Frjáls Palestína - 01.11.2009, Qupperneq 20

Frjáls Palestína - 01.11.2009, Qupperneq 20
20 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 21 eigingirni og huglausu úrræðaleysi. Hér á Íslandi hafði Össur drengskap til þess að afþakka „útskýringar“ glæpamanna á glæpaverkum, og sker sig fyrir vikið úr hópi vestrænna starfssystkina sinna. En hvað með leiðtoga Austurlanda? Sádi-Arabar lýstu yfir stuðningi við að „útsendarar Írans“ væru upprættir á Gaza, og áttu þá við Hamas-samtökin. Tækifærissinnaðir forsetar Írans, Sýr- lands og Lýbíu fordæmdu árásirnar af eigingjörnum hvötum og eigin pólitískum hagsmunum, en fylgdu fordæmingunni lítt eftir. „Niður með Bush, Olmert og Mubarak!“ Það er óhætt að segja að Mubarak, einræðisherra Egyptalands, hafi leikið ógeðfelldasta hlutverkið af leiðtogum ar- abaríkjanna. Ríkisstjórn hans hefur tekið fullan þátt í herkvínni um Gaza árum saman. Þegar skelft fólk reyndi að flýja yfir landamærin til Egyptalands, var tekið á móti því með vélbyssum og það rekið til baka í blóðbaðið. Hamas hafa sagt að Cairo-stjórn hafi vísvitandi fullvissað þá um að engar árásir stæðu til, fáum klukkutímum áður en þær hófust. Fyrir vikið hafi byggingar ekki verið rýmdar, óbreyttum borgurum ekki komið undan, og manntjón því orðið mun meira en ella. Blaðið al Quds al Arabi, sem gefið er út í London, hefur líka greint frá að leyniþjónusturáðherra Egyptalands, Omar Suleiman, hafi varað arabíska þjóðhöfðingja við því hvað stæði til. Mubarak hefur lengi hatast við Hamas-samtökin, en systursamtök þeirra eru Bræðralag múslima á Egyptalandi, sem honum sjálfum stafar ógn af. Í ljósi alls þessa er ekki skrítið að mótmæli þau gegn Gaza-morðunum, sem efnt var til víða um Mið-Austurlönd, beindust ekki síður að spilltum og þý- lyndum ríkisstjórnunum heima fyrir, held ur en sjálfu stríðinu. Er nema von að alþýða manna í arabísku löndunum spyrji hvers vegna ríkisstjórnir þeirra aðhafist ekkert í málunum? Palestínska heimastjórnin Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (PA), er æðsti leppur zíonisma og heimsvaldastefnu meðal Palestínumanna. Hlutverk hans er að halda þeim í skefjum svo zíonistar geti níðst á þeim í friði. Til skamms tíma ræddu menn í alvöru hvort málin yrðu leyst með tveggja-ríkja-lausninni eða eins-ríkis-lausninni. Fyrrnefndu lausninni heyrist æ sjaldnar hampað meðal Pal est- ínumanna og stuðningsmanna þeirra. Hafi hún einhvern tímann verið æski- leg eða möguleg, þá er hún hvorugt lengur, og hafa Ísraelar séð kirfilega fyrir því. Áætlanir þeirra um „sjálfstæða Palestínu“ eru dystópísk afskræming á hugtakinu: Afgirt eða innmúruð, aðskilin smásvæði, undirokuð af Ísrael og stýrt af palestínskum landstjórum, sundurskorin af landtökubyggðum, vegatálmum og ísraelskum vegum, svipt öllum mögu- l eikum á að reka hagkerfi eða lifa með reisn. Síðan á að þjóðernishreinsa Ísrael sjálft, og smala aröbunum þarna inn. Inn í ísraelskar fangabúðir með palestínskum fangavörðum. Ekki þarf að fjölyrða um þessa framtíðarsýn, hún er bara viðbjóðsleg. Og