Frjáls Palestína - 01.11.2009, Blaðsíða 5
4 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 5
Því verður ekki neitað: í deilunni á milli Baracks Obama og Binyamin
Netanyahu tapaði Obama fyrstu lotunni.
Obama hafði sett það skilyrði fyr ir
ráðstefnu aðilanna þriggja – Ísraels,
Banda ríkjanna og palestínsku heima stjórn-
arinnar – að allar landtökuframkvæmdir
yrðu stöðvaðar, þ. á m. í Austur-Jerú-
salem. Ráðstefnan ætti svo að greiða
fyrir hröðum friðarviðræðum með frið milli
ríkjanna tveggja – Ísraels og Palestínu
– að markmiði.
Eins og forni málshátturinn segir:
„Ferð hinna þúsund mílna byrjar með
einu skrefi“. Netanyahu brá fætinum
fyrir Obama í fyrsta skrefi hans. Forseti
Bandaríkjanna hrasaði.
Fundur aðilanna þriggja fór vissulega
fram, en í stað mikils þrekvirkis hinnar
nýju stjórnar Bandaríkjanna þá sáum
við niðurlægjandi dæmi um veikleika.
Eftir að Obama neyddist til að gefa eftir
kröfuna um að landtökuframkvæmdir
yrðu stöðvaðar hafði fundurinn enga
þýðingu lengur.
Mahmoud Abbas mætti vissulega á
fundinn. Hann var neyddur þangað gegn
vilja sínum. Aumingja maðurinn gat ekki
neitað boði Obama, eina stuðningsmanns
síns. En hann mun greiða þetta flug dýru
verði: Palestínumenn og í raun allur
arabíski heimurinn hafa séð breiskleika
hans og Obama, sem byrjaði kjörtímabilið
með háværi ræðu frá Kaíró til múslima,
er nú sem brotinn reyr.
Ísraelskar friðarhreyfingar hafa orð-
ið fyrir enn einu áfallinu. Þær höfðu
bundið vonir sínar við staðfestu Banda-
ríkjaforseta. Sigur Obama og stöðvun
landnámsframkvæmda átti að sýna
hin um venjulega manni í Ísrael að neit-
unarstefna Netanyahu myndi einungis
leiða til hörmunga.
En Netanyahu hefur sigrað, og sigur
hans er stór. Ekki er nóg með að hann
haldi velli, heldur hefur hann nú líka sýnt
að hann sé enginn „aumingi“ (eins og
hann sjálfur orðar það ítrekað). Hann
hefur jafnframt sannað fyrir sínu liði og
almenningi í Ísrael að það sé ekkert
að óttast: Obama sé bara pappírsljón.
Landtökubyggðirnar geta haldið áfram
óráreittar. Viðræðum má halda áfram
allt þar til frelsarinn kemur, ef nokkrar
hefjast þá yfirleitt. Þær munu ekki leiða
til neins.
Fyrir Netanyahu þá er friðarógnin farin.
A.m.k um sinn.
Það er erfitt að skilja hvernig Obama
hefur leyft sjálfum sér að komast í þessa
vandræðalegu stöðu.
Machiavelli kenndi að maður ætti
ekki aðað ráðast á ljón nema maður sé
reiðubúinn að drepa það, og Netanyahu
nær ekki einu sinni að vera ljón. Hann er
bara refur.
Af hverju krafðist Obama að land-
tökuframkvæmdir yrðu stöðvaðar – sem
er í sjálfu sér réttlát krafa – ef hann gat
ekki staðið vaktina? Þe.a.s. fyrst hann
var óhæfur til að fylgja kröfunni gagnvart
Netanyahu eftir?
Áður en stjórnvitringur ræðst í þess
konar herferð, þá verður hann að vega
og meta. Hann þarf að spyrja sjálfan sig:
hvað hann þurfi að kljást við, hvaða vald
hann hafi og hversu ákveðin mótstaðan
sé. Hvað hann geti gert til að fá sínu
fram og hversu langt hann sé tilbúinn að
ganga í valdbeitingu.
Obama er með fullt af góðum
ráðgjöfum á bak við sig, með Rahm
Emanuel fremstan í flokki, en þar sem
hann er af ísraelskum ættum (og ber
auk þess nafnið Israel), var hann talinn
hafa sérstaka innsýn í málið. Þá er
George Mitchell er harður og vel reyndur
erindreki og ekki var við öðru að búast
en að hann drægi öfgalausar ályktanir.
Hvernig gat þeim öllum mistekist?
Það hefði verið rökrétt fyrir Obama
að ákveða hvernig hann gæti best beitt
þrýstingi áður en hann hellti sér í slaginn.
