Frjáls Palestína - 01.11.2009, Blaðsíða 2
2 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 3
Eftir
Einar Stein
Valgarðs-
son
öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lok-
aðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá
sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst
herinn inn á þessi innilokuðu svæði,
drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið
gengur oft enn lengra í árásum á palest-
ínsku íbúana í skjóli hersins. Smám sam-
an er byggðum á Vesturbakkanum breytt
í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera
við Gaza-svæðið.
Það er ekki á valdi Palestínumanna
að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu
aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að
knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóða-
lög um. Ísland er ekki undanskilið í þeim
efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öll-
um löndum til að brjóta ísraelsku að skiln-
aðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og
gert var gagnvart Suður-Afríku.
Á meðan við fögnum falli Berlínamúrs-
ins skulum við minnast þess að annar
múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki
sem blasir við íbúum Vesturbakkans og
Jerúsalem.
Rjúfum einangrun Gaza
– samband við Hamas
Félagið Ísland-Palestínu á sér ekki minna
hlutverk en það átti við stofnun þess
fyrir 22 árum og fjölþætt verkefni kalla
á krafta félagsmanna sem fjölgað hefur
nærri sexfalt frá fyrstu árunum. Félagið
ætlar sér að halda áfram að kynna
málstað réttlætis og friðar milli Ísra els og
Palestínu. Haldið verður áfram að senda
sjálfboðaliða til herteknu svæðanna og
styðja hjálparstarf með framlagi úr Neyð-
arsöfnun félagsins. Verkefni dagsins er
að knýja á, að íslensk stjórnvöld leggi
sitt af mörkum til að rjúfa einangrun íbúa
Gaza-svæðisins og taki upp samband
við stjórnvöldin á Gaza sem eru undir
forystu Hamas-samtakanna. Jimmy
Cart er fyrrum Bandaríkjaforseti, Tutu
bisk up í Suður-Afríku og fjöldi annarra
friðar verðlaunahafa Nóbels hafa lagt
áherslu á þetta. Ef minnsta von á að
vera um frið og þótt ekki væri nema að
raunverulegar friðarviðræður hæfust, þá
verða helstu fylkingar Palestínumanna
að leysa sín deilumál. Með því að neita
að viðurkenna annan aðilann og hlíta
valdboði Ísraels og Bandaríkjastjórnar um
Framhald af forsíðu
einangrun Hamas-samtakanna og Gaza-
svæðisins er verið að útiloka möguleika
á friði. Þess utan er verið að forsmá
Þegar ný ritstjórn Frjálsrar Pal estínu tekur við blaðinu er margt sem
kemur í hugann, enda hefur ótal margt
gerst frá því síðasta tölublað kom út. Í
des ember fylgdist umheimurinn agndofa
með skefjalausri grimmd Ísraelshers,
sem lét sprengj um rigna á íbúðarhverfi á
Gaza og manntjóninu sem jókst í sífellu.
Nú liggur fyrir skýrsla um stríðsglæpi
Ísraelshers hjá Sam einuðu þjóð unum.
Öfga-hægri stjórn er tekin við í Ísrael,
íbúar Gaza þreyja enn þorrann í herkví.
Fatah og Hamas tak ast á. Palestínska
þjóðin sætir daglegri niðurlægingu og kúg-
un, landtökubyggðir halda áfram að rísa
á Vesturbakkanum og bygging múrsins
heldur líka áfram óáreitt. Netanyahu
ögrar Obama með landtökubyggðum í
Jerúsalem. Abbas er leiksoppur þeirra
og hefur nú nýlega notað síðasta, og
mögulega eina spilið sem hann hafði á
hendi sér, að hóta að segja af sér.
Þegar maður heyrir fréttir af voða-
verkum sem sumir Pal est ínu menn grípa
til í örvæntingu sinni, þá fyllist maður
forundran, maður skilur ekki að nokkur
geti gert svona, til að mynda að sprengja
sig upp þar sem börn eru nærri.
Eins erfitt og ef til vill ómögu legt það
er að skilja þvílíkt, og án þess að maður
réttlæti verkn aðinn, á þetta sínar ræt ur.
Rætur í þeirri gífurlegu heift sem getur
skapast við slíkt hörmungarástand sem
pal est ínska þjóðin býr við.
Kannski að maður ætti að vera alveg
jafn undrandi á þeim sem þrauka við
þessar hörmungar. Hversdagshetjum,
venjulegu fólki sem heldur áfram að
reyna að lifa lífinu við ómögulegar að-
stæður, fólk sem heldur enn söns um.
Ekki síður ber að virða þá sem geta
veitt friðsama andspyrnu, þá skyldi
sannarlega ekki vanmeta, þótt þeir
komi sjaldnar í fréttum. Má þar nefna
Harmslegnar fjöl skyldur fyrir friði (e.
Bereaved Families For Peace), þar sem
fjölskyldur Palestínumanna og Ísraela
sem misst hafa ástvini í átökunum eiga
samskipti sín á milli og berjast saman
fyrir friði. Hermenn sem neita að gegna
herþjónustu á her numdu svæð unum.