Abbas er maðurinn sem á að hjálpa Ísraelum að framkvæma hana. Ísraelar töluðu af sér í Gaza-stríðinu, þegar þeir sögðu í yfirlýsingu að fjölda- morðin væru nauðsynleg til þess að skapa skilyrði fyrir tveggja-ríkja-lausninni. Ef frekari vitna þarf við, þá nefndu einhverjir talsmenn PA það við ísraelska fjölmiðla, að þeir litu á stríðið sem tækifæri til að Snemma árs var utanríkis-þjónustu Íslands tilkynnt að ísraelskur ráð herra væri á leiðinni til þess að „útskýra“ málstað Ísraels. Ráðherrann, Össur Skarp héðinsson, gaf skýrt svar: Slíkt væri ekki við hæfi. Það sem Ísraelinn ætlaði að „útskýra“ var kaldrifjað fjölda morð sem stóð í nokkrar vikur og kostaði um fjórtán hundruð mannslíf og þúsundir særðra. Þegar einhver kemur og ætlar að „útskýra“ hvers vegna það hafi allt verið nauðsynlegt og rétt, þá er það síst of djúpt í árinni tekið að kalla það óviðeigandi. Innri ástæður Hvað fær einn öflugasta og tækni- væddasta her heims til að myrða fjórtán hundruð manns á þremur vikum? Í stuttu máli sagt: Ísraelsk innanríkismál. Ríkisstjórn Ehuds Olmerts stóð tæpt og á honum sjálfum stóðu spjót vegna spillingar. Varnarmálaráðherrann Barak og utanríkisráðherrann Tsipi Livni kepptu um að taka við af honum, og stjórnarandstaðan keppti við þau öll, undir forystu Benyamins Netanyahu. Olmert varð að beina átökunum frá sér, út á við. Orð Carls von Clausewitz hafa sjaldan átt eins vel við: Stríð er áframhald stjórnmálanna með öðrum aðferðum. Livni hafði tapað naumlega fyrir Olmert í prófkjöri. Hún gagnrýndi hann fyrir að vera of linur við Palestínumenn. Netanyahu gagnrýndi hann stöðugt fyrir að gefa þeim of lausan taum. Olmert var í mun að sýna að svo væri ekki. Þar sem þessi ógeðfellda keppni stóð yfir vantaði bara átylluna til að láta til skarar skríða. Nálægt miðju ári 2008 höfðu Hamas lýst yfir vopnahléi og mjög hafði dregið úr árásum. Í nóvember réðst ísraelsk sérsveit inn á Gaza og drap sex menn úr öryggissveit Hamas. Hamas svöruðu með því að skjóta rakettum á bæinn Sderot. Ísraelar lokuðu þá landamærum Gaza svo að segja algjörlega og 19. desember tók vopnahléið enda. Ísraelar hófu árás af fullum þunga 27. desember. Átyllan var að stöðva þyrfti eldflaugaárásir, en ástæðan var að ríkisstjórnin þurfti að sanna miskunnarleysi sitt fyrir kosningar 10. febrúar. Í fyrstu lotu árásarinnar var ráðist á lögregluskóla sem var að útskrifa nemendur, og á sama tíma voru grunnskólabörn á leið heim. Blóðbaðið var hrikalegt, á fyrstu tveim sólarhringunum týndu um 300 lífi og hundruð hlutu örkuml. Þess má geta, að heimatilbúnar rakettur Hamas-manna urðu einum Ísraela að bana – í gagnárás, eftir að stríðið var hafið. Ytri kringumstæður Á milli jóla og nýárs er slen yfir al þjóð- legum fjölmiðlum, svo stríðið var vand- lega tímasett. Í öðru lagi var George W. Bush að hætta sem Bandaríkjaforseti og Barack Obama átti að taka við 20. janúar. Þar sem Ísraelar vissu að Bush mundi styðja þá í hverju sem er, nema ef til vill friðarviðræðum við Sýrland eða Íran, þá vissu þeir að þeim