Þrýstitækin eru fjöldamörg – frá því að
hóta því að Bandaríkin myndu hætta að
vernda Ísrael með neitunarvaldi sínu í
öryggisráðinu til þess að tefja næstu
sendingu af vopnum. Sem dæmi þá
hótaði James Baker því árið 1992 að
ábyrgjast ekki lengur lán Ísraela erlendis,
en hann var þá utanríkisráðherra Bush.
Það nægði til að draga jafnvel Yitzhak
Shamir til ráðstefnunnar í Madrid.
Það virðist því sem Obama hafi
annaðhvort ekki viljað eða ekki getað
sett slíkan þrýsting á Netanyahu, jafnvel
leynilega. Þessa vikuna leyfði hann
bandaríska sjóhernum að hafa stóra
heræfingu með flugher Ísraela.
Sumir vonuðust til þess að Obama
myndi nota Goldstone-skýrsluna gegn
Netanyahu. Þó ekki hefði verið nema
ýjað að því að Bandaríkin myndu ekki
nota neitunarvald sitt í öryggisráðinu, þá
hefði það valdið ótta í Jerúsalem. Þess
í stað gaf Washington út yfirlýsingu um
skýrsluna sem var alveg í samræmi við
áróður Ísraela.
Sannarlega má segja að erfitt sé fyrir
Bandaríkjamenn að fordæma stríðsglæpi
sem eru mjög svipaðir þeim sem þeirra
eigin hermenn framkvæma. Ef ráðamenn
ísraelska hersins yrðu færðir fyrir rétt í
Haag, þá gætu bandarískir hermenn allt
eins verið næstir. Enn sem komið er þá
hafa aðeins þeir sem hafa tapað stríðum
verið kærðir. Hvernig mun veröldin verða
ef sigurvegararnir eiga líka möguleika á
kæru?
Hin óumflýjanlega niðurstaða í málinu
hlýtur því að sú vera að ósigur Obama
hafi verið vegna þess að aðstæður
hafi ekki verið metnar sem skyldi.
Ráðgjafar Obama, sem eru álitnir sjóaðir
stjórnmálamenn mátu hagsmunaaðilana
rangt.
Það hefur nú þegar gerst í hinni
afdrifaríku deilu um bandaríska heil-
brigð is kerfið. Andstaðan þar er mun
sterkari en stuðningsmenn Obama
bjugg ust við. Til að koma sér úr þeirri
klípu þarfnast Obama stuðnings allra
öldungaráðsmanna og þingmanna sem
hann nær í. Þessi staða styrkir sjálfkrafa
þá þrýstihópa sem styðja Ísrael og hafa
nú þegar mikil áhrif á þingi.
Það síðasta sem Obama þarf núna er
að AIPAC og félagar lýsi stríði á hendur
honum. Netanyahu, sem er sérfræðingur
í innanríkismálum Bandaríkjanna, skynj-
aði veikleika Obama og nýtti sér hann.
Obama gat einungis gníst tönnum og
pakkað saman.
Þessi ósigur er sérlega sár á þessum
ákveðna tímapunkti. Það viðhorf hefur
aukist gagnvart forsetanum, að hann sé
vissulega innblásinn ræðumaður með
upplífgandi boðskap, en veikur stjórn-
málamaður, sem geti ekki hrint sýn sinni
í framkvæmd. Sé þetta raunin mun það
varpa skugga á allt kjörtímabilið hans.
En er stefna Netanyahu skynsamleg
frá sjónarhóli Ísraels?
Þetta gæti vel reynst Pyrrosarsigur.
Obama mun ekki hverfa a sjónarsviðinu
í bráð. Hann á þrjú og hálft ár eftir af
kjörtímabili sínu og hugsanlega fjögur
ár í viðbót, nái hann endurkjöri. Það er
nægur tími til að hyggja á hefndir þegar
maður hefur verið særður og auðmýktur
á viðkvæmri stundu, við upphaf kjör-
tímabilsins síns.
Það er auðvitað ómögulegt að segja
hvað er að gerjast djúpt með Obama.
Hann heldur spilunum sínum fyrir sig.
Honum hefur eflaust lærst á mörgum
árum sem bandarískur blökkumaður að
halda hugsunum sínum leyndum.
Obama gæti dregið þá ályktun, rétt eins
og allir forverar hans í fosetaembætti,
allt frá Dwight Eisenhower (að Bush
eldri undanskildum, á meðan Baker sá
um skítverkin fyrir hann) að það sé ekki
sniðugt að kássast upp á Ísrael. Það geti
valdið hvaða forseta sem er ómældum
skaða.
En hann gæti allt eins komist á
öndverða skoðun – að rétt sé að bíða
eftir rétta tækifærinu, þegar fylgið við
hann er sem mest og endurgjalda þá
Netanyahu margfalt. Ef það gerist þá
gæti verið fullsnemmt fyrir Netanyahu að
hrósa núna sigri.
