Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Síða 1
23. tbl. 13. árg. 19. júní 1987 Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjómarskrifstofa og aug- lýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011, svarað er allan sólarhringinn. Blaðamaður: Páll Ásgeirsson. Samstarfs- maður Hlynur Þór Magnússon. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Ámi Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf., (safirði. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Bolungarvík: B. M. Vallá setur upp steypustöð Steiniðjan hf. sem er fyrirtæki í eigu Kaupfélags ísfirðinga hef- ur fram að þessu setið eitt að allri steypusölu á ísafirði og nágrenni. Fyrirtækið á fimm steypubíla auk dælubíls og hef- ur selt um það bil 5000 rúm- metra af steypu árlega. Forráða- menn fyrirtækisins segja að til þess að halda velli þurfi salan að nema 6000 rúmmetrum ár- lega. Steiniðjan festi kaup á tveimur steypubílum í vor. Var það gert til þess að fyrirtækið væri í stakk búið til þess að sinna steypusölu til radarstöðv- arinnar á Stigahlíð, en hún verð- ur steypt upp í sumar. Til þess þarf rúma 1000 rúmmetra af steypu. Ekki hefur verið samið við neinn um steypusölu til byggingarinnar. Nú hefur B.M. Vallá steypustöð í Reykjavík sótt um og fengið leyfi til þess að setja upp færanlega steypu- Stöð í Bolungarvík. BM Vallá hyggst flytja allt efni til steypunnar í skipum frá Reykja- vík. Fyrirtækið sótti einnig um afslátt af hafnargjöldum vegna flutninga á steypuefni, en fékk ekki. Auk radarstöðvarinnar er um að ræða, byggingu vegskála á Óshlíð, viðbyggingingu við grunnskólann í Bolungarvík og hafnarframkvæmdir í Bolungar- vík. Samtals er hér um að ræða tæpa 2000 rúmmetra af steypu. Halldór Antonsson verkstjóri hjá Steiniðjunni sagði í samtali við Vestfirska fréttablaðið að fyrirtækið hefði fjárfest í tveim- ur steypubílum, gagngert til þess að vera í stakk búið til þess að sinna þessum auknu verk- efnum og því kæmi þeim í opna skjöldu að annað fyrirtæki hyggðist ná fótfestu á þessum markaði um skamman tíma. Halldór kvaðst álíta að ef af því yrði að BM Vallá setti upp steypustöð í Bolungarvík, þá væri Steiniðjan í nokkrum vand- ræðum. Steypubílarnir sem keyptir voru vegna þessa kost- uðu 3 milljónir. Steypan í radarstöðina myndi kosta tæpar sjö milljónir frá Steiniðjunni. Upplýsingar um verð á rúmmetra af steypu frá BM Vallá, fengust ekki, en sam- kvæmt öruggum heimildum er það talsvert lægra. Víglundur Þorsteinsson for- stjóri BM Vallá viidi ekki segja neitt um þetta mál. Hann sagði það vera í athugun hvort upp- setning steypustöðvar í Bol- ungarvík borgaði sig. Jón Friðgeir Einarsson verk- taki í Bolungarvík sagði að rad- arstöðin ætti að verða fokheld í sumar. Hér væri um að ræða 1200 fermetra hús sem væri steypt í hólf og gólf. I sólskini á 17. júní á ísaflrði Sjómannadagur 1987 Hátíðahöld sjómannadagsins á ísafirði fóru vel fram í blíð- skaparveðri. Kl. 14.00 á sunnu- dag söfnuðust menn saman við íþróttavöllinn þar sem haldnar voru ræður, sjómenn heiðraðir, ræður haldnar, verðlaun afhent og keppt í reiptogi og fótbolta. Sveit Norðurtangans sigraði í kvennaflokki, en sveit Júlíusar Geirmundssonar í karlaflokki. Kapparnir af Júlíusi sigruðu líka í reiptogi. Félagar úr Harmonikufélagi ísafjarðar léku nokkur lög við góðar undirtektir. Skemmti- kraftarnir Edda Björgvinsdóttir, Júlíus Brjánsson og Eggert Þor- leifsson skemmtu. Það voru sjómennirnir Sig- urður Helgason á ísafirði og Finnbogi Jósepsson í Hnífsdal sem voru heiðraðir fyrir störf að sjómennsku. Lúðrasveit Tónlistarskóla ísafjarðar lék undir stjóm Jóns Heimis Sigur- björnssonar. Bergrós Kjartansdóttir flutti ávarp fjallkonunnar. Hátíðahöldin hófust með fjölmennri skrúðgöngu um götur bæjarins. Sveitir frá Páli Pálssyni og Júlíusi Geirmundssyni keppa í róðri. Júlíus sigraði. Félagar úr Harmonikufélagi ísafjarðar skemmta. Hermann Skúlason tekur við bikar fyrir kappróður. Stulli ásamt óþekktri konu úr slökkviliðinu. Nýkomið mikið úrval af veiðvörum -----Allt til Isixveiöa.- SRORTVÖRUDEILD £marQutymnsson li . i/inu 7'200 'JfUJtvn4fU( tUÁ * MÁr EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR MAFOSS Á ÍSAFIRÐI TVISVAR í VIKU Vöruhús sími 4556 • Skrifstofa sími 4555

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.