Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 1
1. tbl. 10. árg. vestfirska 10. jan. 1985 FRETTABLADIS Til Reykjavíkur. Til Akureyrar. FLUGLEIDIR Panasonic RXC45L Varanleg gædi á góðu verði Verslunin ísafiröi sími 3103 Frá fundi um ratsjárstöðvar Síðastliðinn fimmtudag var haldinn almennur borgarafund- ur í Félagsheimilinu í Boiungar- vík um hugsanlega byggingu ratsjárstöðvar á Stigahlíðar- fjalli. Á fundinn mætti ratsjár- nefnd sem skipuð var af Varn- armáladeild utanríkisráðuneyt- isins til að athuga hvers konar ratsjártækni kæmi helst til greina og hvar heppiiegast sé að staðsetja ratsjárstöðvarnar með tilliti til rekstursþátta, nauðsyn- legrar upplýsingaöfiunar og reynsiu af rekstri eidri stöðva. Einnig hefur nefndin athugað á hvem hátt íslendingar gætu tekið að sér rekstur og viðhald nýrra ratsjárstöðva og hvaða not við gætum haft af upplýs- ingum ratsjárstöðva fyrir flug- umferðarstjórn og siglingar. í nefnd þessari sitja Þorgeir Pálsson dósent, Haukur Hauksson varaflugmálastjóri, Berent Sveinsson yfirloft- skeytamaður hjá Landhelgis- gæslunni, Ólafur Tómasson yf- irverkfræðingur hjá Pósti og Síma og Sverrir Haukur Gunn- laugsson deildarstjóri varnar- máladeildar. Ólafur Kristjánsson forseti bæjarstjómar Bolungarvíkur setti fundinn og stjómaði hon- um. Fyrst kynnti Sverrir Hauk- ur störf nefndarinnar lítillega og þvínæst flutti Þorgeir Páls- son erindi um tilgang ratsjár- stöðvanna og notkunargildi þeirra fyrir flugumferðarstjórn, siglingar og veðureftirlit. í máli hans kom fram að gert er ráð fyrir því að byggðar verði tvær stöðvar til viðbótar þeim sem fyrir eru á Miðnesheiði og á Stokksnesi. Önnur verði stað- sett á Vestfjörðum, líklega á Stigahlíðarfjalli, en hin á NA- landi, sennilega á Hrollaugs- staðafjalli eða á Gunnólfsvík- urfjalli á Langanesi. Áætlað er að mannvirkjasjóður NATO greiði 80% af kostnaði en Bandaríkin greiði 20% og allan reksturskostnað. Islendingar sjái um rekstur stöðvanna og er reiknað með að við hverja stöð starfi 10 — 11 manns. Eftir að Þorgeir lauk sínu er- indi báru fundarmenn fram fyrirspurnir og lýstu sínu áliti á málum og sýndist sitt hverjum svo sem vænta mátti. Fundur- inn var mjög vel sóttur og var hinn fróðlegast, þó að e.t.v. komi ekki margt af því fram hér í þessari fátæklegu frásögn. Hleinar hf. — Ný saumastofa á ísafirði Á ísafirði hefur verið starf- rækt saumastofa undir nafninu Hleinar hf. frá því í byrjun nóv- ember. Eigendur eru Anna Lóa Guðmundsdóttir, Herdís Viggósdóttir, Sigrún K. Lyng- mó, Sigrún Magnúsdóttir og Svanhildur Þórðardóttir. Blaðamaður Vf hitti þær stöllur að máli í saumastofunni sem er við Urðarveg 43, í bílskúrskjall- ara. Þarna í kjallaranum hafa þær komið sér upp ágætis aðstöðu og tækjum til að fjöldafram- leiða fatnað sem þær sjálfar hafa hannað. Fatnaðurinn er seldur í verslanir, bæði á ísafirði og í Reykjavík. Einnig taka þær að sér að framleiða vinnufatnað fyrir fyrirtæki, t.d. var þeirra fyrstá verkefni að sauma vinnufötin 4 staiýsfólk Dokk- unnar. Q r, h > h Jól og áramót voru með afbrigðum róleg hjá lögreglu og slökkviliði