Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.07.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 18.07.1985, Blaðsíða 4
vestfirska FRETTABLADID Lausar stöður Leikskólinn við Hlíðarveg. Ein staða starfsmanns f. hádegi, 50%. Fjórar stöður starfsmanna e. hádegi, 65%. Stöður fors- töðumanns, fóstra og þroskaþjálfa lausar nú þegar. Leikskólinn Hnífsdal. Staða forstöðu- manns er laus frá 1. ágúst n.k. Dagheimilið við Eyrargötu. Fóstrur og þroskaþjálfar óskast frá 15. ágúst n.k. Félagsmálafulltrúinn. Staða skólastjóra Iðnskólans er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur mennta- málaráðuneytið. Útboð Bæjarsjóður ísafjarðar óskar eftir tilboðum í akstur skólabarna og þjónustu almenn- ingsvagna, ekið skal frá miðbæ ísafjarðar í Holtahverfi og Hnífsdal samkvæmt sumar- og vetraráætlun. Verktaki skal hefja akstur 1. sept. n.k., samningur verður gerður til 3 ára. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Bæjarsjóðs ísafjarðar, Austurvegi 2, ísafirði frá og með mánudeginum 22. júlí gegn 2.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 7. ágúst n.k. kl. 11:00 f.h. Bæjarstjórínn. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 114 - 400 l'SAFJÖRÐUR Laus störf Heilsugæslustöðin á ísafirði óskar að ráða læknaritara eða starfsmann með góða vél- ritunarkunnáttu. Starfsmann við símavörslu o. fl. Starfsmann við ræstingu. Upplýsingar varðandi starf læknaritara og símavörslu gefur hjúkrunarforstjóri, en varðandi ræstingu framkvæmdastjóri í síma 3811. Til sölu er báturinn Vík, 27 feta Fjord. í bátnum eru 2 nýjar 110 hestafla Volvo Penta með Duo- prop. Með bátnum fylgja 2 gúmmíbjörgun- arbátar, 12 björgunarvesti, loran, radar, olíumiðstöð, eldavél og ísskápur. Mjög rúmgóður bátur. Ganghraði 24 — 30 mílur eftir hleðslu. BÍLALEIGAN VÍK ★ Hársnyrting ★ Verðum með nýjustu dömu- og herra- klippingar, litanir og permanent dagana 20., 21. og 22. júlí n.k. í Vinnuveri. Pantanir í síma 3034. Hársnyrtistofurnar 'K Klippótek og Hárgallerí Glámuheiði var farin á hestum vorið 1942 Á myndinni sjást hestar Sigurðar. í baksýn er Sjónfríð og efst trónir varðan. Fyrir skömmu var sagt frá því hér í blaðinu, að hestamenn frá Bol- ungarvik og tsafirði ætluðu að ríða frá Bæjum yfir á Strandir og suður eftir til Steingrímsfjarðar. Þaðan skyldi haldið yfir I Djúp aftur og svo til Dýraf jarðar um Glámuheiði, sem heimildarmaður okkar sagði að ekki hefði veríð riðin síðan 1892. Það er ekki alls kostar rétt, þvi til okkar á ritstjóm kom maður, sem fór þessa leið með þrjá hesta 2. júní 1942. Þessi maður er Sigurður Fríðfinnsson, bóndi á Ketilseyri við Dýraf jörð. Fyrir nokkmm áram bað stjóm Landssambands hestamanna Sigurð að lýsa þessarí leið og látum við lýsinguna fylgja hér með. „Annan júní n.k. verða liðin rétt 40 ár síðan ég lagði upp í siðasta á- fanga langrar ferðar á hestum, eða frá Hólum í Hjaltadal til Kjarans- staða í Dýrafirði. Áfangi þessi var upp úr Heydal f Mjóafirði vestur yfir hálendið og niður i Dýrafjarð- arbotn. Ætti ég að gefa örstutta lýsingu á leið þessari mundi hún verða á þennan veg: Færðin upp úr Heydal