Frjáls Palestína - 01.11.2009, Síða 18

Frjáls Palestína - 01.11.2009, Síða 18
18 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 19 Netfang félagsins er palestina@palestina.is Á þessu ári hafa verið ritaðar tvær viðamiklar skýrslur um Ísrael og framferði Ísraela gegn Palestínumönnum. Önnur skýrslan, kennd við formann rannsóknarnefndarinnar, Richard Goldstone, hefur hlotið töluverða umfjöllum víða um heim og var nýlega rædd á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem óskað var eftir að öryggisráðið tæki hana fyrir, og jafnframt voru þjóðir heims hvattar til aðgerða. Goldstone skýrslan fjallar um stríðsglæpi í árásarstríði Ísraela gegn Gazabúum um s.l. jól og áramót. Hin skýrslan, sem var birt í maí á þessu ári, hefur ekki fengið sömu athygli umheimsins eftir því sem ég best veit. Þessi skýrsla ber heitið Hernám, nýlendustefna og kynþáttastefna? – Endurmat á framferði Ísraels á hernumdum svæðum í ljósi alþjóðalaga. Skýrslan er unnin í Suður-Afríku á vegum The Human Sciences Research Council (HRSC), en þeirri stofnun var komið á fót 1968 og fæst hún við rannsóknir í þágu ýmissa aðila um allan heim. Markmið HSRC er að stunda víðtækar rannsóknir á sviði félagsvísinda og opinberrar stefnumótunar. Áhugasamir lesendur geta nálgast skýrsluna á netinu: www.hsrc.ac.za/Document-3230. phtml (samantekt) og www.hsrc.ac.za/ Document-3227.phtml (öll skýrslan). 19 sérfræðingar á sviði laga og stjórnmála, frá mörgum þjóðlöndum, tóku þátt í ritun skýrslunnar. Ótvíræð niðurstaða Upphaf rannsóknar HRSC á framferði Ísraela má rekja til skýrslu prófessors John Dugard, eftirlitsmanns Sameinuðu þjóðanna varðandi mannréttindi á hernumdum svæðum Palestínu. John Dugard varpaði fram eftirfarandi spurningu í skýrslu sinni: Það er augljóst að Ísraelar hafa her numið Palestínu. Jafnframt fram fylgja þeir hernáminu með ný lendustefnu og kynþáttastefnu (apartheid) sem ganga þvert gegn alþjóðalögum. Hverjar eru lagalegar afleiðingar fyrir stjórnvöldin sem stjórna langdregnu hernámi með aðferðum nýlendustefnu og kynþáttastefnu og hverjar eru lagalegar afleiðingar fyrir hernáms- ríkið og önnur ríki? Starfsmenn HRSC ákváðu að leita svara við spurningum John Dugard með því að rannsaka ítarlega ákvæði alþjóðalaga og kanna framferði Ísraela í ljósi laganna. Eftir 15 mánaða rannsóknir skiluðu sérfræðingarnir rúmlega 300 bls. skýrslu og niðurstaðan var ótvíræð: Ísrael er hernámsveldi sem framfylgir stefnu sinni að hætti nýlenduvelda og stundar kynþáttaaðskilnað og brýtur alþjóðalög sem ná yfir alla þessa þætti. reka nýlendustefnu og kynþáttastefnu bera þríþættar skyldur; að vinna með öðrum ríkjum til þess að stöðva framferði brotlegs ríkis; að neita að viðurkenna hið ólöglega framferði; og að neita brotlegu ríki um alla aðstoð og stuðning. Niðurstöður rannsóknar HRSC á alþjóðalögum sýna að bæði Bandaríkin og Evrópusambandið brjóta gegn þessum lögum þegar þessi ríki veita Ísrael margvíslega aðstoð og eiga í samvinnu við hið brotlega ríki á mörgum sviðum. Íslenskum stjórnvöldum ber að hefja aðgerðir Ísland er ekki undanskilið alþjóðalögum og ber því sömu skyldur og önnur ríki í þessu máli. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu HRSC ber íslenskum yfirvöldum að leggja til við önnur ríki að grípa skuli til aðgerða í þeim tilgangi að stöðva ríkið Ísrael sem beitir aðra þjóð kúgun og framfylgir nýlendustefnu og kynþáttastefnu auk hernáms. Hernámið er ólöglegt m.a. sökum þess að Ísraelar taka sífellt stærra svæði af hernumdu landi til eigin nota, með ólöglegum landtökubyggðum, með byggingu ólöglegs múrs á landi Palestínumanna og yfirtöku vatnsréttinda sem tilheyra öðrum. Friðarviðræður eru óhugsandi Niðurstaða skýrslunnar sýnir hversu innantómt allt tal um friðarsamninga á milli Ísraela og Palestínumanna er í raun. Friðarviðræður geta aðeins átt sér stað milli aðila sem ganga til þeirra með það í huga að um eitthvað sé um að semja. En í tilfelli Ísraels er enginn alvara að baki þar sem þeir hafa ekki neina þá stefnu sem getur skilað mönnum í átt til friðar. Það getur aldrei ríkt friður þar sem kúgun er allsráðandi og þar sem hernámsveldi ástundar það leynt og ljóst að ræna landi annars aðilans og framfylgir jafnframt kynþáttastefnu þar sem þjóðir eru flokkaðar sem æðri og lægri. Bernskan í Palestínu á sér flókn-ar rætur sem fólk í öðrum heims- hlutum fær aðeins að kynnast í gegn- um hrikalegar fréttir og myndir af hertekinni Palestínu. Palestínumenn horf ast daglega í augu við alvarlega at- burði í tengslum við uppreisnina gegn aðskilnaðarstefnu, hernámi og hústökum Ísraelsmanna. Dauðinn er mörgum pal est ínskum börnum þráhyggja og á þverstæðukenndan hátt álíta þessi börn líkur sínar til að lifa mun minni en líkurnar á að deyja. Þau finna hvorki öryggi heima