Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 12.07.1984, Blaðsíða 5
Vantar iðnaðarmenn til starfa strax Upplýsingar í síma 3575 Skipasmíðastöð Marsellíusar Vestfirðingar — Ferðafólk Djúpmannabúð býður ykkur velkomin í ísa- fjarðardjúp. Njótið veitinga í fögru umhverfi. Söluskáli okkar er í Mjóafirði. Djúpmannabúð, ísafjarðardjúpi Beitningarmenn Okkur vantar beitningarmenn um borð í Faxa GK 44, sem er 200 lesta yfirbyggður bátur með góðri aðstöðu, sem gerður verður út á grálúðuveiðar í júlí og ágúst. Gert verður út frá Djúpavogi. Upplýsingar í síma 97-8880 og á kvöldin í síma 97-8922. Búlandstindur hf. Djúpavogi Jón F. Einarsson Byggingaþjónustan Bolungavík Símar: 7351 -7353 - 7350 Húsbyggjendur Verktakar Allt til bygginga á einum stað — Timbur, kambstál á mjög góðu verði. Flytjum á byggingarstað að kostnað- arlausu ef um stærri viðskipti er að ræða. Reynið viðskiptin. Jón F. Einarsson Byggingaþjónustan Bolungavík Símar: 7351 -7353-7350 DANSLEIKUR Dansleikur í Góðtemplarahúsinu laugardagskvöld 14. júlí kl. 23:00 — 03:00 Borðapantanir frá kl. 22:30 Komið og skemmtið ykkur í Gúttó Dúddi, Guðný, Gummi og Halli Einlægar þakkir og kveðjur til ykkar allra, sem komuð fram, tókuð þátt í leikjum eða aðstoðuðuð okkur á einn eða annan hátt við framkvæmd hátíða- haldanna þann 17. júní s.l. 17. júní nefnd skátafélaganna á ísafirði 5 — Anna Áslaug Ragnarsdóttir í viðtali við VF Hefði ekki VISSAR TAUGAR TIL ÞESSA FÓLKS — Sextán ára að aldri lékst þú einleik með sinfóníuhljómsveit íslands Þú hefur vanist því strax frá æsku að koma fram og spila mikið opinberlega? „Já, á skólaárum mínum hér á Isafirði komum við Lára Rafnsdóttir, skólafélagi minn í mörg ár, mjög oft fram á alls konar skemmtunum bæði inn- an og utan skólans. Einnig lék- um við undir fyrir kórana, karlakórinn, Sunnukórinn, kór Húsmæðraskólans og Gagn- fræðaskólans, og fyrir kvartetta, einsöngvara og fleiri." — Er eitthvert atvik, sem þér er minnisstætt frá þessum tíma? „Það kemur ýmislegt í hug- ann, svo sem bráðskemmtilegt ferðalag með karlakór ísafjarð- ar um Vestfirði, grísagildin í Húsmæðraskólanum og vina- bæjarmót hér á ísafirði þegar ég var 10 ára. Þar lék ég verk eftir norræn tónskáld og troða átti mér í upphlut, en það tókst ekki. Þá minnist ég margra árs- hátíða, þorrablóta og svo auð- vitað skólaskemmtana. Á árs- hátíð Gagnfræðaskólans var ég einu sinni klöppuð niður. Raunar held ég að það hafi ekki verið þannig meint, heldur hafi fólk verið að klappa í takt. En ég tók þetta mjög nærri mér þá, stóð upp og fór heim. Ég man að Gústaf Lárusson, sem þá var skólastjóri, tók þetta líka nærri sér. Hvort það var af því að ég var að leika uppáhaldslagið hans,ég veit það ekki.“ — Það hefur væntanlega ekkert svona skeð þegar þú lékst fyrir ísfirðinga á tónleikum í Al- þýðuhúsinu núna í júní? „Nei, ég held ég geti sagt að ég sé ánægð með þá tónleika. Mér finnst alltaf gama að spila fyrir ísfirðinga. Þeir hlusta vel og það er mikil ró í salnum. Ég hef vissar taugar til þessa fólks. Ég þekki margt af því og þetta fólk hefur haldið tryggð við mig þó ég hafi verið langdvölum í burtu. Það er allt öðruvísi að spila hér en alls staðar annars staðar. Miklu persónulegra fyrir mig.