Frjáls Palestína - 01.11.2009, Side 23
22 FRJÁLS PALESTÍNA FRJÁLS PALESTÍNA 23
Í mars 2009 setti leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir upp einleikinn Ég heiti Rachel
Corrie (e. My Name is Rachel Corrie) eftir
Alan Rickman og Katherine Viner, sem
hefur hlotið mikla athygli. Einleikurinn
byggir á lífshlaupi bandarísku stúlkunnar
Rachel Corrie sem lést með vofeiflegum
hætti á Gaza, aðeins 23ggja ára að aldri
árið 2003, þar sem hún var að störfum
með International Solitary Movement
(ISM). Leikritið unnu Rickman og Viner
upp úr tölvupóstum og dagbókum Rachel
Corrie. Í tilefni sýningarinnar og þess að
Corrie hefði orðið þrítug í ár bað blaðið
Þóru Karítas að segja aðeins frá henni:
Rachel Corrie fæddist í Bandaríkjunum
þann 10. apríl 1979. Heimurinn þekkir
hana vegna þess hörmulega atburðar
sem átti sér stað árið 2003 þegar
ísraelskur jarðýtuökumaður valtaði yfir
hana þar sem hún tók þátt í friðsamlegum
mótmælum í Rafah.
Þegar Rachel var 10 ára spurði vinur
pabba hennar hvað hana langaði að verða
þegar hún yrði stór. „Ég er skáld“, svaraði
hún ákveðin. Orð voru henni heilög enda
hafa dagbækur hennar og tölvupóstar frá
Palestínu vakið mikla athygli. Eftir dauða
hennar var heildarsafn dagbókarskrif anna
gefið út og breski leikstjórinn og leikarinn Al-
an Rickman og blaðakonan Katherine Viner
unnu leikgerð upp úr dagbókarskrifunum.
Verkið hefur vakið mikla athygli víða um
heim; í Bandaríkjunum, Palestínu og víða
í Evrópu.
Rachel Corrie var skáld. Hún tjáði
í dagbókum sínum, sem hún skrifaði
markvisst frá tíu ára aldri, þessa þörf sem
hún hafði fyrir að skrifa og skapa. Þörfina
á að setja hugmyndir sínar í orð og festa
þau á blað. Einnig elskaði hún að teikna
og bjó frá unga aldri til skopteikningar af
vinum sínum og sögur um teikningarnar.
„Ég höndla ekki kraftinn í þessum villtu
tilfinningum. Ég verð að finna leið til að
deila þeim með öðrum og þess vegna
skrifa ég. Ég bara verð. Það er eins og
að vera með eldfjall inn í sér“.
Rachel var einnig náttúrubarn. Hún
tengdist náttúrunni, dýrum og fólki þannig
að hún upplifði allt sem eina heild – allt
sem hluta af sjálfri sér – eins og hún væri
hluti af öllu.
Hún hafði líka áhuga á pólitík og
fór að starfa með ungliðahreyfingum
í heimalandi sínu áður en hún hélt til
Palestínu árið 2003. Hún hafði komist í
kynni við ísraelska konu í Bandaríkjunum
sem hafði átt fjölskyldu sem lifði af
helförina. Þessi ísraelska kona barðist
gegn hernámi Ísraela í Palestínu og í
kjölfarið fór Rachel að kynna sér átök
Ísraela og Palestínumanna. Hún einsetti
sér að læra arabísku og fór að safna sér
fyrir ferð og skipuleggja líf sitt í kringum
sjálfboðaliðastarf í Palestínu. Hún kynntist
sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum sem
höfðu starfað á Vesturbakkanum og komst
í kynni við ISM-sjálfboðaliðahreyfinguna
sem viðhefur friðsamleg mótmæli á
Vesturbakkanum.
Þegar Rachel var að leggja af stað til
Palestínu hringdi pabbi hennar í hana og
sagði við hana: „Rachel, þú veist að þú
þarft ekki að fara. Það ásakar þig enginn
ef þú ákveður að hætta við“. „Ég veit það,
pabbi“, svaraði Rachel, „og ég er mjög
hrædd, en ég held að ég geti gert þetta
og ég veit að ég verð að reyna“. Pabbi
hennar hefur sagt að eins mikið og hann
langaði að banna henni að fara þá hafi
hann ekki getað fengið af sér að biðja
dóttur sína um að vera eitthvað annað
eða minna en hún var.
