Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1986, Qupperneq 8

Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1986, Qupperneq 8
Bækur — Blöð — Tímarit — Eyðublöð Allskonar litprentun Tölvupappír, eigin framleiðsla Prentstofan Isrún hf. FRETTABLABIS hefur heyrt Að loksins gefist ísfiröingum kostur á að verða frægir að endemum. Þátturinn „Á líð- andi stundu" verður sendur út frá fsafiröi á næsta miö- vikudag. Að til nokkurra árekstra hafi komið þegar í Ijós kom að bæði Litli Leikklúbburinn og Tónlistarfélagið sóttust eftir Félagsheimilinu í Hnífsdal á sama tíma. Leikklúbburinn hyggst frumsýna leikritið Kviksand í kringum 20. apríl, og um svipað leyti ætlar Tón- listarfélagið á fjalirnar með sinn árlega kabarett til styrkt- ar húsbyggingunni. Málið mun þó hafa verið farsællega til lykta leitt. Að afli línubáta á fjörðunum hér sunnan við hafi verið með tregara móti að undanförnu. Til marks um það má nefna að þegar verið var að landa afla úr línubát á Flateyri á dögun- um þá misstu löndunarmenn einn steinbít í sjóinn. Skip- stjórinn lét þá svo um mælt að þetta hefði verið Ijóta óhappið þvi þar fór helmingurinn af aflanum. Að ýmislegt í verðlagsmálum ÁTVR þyki dálftið einkenni- legt. Þannig er til dæmis allt tóbak selt á svo hárnákvæmu verði að ekki má skakka eyri. Hafa Kaupmannasamtökin nokkuð reynt til þess að fá verðið „rúnnað af' en við- leitni þeirra engan árangur borið. Hins vegar er allt verð á áfengi reiknað í tugum króna og hefur svo verið lengi... Að frámunalega léleg aðsókn hafi verið að dansleikjum í Hnífsdal um páskahelgina. Haldnir voru tveir dansleikir á aðfararnótt laugardags og sunnudags. Dansgestir munu hafa verið teljandi á fingrum annarrar handar á þessum tveimur samkomum. Það fylgir sögunni að tveir ungir menn sem héldu dansleikina fyrir eigin reikning hafi tapað um það bil 200 þúsund krón- um á ævintýrinu. Að gárungarnir sem svo oft er vitnaö í segi að flugvélin sem Flugleiðir hafa á leigu frá Brítish Airways sé í rauninni fengin frá British Museum. Segja títtnefndir gárungar einnig að samkvæmt þessari nýju stefnu fólagsins sé verið að ganga frá kaupum á Fokk- er flugvél frá Finnair sem sé sú sama og Flugleiöir seldu til Finnlands þegar verið var að „endurnýja" flugvélakostinn fyrir nokkrum árum. Á myndinni sjást þær Þuríður Pétursdóttir og Sigurlaug Guðmunds- dóttir, sem urðu hnífjafnar í fyrsta sæti í 100 metra bringusundi. I öðru sæti varð Pálína Bjömsdóttir og þriðja sæti Björg A. Jónsdótt- ir. Nánari úrslit era á bls. 3. Tílboð opnuð í vegagerð á Oshlíð * — Jón og Magnús sf. á Isa- fírdi lægstir. Tilboð f undirbyggingu fyrír slit- lag á Óshlíð hafa veríð opnuð. Ætl- unin er að vinna við undirbygging- una nú i sumar, en slitlag á að leggja sumarið ‘87. Um er að ræða þann kafla vegaríns þar sem ekki hefur þegar veríð lagt á varanlegt slitlag, eða frá sorpbrennslustöð út að Seljadal. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 14.929.000 krónur. Lægsta tilboðið kom frá Jóni og Magnúsi sf á Isa- firði, og hljóðaði það upp á 66% af kostnaðaráætlun vegagerðarinnar, eða 9.856.400 krónur. Hæsta til- boðið kom frá Hagvirki 19.535.500 krónur, eða 130,8% af kostnaðará- ætlun. Tilboð Kristjáns og Gísla, Hólmavík, hljóðaði upp á 10.796 .400 krónur, sem er 72,3% af kostnaðaráætlun og þriðja lægsta tilboðið kom frá Gunnari og Eb- eneser á Isafirði, 11.943.200 krónur sem er 80% af kostnaðaráætlun. F rambj óðendur kynntir á skemmti- kvöldi í Uppsölum Á næstunni verður boðið uppá nýbreytni i veitingahúsinu Uppsöl- um á ísafirði. Hér eru á ferðinni skemmtikvöld þar sem kynntir verða frambjóðendur til bæjar- stjómarkosninga á gamansaman hátt. Verður þetta