“ EINA FRYSTIHÚSIÐ Á LANDINU SEM Á FLYGIL — Hefur fólk á Isafirði mikinn áhuga á klassískri tónlist? „Já, en hins vegar mættu gjaman fleiri koma á tónleika. Miðað við aðsókn yfirleitt má ég þó vel við una. En oft er það svo, að mikið er haft fyrir að fá fólk til að spila úti á lands- byggðinni en aðsóknin er ekkert í samræmi við erfiðið. Þar sem svo margir iðka tónlist eins og hér á ísafirði, sem er út af fyrir sig mjög gott, ættu fleiri að sjá sóma sinn í því að mæta, a.m.k. fólk sem hefur áhuga á list og menningu. Til að halda uppi menningarlífi í svona litlum bæ verður fólk að reyna að hjálpast að.“ — En hvemig er aðstaðan til tónleikahalds hér á Vestfjörð- um? „Alþýðuhúsið á ísafirði hentar ágætlega fyrir tónleika- hald, þar er ágætis flygill. Hins vegar mættu gjaman vera til flyglar víðar, t.d. í félagsheimil- inu í Hnífsdal. Þeir í Bolungar- vík hafa sýnt mikinn dugnað með því að fjárfesta nýlega í Steinway konsertflygli, glænýj- um frá verksmiðjunni. Slík hljóðfæri draga að góða hljóð- færaleikara. Nú vilja þeir allir koma og spila í Bolungarvík. Ég er einnig mjög hrifin af fram- taki þeirra á Patreksfirði og Flateyri. Þar hafa verið keypt ný hljóðfæri. Á Flateyri er fínt hljóðfæri í vistlegum og nota- legum matsal Hraðfrystihúss Hjálms.“ „Ég er viss um að þetta er eina frystihúsið á landinu sem á Tónlist og tónlisturiókun hefur ávnllt verió eðlilegur hlutur í lífí Ónnu Aslnugnr. Sem hurn hófhún nám hjá föður sínum, Rugnari H. Ragnar í Tónlistarskóla Isafjarðar. Seinna lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskolanum í Re\kja\ík og ein- leikararprófi frá Tónlistarskólanum íReykjavík. Aðþvíhúnu var hún í námi í Tondon, Róm og Freiburg. Arið 1973 hélt hún til náms í Múnchen eftir að hafa starfað um skeið sem tónlistarkennari á Akureyri. Anna hefur nú verið húsett í Munchen í 10 ár. Síðan hún lauk prófi, hefur hún starfað sem kennari og húsmóðir. # fengið eins mikið út úr lífinu miklu persónulegri en í stór- borgum eins og Munchen. Þar koma nemendur oft langt að og þekkjast lítið innbyrðis. Aftur á móti eru fjarlægðir hér miklu minni og nemendurnir hafa mikil samskipti sín á milli, m.a. á samæfingum.“ — Hvernig nemendur eru ís- firðingar? „Islenskir krakkar eru yfir- leitt mjög skemmtilegir og það er svo einkennandi hvað af þeim geislar heilbrigðin og sjálfstæðið. Það var áberandi hve nemendur mínir hér á ísa- firði í vetur kunnu að bjarga sér sjálf. Þeir voru nákvæmir og fljótir að læra utanbókar. Börn, sem læra að leika eftir nótum öðlast um leið vissan aga í framtak, sem virðist njóta stuðnings bæjarbúa almennt. En bygging er mjög brýn og algjört skilyrði þess að hægt verði að halda þeim háa stand- ard sem skólinn hefur haft til þessa. Fómfýsi, umburðarlyndi óg áhugi þeirra sem starfa við skólann er ef til vill ekki óþrjót- andi.