Vestfirska fréttablaðið - 16.10.1986, Síða 3
vestfirska
ITADLADID
Svetnbjöm Jónsson: 3 I ■
Hííifíi FASTEIGNA-!
VIÐSKIPTI i
tapað á kvóta- i ÍSAFJÖRÐUR: Fjarðarstræti 59, 4ra herb. íbúð ■ á 2. hæð.
skíptingunni? ekki á óvart bó hlutur Vestfirð- Mjallargata 6, 4ra herb. íbúð á ! efri hæð í suðurenda. Sólgata 5, 3 herb. íbúð. Laus ■ fljótlega. Sklpagata 4, raðhús ca. 3x80 | ferm. Á neðstu hæð er bíla- | geymsla, tvö svefnherbergi, bað, |
í tilefni af frétt sem birtist í Vf.
nýlega um aflabrögð 1986, tel ég
mér skylt að reyna að varpa
frekara Ijósi á það mál. Ég vll taka
fram að fréttin var á engan hátt
röng en niðurstaða þess saman-
burðar sem þar er viðhafður er
allt of jákvæð miðað við dapur-
legan raunveruleikann. Árið
1985 var nefnilega sorgarár hvað
varðar botnfiskveiðar Vestfirð-
inga.
Ég veit aö tölur eru leiðinlegar
aflestrar fyrir flesta en tel að sá
kafli sem hér fer á eftir sé nauð-
synlegur til að auka skilning á því
sem gerst hefur.
Árið 1984 fengu Vestfirðingar
47.217 tonn af þorski eða 16,77%
af heildarþorskaflanum sem var
281.481 tonn. Árið 1985 fengu
Vestfirðingar 44.073 tonn af
þorski eða 13,65% af heildar-
þorskaflanum sem þá var orðinn
322.810 tonn og hafði vaxið um
14,7% á sama tíma og hlutur
Vestfirðinga minnkaði um 6,7%.
Það ár vantar því 10.071 tonn svo
Vestfirðingar haldi hlut sínum frá
árinu áður.
Sé meðaltai áranna 1974 —
1984 notað, höfðu Vestfirðingar
16,41% af heildar þorskaflanum.
Þá vantar því árið 1985 8.913
tonn til að halda meðalhlut þess-
ara ára.
Sé heildaraflinn að undanskil-
inni loðnu skoðaður, verður
dæmiö jafnvel enn hrikalegra.
Miðað við 1984 vantar 14.600
tonn árið 1985 og sé meðaltal
áranna 1976 — 1984 skoöað
vantar okkur 14.944 tonn til að
halda okkar hlut en þetta árabil
var hlutfall Vestfiröinga að með-
altali 13,48% af heild en hrapar í
11,28% árið 1985.
( lok september 1986 var
þorskafli Vestfirðinga orðinn
41.469 tonn eða 14,12% af
heildarþorskaflanum sem þá var
orðinn 293.698 tonn samkvæmt
bráðabirða tölum frá Fiskifélagi
íslands sem munu hafa verið
notaðar í umræddri frétt. Það
vantar því í lok september 1986
7.784 tonn af þorski svo við
höldum hlut okkar miðað við árið
1984. Þarsem heildarþorskaflinn
stefnir í 350.000 tonn og besti
tími okkar er liðinn kæmi mér
inga yrði enn minni um áramót.
HVER ER ORSÖKIN?
Sem smábáts-eigandi,
sjómaður- og stjórnarmeðlimur í
Eldingu svæöisfélagi smábáta-
eigenda í ísafjaröarsýslum hef ég
talið mér skylt að reyna að setja
mig vel Inn í þessi mál, enda hafa
afleiðingarnar komið harkalega
niður á vestfirskum smábátaút-
vegi ekki síöur en öðrum útvegi
hér vestra.
Mín skoðun er sú að þegar
núverandi sjávarútvegsráðherra
fór að sækja sér heimildir til Al-
þingis til að mlöstýra stjórnun
flskvelða og síðan að beita þeim í
umboði ríkisstjórnar sem í sitja
tveir fyrrverandi sjávarútvegs-
ráðherrar, reyndar báðir þing-
menn Vestfjarða hafi hagsmunir
Vestfirðinga viljandi eða óviljandi
orðið útundan.