Þegar Rachel kom til Rafah lenti
hún mitt í heimi skriðdreka, jarðýtna,
eftirlitsturna og leyniskyttna, eyðilagðra
húsa, og riasastórs aðskilnaðarmúrs
sem var verið að byggja við landamæri
Egyptalands. Aftur á móti hitti hún líka fyrir
fólk og fjölskyldur sem veitti þessu öllu
friðsamlegt viðnám með því einfaldlega
að lifa af einn dag í einu og reyna að láta
ástandið ekki á sig fá eða hafa áhrif á
sitt daglega líf. Í gegnum þennan heim
hélt Rachel áfram að skrifa og nú skrifaði
hún bréf til mömmu sinnar og pabba
heima í Bandaríkjunum. Hún gerði sér
grein fyrir því að hún væri á hættusvæði
og þegar hún hringdi heim hljómaði hún
óttaslegin. Pabbi hennar sagði að hún
hefði oft spurt “Heyrirðu þetta?” og hafi
þá átt við sprengjuhljóðin sem féllu fyrir
utan húsið sem hún bjó í.
Hún starfaði við að standa vörð
um vatnsbrunna og koma í veg fyrir
eyðileggingu á palestínskum heimilum,
en þeim átti að rústa fyrir tíu metra
endurheimta völdin á Gaza, ef zíonistum
tækist að steypa Hamas.
Líbanon
Hizbollah-samtökin sigruðu ísraelska
herinn eftir að hann hafði ráðist á þau í
Líbanon 2006. Ísraelar ætluðu að kenna
þeim lexíu, gott ef ekki uppræta þau
fyrir fullt og allt, en lærðu í staðinn sjálfir
lexíu. Heimurinn fylgdist undrandi með
hvernig máttug vígvél Ísraels tapaði fyrir
vel skipulagðri skæruliðahreyfingu, og
fórnarlömb Ísraels og aðrir andstæðingar
þess fylltust nýrri von. Hassan Nasrallah
varð um hríð óskoraður leiðtogi andófsins
gegn zíonismanum. Hernaðarleg sjálfs-
mynd Ísraela beið alvarlegan hnekki,
og þrýst var á stjórnmálaforystu þeirra
að endurheimta hana með sigursælum
hernaði. Hamas-samtökin voru nær tæk-
asta skotmarkið. Eftir að Hamas höfðu
hrundið valdaránstilraun Fatah á Gaza,
vildu óvinir þeirra lækka í þeim rostann.
Fyrir stolta Hamas-menn kann að hafa
verið freistandi að bera sig saman við
Hizbollah, en á þessum tvennum sam-
tökum er mjög mikill munur, allt frá
vopnabúnaði og mannafla til vígstöðu og
bakhjarla. Þannig að þótt ísraelski herinn
hafi tapað í Líbanon, þá átti hann mun
betri möguleika á Gaza. Markmiðið var
í sjálfu sér ekki að „þurrka út“ Hamas –
það er naumast hægt án þess að drepa
beinlínis alla Palestínumenn – heldur að
drepa nógu marga Hamas-menn til að
veikja samtökin, til að Fatah gæti náð
aftur fótfestu. Þótt Ísraelar hafi drepið
mikinn fjölda Hamas-manna, þá tókst
þeim ekki að lama samtökin. En það
hefði hvort sem er ekki gagnast þeim
mikið, því markmiðið er skammsýnt og
heimskulegt: Því fleiri sem þeir drepa, og
því fleiri sem þeir svipta lífsviðurværinu,
þess meiri verða reiðin og örvæntingin
og þess fleiri verða reiðubúnir til að grípa
til vopna. Þetta skilja allir sem vilja. Ef
Ísraelar vildu frið, þá mundu þeir byrja á
honum sjálfir.
Áhrifin
Ef orsakirnar fyrir stríðinu eru í ísraelskum
innanríkismálum, þá er rétt að skoða
áhrif þess á þau. Tsipi Livni lýsti því yfir
að ef hún yrði forsætisráðherra, yrði
Hamas steypt með hernaðarlegum,
efna hagslegum og diplómatískum að-
ferð um. Hún lét líka í það skína að við
stofnun palestínsks „ríkis“ á hlutum
Vesturbakkans, yrðu Palestínumenn bú-
settir í Ísrael þjóðernishreinsaðir burtu.
Palestínskt ríki yrði „þjóðernisleg lausn“
fyrir þá, og um leið gæti Ísrael áfram
haldið gyðinglegu og „lýðræðislegu“
yfir bragði sínu. Hún sagðist mundu til-
kynna ísraelskum aröbum að þeirra
þjóðernislegi metnaður „lægi annars
staðar.“ Ástæðan er að þeir hafa mun
hærri fæðingartíðni en ísraelskir gyðingar
og munu verða fleiri en þeir innan fárra
áratuga þótt þeir séu aðeins fimmtungur
landsmanna nú.