væri „óhætt“ að ráðast til atlögu á meðan hann sæti. Ekki treystu þeir hins vegar allir Obama eins vel, svo þeir biðu ekki boðanna. Þeirra maður í Hvíta húsinu stóð sig eins og til var ætlast, varði, afsakaði og studdi hvað sem var. Bush og utanríkisráðherrann Rice sneru öllu á hvolf: Kenndu lýðræðislega kjörnum leiðtogum Gaza, Hamas-samtökunum, um allt saman, sökuðu þau um valdarán og gáfu til kynna að það yrði að koma þeim frá völdum. Skilyrði fyrir friði væri að leppur BNA og Ísraels, Mahmoud Abbas, tæki við völdum. BNA komu líka í veg fyrir að Öryggisráð SÞ samþykkti áskorun um vopnahlé. Obama og zíonisminn Ótti sumra zíonista um tryggð Obama virðist vera ástæðulaus. Nokkrar vísbend- ingar um stefnu hans gagnvart Ísrael: 1. Ísrael hefði ekki farið í Gaza-stríð án þess að ráðfæra sig við verðandi forseta BNA. Hann hlýtur að hafa samþykkt það þótt það hafi ekki verið opinbert. Þeir hafa þá ekki valið tímasetninguna vegna tortryggni í hans garð, heldur til að hlífa honum við pólitískri ábyrgð. Hann er lík lega þakklátur þeim fyrir að fremja illvirkin ekki á hans vakt. 2. Obama hefur ítrekað lýst stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“, meðal annars í Líbanon-stríðinu 2006 og í árásum á Gaza-strönd. Hann hefur líka lýst því yfir að hann mundi aldrei gera málamiðlanir með öryggi þess og mundi halda áfram að styrkja það með milljörðum dollara á ári í hernaðaraðstoð. 3. Hann hefur raðað zíonistum í kring um sig, t.d. Hillary Clinton og Rahm Emanuel, sem bæði gagnrýndu Bush- stjórnina á sínum tíma fyrir að styðja Ísrael ekki nóg. Þegar fréttamenn gengu á Obama og vildu fá svör um skoðun hans á árás- unum á Gaza, sagði hann að það væri bara einn forseti í einu, og það væri ekki við hæfi að hann væri að skipta sér af með yfirlýsingum. Það er reyndar rétt að halda því til haga, að þótt hann væri ekki orðinn forseti gat hann samt lofað Wall Street mörg hundruð milljörðum dala vegna fjármálakreppunnar. Með árásinni á Gaza var ísraelski herinn ekki að nota síðasta tækifærið til að níðast á lítilmagnanum meðan herskár forseti væri við völd vestra. Þvert á móti var árásin, með þegjandi samþykki Obama-manna, taktískt tímasettur fyrir- boði þess sem koma skal. Alþjóðasamfélagið SÞ brugðust yfirlýstu hlutverki sínu ger- samlega, og ekki í fyrsta sinn. Kominn er tími til að þær verði settar á forngripasafn, við hlið Þjóðabandalags millistríðsáranna. Nema það sé einfaldlega viðurkennt að hlutverk þeirra sé að réttlæta heims valdastefnu. Hræsnin sést vel á tækifærisstefnunni sem ræður því hvað er kallað „stríðsglæpur“ og hvað ekki. ESB, og leiðtogar evrópskra ríkja, hvöttu „báða aðila“ til að „halda aftur af sér“. Í stríði þar sem um Ísraelar drepa um 1400 manns og missa sjálfir 13 – ég endurtek: þrettán – hljóma þessi deigu hvatningarorð eins og grimm blanda af skilningslausri heimsku, sálsýkislegri Eftir Véstein Valgarðs- son Framhald á næsu síðu. Um stríð og stjórnmál Gaz a:

x

Frjáls Palestína

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.