Frjáls Palestína - 01.11.2009, Qupperneq 14

Frjáls Palestína - 01.11.2009, Qupperneq 14
14 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 15 Eftir Ali Abunimah Ef Ehud Olmert, fyrrum for sæt-isráðherra Ísraels, hefði einungis verið erindreki eða menntamaður sem hefði haldið fram umdeildri skoðun, þá hefði það vissulega verið tilraun til að hefta rökræður að trufla hann í ræðu sinni í Mandel-salnum í Chicago-Háskólanum þann 19. október (sjá grein eftir Noah Moskowitz, Meredyth Richards og Lee Solomon, „The Importance of Open Dialogue“, í tímaritinu The Chicago Maroon, þann 19. október 2009). Ég kynntist reyndar sjálfur þannig tilraunum þegar framíkallarar trufluðu mig í sífellu í Mandel-salnum í janúar, þegar ég kom fram ásamt John Mearsheimer og Norman Finkelstein. En ekki er hægt að líta það sömu augum og að standa í móti stjórnmálaleiðtoga sem er grunaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Skýrsla rannsóknarnefndar Samein- uðu þjóðanna, sem dómarinn Richard Goldstone fór fyrir og fjallaði um átökin á Gaza síðastliðinn vetur, úrskurðaði að Ísrael hafi meðvitað og af algjöru skefjaleysi valdið gífurlegri eyðileggingu á borgaralegum eignum og innviðum, og vísvitandi valdið borgurunum þjáningum. Hún ályktaði að „atvikin og munstrið sem atburðirnir fóru eftir hafi verið orsök vísvitandi áætlana og ákvarðanna“ og geti talist til „stríðsglæpa“ og „glæpa gegn mannkyni“. Ef það reynist rétt, þá er Ehud Olmert sá einstaklingur sem ber mesta ábyrgð, en sem for- sætisráðherra og æðsti borgaralegi yfir- maður Ísraelshers kom hann að nánast öllum þáttum skipulagningarinnar og framkvæmdarinnar. Drápin á meira en 3000 Palestínu- mönnum og Líbönum meðan á þriggja ára valdatíma Olmerts stóð eru ekki bara skoðanaskipti sem hægt er að gagnrýna með kurteisislegri spurningu sem er skrifuð á minnisblað sem sá aðspurði fær að sjá fyrir fram. Þau eru glæpir sem Olmert þarf að svara fyrir gagnvart alþjóðalögum og almenningi. Ólíkt Hamas (sem Goldstone ásakar einnig um stríðsglæpi) neitaði Ísrael alf arið að starfa með Goldstone- nefndinni. Í stað þess að sæta ábyrgð er Olmert það ósvífinn að hann ferðast nú um Bandaríkin til að réttlæta þessa hroðalegu glæpi, fær væna þóknun fyrir erindin og er hylltur sem „hugrakkur“ stjórnvitringur. Í tölvupósti sínum til háskóla sam fé- lagsins í Chicago-Háskólanum, for dæmdu rektor háskólans Robert Zimmer og aðstoðarrektorinn Thom as Rosenbaum „truflanirnar“ á ræðu Olmerts. „Sérhver höft á rökræðum“, skrifuðu þeir, „eru andstæð grundvallargildum Háskólans í Chicago og langvarandi stefnu okkar sem framvarðar menntafrelsis“. Eftir sprengjuárásirnar héldu Olm- ert og Ísrael áfram að ráðast gegn menntafrelsinu, þar sem þau leyfðu ekki menntagögnum að berast til Gaza. Stílabækur, minnsbækur, ritfæri og tölvur eru öll á bannlista. Í september bað Chris Gunness, talsmaður flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, Ísrael opinberlega að aflétta banni þess um að nemendurnir á Gaza, sem voru í áfalli, fengu bækur og önnur gögn. Ísrael rústaði byggingum Íslamska háskólans og annara háskóla. Sam- kvæmt Goldstone-skýrslunni voru þetta „borgaralegar menntastofanir og nefnd in fann engar heimildir um notkun þeirra sem hernaðarbækistöðvar eða nokkrar sannanir fyrir að þær hefðu hernaðarmikilvægi sem hefði gert þær að lögmætu skotmarki í augum Ísraelshers“. Háskólanemar á Gaza – þar af eru 60% konur – leggja stund á allt það nám sem nemendur við Chicago-háskóla gera. Hvatir þeirra, metnaður og hæfileikar eru alveg jafn mikil, en þeir eru að kafna undan ótrúlegu ofbeldi, áföllum og herkví Ísraels, en hún er stríðsglæpur í sjálfu sér. Olmert er maðurinn sem fyrirskipaði þessar aðgerðir og það verður að sækja hann til saka fyrir það. Glæpir gegn mannkyni eru skilgreindir sem „glæpir