á Isafirði. Engin brunaútköll voru, en eitt útkall vegna sjúkraflutninga. Engir voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur og fangageymslur lögreglunnar stóðu svo til tómar. Meðfylgjandi mynd tók Vignir Guðmundsson af flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta á þrettándan- Ársskýrsla Slökkviliös ísafjarðar Orkubú Vestfjarða 17% orku- verðs- hækkun Um áramót hækkaði Orkubú Vestfjarða orkuverð til kaup- enda um 17% að meðaltali. AI- mennir gjaldskrárliðir hækkuðu um 19 — 20%, húshitun um 17 % og aflgjaldstaxti, þ.e. stór- notendur eins og frystihús o.fl. hækkaði um 10%. Niðurgreiðsl- ur á húshitunarcrku hækkuðu einnig samsvarandi um 17% þannig að hækkun til neytenda var 17%. Kristján Haraldsson Orku- bússtjóri sagði í viðtali við Vf að helstu ástæður þessarar hækk- unar væru hækkun á orkuverði frá Landsvirkjun, fyrst um 5% í maí á síðasta ári og aftur 14% nú um áramót. Gengisfellingin á einnig sinn þátt, svo og almenn verðlagshækkun og launa- hækkanir. Verðskrá Orkubús- ins hélst óbreytt allt síðastliðið ár og reyndar frá því í ágúst 1983 og þessi hækkun nú dugir ekki til að koma raunvirði ork- unnar í það sama og þá var. Kristján sagðist reikna með því að ef spár Þjóð hagsstofnunar um hagþróun stæðust myndi ekki koma til frekari hækkana hjá Orkubúinu á þessu ári. Brunaútköllum fækkaði á síðasta ári Vestfirska fréttablaðinu hef- ur borist ársskýrsla Slökkviliðs ísaf jarðar og þar kemur fram að útköllum vegna bruna hefur fækkað árið 1984 frá árinu á undan. Árið 1983 voru útköll vegna bruna 21 en á síðasta ári voru -au 19 og skiptast þannig: Hús 5 útköll; voru 11 árið áður. Sorp í Sundahöfn; 10 út- köll, voru 8 árið áður. Gabb; 2 útköll, ekkert árið áð- ur. Bifreið; 1 útkall, ekkert árið áður. Aðstoð við önnur byggðalög, 1 útkall, ekkert árið áður. Árið 1983 var slökkviliðið 2 sinnum kallað í skip. Auk þessa var slökkviliðið kallað einu sinni út vegna ammóníaksslyss. Sjúkraflutningsútköll voru 542 á árinu, þar af 32 utanbæj- ar. Orsakir elds í þeim 5 bygg- ingttm sem kviknaði í á árinu voru einu sinni af völdum raf- magns, einu sinni af völdum reykinga og þrisvar sinnum voru það börn að leik með eld- spýtur. Skýrslan endar á eftir-farandi orðum: „Með ósk um gæfuríkt ár 1985 óskar slökkvilkiðið tsfirð - ingum til hamingju með frá- bæran árangur í brunavörnum á síðastliðnu ári, sem var nær tjónlaust og útköllum í hús fækkaði um rúmlega helming miðað við undanfarin ár. ís- firðingar, höldum áfram á sömu braut. Verum þess minnug að eldurinn kviknar ekki af sjálfu sér. Við kveikjum hann alltaf sjálf.“ Nýir verkamanna- bústaðir á Isafirði Stjórn Verkamannabústaða á ísafirði hefur fengið úthlutað lóð fyrir 9 íbúða fjölbýlishús sem á að reisa við Fjarðarstræti 55. Að sögn Péturs Sigurðssonar formanns stjómar verka- mannabústaða á ísafirði er ver- ið að ganga frá teikningum og útboðslýsingu hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins og kvaðst hann gera ráð fyrir að hafist verði handa við bygg- ingu hússins í vor.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.