trúlega með svipuðu sniði og siðastliðið haust, það er að scgja matur og skemmti- atríði innifalið i verði eins miða. Eins og fyrr segir verða kosning- amar skoðaðar í nýju ljósi og er eftir því sem blaðið kemst næst um frumsamin skemmtiatriði að ræða. Ekki er vitað um höfund ennþá, en eitthvað munu höfundar revíunnar sem Litli Leikklúbburinn sýndi síðastliðið vor hafa komið þar við sögu. Að sögn forráðamanna Upp- sala er stefnt að því að fyrsta skemmtikvöldið verði laugardag- inn 12. apríl. Suðureyri: Samgöngur stórbatna — Erni M. veitt sérleyfí til flugs þangað. Fljúga sex sinnum í viku til Reykjavíkur. Eins og kunnugt er af blaða- fregnum hefur flugfélagið Emir á Isafirði nú fengið flugrekstrarleyfi á flugleiðinni Suðureyri — Reykja- vík. Araarflug hafði leyfi á þessari flugleið áður, en höfðu ekki sinnt flugi þangað alllengi vegna skorts á flugvélum. Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps ályktaði um málið í vetur og hvatti til þess að Emi h/f yrði veitt leyf- ið. Gekk það eftir og var fyrsta ferðin farin á síðasta þriðjudag. Að sögn Torfa Einarssonar til- sjónarmanns hjá Emi hf verða flognar sex ferðir í viku og er farið frá Suðureyri kl. 9 á morgnana og komið til Reykjavíkur kl. 10. Að sögn Torfa hefur ekki enn verið ákveðið hvort flugvélakostur félagsins verður aukinn, en fyrst um sinn verður flogið á Piper Aztec á þessari leið. BESSI fS landaði 1. apríl 80 tonnum. GUÐBJARTUR landaði 24. mars47 tonnum. ORRI VfKINGUR OG GUÐNÝ voru í páskafríi, en fóru í fyrsta róðurinn á þriðjudag og fengu misjafnan afla. JÚLfUS GEIRMUNOSSON landaði 22. mars 90 tonnum, og erá veiðum. GUÐBJÖRG seldi í Þýska- landi fyrir páskana 255 tonn. Var það mestmegnis karfi og fékkst gott verð fyrir aflann. PÁLL PÁLSSON landaði 21. mars 44 tonnum úr seinni túrnum sem farinn var fyrir Hafrannsóknarstofnun. Hann landaði svo aftur 29. mars 87,7 tonnum. DAGRÚN landaði 22. mars 95 — 100 tonnum og fór stór hluti aflans í gáma. Hún land- aði síðan aftur 29. mars 60 tonnum og var sett í einn gám. Netabátar i Bolungarvík drógu upp fyrir páskana eins og aðrir. Línubátar hafa lítið róið og afli verið fremur treg- ur. Eitthvað virðist afli vera að glæðast hjá rækjubátum. HUGRÚN landaði 8 tonnum af rækju á mánudag. SÓLRÚN er væntanleg í land í dag með um það bil 60 tonn af rækju eftir hálfsmánaðar úti- vist. GYLLIR frá Flateyri landaði 22. mars 120 tonnum. Hann landaði svo aftur á þriðjudag 90,8 tonnum og var helming- ur aflans þorskur. Afli línu- báta frá Flateyri er um þessar mundirtalinn ífiskum. ÞRYMUR landaði á Þingeyri dagana 21. mars og 22., samtals 57 tonnum af neta- fiski. FRAMNES landaði 24. mars 16,7 tonnum og síðan á þriðjudaginn 14 tonnum. Framnesið hef ur átt við bilanir að stríða og skýrir það þenn- an trega afla. SLÉTTANESIÐ seldi í Þýska- landi fyrir páskana 136 tonn af karfa, en gerðu ekki góöa sölu og eru nú á veiðum fyrir heimamarkaö. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði 23. mars 70 tonnum og voru 40 tonn sett í gáma. Síðan landaði hún aftur 31. mars25,5 tonnum. SÖLVI BJARNASON landaði á Bíldudal 31. mars 105 — 7 tonnum. TÁLKNFIRÐINGUR landaði 21. mars 100 tonnum og síð- an aftur 29. mars, þá 88,6 tonnum. SIGUREY frá Patreksfirði lagði af stað í siglingu til Þýskalands á þriðjudag með 130 tonnaf karfa. Lítill afli hefur verið hjá línubátum syðra. VESTRI fékk 99,7 tonn af slægðum netafiski í sex róðr- um frá 17. — 24. mars. BÍLALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík & 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á ísafjarðarfiugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólartiringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.