Hermenn sem hafa rofið þagnareið og
sagt hrein skilningslega frá upplifun sinni
í herþjónustu á herteknu svæð unum og
því sem þar fer fram. Anarkistar gegn
múrnum. Rabb íar gegn zíonisma. Gush
Shal om. Peace Now. B’tsel em. Lækn-
ar, sjálboðaliðar, blaða menn eins og
Amira Hass og Gideon Levy. Þá kemur
einnig í hugann sinfoníuhljómsveitin sem
palestínsk-bandaríski fræði maðurinn
Edward Said og hljóm sveitarstjórinn
Daniel Baren boim stofnuðu saman árið
1999. Hún er skipuð ung um aröbum og
gyðingum, og til gangurinn með sveitinni
er ekki síst að efla samskipti og skilning
listarfræðingurinn, leikar inn, leikstjór inn
og höfundurinn Mohammed Awwad
segir frá starfi sínu með stríðshrjáðum
palestínskum börnum. Leikkon an Þóra
Karítas Árnadóttir segir frá aktívistanum
Rachel Corrie. Þóra setti upp einleikinn
Ég heiti Rachel Corrie í Borgarleikhúsinu
fyrr í ár, en hann unnu Alan Rickman og
Katherine Viner upp úr dagbókarfærslum
og tölvu póstum Corrie. Þá vakti einnig
athygli örleikurinn Sjö gyðingabörn eftir
Caryl Churchill sem sýndur var um sama
leyti.
Rachel Corrie hefði orðið þrí tug í ár,
hefði ísraelsk jarðýta ekki ekið á hana.
Corrie vildi aftra niðurrifi palestínsks
íbúðar húss.
Ég tel að áhrifamáttur listar innar sé
mikill. Hún kemur kannski ekki á friði ein
og sér, en listin getur verið andóf og hún
er leið til útrásar. Hún er tjáningar- og
sköpunartæki, hún getur örv að skilning
og tilfinningar og vakið til umhugsunar,
hún getur endurspeglað raunveruleikann,
gagnrýnt hann og bent á aðrar leiðir. Hún
er auk þess leið til að halda sönsum.
Allt þetta og meira er listin, og tel
ég því sýnt að hún hafi sjaldan verið
mikilvægari en nú.
Fyrst ég minnist á list, vil ég einnig
vekja athygli á því að okkar ágæti félagi
Sigrid Valtingojer er búin að opna sýningu
í Berlín, tileinkaða Palestínu. Hún var
einnig til sýnis í Reykjavík í janúar 2008 í
Gallerí Start Art, og vakti þá mikla athygli.
Þá nefndist hún Ferð án endurkomu
en þýskur titill hennar er Reise ohne
Widerkehr – Palästina – Tage buch
2003. Sýningin í Berlín fer fram í Maison
Blanche, Berlin-Kreuzberg, Kortestrasse
15 og stendur til loka desember.
Ísrael, Bandaríkin og samherjar þeirra
verða að skilja að því meira sem þjarmað
er að palestínskri alþýðu, þeim mun
ólíklegra er að hún grípi til friðsamrar and-
spyrnu, hvað þá listar, sem útrásar. Þeim
mun líklegra er að hún firrist og fremji
voðaverk og þeim mun meiri hljómgrunn
hafa herská öfl. Og það einskorðast ekki
við Palestínu eina.
Palestínumenn, Ísraelar og um heim-
urinn eiga betra skilið.
Niður með hernámið. Niður með
herkvína. Niður með múr ana, andlega
og veraldlega.
Megi friður og réttlæti ná að ríkja.
Shalom, Salaam.
þeirra á milli. Eftir að Said lést árið 2003,
hefur Barenboim hald ið starfi þeirra
áfram.
Hér eru aðeins fáeinir nefndir, en allt
þetta fólk sýnir ótrúlega þrautseigju og
hugrekki. Þrátt fyrir friðsamleg og göfug
störf sín og andspyrnu sætir það oft
árásum, fyrirlitningu og of sóknum.
Hinn aldni friðaraktívisti Uri Avnery í
Gush Shalom komst vel að orði þegar
hann sagði baráttu samtakanna vera
„lítinn þátt í bar áttu sem fer fram um
allan heim, fyrir réttlæti og jafnrétti milli
fólks og þjóða, til að varð veita plánetuna
okkar. Það má draga þetta allt saman
í einu orði, sem þýðir bæði á hebresku
og á arabísku ekki einungis friður heldur
líka heilindi, öryggi og velferð: Shalom,
Salaam“.
Í þeirri baráttu hefur Félagið Ísland-
Palestína kappkostað að leggja sitt á
vogarskálarnar og mun halda því áfram.
Þegar ástandið er svart, gleðst maður
þeim mun meira yfir ánægjulegum
fréttum. Sjálfur var ég til að mynda djúpt
snortinn af fréttinni úr sjálfboðaliðaferðinni
á Gaza, þegar maður sem misst hafði
fætur sína af völd um Ísraelshers gekk
heim á gervi fótum frá Össuri. Eins
vakti það athygli á 20 ára afmæli falls
Berlínarmúrsins, að íbúar pal estínska
þorpsins Nilin sýndu fádæma dirfsku
og felldu hluta landtökumúrsins. Þetta
var í senn hugdjörf, falleg og táknræn
aðgerð.
Lesendur munu taka eftir því að sjónum
er nokkuð beint að listinni í þessu blaði.
Smásaga birtist hér eftir rithöfundinn
Ghassan Kan afani, auk þess sem leik-
niðurstöður lýðræðislegra kosninga og
þar með sjálfsákvörðunarrétt palestínsku
þjóðarinnar.
Rjúfum einangrun Gaza
– niður með múrinn!
Kveðja frá ritstjóra