“ EKKERT ANNAÐ SEM MIG LANGAÐI TIL AÐ GERA — Hvaða eiginleika þarf ein- staklingurinn að hafa til að geta orðið góður hljóðfæraleikari? „Til að verða góður hljóð- færaleikari þarf tónlistargáfur (talent), líkamlega hreysti, elju og þolinmæði. En ætli maður að hafa hljóðfæraleik að atvinnu kemur ýmislegt fleira til svo þeir koma ekki til manns af sjálfu sér, það er víst, menn verða að sækjast eftir þeim.“ — Hefur tónlistin ekki kostað mikla sjálfsafneitun? Telur þú þig hafa farið á mis við eitthvað annað í lífinu af þeim sökum? „Nei, þetta kom eðlilega fyrir mér vegna þess að ég vandist tónlist og tónlistariðkun frá blautu barnsbeini. Þegar ég var komin með stúdentspróf var ekkert annað sérstakt sem mig langaði til að gera. Það gæti vel verið að ef ég hefði verið ahn upp einhvers staðar t.d. í Reykjavík, þar sem voru mögu- leikar á miklu fleiri sviðum að ég hefði lært eitthvað annað fag eða á annað hljóðfæri. Mig langaði til að læra á fiðlu.“ flygil,“ skat Sigga Ragnars móðir Önnu inn um leið og hún kom inn í stofuna færandi okk- ur kaffi og með því. „Já, þetta er alveg sérstakt," hélt Anna áfram. „Þegar ég lék á Flateyri fyrir þremur árum voru haldnir opinberir tónleik- ar á heimili Jóns Stefánssonar útgerðarmanns. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef lent í. Fólk kom þar bara inn, tók af sér skóna, settist inn í stofu og hlustaði á konsert.“ GEISLAR AF ÞEIM HEILBRIGÐIÐ „Já, ég kem hingað heim á hverju ári og dvel í 2 — 3 mán- uði. I vetur kenndi ég í Tónlist- arskólanum á Isafirði fram að jólum.“ — Að hvaða leyti er skólinn á ísafirði ólíkur skólum í Þýskalandi? „Það er viss agi í skólanum hér sem er óvenjulegur, jafnvel í Þýskalandi sem þó hefur fengið orð á sig fyrir mikinn aga. Þessi agi er örugglega samæfingun- um og hinu tíða tónleikahaldi innan skólans að þakka. Þetta er afar óvenjulegt. Ég hef orðið vör við það að krakkar sem eru búnir að venjast þessu vilja hafa samæfingar. Annað er mis- skilningur, a.m.k. er það mín reynsla. Auk þess er skólinn hér hugsun sem gerir að verkum að þau ná góðum árangri, einnig í bóklegu námi.“ — Nú er mikið rætt um framtið tónlistarskólans á ísafirði. Hver heldur þú að hún verði? „Framtíð skólans er fyrst og fremst undir því komin að bæj- arbúar og bæjaryfirvöld veiti honum þann fjárhagslega og siðferðilega stuðning, sem hann þarfnast á þessum tímamótum. Aðstaða og aðbúnaður skólans er í engu samræmi við það, sem hann hefur lagt af mörkum til bæjarfélagsins, bæði varðandi tómstundastörf bama og ung- linga svo og álit bæjarins út á við. Stofnun Byggingasjóðs Tónlistarskólans var lofsvert sem góðar taugar og ekki síst mikill metnaður. Kannski líka ákveðnar gáfur og útsjónarsemi sem eru nauðsyn til að koma sér áfram en þurfa ekki endilega að fara saman með tónlstarhæfi- leikum. Nú svo spilar heppni auðvitað inn í.