Ef ég væri spurður álits (engar áhyggj-
ur, það gerist ekki) þá myndi ég segja
þetta við hann:
Það væri sögulegur viðsnúningur ef
tækist að koma á friði milli Ísraela og
Palestínumanna og það myndi snúa
við 120 ára hefð. Þetta er ekki einföld
aðgerð, og hana ætti ekki að nálgast
með léttúð. Það á ekki að láta erindrekum
og einkariturum málið eftir. Það krefst
staðfasts leiðtoga með einbeittan huga
og styrka hönd. Sá sem er ekki reiðubúinn
til þessa ætti ekki einu sinni að reyna.
Vilji forseti Bandaríkjanna taka sér
þvílíkt hlutverk á hendur, þá verður hann
að móta skýra og nákvæma friðaráætlun
með ströngum tímamörkum og vera
tilbúinn að kosta öllu til að ná því fram.
Hann þarf að vera tilbúinn til þess að
horfast við í augu við hina öflugu þrýsti-
hópa sem styðja Ísraelsríki og bjóða
þeim byrgin.
Þetta mun ekki verða að veruleika
nema að viðhorf almennings í Ísra el,
Palestínu, arabaheiminum og Banda-
ríkjunum verði komið á sveif með for-
setanum, og það þarf að undirbúa það
vel. Til þess að þetta takist þarf sterka
ísraelska friðarhreyfingu, öflugan stuðn-
ing almennings í Bandaríkjunum, og þá
sérstaklegra bandarískra gyðinga, öfluga
forustu Palestínumanna og samstöðu
meðal araba.
Á rétta augnablikinu verður Bandaríkja-
forseti að koma til Jerúsalem og ávarpa
almenning í Ísrael úr ræðustóli ísraelska
þingsins, eins og Anwar Sadat og Jimmy
Carter, þáverandi forseti Bandaríkjanna
gerðu. Hann verður líka að flytja ávarp
á þingi Palestínumanna, eins og Bill
Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti gerði.
Ég veit ekki hvort Obama sé rétti
maðurinn. Sumir í friðarhreyfingunni hafa
nú þegar gefist upp á honum, sem hlýtur
að þýða að þeir séu farnir að örvænt
um frið. Ég er ekki tilbúinn til þess. Ein
orrusta ræður sjaldan úrslitum í stríði, og
ein mistök segja ekki fyrir um framtíðina.
Töpuð orrusta getur hert þann sem tapar
og mistök geta kennt dýrmæta lexíu.
Í einni af ritgerðum sínum sagði Karl
Marx að sagan endurtæki sig. Í fyrra
skiptið sé hún harmsaga, en í seinna
skiptið skrípaleikur.
Fundur aðilanna þriggja árið 2000 í
Camp David var mikil harmsaga. Miklar
vonir voru bundnar við hann og árangur
virtist í sjónmáli en undir lokin hrundi
alltog málsaðilarnir kenndu hver öðrum
um.
Ráðstefnan á Waldorf-Astoria árið
2009 var skrípaleikurinn.
Höfundur er ísraelskur friðaraktívisti
og rithöfundur. Hann er jafnframt fyrrum
hermaður og stjórnmálamaður og blaða-
maður. Hann hefur helgað langt líf sitt
friðarbaráttunni og er meðal stofnenda
friðarsamtakanna Gush Shalom.
Þýðing: Einar Steinn Valgarðsson
Eftir
Uri
Avnery
maður varð vitni að á hverjum einasta
degi; tilgangsleysi öryggiseftirlitsins,
öm ur legum réttlætingum á ólöglegu
hernámi og vonleysi yfir skeytingarleysi
umheimsins í garð þeirra sem brotið er
á. En á sama tíma hef ég aldrei kynnst
eins mikilli gleði, auðmýkt, heiðarleika,
um hyggju og gestrisni í fari fólks, bæði
palestínsku og alþjóðlegu.
Öllum sem álíta sig mannúðlega ber
að opna augun fyrir því óréttlæti sem
einkennir líf meirihluta íbúa heimsins og
velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi
að vera veikur, fátækur og vanmáttugur
á tímum hnattvæðingar og framfara í
vísindum. Sem íbúar í siðmenntuðu og
mannssæmandi samfélagi sem byggt er
á grundvallar siðferðislegum gildum er
það skylda okkar að hlusta, axla ábyrgð
og bregðast við óréttlæti og ójöfnuði.
Frjáls Palestína!
Höfundur er hjúkrunar- og mannfræði-
nemi og stjórnarmeðlimur FÍP
Framhald af bls. 7
Í tilfinninga-
legum
rússíbana
Skrípaleikurinn
og harmssagan