Þessar berorðu hótanir Livni, sem
sýna svo skýrt hvert Ísraelar ætla með
„tveggja-ríkja-lausn“, voru viðbrögð við
yfirlýsingu frá talsmanni Olmerts, Mark
Regev, eftir ríkisstjórnarfund við upphaf
árásanna: „Á ríkisstjórnarfundinum í
dag var orka, tilfinning um að eftir að
hafa haldið aftur af okkur allan þennan
tíma, hefðum við loksins tekið við okkur.“
Það er í raun mjög lýsandi fyrir pólitískt
ástand í Ísrael, að fjöldamorð á saklausu
fólki með loftárásum og efnavopnum sé
uppspretta „orku“ fyrir stjórnina.
Gaza-stríðið stóð í þrjár vikur, kostaði
um 1400 mannslíf, þar af var meira en
helmingur óbreyttir borgarar og um
300 börn. Enn fleiri munu bera örkuml.
Eyðileggingin var gífurleg, heimsbyggðin
slegin óhug. Morðingjarnir stilla sér
upp sem fórnarlömbum, þótt mannfallið
væri meira en hundraðfalt meira meðal
Palestínumanna heldur en Ísraela, og
reyna nú að hvítþvo sjálfa sig. Kalla
fórnarlömbin jafnvel hryðjuverkamenn.
Zíonisminn
Hryllingur, samúð og sorg eru eðlileg
viðbrögð við fréttunum frá Gaza, en leysa
ekki vandann. Það þarf pólitíska lausn við
pólitísku vandamáli, heimsvaldastefnu
og zíonisma. Þetta stríð er enn eitt
merkið um pólitískt gjaldþrot og kreppu
zíonismans og Ísraels. Það verður að
berjast fyrir réttlátum málalokum. Þjóð-
ríki og þjóðernisstefna eru ekki hluti
af lausninni, heldur vandamálinu. Tvö
ríki Ísraels og Palestínu verða ekki að
veruleika hlið við hlið, Ísraelar hafa séð
um það. Þótt Ísraelar og kvislingar þeirra
tali stundum um „friðarferli“, þá er ekkert
friðarferli. Zíonistar vilja ekki sambúð við
Palestínumenn, hvorki friðsamlega né
ófriðsamlega. Þeir vilja þá bara burt.
Þjóðernisstefna mun ekki leysa mál-
in en það mun alþjóðleg samstaða
gera. Spilltir stjórnmálamenn munu
ekki gera það, það mun enginn gera
nema almenningur með samtakamætti
sínum. Arabískar ríkisstjórnir sem
þjóna heimsvaldasinnum verða felldar
í uppreisnum. Vesturlandabúar verða
að sniðganga Ísrael eins og hægt er,
m.a. pólitískt. Skilaboðin eiga að vera:
Sá sem fremur eða styður morð á
meðbræðrum sínum er ekki gjaldgengur í
siðmenntuðum félagsskap. Þeir sem efna
til ófriðar gæta annarlegra hagsmuna og
eru réttnefndir óvinir fólksins.
Ísraelar verða að skilja að þótt þeir
geti unnið flestar orrustur geta þeir ekki
unnið langa stríðið. Líkt krossfarakastala
í eyðimörkinni eru þeir vel búnir vopnum
en dæmdir til að tapa. Ef ekki vill betur til
gefast flestir upp og flytja burt. En stríð
Ísraels gegn aröbum getur tekið endi
með því að Ísraelar sættist á réttlæti.
Og eins og spámaðurinn mælti: Ávöxtur
réttlætisins verður friður.
Rachel
Corrie
Eftir
Þóru
Karítas
Árnadóttur Framhald á bls. 15
víðar, sniðgönguaðgerðum, táknrænar
mótmælaaðgerðum, haldið úti neyðar-
söfnun og selt varning.
9. nóvember er dagur falls Berlínar-
múrsins og hann markar einnig upp haf
alþjóðlegrar samstöðuviku. 29. nóv -
ember ár hvert er svo alþjóðlegur sam-
stöðudagur með Palestínu að frum kvæði
Sameinuðu Þjóðanna og að því tilefni er
félagið iðulega með menningardagskrá
þessu tengdu. Þá eru dagsetningarnar
23. desember og 1. maí ár hvert kynn-
ingar- og fjáröflunardagar, þá á sér stað
söfnun í neyðarsjóði fél agsins, sala á
palestínskum varningi og starfsemin
gerð sýnileg eftir megni.
Regluleg uppfærsla á heimasíðu fé-
lagsins hefur legið niðri um hríð. Nú
þegar fréttabréfið er komið út stendur til
að gera bragarbót, uppfæra fræðsluefni
og halda síðunni við. Fréttabréf verða
áfram send á netföng félagsmanna.
Katrín Mixa tók saman.
Yfirlit yfir
starfsemina
Framhald af baksíðu