Frjáls Palestína - 01.11.2009, Page 6

Frjáls Palestína - 01.11.2009, Page 6
6 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 7 Eftir Hjálmtý Heiðdal Obama, forseti Bandaríkjanna, hef-ur tekið eindreigna afstöðu með Ísraelsstjórn í baráttu hennar til að fyr- ir byggja uppbyggingu ríkis þar sem Palestínumenn geta átt heima í friði og farsæld. Obama lýsti afstöðu sinni til morðæðis Ísraelshers á Gaza þannig: „ef eldflaugar lentu á þeim stað þar sem dætur mínar tvær sofa þá myndi ég leggja allt í sölurnar til að stöðva þá atburðarás“ Obama kýs vísvitandi að ræða ekki orsakir þess að flugskeyti gætu lent á svefnherbergi dætranna. Þetta er sama röksemdafærslan og lög fræðingurinn Dershowitz notaði í Mbl. viðtali 4.4. ´08: „Hvað myndu Reyk víkingar gera ef Grænlendingar byrjuðu að skjóta eldflaugum og fela sig bak við almenna borgara. Þið mynduð ekki líða slíkt.“ Báðir setja upp einfeldningslega mynd af atburðunum til þess að geta réttlætt morðæði Ísra- elshers. Stjórnir Bandaríkjanna og Ísra els kalla andstöðuhópa í Palestínu hryðjuverkamenn og þar með er málið útrætt. Þá er komið skotleyfi á þá og allt sem er í nágrenninu. Þar með talin 410 börn, mörg þeirra í svefni líkt og dætur Obama í hinni ímynduðu árás hans. Ef það á reyna að ræða ýktan málabúnað Dershowitz þá verður fyrst að athuga hvers vegna Grænlendingar tækju upp á því að skjóta eldflaugum á okkur í Reykjavík. Ekki eru Grænlendingar haldn ir illum öndum og hefja árásir skýr- ingalaust. Ef það kæmi hinsvegar í ljós að Reykvíkingar hefðu í 60 ár kúgað Grænlendinga, svipt þá mannréttindum, stolið landi þeirra og myrt þúsundir – þá væri komin skýring á þessu hátterni þeirra. Obama gæti hins vegar tekið upp á því að segja að Reykvíkingar hefðu allan rétt til þess að gera loftárásir á innikróaða Grænlendinga og myrða þá að vild. Slík er vitleysan. Allt með ráðum gert Forystumenn Ísraela hafa það í hendi sér að semja frið. Þeir stjórna atburðarásinni. Til þess að skilja ástandið þá verða menn að gera sér grein fyrir þeirri ógnvænlegu staðreynd að þetta er allt með ráðum gert. Og hefur aðeins einn tilgang. Allt sem er ákveðið af stjórnum Ísrael miðar að því að hreinsa svæðið af óæskilegu fólki, með öðrum orðum: Þjóðernishreinsanir. Allt friðarhjalið miðar að þessu sama takmarki. Að halda eitthvað annað er blekking. Ísraelsstjórnir vinna að því að gera lífið að slíku helvíti fyrir Palestínumenn að þeir hrökklist burt. Svo þegar þær fá andsvör við ofbeldinu eru þau notuð til að réttlæta enn harðari aðgerðir. Enn frekara helvíti. Þetta er liður í djöfulleguri áætlun um útrýmingu heillar þjóðar. Þessi áætlun blasir við og birtist með margvíslegum hætti. – 450.000 Ísraelar hafa verið sendir til ólöglegrar búsetu á hernumdum Vest- urbakkanum. – Þar hafa verið byggðir upp vegir sem eru eingöngu fyrir landræningjana, vegakerfi sem sker byggðir Pal est- ínu manna sundur og gerir þeim lífið óbærilegt. – Ferðafrelsi Palestínumanna er grimmi lega takmarkað með ólöglegum varðstöðvum. – Ísraelsstjórn lætur reisa múr sem hindrar bændur í bústörfum, sker í sundur þorp og bæi og drepur niður allt eðlilegt líf. – 400 börn og 900 fullorðnir voru drepin fyrir opnum tjöldum. Tals menn stjórnarinnar og hersins segja svo að enginn geti sagt þeim fyrir verk um. Heimurinn skal vita að engir al þjóða- sáttmálar geta verndað Palestínumenn. Þetta er ótrúleg upptalning en ekki nýuppgötvað leyndarmál. Hér er bara dreginn saman listi yfir aðgerð ríkisstjórnar sem á sæti í SÞ! Og er þó ríkið talið til lýðræðisríkja – og nýt ur sérstakrar velvildar vestrænna ríkis- stjórna! Seint yrðu aðrar ríkisstjórnir sem framfylgja ofangreindri stefnu teknar alvarlega í friðarviðræðum. Gazaglæpurinn Þjóðir sem hafa aðgang að góðum