er mjög góð, aðliðandi brekkur, þar til komið er upp á há- sléttuna, sem er litið eitt öldótt með sléttu malaryfirborði og smá leir- flögum hér og þar, sem sagt sæmi- legum skeiðvöllum, þar til kemur að hrygg þeim sem gengur norðaustur frá Sjónfrfð. Þar taka við dálitlar brekkur, og siðan aftur niður af hryggnum, en þá er komið niður á Hestfjarðarheiði. Þegar ég fór þessa leið 2. júnf 1942 var hún alauð, þar til kom að brekkunum austan við Sjónfríð. Þar vom rniklar fannir, en mjög góð færð, hvergi urðir eða aðrar torfær- ur sjáanlegar. Leiðin ofan af Hestfjarðarheiði er vafalaust versti kaflinn á þessari leið, en þó ekki verri en það, að áður fyrr lá alfaraleið milli Djúps og Dýrafjarðar yfir Hestfjarðarheiði, og þá oft með klyfjahesta. Skrífað á páskum 1982, Sigurður Friðfinnsson.” Bókasafnið á ísafirði: Eitt albesta safn utan Reykjavíkur Á sfðasta árí lánaði Bæjar- og héraðsbókasafnið á tsafirði út 42.682 bindi og er það hér um bil sami fjöldi og áríð áður. Jóhann Hinriksson, yfirbókavörður, var spurður hvemig stæði á þessari stöðnun. „Það var ekki við öðru að búast,“ sagði Jóhann, „því aðstað- an hefur ekkert breyst eða íbúum fjölgað.“ — Þú vilt ekki kenna myndbanda- flóðinu um? „Nei, voða lítið. Reyndar hefur það breytt útlánum svolítið. Útlán á hasarsögum og ástarvellum hafa svolítið minnkað og fólkið sem las mest af þeim virðist vera í vídeóinu. Hins vegar virðist vera meira lesið af þjóðlegum fróðleik og því um líku, þannig að í heildina hefur vídeóið lítið dregið úr útlánum.“ HAGALÍN- HORN Nýlega ákvað stjóm safnsins að koma upp sérstakri safndeild í safninu til minningar um Guð- mund G. Hagalín, rithöfund, en hann var forstöðumaður safnsins á árunum 1929—1946. Átti hann drýgstan þátt í uppbyggingu þess á sínum tíma. Stefnt er að því að í deildinni verði öll ritverk hans og útgáfur, einnig verk um hann. Þeg- ar er hafinn undirbúningur að uppsetningu þessarar deildar. Að sögn Jóhanns á safnið heilmikið um og eftir Guðmund, en sumar bækumar em orðnar lúðar eftir mikinn lestur og þarf því að fá nýj- ar í staðinn. EITT BESTA SAFNIÐ UTAN REYKJAVÍKUR „Þetta er ólán, því það er sniðugt að hafa þetta saman," sagði Jóhann þegar hann var spurður út í lokun myndlistarsalarins í safninu á síð- asta ári. Ástæðan var þrengsli og í síðustu viku var Jóhann í óða önn að fylla salinn af bókum. Skjalasafnið býr þó við enn meiri þrengsli en bókasafnið, hefur nán- ast ekkert athvarf, enda hefur því ekkert verið sinnt og mörg verðmæt skjöl þess vegna farið í súginn. Við spurðum Jóhann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast í baráttunni fyrir bættri aðstöðu, hvort hann væri nokkuð að gefast upp á ísfirðingum. „Ég veit það nú ekki. Ég lifi enn í voninni. Gallinn við þetta allt er sá að safnið er ömgglega eitt það al- besta sem til er úti á landi, fyrir utan Akureyri reyndar, þannig að ég held mér litist ekkert á að fara annað, nema þá beint suður.« K Til [— TW|I . fei fipiJlrlíí jMWfc ? ' *. I # í II M vt j \ wri Það kæmust ekki margar svona bækur fyrir á bókasafninu á ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.