“ — Er þetta e.t.v. ástæða þess að þú fæst fyrst og fremst við kennslu? „Samkeppni á mjög illa við mig. Mér falla ekki þau vinnu- brögð sem til þarf, t.d. að skrifa bréf og senda meðmæli til að koma sér á framfæri varðandi tónleika og hljómplötuupptök- ur. Kannski er það uppeldislegt atriði hvað maður er tregur að koma sér að slíkum hlutum. En GAMAN AF ALLRI GÓÐRI TÓNLIST — Hvaða tónlist finnst þér sjálfri skemmtilegast á að hlýða? „Ég hef gaman af allri góðri tónlist frá hvaða tímabilum sem er, sérstaklega þó af bar- okk-tónlist, ekki síst Bach svo og tónlist frá fyrri hluta þessarar aldar, eins og eftir Richard Strauss og Stravinsky.“ —Hvað um það sem íslensk tónskáld hafa gert? „Mér finnst margt af því afar áhugavert. Það er t.d. mjög fróðlegt að fylgjast með því hvað íslensk tónskáld eru að semja í dag. Þau hafa tekið misjafnar stefnur heim með sér eftir að hafa lokið námi erlend- is. Þetta skapar breidd í tónlist- arflutninginn sem er dálítið sérstök fyrir Island. Hér á landi er líka mikill áhugi fyrir því sem tónskáldin okkar eru að gera og þau fá verkin sín flutt andstætt því sem oft gerist erlendis. Hér er mikið samið fyrir hljóðfæra- leikara eftir pöntunum og þeir eru duglegir að flytja verk eftir íslensk tónskáld.“ EKKI HÆGT AÐ TÚLKA NEMA AÐ KUNNA Á HANDVERKIÐ — Hvernig upplifir þú tónlist- ina, líkist hún fremur stærðfræði eða fagurfræði? Hver eru tengslin milli tækni og túlkunar í leikinni tónlist? „Það er ekki hægt að túlka tónlist nema að kunna hand- verkið. Það getur enginn maður túlkað á píanó nema að hann kunni á píanó. Tækni og túlkun eru ekki aðskilin heldur fer þetta saman í réttum hlutföll- um. Tónlist er abstrakt." — Sumir segja að þeir sem ein- ungis læra að spila eftir nótum eigi erfiðara með að spila eftir eyra? „Að spila eftir eyra er æfing- aratriði. Fólk sem spilar eftir nótum hefur sumt ekki lagt sig sérstaklega fram við það. Hins- vegar hlýtur það að hafa góða tónheym, ellegar gæti það ekki lært heilu tónverkin utanbók- ar.“ — Er hægt að búa til músíkalskan mann úr ó- músíkölskum? „Pabbi getur það. Hann trúir því reyndar að enginn maður sé með öllu ómúsíkalskur og sennilega er það rétt, því að hann hefur náð ótrúlegum ár- angri með fólk sem maður gæti ekki ímyndað sér að hefði músík í sér.“ — Hvað hefur verið þér mesta hvatning og uppörvun á tónlist- arferli þínum? „Tónlistin sjálf. Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af að hlusta á tónlist og haft sterka löngun til að spila það sem er fallegt. Með tónlistina að ævi- starfi hef ég helgað mig því sem ég hef ánægju af. Þetta er starf sem gefur og krefst mikils. Ég hefði ekki kosið mér annað þó svo það gæfi af sér meiri efna- hagsleg gæði. Mörgum mann- inum finnst hann öðlast visst innra öryggi með auknum lífs- gæðum gagnvart umheiminum. En fyrir mér eru efnislegir hlutir ekki aðalatriðið. Ég var ekki al- in upp við þau viðhorf, að þeir skiptu mestu máli. Ég er því mjög fegin, ella hefði ég ekki fengið eins mikið út úr lífinu og ég hef.“ Feðginin ræða málin. Ftagnar var fyrsti lærifaðir önnu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.