hjá sér né í skólanum eða úti á götu. Þau eru ekki einu sinni örugg í örmum mæðra sinna. Enginn verndar þau, skoðar myndirnar sem þau teikna eða hlustar á samræður þeirra. Teikningar þeirra og umræðuefni fjalla aðallega um píslarvotta, jarðarfarir og dauða. Þetta er þeirra daglega upplifun, þar sem þau verða reglulega vitni að dauða barna og ungs fólks heima hjá sér og á stöðum fjarri vígvellinum. Flest eru kyrrsett á heimilum sínum, sum með útgöngubanni, önnur vegna loftárása. Það er augljóst að sex áratuga ágrein ingur milli Palestínumanna og Ísra elsmanna hefur sáð fræjum haturs og hefndar í hjörtu fólksins á svæðinu, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar. Í starfi mínu á sviði leiklistar með börnum og unglingum í Palestínu hef ég tekið eftir háu hlutfalli palestínskra barna sem glímir við áfallastreituröskun eftir að hafa upplifað hryllilega atburði í nánasta umhverfi sínu. Þessi áföll koma niður á andlegri heilsu og félagslegri hegðun þessara barna og þau eru ráðvillt og vita ekki hvernig þau eiga að kljást við hugsanir sínar og tilfinningar. Sem leiklistarfræðingur sem starfar í palestínskum skólum hef ég í miklum mæli tekið eftir að nemendur hafa til- hneigingu til að leysa ágreiningsefni og önnur vandamál sín á milli með of- beldi. Þar sem þekking ungra barna kemur aðallega frá foreldrum og fjöl- miðlum, tengja palestínskir kennarar þessa tilhneigingu til ofbeldis við upplifun og reynslu barnanna að heiman þar sem umræðuefni fjölskyldurnar snýst gjarnan um HINA, sem hafa hertekið land þeirra og eignir, og þörfina fyrir að endurheimta landið og eignirnar, hvað sem það kostar. Leiklistin með börnum í Palestínu byggist á því grundvallaratriði að barnið sjálft sé miðpunkturinn í því að vakna til vitundar. Leiklistin sem samskiptamiðill mun ekki ein og sér leysa vandamál barnsins gagnvart öðrum en getur aft ur á móti nýst því sem verkfæri til að takast á við samskiptaörðugleika og menningarlegar hindranir milli sín og annarra. Eðli leiklistar sem sam- skiptamiðils er lykilatriði í leiklist með börnum. Leiklist má skilgreina sem hegðun eða atferli sem einstaklingur eða hópur miðlar til þess að eiga tjáskipti við aðra. Þátttakendur í leiklist geta valið um að nota líkamstjáningu, samtöl, ein- ræðu eða tjáningu tilfinninga til þess að þróa þekkingu sína á hlutverkinu sem og umhverfinu. Að nota hreyfingar, að tala við aðra og sýna tilfinningar er hegðun sem við notum sjálf til að þroska sjálfsþekkingu okkar og til að eiga samskipti við aðra í kringum okkur. Leiklistin getur hjálpað ungu fólki til Eftir Hjálmtý Heiðdal Öllum ríkjum ber skylda til að vinna gegn framferði Ísraels Í skýrslunni kemur fram að hernám er ekki ólöglegt skv. alþjóðalögum en aldrei er viðurkennt að það sé ástand sem skuli vara til langframa. Ef hernámsþjóðin nýtir sér landgæði hernuminnar þjóðar og framlengir frelsisskerðingu líkt og Ísrael hefur gert þá stangas það á við alþjóðalög. Fari eitthvert ríki fram með þessum hætti þá leggst sú lagaskylda á önnur ríki að viðurkenna ekki gjörninginn og má undir engum kringumstæðum veita hernámsríkinu stuðning. Ólíkt hernámi þá eru nýlendustefna og kynþáttastefna undir öllum kringumstæðum brot gegn alþjóðalögum. Skylda annarra ríkja Í skýrslunni er ritað: „Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og kynþáttastefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu.“ Þar kemur einnig fram að hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Ríki sem standa önnur ríki að því að Eftir Mohammed Awwad að tjá þarfir sínar, koma vandamálum sínum í orð og tjá eigin sýn á málefni svo sem stríð og frið, ást og hatur, vald og yfirráð, o.s.frv. Í æskuleikhúsinu í Palestínu þurfum við að geta tileinkað okkur nýjar samskiptaleiðir og notfært okkur þær þegar við þurfum að takast á við tungumála- og menningarörðugleika okkar milli. Mohammed Awwad er palestínskur leiklistarfræðingur, leikari og leikstjóri, fæddur í Betlehem. Hann hefur unnið að því að þjálfa ungmenni, áhugamenn, félagsþjónustufólk, sjálfboðaliða og há- skólanema í leiklist. Hann sat einnig í stjórn Inad-leikhússins frá 2001 til 2005 og frá 2006 hefur hann setið í stjórn Alharah-leikhússins. Hann hefur starfað frá 2005 sem leiklistarkennari í St. Jósefsstúlknaskólanum. Hann gekk til liðs við palestínsku deild Alþjóða- verndar barna og bjó til trúðaleik fyrir börn á hernumdu svæðunum, en verkið var flutt hvarvetna í suðurhluta Palestínu, þar sem Awwad starfaði með þúsundum barna í hrjáðum þorpum og flóttamannabúðum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Þýðing: Ásgerður Jóhannesdóttir Tvær skýrslur Undir hernámi jafnast ekkert á við fagurt andspyrnuleikhús

x

Frjáls Palestína

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.