Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 3
vBstfirska vsstfirska rEETTABLADIÐ 3 Japanir rannsaka norðurljósin frá Arnardal — Liður í viðamikilli rannsókn á himinhvolfinu Tveir ungir menn frá landi sólar- innar, Japan, hafa undanfamar vikur dvalið f Heimabæ f Amardal við rannsóknir á norðurljósunum. Rannsóknir þessar hófust f fyrra og munu standa lengi enn. Vestfirska fréttablaðið hitti Japanina tvo að máli nú í vikunni. Þeir em dr. Ryoichi Fujii frá rannsóknarstofn- un heimskautasvæðanna f Tokyo og dr. Takashi Araki frá háskólanum í Hirosaki. Þeir félagar hafa sett upp ótal- mörg flókin vísindatæki í Heimabæ og í næsta nágrenni bæjarins. Taka þeir upp hljóð frá norðurljósunum á segulbönd, auk þess sem sjálfvirk myndavél tekur myndir sem teknar eru upp á sérstakt myndband. Rannsóknir Japana á norður- ljósunum standa nú yfir á þrem Tækin í Arnardalnum eru viðamikil og flókin. Japanirnir tveir í kaffl við eðlilegar japanskar aðstæður, • sitjandi á gólfinu. stöðum hér á landi, í Húsafelli og á Mánárbakka á Tjömesi, en í fyrra fóru fram rannsóknir í næsta ná- grenni Egilsstaða, og þá hófust jafnframt rannsóknir í Amardaln- um. Japanimir hófu reyndar rann- sóknir sínar hér að Húsafelli 1977 — 1978 og byrjuðu aftur 1983. Mestum árangri sögðu þeir að yrði ná3 á tímabilinu 15.- ágúst til 25. september, en þá næst það jafnvægi sem doktoramir leita að, jafnvægi á skoðun norðurljósanna á norðurhveli jarðar og á suður- hveli. Japanir eru með vísindamenn víðar en hér við þessar rannsóknir, því þeir hafa stöðvar á Suður- skautslandinu. Er ætlunin að vís- indamenn staddir þar verði í síma- sambandi við stöðvar hér á landi. Þannig er stöðin í Amardalnum í sambandi við stöðina Mizuho Syowa á Suðurskautslandinu, en stöðin í Húsafelli í sambandi við aðra með álíka ókennilegu nafni. Um raunhæft gildi þessara rannsókna sögðust vísindamenn- imir ekki geta sagt annað en það að þær væru hluti af þeirri viðleitni að rannsaka til hlýtar nátturufyrir- bærin í kringum okkur. Hitt væri annað mál að síðar gæti komið í ljós að af rannsóknunum yrði hag- nýtt gildi fyrir allan almenning, en það væri þó engan veginn tilgang- urinn. Annar Japananna fer af landi brott á næstunni, en hinn verður hér til 20. september. Þá mun Jó- hann Marvinsson bóndi í Heimabæ annast um tækin og sendingar á gögnum til Japan. Hárgreiðslustofa Önnu Rósu: „Fólk hér er opið fyrir nýjungum“ { vetur verður míkið um klipp- ingar með permanenti á dagskrá hjá hársnyrtistofum landsins að sögn önnu Rósu Bjarnadóttur, sem opn- aði á dögunum nýja stofu að Hrannargötu 2 á tsafirði. Frjálslegt og ungæðislegt útlit er það sem all- ar konur vilja sem fyrr. Þegar við hittum önnu Rósu að máli núna í vikunni var hún að koma frá Reykjavík af námskeiði L’Oreal, sem stóð 3 daga og var haldið af erlendum meisturum í faginu. Þar voru kynntar litanir, sem eiga greiniíega upp á pall- borðið þessa dagana, permanent og nýjustu klippingamar. Sagði Anna Rósa að námskeiðið hefði verið mjög lærdómsríkt og margt áunnist þessa daga syðra. í þessu fagi væri fólk stöðugt á skólabekk ef svo mætti segja. Nýja hárgreiðslustofan var hönnuð af Hafdísi Helgadóttur, og er stofan bæði falleg og öllu vel fyrir komið. Anna Rósa sagðist hafa einsett sér að kaupa allt til innréttingarinnar hér heima fyrir, og hér fannst reyndar allt sem til þurfti hjá Penslinum og í bygg- ingavörudeild Kaupfélagsins. Tók verkið 3 vikur, enda vel unnið. „Fólk hér vestra er opið fyrir þeim mörgu nýjungum, sem birtast í hártískunni. Sérstaklega finnst mér unglingar hér opnir og skemmtilegir í umgengni”, sagði Anna Rósa. Hún sagði að á stofunni væri leitast við að hafa afslappað og gott