Frjáls Palestína - 01.11.2009, Blaðsíða 17
16 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 17
hafði verið alin upp við þvílíkan ósigur,
sviptingu eigna og heimkynna að hún var
farin að halda að hamingjusamt líf væri
félagslegt frávik.
Hvað gerðist á þeirri stundu? Ég veit
það ekki. Ég var mjög yfirvegaður þegar
ég gekk inn í hvítmálað herbergið. Það
er eitthvað við veik börn, sem minnir á
dýrlinga, hvað þá þegar barnið er veikt
vegna grimmilegra og svíðandi sára.
Nadia lá á rúminu sínu, stór púði studdi
við bakið á henni og hárið hennar féll yfir
hann eins og þykkur feldur. Í galopnum
augum hennar ríkti algjör þögn og
það glitraði sífellt á tár í djúpi svörtu
augasteinanna hennar. Andlit hennar var
kyrrt og rólegt en talaði til manns eins og
andlit kvalins spámanns gæti gert. Nadia
var ennþá barn, en hún virtist meira en
barn, miklu meira og eldri en barn, miklu
eldri.
„Nadia!“
Ég hef enga hugmynd um hvort það
var ég sem sagði það eða hvort það var
einhver annar fyrir aftan mig. En hún leit
á mig og ég fann augu hennar bræða
mig eins og sykurmola sem hefur dottið í
heitan tebolla. Ásamt veiklulegu brosinu
hennar heyrði ég röddina hennar:
„Frændi! Varstu að koma frá Kúveit?“
Röddin brast í hálsi hennar, og hún
notaði hendurnar til að reisa sig við og
teygði hálsinn í átt til mín. Ég klappaði
henni á bakið og settist nærri henni.
„Nadia! Ég færi þér gjafir frá Kúveít,
fullt af gjöfum. Ég bíð þangað til þú
getur yfirgefið sjúkrarúmið, þegar þér er
fyllilega batnað og orðin heil heilsu, og þá
kemurðu til mín og ég skal færa þér þær.
Ég keypti handa þér rauðu buxurnar sem
þú skrifaðir mér um og baðst mig um. Já,
ég keypti þær.“
Þetta var lygi, sem spratt af þessum
þrúgandi aðstæðum, en þar sem ég
mælti þetta fannst mér ég í fyrsta sinn
vera að segja satt. Nadia skalf eins og
hún hefði fengið hræðilegt áfall, og laut
höfði í hræðilegri þögn. Ég fann tárin
hennar væta handarbak mitt.
„Segðu eitthvað, Nadia! Viltu ekki
rauðu buxurnar?“
Hún leit upp til mín og virtist ætla að
segja eitthvað, en hætti við, gnísti tönnum
og ég heyrði röddina hennar aftur, sem
kom langt að.
„Frændi!“
Hún rétti út höndina, lyfti hvíta lakinu
með fingrunum og benti á fótinn, sem
hafði verið fjarlægður við ofanvert lærið.
Vinur minn... ég mun aldrei gleyma
fæti Nadiu, sem var fjarlægður við
ofanvert lærið. Nei! Ég mun heldur ekki
gleyma sorginni sem hafði greypt sig í
andlit hennar og sameinast því að eilífu.
Þegar ég yfirgaf Gazaspítala þennan dag
kreppti ég þögull og í sjálfshæðni höndina
um tveggja punda ávaxtapokann sem ég
hafði ætlað að færa Nadiu. Logandi sólin
fyllti göturnar blóðlit. Og Gazaborg var
sem ný fyrir mér, glæný, Mustafa! Þú ég
sáum hana aldrei þannig. Steinhleðslan
á jaðri Shajiya-hverfisins, þar sem við
höfðum búið, tók á sig nýja merkingu
og virtist hafa verið hlaðin einungis
þess vegna. Það var eitthvað nýtt við
þá Gazaborg þar sem við höfðum átt
heima og varið sjö árum ósigurs með
því góða fólki sem þar bjó. Mér fannst
þetta einungis vera upphaf. Ég veit ekki
hvers vegna mér fannst þetta bara vera
upphaf. Ég ímyndaði mér að aðalgatan
sem ég gekk eftir á leiðinni heim væri
aðeins upphafið á löngum löngum vegi
sem lægi til Safad. Allt hér í Gaza var
undirlagt af sorg, sem einskorðaðist ekki
við grát. Þetta var áskorun; meira en
það, þetta var eins og að endurheimta
fjarlægðan fót Nadiu!
Ég fór út á götur Gaza sem flóðu í
blindandi sólarljósi. Þeir sögðu mér
að Nadia hefði misst fótinn þegar hún
kastaði sér yfir litlu bræður sína og systur
til að verja þau fyrir sprengjum og logum
sem höfðu læst klónum í húsið. Nadia
hefði getað bjargað sér, hún hefði getað
hlaupið burt, bjargað fætinum. En hún
gerði það ekki.
Hvers vegna?