sem hrista samviskuna“. Þegar stofnanir sem bera þá siðferðislegu og lagalegu ábyrgð að refsa fyrir stríðs- glæpi og fyribyggja þá kjósa þess í stað að þegja algerlega um þá – eða, og það sem verra er, veita grunuðum stríðsglæpamanni skálkaskjól og kynna nemendum hann sem fyrirmynd í „stjórn- sýslu“, þá er það siðferðisleg skilda að óhlýðnast því boði, ef það er það sem til þarf, Í stað þess að fordæma þá, þá ætti háskólinn að vera stoltur að því að nemendur hans voru meðal þeirra sem þorfðu að andæfa. Í fyrsta sinn í skráðri sögu þurfti forsætisráðherra Ísraels að sitja undir því opinberlega að nöfn fórnarlamba hans væru nefnd. Þetta var táknrænt skarð í múr refsileysunnar og vísir að því að því almenna réttlæti sem fórnarlömb Olmerts eiga rétt að sæta þegar réttað verður yfir Olmert. Ali Abunimah er meðstofnandi vefritsins The Electronic Intifada og höfundur bókarinnar One Country: A Bold Proposal to End the Israeli-Palestinan Impasse. Þessi grein birtist upphaflega í Chicago Maroon, tímariti Háskólans í Chicago. Þegar innrás Ísraelshers á Gaza-ströndina stóð sem hæst í upphafi þessa árs birtist skoðanakönnun um viðhorf Íslendinga til aðgerðarinnar. Sjötíu prósent aðspurðra voru andvígir, fjórðungur tók ekki afstöðu og þrjú prósent Íslendinga sögðust styðja Ísraelsher. Í samskonar könnun í Bandaríkjunum voru um fjörtíu prósent aðspurðra andvígir, nokkrum prósentustigum færri en þeir sem studdu innrásina. Áttatíu prósent Ísraela studdu árásina, samkvæmt skoð anakönnun. Þrjú prósent er ekki neitt. Eða hvað? Ef marka má könnunina eru ríflega sex þúsund fullorðnir Íslendingar með skerta heimsmynd eða kal á hjarta. Þeir eiga sameiginlegt að trúa ýmist á Himnaríki eða Andríki. Kristnir öfgamenn eru þekktir um allan heim fyrir að vera harðir stuðningsmenn hinnar „Guðs útvöldu þjóðar“. Sjónvarps stöðin Omega lætur því ekki sitt eftir liggja og heldur úti vikulegum sjónvarpsþætti þar sem áhorfendur eru leiddir um „sann- leikan“ um Ísraelsríki, ágæti Síonisma og arabísku brjálæðingana í Júdeu og Samaríu. Hinn hópinn skipa hægrimenn sem gleyma að hugsa. Lepja þess í stað skoðanir Repúblikana í Bandaríkjunum. Þeir hugsa: Fyrst mínir mestu hug mynda fræðingar styðja Ísrael hlýtur að vera vit í að gera það líka. Þeir ættu að hugsa: Repúblikanar eru vitleysingar. Það á ekkert skylt við hugmyndafræði frjálshyggju að styðja síonisma, þvert á móti gengur það gegn eignaréttinum. Málgögn þeirra eru AMX – fremsti fréttaskýringavefur landsins og Vef- Þjóðviljinn. AMX birti mjög framúr skar- andi fréttaskýringu þegar sláturtíð Ísraela á Gaza stóð yfir. Hún fjallaði um það hvað landnemar í nágrenni Gaza hefðu það bágt. Meðfylgjandi myndasyrpa var áhugaverðust. Birtar voru stakar myndir af öllum líkkistum landnema sem týndu lífi í átökunum. Öllum þremur! Enginn þeirra þrettán hundruð Palestínumanna sem féllu í valinn fengu mynd af sér á AMX. Nei, Palestínumennirnir í myndasyrpunni voru allir grímuklæddir og ógnvekjandi. Á meðan kvartaði Vef-Þjóðviljinn yfir að fréttamenn RÚV minntust ekki einu orði á að Palestínumenn notuðu saklausa borgara sem skyldi í átökum við Ísraelsher. Blaðið gat ekki heimilda enda engar sannanir aðrar en afsakanir hermannanna fyrir að stráfella saklausa borgara. Í skýrslu Amnesty International um átökin segir að engin dæmi hafi fundist um slíkan heigulskap Hamas-manna. Aftur á móti hafi Ísraelsher gerst sekur um að skýla sér bak við saklaust fólk. Fleiri penna mætti týna til og slíkt verður vonandi gert eftir áratugi sem dæmi um málsvara mannvonsku. Það verður vandræðalegt fyrir þessi þrjú prósent. Egilд Bjarnason Var það til þess að efla rökræður að háskólinn krafðist þess að spurningar yrðu bornar undir Olmert fyrir fram og að skólinn meinaði nemendum og fjölmiðlum um upptökur? Mun háskólinn núna, í nafni