andrúmsloft, enda ætti fólki að líða vel í hárgreiðslu„meðferðinni”, og hverfa þaðan aftur sem nýtt á sál og líkama, ánægt með nýtt og betra útlit sitt. Anna Rósa er Seltimingur, og starfaði hjá Hárgreiðslustofunni Kristu í Reykjavík, og síðar hjá Kristínu ísafirði. Hjá henni starfar Linda Jörundsdóttir en hún lýkur senn sveinsprófi í iðninni. Anna Rósa og Linda á nýju stofunni. Þinghóll opnar á morgun Nýr veitingastaður, ÞING- HÓLL, opnar á morgun, föstu- dag, í verslanamiðstöðinni við Skeið. Það er nýtt fyrirtæki, Bæring Jónsson og félagar, sem hefur reksturinn í sama hús- næði og Dokkan var í á sínum tíma. Unnið hefur verið að innrétt- ingum staðarins undanfamar vikur og er þeim nú lokið. Staðurinn tekur um 150 manns í sæti. Á boðstólum verða allar veitingar, góður matur og drykkur. ! FASTEIGNA- j VIÐSKIPTI j ÍSAFJÖRÐUR: I Stórhplt 13, 3ja herb. íbúð á 1. I hæð. íbúðin er laus. I Aðalstræti 15,3ja herb. íbúð á 1. I hæð. Laus 1. okt. j Aðalstræti 20, 3ja og 4ra herb. [ íbúðir á 2. hæð og 2ja herb. íbúð [ á 4 hæð. Afhendist tilbúnar undir ■ tréverk og málningu. ■ Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á ■ l.hæð. | Krókur 1, lítið einbýlishús úr | timbri. Laust fljótlega. I Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á I 1. hæð. [ Sundstræti 25, 3 herb. íbúð á 1. [ hæð. * Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð | á neðri hæð í tvíbýlishúsi. | Urðarvegur 80, 2 herb. íbúð á 1. I hæð, tilbúin undir tréverk og ■ málningu 1. sept. n.k. I Aðalstræti 20. 3ja og 4ra herb. | íbúð á 2. hæð og 3ja herb. íbúð | á 4. hæð. I Hlíðarvegur 35,3 herb. íbúð á 1. I hæð. [ Mjallargata 8, einbýlishús ásamt [ bílskúr, getur verið laus strax. I Pólgata 5, 4 herb. íbúð á 1. hæð I í þríbýlishúsi ásamt íbúðarher- ! bergi í kjallara og bílskúr. I Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð I í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- ■ ara. Laus fljótlega. | Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- | býlishúsásamttvöföldumbílskúr. I Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. I BOLUNGARVÍK: I Skólastígur 12, 3ja herb. ibúð á I 1. hæð. Góð kjör. | Skólastígur 12, 4ra herb. íbúð á | 2. hæð. Getur selst. á góðum | kjörum. | Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- | gert einbýlishús. Laust fljótlega. I Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. I hæð. ■ Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á J tveimur hæðum í parhúsi. ■ Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- ■ hús. | Miðstræti 6, eldra einbýlishús í | góðu standi. Grunnflötur 70 ferm. | Laust fljótlega. I Hóll II, einbýlishús ásamt stórri I lóð. * Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert * einbýlishús. Skiþti möguleg á I eldra húsnæði í Bolungarvík. I SÚÐAVÍK: I Njarðarbraut 8, einbýlishús úr I timbri, kjallari hæð og ris. ■ ARNAR GEIR { HINRIKSS0N,hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 k------ — —-J Sýning á sigl- inga- og fiski- léitartækjum Sýning á fiskleitar og siglinga- tækjum frá Simrad, Skipper og Shipmate verður haldin núna um helgina. Það er Friðrik A. Jónsson og Póllinn sem standa fyrir sýning- unni, sem verður i Sjálfstæðishús- inu, 2. hæð, og hefst kl. 13 en lýkur kl. 17 á laugardaginn. Á sýningunni verður einnig sýnd á myndsegulbandi ný norsk upp- finning, beitningarvél fyrir minni bátana. Meðal þess sem sýnt verður er ES-38 fiskleitartækið frá Simrad og er sérstök áhersla lögð á kynningu þess tækis. Þá verða þama gerfi- tunglamóttakarar og lita-Vídeó- plotterar” frá Shipmate svo eitt- hvað sé upp talið. Sýningin stendur aðeins þennan eina dag.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.