Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Qupperneq 4

Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Qupperneq 4
ísafjarðarkaupstaður Starfsfólk á elliheimili Starfsfólk vantar til starfa á elliheimilinu við Mánagötu nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 94- 3110. Akstur í Tungudal Nú í sumar aka strætisvagnar Strætisvagna ísafjarðar h.f. þrisvar á dag inn á tjaldstæðið í Tungudal. Ferðirnar eru í tengslum við ferðir frá Silfur- torgikl. 10:30, 14:30 og 18:30. Bæjarstjórinn á Ísafrrði. BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Friðlandið á Hornströndum Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi reglum um friðlandið á Homströndum: 1. Hvers konar meðferð skotvopna er öllum bönnuð nema samkvæmt sérstakri heim- ild sýslumanns mánuðina júní til sept- ember og utan þess tíma einungis heimil landeigendum til hefðbundinna nytja. 2. Öll veiði er bönnuð, bæði fugla og fiska, nema með leyfi viðkomandi landeigenda. 3. Öll umferð vélknúinna farartækja, þ.á.m. torfærutækja, beltabifhjóla og jeppabif- reiða, er bönnuð utan vega og merktra slóða, nema leyfi Náttúmvemdarráðs komi til. 16. júní 1987 Sýslumaðurirm í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein. Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bilnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. Bílaleiga vJlJ X u I IV Carrental BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015 HELLUSTEYPA TIL SÖLU Hellusteinn s/f ísafirði sem er hellusteypu- fyrirtæki í fullum rekstri ásamt tækjum og fylgihlutum, m.a. tveimur steypuvélum, mótum, víbratorum, snjóblásara o.fl. Nánari upplýsingar hjá Tryggva Guðmundssyni hdl. Hrannargötu 2, ísafirði, S 3940 og Júlíusi Veturliðasyni Fagraholti 4, S 3643 Fer ekki að verða tímabært að stinga við fótum? í vor mátti lesa í Velvakanda og Víkverja Morgunblaðsins um „nokkrar af þeim aðskilj- anlegu „sporslum“ sem sýnist sífellt fara fjölgandi á reikning- um þjónustufyrirtækja“ eins og þar segir orðrétt. Meðal annars er sagt frá fyrirtæki sem sendi mann út í bæ til vinnu. Þegar reikningurinn síðan birtist hét einn liðurinn „verkstjórn“, þó maðurinn hefði verið einn við vinnu. Annar viðskiptavinur hafði nýverið fengið reikning frá bif- reiðaverkstæði þar sem einn liðurinn hét „sætishlífar“ og lét hann þau orð falla að nú væru þeir kræfustu famir að taka gjald fyrir að óhreinka ekki hjá manni sætin í bílnum. Um ára- mótin sendi Orkubú Vestfjarða út tilkynningu um nýtt gjald, sem þeir nefna „innheimtu- gjald“. Það er skilgreint þannig að það sé „gjald til að láta skil- vísa notendur sjálfa greiða kostnaðinn sem hlýst af van- skilum þeirra“. Til að ekkert fari milli mála þá er það skilgreint enn frekar sem „gjald til greiðslu kostnað- ar við vanskilainnheimtu og undirbúning að lokun“ og er kr 535. Dráttarvextirnir virðast ekki duga lengur til þess að greiða kostnað við vanskilainnheimtu eða þennan undirbúning undir lokun, í hverju sem hann er nú fólgin. Ég hélt að annaðhvort væri lokað eða ekki lokað. Póstur og Sími kallar þetta ein- faldlega lokunar og opnunar- gjald og virðist ekki þurfa neinn undirbúning að því að loka. Orkubúinu finnst sjálfsagt að herða þurfa á allri innheimtu um leið og iðnaðarráðuneytið minnkar niðurgreiðslu á raf- magni til orkunotenda á Vest- fjörðum, sem fá þá um leið hærri orkureikning frá Orku- búinu. Er ekki hægt að taka undir Víkverja sem segir„Fer ekki að verða tímabært að stinga við fótum. Gerast þeir ekki einum of hugvitssamir mennirnir sem búa til þessa reikninga? Eða hvemig líst Neytendasamtök- unum til dæmis á þá aðferð að heimta gjald af mönnum fyrir að spilla ekki eigum þeirra." Hjarta, spaði, tígull, lauf Safnarðu spilum? Ef ekki áttu þá spil í fórum þínum sem þú villt gefa spilasafnara? Birna Kristjánsdóttir Stórhólsvegi 5 á Dalvík hafði samband við Vest- firska fréttablaðið og bað það að koma því á framfæri að öll spil sem fólk vildi, eða gæti losnað við væru vel þegin. Þessari bón er hér með komið á framfæri. ísafjörður: Mengun í PoIIinum? í krikanum við Bensínstöð- ina við Hafnarstræti liggur afar stórt skolpræsi í sjó fram. Á lognkyrrum dögum má sjá ýmis sýnishorn af úr- gangi fljóta þarna í Pollinum aðeins steinsnar frá því þar sem sjóskíðakappar eru að skvampa við íþrótt sína. Þarna rennur til sjávar skólp frá efri bænum og nýja sjúkrahúsinu og Hlíf og fleiri stöðum. Árið 1985 var gengið frá dælubrunni og lagðar ýmsar leiðslur til þess að hægt væri að færa úttakið í sjó við norðanverða Eyrina. Þegar eru til leiðslur undir Hafnar- stræti og Eyrargötu. Það eina sem vantar er leiðsla með- fram kirkjugarðinum ásamt úttaki í sjó við Fjarðarstræti. Vestfirska fréttablaðið hafði spurnir af því að íbúar við Hafnarstræti og víðar væru orðnir langeygir eftir því að þessu verki yrði lokið. Þær upplýsingar fengust hjá tæknideild ísafjarðarkaup- staðar að frágangur og lagn- ing leiðslu meðfram kirkju- garði væri inni á 3 ára fram- kvæmdaáætlun og ætti að fara í það á næsta ári, þ.e 1988 að koma frárennsli þessu í endanlegt horf. Skolpið fellur til sjávar í Pollinn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.