Ýmis atriði íkvótakerfinu sjálfu
ásamt frávikum frá ríkjandi frið-
unarstefnu svokallaðri (t.d.
heimildir til togveiða innan 12
mílna og dragnótaveiða inni á
fjörðum) leiða beinlínis til of-
sóknar utanaðkomandi aðila á
Vestfjarðamið. Yfirburðir Vest-
firðinga til að nýta sín mið hafa
verið skertir allverulega og jafn-
framt búið til kerfi sem hvetur
aðra til að notfæra sér mið
þeirra. Ég vil leyfa mér að taka
dæmi til skýringar. Ef þú lesandi
góður værir skipstjóri eða út-
gerðarmaöur togara á Suður-
landi sem aflaði 500 — 800 tonn
af þorski á ári og fengir nú út-
hlutað 1100 tonnum til að veiða á
ákveðnum veiðidagafjölda og
þér væri jafnframt gefið í skyn að
næðir þú þeim afia mættir þú
eiga von á aukningu síðar. Hvar?
Hvenær og hvernig mundir þú
láta togarann þinn veiða? Líklegt
svar: Við Vestfirði, yfir sumar-
mánuðina og í flottroll þ.e.a.s.
sem mest og sem hraðast.
Ég viðurkenni fúslega að eng-
ar tölulegar staðreyndir um
veiðistað voru lagðar til grund-
vallar þessari kenningu, en
reynsla mín og frásagnir reyndari
manna hér af miðunum gefa mér
tilefni til að setja hana fram enda
ekki á mínu færi að safna saman
upplýsingum úr dagbókum alls
fslenska togaraflotans.
Þorskur
Ár Allt landið Vestfirðir Vestfirðir Meðaltal
tonn tonn % %
1976 283.976 51.994 18,31
1977 329.701 55.949 16,97
1978 319.661 58.861 18,41
1979 360.080 64.225 17,84
1980 428.344 65.602 15,32 l 16,41
1981 460.579 64.651 14,04
1982 382.297 54.700 14,31
1983 293.890 46.234 15,73
1984 281.481 47.217 16,77
1985 322.810 44.073 13,65 J
Árið 1985 vantar því 10 071 tonn til að halda hlutfalli ársins 1984, eða
8.913 tonn til að halda meðaltalinu.
Heildarafli utan loðnu
Ár Alltlandið Vestfirðir Vestfirðir Meðaltal
tonn tonn % %
1976 519.971 73.259 14,09 >
1977 556.130 79.859 14,36
1978 595.327 83.759 14,07
1979 677.131 97.500 14,40
1980 748.552 100.554 13,43 l 13,48
1981 794.033 102.069 12,98
1982 772.360 94.799 12,27
1983 701.497 86.277 12,30
1984 660.297 88.683 13,43
1985 679.298 76.605 11,28 J
Árið 1985 vantar því 14.600 tonn til að halda hlut ársins 1984, en
14.944 tonn til að halda meðaltalinu.
Sveinbjörn Jónsson.
ÁHRIFIN Á HAGKERFI VEST-
FJARÐA
Ef við förum hóflega í sakirnar
og segjum að skerðingin þessi
tvö ár 1985 og 1986 verði ekki
nema 25.000 tonn af botnfiskafla
má ætla að aflaverðmæti þess
magns upp úr sjá sé yfir 600
milljónir króna en það þýðir að í
vestfirska hagkerfið vantar vel
yfir 1 milljarð króna (það munar
um minna á þessum síðustu og
verstu tímum „miðstýringar og
frjálshyggju").
Til samanburðar og fróðleiks
má geta þess að frumáætlanir
um jarðgangna gerð á norðan
verðum Vestfjörðum benda til að
kostnaður yrði innan við 1 mill-
jarð miðað við núverandi verð-
giidi krónunnar.
HVAÐ ER FRAMUNDAN?
Miðað við þögn vestfirskra
hagsmunaaðila og getuleysi
vestfirskra þingmanna og ráð-
herra til þessa og sé tekið tillit til
vaxandi vinsælda núverandi
sjávarútvegsráðherra sem hann
hefur líklega að hluta til keypt sér
fyrir umrædda skiptimynt, þykir
mér ekki ástæða til bjartsýni.
Reynsla nýlendustefnunnar sýn-
ir að þegar móðurveldin
(sentrölin) voru farin að merg-
sjúga auðlindir þeirra helst til ó-
hóflega, var engin önnur leið til
en frelsisbarátta og þar sem við
vestfirðingar erum óneitanlega
hluti (slensku þjóðarinnar og
ekki að vænta neinna breytinga á
því, hlýtur helsta von okkar að
liggja í því að öðlast meiri yfir-
stór stofa, hol, eldhús, bað og
svefnherbergi. Efsta hæðin er
óinnréttuð. Laust 1. nóv.
Hlíðarvegur 4, einbýlishús, hæð
og ris, ásamt nýlegri viðbyggingu
og bílskúr. Laust eftir samkomu-
lagi.