frétta- veitum fylgdust agndofa með framferði ísraelska hersins á Gazaströndinni. Á ein um og sama deginum varpaði her inn sprengjum á þrjá spítala, tvær birgðastöðvar fyrir lyf og mat og tvo skóla. Herinn sprengdi upp 20 skrifstofur SÞ! Daginn sem þeir sneru landhernum heimleiðis notuðu Ísraelar jarðýtur til að jafna hús margra fjölskyldna við jörðu. Þessi aðgerð hafði engan hernaðarlegan tilgang. Hún var eingöngu til þess að sýna Palestínumönnum hver ræður og á hvers skilmálum þeir búa í sínu forna landi. Það getur verið erfitt fyrir Íslendinga að skilja þennan glæpsamlega ofsa sem birtist í þessum árásum, engu er eirt. Börn drepin í hundraðatali, 5.500 særðir, margir örkumla eftir nýjar tegundir bandarískra vopna sem árásarherinn beitir ásamt fosfórsprengjum sem kvelja fórnarlömbin með hryllilegum hætti. Hvaða fólk er þetta sem ræðst gegn vopnlausri þjóð, innilokaðri mánuðum saman í örbirgð og skorti? Þjóðin hefur verið svipt öllum mannréttindum, eini rétturinn sem hernámsliðið skammtar fólkinu er að svelta og deyja. Lokaorð þessarar greinar fæ ég að láni úr grein sem Auðólfur Gunnarsson læknir birti í Mbl. fyrir skömmu: Íslendingar eru lítil þjóð sem byggir tilvist sína á lýðræði og mannréttindum. Henni ber því að láta rödd sína heyrast, hvar og hvenær sem það getur orð ið að liði til að stöðva blóðbað og mann- réttindabrot eins og þau, sem nú eiga sér stað á Gaza. Annars erum við öll samsek. Var það ekki okkar maður Jón Sigurðsson sem sagði: „Gjör rétt, þol ei órétt“? Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Lengst af sá ég ekki ástæðu til þess að velta sérstaklega fyrir mér grundvallarmannréttindum enda tilheyri ég fámennum forréttindahópi sem hefur aldrei liðið skort á nauðsynjum né upplifað brot á frelsi mínu og mannhelgi. Ég hef gert það sem ég vil, þegar ég vil, þar sem ég vil. Það tekur því aldeilis á óreyndri réttlætiskenndinni að ferðast til hertekinnar þjóðar eins og Palestínu, þar sem daglegt líf einkennist af kúgun, ferðatakmörkunum, valdaníðslu, mann- réttindabrotum og niðurlægingu af hendi hernámsþjóðarinnar á meðan að heimurinn horfir aðgerðarlaus á. Allar borgir og bæir á Vesturbakkanum (sem mynda á framtíðarríki Palestínu- manna) eru umkringd ólöglegum land- tökubyggðum Ísraela og eru byggðirnar forsenda fleiri en 600 eftirlitsstöðva, vegatálma, veghliða og annara hindrana sem gera 2 milljónum Palestínumanna ómögulegt að komast óhindrað á milli staða, á meðan að landtökufólkið ferðast algerlega óáreitt um Vesturbakkann. Landtökubyggðirnar eru tengdar hver annari með splunkunýjum hraðbrautum sem skera þvert á landsvæði Palestínumanna og eru eingöngu ætlaðar landtökufólki. Við hvert þorp sem er ein- angrað vegna landtökubyggðanna og hraðbrautanna er varðstöð sem eingöngu Palestínumenn þurfa að fara í gegn um. Það heyrir til algerra undantekningar að komast frá einum palestínskum bæ til annars án þess að vera stoppaður og yfirheyrður á ísraelskri varðstöð. Og nú er ég aðeins að tala um Vesturbakkann, Gaza ströndin er alveg sér kapítuli. Ég hef starfað sem sjálfboðaliði í Palestínu 2005, 2008 og 2009. Þar hef ég starfað í borg á norðurhluta Vesturbakkans sem heitir Nablus, en í henni búa um 150 þúsund manns en borgin sér öðrum 150 þúsundum í nærliggjandi þorpum fyrir nauðsynlegri samfélagsþjónustu. Eins og aðrar borgir er Nablus umkringd 14 ólöglegum landtökubyggðum sem gerir það að verkum að borgin er lokuð til allra átta með 7 varðstöðvum. Þetta þýðir að Nablusbúar geta ekki yfirgefið borgina sína án þess að fá leyfi frá ísraelskum yfirvöldum og íbúar nærliggjandi þorpa hafa ekki aðgang að nauðsynlegri þjónustu í borginni, hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu. Síðustu tvö sumur starfaði ég með