fjrálsra rökræðna, bjóða Hamas- leiðtoganum Khaled Meshal – kannski í gegn um myndbandsupptöku – að halda fyrirlestur um stjórnsýslu fyrir nemendur skólans og skipa honum sérstakan heiðurssess? Megum við fljótlega búast viðað Omar Bashir, forseti Súdan komi fram í Mandel-salnum? Þegar ég og fleiri buðum Olmert byrgin með orðum, þá vorum við málsvarar menntafrelsis, mannréttinda og réttlætis, sérstaklega þeirra hundraða þúsunda nemenda sem aðgerðir Olmerts svipta sömu réttindum. Í árás Ísraels á Gaza síðastliðinn vetur voru skólar, þar á meðal háskólar, helstu skot mörkin. Samkvæmt Goldstone- skýrsl unni eyðilögðu eða skemmdu hern aðarárásir Ísraels að minnsta kosti 280 skóla og leikskóla. Alls voru 164 nemendur og 12 drepnir, og 454 nem- endur og fimm kennarar særðust. háan aðskilnaðarmúr í kringum borgina. Meðan sjálfboðaliðarnir stóðu vörð um brunnana og reyndu að gera við var oft skotið á þá. Rachel kenndi þeim palestínsku börn um, sem hún bjó hjá meðan á sjálf- boðastarfinu stóð, ensku og þau kenndu henni arabísku. Hún horfði á teikni- myndir með þeim og reyndi að dreifa athygli barnanna þegar hernaðarleg ógn stafaði að heimilunum. Þá vann hún að mótmælum í Rafha þann 15. febrúar 2003 gegn stríðinu í Írak. Hún hafði miklar áhyggjur af ástandi heimsins og þvi að Bush myndi ráðast inn í Írak – eins og raunin varð eftir dauða hennar. Hún reyndi að sannfæra fólk í Palestínu um að það væri ekki endilega vilji bandarísku þjóðarinnar að ráðast inn í Írak, heldur þjóðarleiðtoga. Eitt af helstu markmiðum Rachel var að koma á systrasambandi milli borgarinnar Rafah og heimabæjar síns, Olympiu. Það var svo hinn 16. mars 2003 að jarðýta keyrði í áttina að heimili apótekarans sem Rachel bjó hjá í Rafah. Þegar jarðýtan nálgaðist vissi Rachel að tvær fjölskyldur sem bjuggu í húsinu voru innandyra. Rachel Corrie tók sér stöðu milli jarðýtunnar og heimilis fjölskyldunnar sem hún hafði búið hjá. Hún var klædd appelsínugulu vesti, með gjallarhorn í hönd og umkringd öðrum sjálfboðaliðum. Aðgerðir hennar voru í samræmi við aðgerðir annarra sjálfboðaliða á vegum ISM hreyfingarinnar. En í þetta sinn enduðu aðgerðirnar á því að jarðýtan valtaði yfir Rachel þrátt fyrir að aðrir sjálfboðaliðar hefðu baðað út höndum og öskrað á ökumann jarðýtunnar. Rachel náði að klifra upp á hrúgu sem stóð henni nærri til að flýja en missti fótanna og hvarf undir jarðýtuskófluna. Jarðýtan keyrði og bakkaði yfir Rachel – eftir atvikið var Rachel enn á lífi en sagði vinum sínum að hún héldi að bak hennar væri brotið. Rachel Corrie lést af sárum sínum í sjúkrabíl á leið á spítalann. Ariel Sharon lofaði Bush ítarlegri rannsókn á málinu en ekki var staðið við það loforð. Ísraelski herinn lýsti því yfir að atburðurinn hefði verið slys og enn hefur enginn verið sakfelldur. Við störf sín á Gaza vann Rachel með Palestínumönnum, Ísraelum, gyðingum, múslimum og kristnu fólki, öllum þeim sem höfðu það markmið að enda hernámið í Ísrael með friðsamlegum aðgerðum. Hún hafnaði öllum ofbeldisaðgerðum og barðist jafnt við hlið múslima og gyð- inga. Rachel Corrie vissi ekki enn hvað hún vildi taka sér fyrir hendur í lífinu eftir að dvölinni á Gaza lyki. Hún vissi það eitt að hún vildi upplýsa Bandaríkjamenn (helst allan heiminn í leiðinni) um ástandið, stríðsglæpina og mannréttindabrotin sem viðgangast á Gaza svæðinu. Heimurinn þekkir Rachel Corrie út af dauða hennar en foreldrar hennar minnast hennar sem lifandi, listrænnar og hrifnæmrar stúlku. Nú halda foreldrar Rachel Corrie ótrauðir áfram baráttunni sem dóttir þeirra hóf. Þeir halda meðal annars uppi minningu hennar með því að efla samskipti Rafah og Olympiu. Rachel Corrie Framhald af bls. 23 Hvers vegna ég truflaði Olmert Þessi þrjú prósent

x

Frjáls Palestína

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.