í því skyni Erfiðlega hefur gengið að selja rækju undanfarið, eins og þeir sem fylgjast með sjávarút- vegsmálum vita. Forráðamenn rækjuverksmiðjunnar Vina- minni vilja ekki una því og hyggjast gera tilraun til að komast inná markað sem hingað til hefur verið algerlega lokaður fslendingum, Bandaríkjamark- að. Gunnar Þórðarson, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, og Jón Grímsson, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hafa í því skyni stofnað fyrirtækið Icemar og hefur það skrifstofu í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Mun Jón veita henni forstöðu. Hér heima hefur jafnframt verið stofnað útflutningsfyrirtæk- ið IPEX (Icelandic Prawn Export) til að eiga viðskipti við Icemar. Þegar hefur töluvert verið selt og fer fyrsti farmurinn væntanlega út 12. júlí n.k. Gunnar Þórðarson sagði í samtali við Vf að hér væri um tilraun að ræða. Kvaðst hann Knattspyrna: Fyrsti sigur ísafjarðar- stúlknanna ísfirsku stúikurnar unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild s.l. fimmtudag er þær lögðu Víkinga að velli í Reykjavík 2 — 0. Kær- kominn sigur það. Aðeins eitt lið fellur úr riðlinum, þannig að ís- firðingar þurfa aðeins eitt stig til viðbótar til að halda sér uppi. Margrét Geirsdóttir skoraði fyrra mark ísfirsku stúlknanna á fimmtudaginn, rétt eftir miðjan fyrri hálfleik. Ingibjörg Jóns- dóttir innsiglaði svo sigurinn skömmu fyrir leikslok. 2 — 0 og þrjú stig í höfn. frekar vilja taka þessa áhættu en sitja uppi með vöruna en birgðir hafa hrannast upp hjá verksmiðjunum undanfarið „Ég er bjartsýnn á þetta,“ sagði Gunnar, „því ég trúi því að við séum að bjóða betri vöru en samkeppnisaðilar okkar. Við erum að selja nánast lif- andi rækju meðan t.d. Norð- menn eru að selja ársgamla rækju,“ sagði Gunnar og fannst furðulegt að Islendingar skyldu aldrei hafa sinnt þessum stærsta rækjumarkaði heims. Hann bjóst ekki við að selja alla sina framleiðslu í vesturveg í fram- tíðinni, þar eð Evrópumarkað- urinn hefði alltaf gefið meira af sér. Samt sem áður kvað hann þá hafa fengið viðunandi verð í Bandaríkjunum fyrir þá rækju sem þegar væri seld, þó það hefði ekki þótt gott i fyrra.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.