litlum grasrótarsamtökum sem kallast Project Hope. Hjá þeim starfa bæði innlendir og erlendir sjálfboðaliðar. Samtökin miða að því að veita fólki sem lifir við alvarlegt og óréttlátt hernám mannúðleg tækifæri til að auka þekkingu sína og færni í tungumálum og listum. Aukin tungumálakunnátta er Palestínumönnum dýrmæt, eins og öll önnur menntun, þar sem hún opnar fleiri möguleika á að vekja athygli á ástandinu í landinu. Þó svo að samtökin einbeiti sér sérstaklega að tungumála- og listakennslu varð svo úr að ég fékk, ásamt öðrum, tækifæri til þess að þróa og kenna heilsueflingar- og skyndihjálparnámskeið fyrir hin ýmsu kvenfélög umhverfis Nablus. Við sem stóðum að skyndihjálparkennslunni 2008 ákváðum að skrifa skyndihjálparbók, sem fyrir tilstuðlan Félagsins Ísland-Palestína var gefin út í 500 eintökum og dreift til þeirra sem hlutu kennslu. Þar sem skyndihjálpin var ein ung- is kennd í þorpunum og flótta manna- búðunum fyrir utan Nablus fylgdu því alltaf smá ferðalög þar sem við þurftum að fara í gegnum varðstöðvar, þrátt fyrir að þorpið væri í aðeins 10 km fjar- lægð frá miðborg Nablus. Þó svo að ég færi í hverri viku í gegnum sömu varðstöðina, með sama túlkinum og með sömu endurlífgunarbrúðuna kostaði það alltaf óþarfa vesen, niðurlægingu og seinkanir. En svo hef ég einnig haft umsjón með enskutímum, en þá sóttu aðallega fólk á aldri við mig og flestir háskólanemar. Það var alveg ljóst frá upphafi að ég væri ekki að fara kenna ensku, enda ekki með reynslu né réttindi á því sviði, þannig að ég ákvað strax að hafa tímana í formi umræðna. Fyrir hvern tíma var ég búin að finna til nokkur umræðuefni og svo völdum við í sameiningu það sem okkur þótti áhugaverðast og ræddum og skiptumst á skoðunum. Þau voru líka dugleg við að finna upp á umræðuefnum sjálf og oftar en ekki þróuðust um ræð- urnar í allt aðra átt en til stóð í upphafi tímanna. Sum umræðuefni voru heitari en önnur og stundum spunnust út líflegar rökræður um umdeild málefni, og ég átti oft í stökustu vandræðum við að stýra umræðunum og halda þeim á ensku. Helgarfríin nýttust svo í ferðalög, bæði innan Vestubakkans og utan hans. Það sem var kannski erfiðast við það að ferðast frá Nablus var það að ég gat farið. Ég er frjáls, en þeir Palestínumenn sem ég vann með og kenndi gátu ekkert farið. Ég sagði bekknum mínum að ég væri að fara til Haifa (ísraelsk borg þar sem margir íbúar Nablus eiga rætur að rekja) vitandi það að þau mega aldrei fara til Haifa og mega mörg hver ekki einu sinni yfirgefa Nablus. Borgir eins og Jerúsalem, Jericho og Bethlehem eru staðir sem maður hefur þekkt frá blautu barnsbeini og Dauða hafið er einstakt í veröldinni. Sömuleiðis fór ég ásamt öðrum sjálf- boðaliðum í heimsóknir til ýmissa sam- taka sem starfa í Ísrael, en áhugaverðast var að heimsækja samtök fyrrverandi hermanna sem vilja rjúfa þögnina um grimmd hernámsins og vekja athygli á neikvæðum áhrifum hermennskunnar á líf og heilsu þeirra sem gegna her- skyldu (en meirihluti Ísraelsmanna gegn ir herskyldu). Hver einasti dagur í Palestínu var áskorun, hver einasta kennslustund færði mér eitthvað nýtt. Það var svo margt sem ég hafði aldrei nokkurn tíma geta ímyndað mér sjálfa mig gera, hvort sem það var að standa fyrir framan hóp af fólki, halda athygli þess og halda uppi umræðum án þess að falla í yfirlið eða standa í hárinu á vopnuðum landamæravörðum með mik- ilmennskubrjálæði. Dvöl mín í Palestínu hefur verið til- finningarlegur rússíbani, ég upplifði bæði djúpa depurð og reiði yfir óréttlætinu sem Eftir Önnu Tómas- dóttur Framhald á bls. 5 Í tilfinninga- legum rússibana Ein djöfulleg áætlun Heimasíða félagsins er http://www.palestina.is

x

Frjáls Palestína

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.