Nei, vinur minn. Ég mun ekki koma til
Sacramento og ég iðrast þess ekki. Ég
mun heldur ekki ljúka við það sem við
hófum saman í bernsku. Þessi óljósa
tilfinning sem þú fannst fyrir þegar þú
yfirgafst Gaza, þessi smátilfinning verður
að fá að vaxa og verða risastór djúpt
innra með þér. Hún verður að vaxa og
þú verður að leita hennar til að finna
sjálfan þig, hér innan um hinar ljótu rústir
ósigursins.
Ég kem ekki til þín. En þú, snúðu aftur
til okkar! Komdu aftur til að læra af fæti
Nadiu, sem var höggvinn af um ofanvert
lærið, hvað það er að lifa og hvers virði
tilveran er.
Komdu aftur, vinur minn! Við erum öll
að bíða eftir þér.
Ghassan Kanafani (1936-1972) var einn
helsti rithöfundur Palestínumanna. Hann
starfaði einnig sem blaðamaður, kennari
og var talsmaður Alþýðuhreyfingarinnar
fyrir frelsun Palestínu (PFLP). Þessi
saga birtist upphaflega á arabísku árið
1956 og kom út á ensku í þýðingu Hilary
Kilpatrick árið 1978 í safni smásagna eftir
Kanafani og nefndist á því máli Men in
the Sun eftir frægustu sögunni í bókinni.
Íslensku þýðinguna vann ritstjóri þessa
blaðs upp úr þeirri ensku.
Ghassan Kanafani var myrtur af
útsendurum Mossad árið 1972, en þeir
höfðu komið sprengju fyrir í bílnum hans.
Frænka Kanafani, sem var með honum,
fórst einnig.
Kæri Mustafa.
Ég hef núna fengið bréfið sem þú sendir, þar sem þú segir mér að
þú hafir gengið frá öllu nauðsynlegu til
þess að gera mér kleift að dvelja með
þér í Sacramento. Ég frétti líka að ég
hafi verið tekinn inn í verkfræðideildina
í Háskólanum í Kaliforníu. Ég verð að
þakka þér fyrir allt, vinur minn. En það
mun koma þér nokkuð undarlega fyrir
sjónir þegar ég færi þér þessar fréttir
– og vertu viss um það að ég hika ekki
við þessa ákvörðun og er býsna öruggur
um að ég hafi aldrei séð hlutina jafn
skýrt. Nei, vinur minn, ég hef skipt um
skoðun. Ég mun ekki fylgja þér til „lands
grængróðursins, vatnsins og yndislegu
ásjónanna“, eins og þú skrifaðir. Nei, ég
mun vera hér og aldrei fara burt.
Mér þykir mjög miður að líf okkar
muni ekki fylgja sama farveginum áfram,
Mustafa. Því ég get næstum heyrt þig
minna mig á hvernig við sórum að halda
áfram saman, og hvernig við hrópuðum
„Við verðum ríkir!“ En það er ekkert
sem ég get gert, vinur minn. Jú, ég man
ennþá daginn sem ég stóð í salnum á
Kaíróflugvelli, þrýsti hönd þína og starði
á óðan hreyfilinn. Á því augnabliki snerist
allt í takt við hreyfilinn sem var við það að
sprengja eyrun og þú stóðst fyrir framan
mig, með bústið andlitið þögult.
Fyrir utan smáhrukkur hafði andlit þitt
hafði ekkert breyst frá því þú varst að
vaxa úr grasi í Shajiya-hverfinu á Gaza.
Við ólumst upp saman, skildum hvorn
annan fullkomlega og við lofuðum að
fylgjast að allt til endaloka. En...
„Það er kortér þar til flugvélin leggur
af stað. Ekki horfa svona út í bláinn.
Hlustaðu! Þú ferð til Kúveit á næsta ári
og leggur fyrir nóg af laununum þínum
til að slíta þig frá Gaza og koma þér fyrir
í Kaliforníu. Við hófum förina saman og
verðum að halda áfram...“
Á því augnabliki var ég að fylgjast með
vörum þínum sem hreyfðust ótt og títt.
Þannig varstu alltaf vanur að tala, án
þess að nota kommur eða punkta. En á
undarlegan hátt fannst mér eins og þú
værir ekki alveg sáttur við flugferðina.
Þú gast ekki gefið neina almennilega
skýringu á því. Ég fann líka fyrir þessum
efa en skýrasta hugsun mín var: hvers
vegna yfirgefum við ekki Gaza og flýjum?
