Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Page 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Page 2
2 li.<' vestlirska TTABLADID Hugsjón yex fískur um hrygg Það er óhætt að segja að tölvufyrirtækinu Hugsjón hafi vaxlð flskur um hrygg frá því að það var stofnað. Hugsjón flutti í vetur á neðri hæðina á Mánagötu 1. Fljótlega var því of þröngur stakkur skor- inn þar og hafa þelr nú lagt undlr sig alla efrl hæðlna. Ræður nú fyrirtækið yfir alls 200 fermetr- um. Að sögn Sigurjóns Haralds- sonar framkvæmdastjóra og eins aðaleiganda Hugsjónar hefur fyrirtækið verið að breytast að undanförnu. f fyrstu var bók- haldsþjónusta stór þáttur í starf- semi fyrirtækislns en nú er svo komið að sala á tölvum og þjón- usta við þær sem átti upphaflega að vera aukabúgrein er orðin aðalbúgreln. f kjölfar þessara breytinga var starfsmönnum fækkað og munu trúlega aðelns þrír vlnna hjá Hugsjón þegar reksturinn verður kominn í það horf sem eigendur vllja. Með því að aukið húsnæði er fengið opnast möguleikar fyrir Hugsjónarmenn að bjóða upp á aukna kennslu á tölvur sem þeir selja og vera með meira úrval af þeim. Aðalbækistöðvar Hugsjónar verða á efri hæðinni í Mánagötu l en á neðri hæðinni verður umboð sjóvátryggingafélags og bílasölu- umboð fyrir Ingvar Helgason. Umsjón þeirrar starfsemi verður að hluta til í höndum starfsmanna Hugsjónar. í síöista mánuði héldu þessi fimm börn hlutaveltu að Fjarðarstræti 27, Isafirði. Ágóðinn af hlutaveltunni var 1.100 kr. og rann féð í húsbyggingar- sjóð Tónlistarskóla ísafjarðar. Bömin era (f.v.): Vilhelmína Una Hjálmarsdóttir, Haildóra Guðrún Jóns- dóttir, Jóhann Benedikt Hjálmarsson, Davíð Sveinsson og Magnús Jónsson. 19. júní 19.júní Ársrit Kvenréttindafélags íslands, 19. júní, er komið út í 37. skipti. Efni blaðsins er sem fyrr helgað málefnum jafnréttis milli kvenna og karla og kennir að þessu sinni margra grasa í því efni. „Ég hlakka til þess dags...“ er fyrirsögn á forsíðuviðtali við for- seta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur. í löngu og skemmtilegu viðtali ræðir Rannveig Jónsdóttir við forsetann um uppvaxtarárin, um hvað hún telur hafi mótað per- sónu sína mest, um viðhorf sín tíl þjóðernisins, til kvenna og ótal margt fleira forvitnilegt. Það er ekki á hverjum degi sem forseti landsins veitir tímariti einkaviðtal, en 19^ júnj hefur að því leyti sérstöðu að þetta er í ann- að skipti sem blaðið birtir við frú Vigdísi viðtal frá því hún settist í forsetastól fyrir sjö árum. íþróttir og konur er að öðru leyti það efni sem á stærstan hlut í blað- inu. Velt er upp spurningunni hvort jafnrétti ríki á vettvangi íþróttanna. Rætt er við fjölda af- rekskvenna sem leggja stund á keppnisgreinar nú, svo og sund- stjömuna Hrafnhildi Guðmunds- dóttur sem gerði garðinn frægan fyrir 15 - 20 árum. „Ef Bjarni Fel væri kona...“ heitir ein nokkurra greina í þessum efnisflokki og fjallar um þátt fjöl- miðla í þeirri mynd sem almenn- ingur fær af íþróttum kvenna. Af öðru efni má nefna viðtöl við þær Jórunni Viðar tónskáld og Valborgu Bentsdóttur kvenrétt- indakempu í marga áratugi. Mar- grét Heinreksdóttir fréttamaður rekur þær breytingar sem orðið hafa á stöðu kvenna í stjómmálum frá því í síðustu alþingiskosningum og spyr: „Er V það sem við viljum?" Jafnframt svara 7 valin- kunnir einstaklingar spurningunni hvað leiðir séu vænlegastar til að konum fjölgi á þingi. Mishermi í viðtali við Bemódus Halt- dórsson í Bolungarvík sem birt- ist í síðasta tbl Vestfirska frétta- blaðsins er ranglega farið með nafn eins þegar Asberg Krist- jánsson skipstjóri á Hörpu ÍS frá ísafirði er sagður vera Sigurðsson. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Dagskrárgerðarmenn frá grænlenska útvarpinu voru hér á ferð á dögunum. Grönlandsradio er eina útvarpsstöðin í Grænlandi. Grænlensku útvarpsmennirnir unnu hér efni um ísafjörð og tóku viðtöl við heimamenn. Þeir ferðuðust einnig um nágrenni ísafjarðar fóra meðal annars í skoðunarferð í frystihús Hjálms h/f á Flateyri. Héðan héldu þeir til Akureyrar. Þessi mynd var tekin af þeim Jens Egede, Hendrik Fisker og Stepan Hammelæ fyrir utan Hótel Isafjörð ásamt vestfirskum starfsbróður Finnboga Hermannssyni. • • Oldruðum boðið í sumar- dvöl Rauðakross deildirnar á Vest- fjörðum hafa s.l. 5 ár staðið fyrir sumardvöl aldraðra. Ríkt hefur mikil gleði og ánægja í þessum ferðum. Þessir hópar eru orðnir velkynntir hvar sem þeir koma. í ár verður flogið til Norðulands. Dvalið verður í sumarhótelinu í Þelamörk dagana 15. til 22. ágúst. Farið verður þaðan í eins til Gísladóttur í síma 7770 og hjá Ás- tveggjadagaferðirumNorðurland laugu Árnadóttur í síma 7798, frá Allar upplýsingar og pantanir ogmeð25. júnífrákl. 19.00-21.00 verða fengnar hjá Sigrúnu G. alla daga. Sumarferð Kiwanis Hin árlega sumarferð Kiwan- ismanna á ísafirði með eldri borg- urum verður farin með Fagranes- inu sunnudaginn 21. júní. Brottför kl. 10.00 f.h. úr bátahöfninni. Siglt verður inn í Reykjanes, þar sem snæddur verður hádegisverð- ur, farið í skoðunarferð um ná- grennið og ef til vill farið í sund- laugina. Harmonikuleikarar verða með í förinni. Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð láti vita í síma 3303 (Sturla). Kiwanisklúbburinn Básar. VESTFIRÐINGAR Hvers konar herraföt saumuð eftir máli: Jakkaföt ^ Einkennisföt, fyrir fyrirtaeki og stofnanir kem á staöinn ef um hóp er aö ræða Stakir jakkar Einnig saumað Stakar buxur, úr tillögðum með eða án efnum fellinga Komdu við í Garðastrætinu - í leiðinni þar færðu „smart“ föt hjá Karli Jóhanni Garðastræti 2, II. h. Reykjavfk ® 91 -17525

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.