Hnífsdalsvegur 1, uppsteyptur
kjallari að einbýlishúsi, sem getur
orðið hvort sem er úr timbri eða
steini. Lóð er stærri en sýnist.
Sundstræti 39, tvílyft einbýlishús
úr timbri, ca. 2X65 ferm., 4 svefn-
herbergi.
Heimabæjarstígur 5, tvílyft ein-
býlishús úr steini ásamt bílskúr, 4
svefnherbergi. Laust eftir sam-
komulagi.
Pólgata 5, 4ra herb. íbúð á efri
hæð.
Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á
1. hæð.
Strandgata 5, 3ja — 4ra herb.
íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi.
Stekkjargata 4, lítið einbýlishús.
BOLUNGARVIK:
Vitastígur 8, einbýlishús, hæð og j
ris, 4 — 5 svefnherbergi. ■
Stigahlíð 4, 3 herb. endaíbúð á !
3. hæð.
Stigahlfð 2, 3 herb. íbúð á 2. I
hæð. I
Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á I
tveimur hæðum í parhúsi. I
ARNARGEIR !
HINRIKSS0N, hdl. j
Silfurtorgi 1,
ísafirði, sími 4144
............................J
ráðarétt yfir þeim auðlindum sem
næst okkur liggja eða að minnsta
kosti að fá að ráða meiru um
hvernig þæreru nýttar. Staðan til
að berjast fyrir þeim rétti verður
nú erfiðari ár frá ári.
Lifið heil.
Sveinbjörn Jónsson,
Súgandafirði.
V estflrska fréttablaðið
sigraði glæsilega
— Krlstján setti vaUarmet í Tungudal.
golffþróttlnnl.
TIL LEIGU
er rakarastofa að Hafnarstræti 37
í Bolungarvík.
Á besta stað í bænum.
Með öllum búnaði.
Laus frá 1. nóvember.
Upplýsingar í síma 94-7265
94-7174
94 - 7231
Hér blrtast lokslns úrsllt úr
flrmaksppnl Gollklúbbs ísa-
fjarðar. Lalknar voru 9 holur á
hvart tyrlrtaskl mað forgjðf. Slg-
urvagarlnn Kristján Krlstjáns-
son sattl vallarmat á Tungudals-
valll. Lék á parl vallarlns 35
hðggum brúttó. Hann kapptl fyrir
Vaatflrska fréttablaðlð. GoH-
klúbburlnn þakkar fyrlrtaskjun-
um fyiir þátttðkuna og þann
stuðnlng sam þau hafa valtt
Úrslit urðu sem hér segir
1. Vestfirska fréttablaðið,
keppandi: Kristján Kristjánsson,
24 högg nettó
2. Póllinn, keppandi: Bjami Pét-
ursson, 28 högg nettó.
3-5 Jón og Magnús, keppandi:
Sigurður Ingvarsson, 29 högg nettó.
Mjölvinnslan, keppandi: Gunnar
Tiyggvason, 29 högg nettó og Rör-
verk, keppandi: Kristján Krist-
jánsson, 29 högg nettó.
6-8. H-prent, Rækjuverksmiðjan
Vinnaminni, Mjólkursamlag ís-
firðinga 30 högg.
9-11 Bæjarsjóður, Flugfélagið
Emir, Ferðaskrifstofa Vestfjarða
31 högg
12-28 Hljómtorg, Eirikur og Einar
Valur, Apótekið, Útvegsbanki, Al-
mennar Tryggingar, G.E. Sæ-
mundsson og Kaupfélag ísfirðinga,
allir á 32 höggum.
19-24 Straumur, Isfang, Hrað-
frystih. Hnífsdal, Ishúsfélag Isfirð-
inga, Blómabúðin, Tannlækna-
stofan 33 högg
25-29 Guðm. E. Kjartansson,
Bókhlaðan, BG Flokkurinn, Bæj-
arins Besta, Vitinn. 34 högg.
30-38 Irpa, Villi og Sammi, Útgerð
Hafþórs, Orkubú Vestfjarða,
Vélsm. Isafjarðar, Djúpbáturinn,
Gosi, Rækjustöðin, Vélsmiðjan Þór
35 högg.
39-42 Orkubú Vestfjarða, Bruna-
bót, Netagerð Vestfjarða, Lands-
bankinn 36 högg.
Þó hér verði ekki taldir fleiri tóku
alls 72 fyrirtæki þátt í keppninni.
Verðlaun fyrir bestan árangur
verða afhent á árshátíð Golfklúbbs
ísafjarðar sem verður haldin á
Hótel ísafirði á laugardagskvöld.