Hvers vegna ekki? Aðstæður þínar höfðu
þó farið batnandi. Menntamálaráðuneytið
í Kúveit hafði veitt þér leyfi, þó ég hafi
ekki fengið það. Í eymdarvolæðinu sem
ég bjó við, þá sendir þú mér smávegis af
peningum. Þú vildir að ég liti á þá sem
lán, þar sem þú óttaðist að mér þætti
þetta varpa rýrð á mig. Þú gjörþekktir
fjölskylduaðstæðurnar mínar; þú vissir
að smánarlaun mín við UNRWA skólana
dugðu ekki til að sjá fyrir móður minni,
ekkju bróður míns og börnunum hennar
fjórum.
gráum lit af sjúkum manni. Jú, ég myndi
senda móður minni og ekkju bróður
míns smávægilega fjárhæð til að hjálpa
þeim að sjá fyrir sér, en ég myndi slíta
þau bönd af mér líka, hin síðustu, í
hinni grænu Kaliforníu, langt frá lyktinni
af ósigri sem hafði fyllt nasir mínar
síðustu sjö árin. Samúðin sem tengdi
mig við börn bróður míns, móður þeirra
og móður mína myndi aldrei nægja til að
réttlæta hörmungar mínar við að steypa
mér í þetta svað. Ég mátti ekki láta það
soga mig dýpra niður en það hafði þegar
gert. Ég varð að flýja!
Þú þekkir þessar tilfinningar, Mustafa,
því þú hefur nú þegar upplifað þær.
Hver eru þessi illskilgreinanlegu bönd
sem tengdu okkur við Gaza sem drógu
úr ákafa okkar að flýja? Hvers vegna
brutum við það ekki til mergjar svo að það
gæti gefið okkur skýra merkingu? Hvers
vegna lögðum við ekki þennan ósigur
og sárin sem honum fylgdu að baki og
héldum áfram til móts við bjartari framtíð
sem gæfi okkur dýpri huggun? Hvers
vegna? Við vissum það ekki beinlínis.
Þegar ég fór í frí í júní og safnaði
saman öllum föggum mínum, hlakkaði
ég til að komast af stað og stíga skref í átt
að öllu því smávægilega sem veitt getur
lífinu gildi. Þá fannst mér Gazaborg vera
sjálfri sér lík, eins og ég hafði alltaf þekkt
hana, lokuð eins og það sem snýr inn
á við í ryðgaðri snigilskel sem öldurnar
hafa borið upp á klístrugu sandströndina
við sláturhúsið. Gaza, þar sem þrengslin
voru meiri en verða í huga sofandi manns
í klóm hræðilegrar martraðar, þar sem
eru þröngar götur með sinn sérkennilega
þef, þef ósigurs og fátæktar, og hús
með útskagandi svölum... þannig var
Gaza! En hvað veldur því að maður
dregst að fjölskyldu sinni, húsi sínu og
minningum, eins og svöl uppspretta
dregur til sín smáhóp af fjallageitum? Ég
veit það ekki. Ég veit bara að ég fór að
hitta móður mína í húsinu okkar þennan
sama morgun. Þegar ég kom var kona
bróður míns heitins þar og spurði mig,
grátandi, hvort ég myndi verða að ósk
dóttur hennar Nadiu sem lá slösuð á
Gazaspítala og heimsækja hana þangað
sama kvöld? Þekkirðu Nadiu, fallegu
þrettán ára dótturina hans bróður míns?
Þetta kvöld keypti ég pund af eplum og
lagði af stað á spítalann að heimsækja
Nadiu. Ég vissi að það var eitthvað sem
móðir mín og mágkona mín voru að leyna
mig, eitthvað sem tungur þeirra máttu
ekki mæla, eitthvað skrýtið sem ég gat
ekki áttað mig á. Það var mér eðlilegt að
elska Nadiu, eins og alla þá kynslóð sem
Eftir
Ghassan
Kanafani
„Hlustaðu vel á mig. Skrifaðu mér á
hverjum degi... á hverri klukkustund...
hverri mínútu! Flugvélin er rétt í þann
mund að fara. Vertu sæll! Eða réttara
sagt, þar til við sjáumst aftur!“
Kaldar varir þínar komu við vanga
minn, þú snerir andlitinu frá mér og að
flugvélinni, og þegar þú leist aftur á mig
sá ég tárin þín.
Seinna veitti menntamálaráðuneytið
í Kúvaít mér leyfi. Það er óþarfi að
endurtaka fyrir þig í smáatriðum hvernig
mér vegnaði þar. Ég skrifaði þér alltaf
um allt. Tilvera mín var slepjuleg og hol
að innan, eins og ég væri lítil ostra, týnd
í þrúgandi einmanaleika, að kljást við
framtíð sem var jafn myrk og náttmál,
föst í rotnum viðjum vanans, að berjast
við tímann. Allt var heitt og klístrað. Líf
mitt í heild var á hálli braut og ég þráði
sífellt að næsti mánuður kæmi.
Á miðju árinu, á því sama ári, vörpuðu
gyðingar sprengjum á miðbik Sabha
og réðust á Gaza, Gaza okkar, með
sprengjum og eldvörpum. Sá atburður
hefði getað breytt daglegum venjum
mínum en ég gat ekki verið að gefa
þessu gaum; ég ætlaði að yfirgefa Gaza
og halda til Kaliforníu, þar sem ég gæti
verið minn eigin herra, ég sem hafði
þjáðst svo lengi. Ég hataði Gaza og
íbúa hennar. Allt í þessari borg, sem var
eins og hún hefði verið aflimuð, minnti
mig á misheppnaðar myndir, málaðar í
Bréf frá Gaza