Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Page 5

Vestfirska fréttablaðið - 19.06.1987, Page 5
5 vesilirska FRETTABLADID Á myndinni hér til hliðar má sjá Byl^ju Héðinsdóttur starfsmann Þórdunu við lokafrágang á framleiðslunni. Á myndunum að ofan er Bylgja við átöppun og Sigurður að hræra í blöndunni eftir að hafa bætt leynilegu töfraefni útí pottinn. Græna þrunian Það eru sjálfsagt ekki allir sem vita að á ísafirði er starfrækt áburðarverksmiðja. Fyrirtækið Þórduna sem Sigurður SigurðssOn rekur og hefur aðstöðu í Blóma- búðinni, hefur frá því um áramót framleitt og selt blómaáburðinn Grænu Þrumuna. Samsetning Grænu Þrumunnar er auðvitað leyndarmál enda fékk blaðamaður ekki að yfirgefa verk- smiðjuna fyrr en hann hafði svarið þagnareið. Formúluna fékk Sig- urður hjá gömlum manni og endurbætti hana síðan. Eftirspurn eftir áburði þessum hefur farið vaxandi að sögn Sig- urðar framkvæmdarstjóra Þór- dunu. Er nú svo komið að verk- smiðjan annar varla eftirspurn. s A Neytendafélag Isafjarðar og nágrennis: I andarslitrunum Sigríður Haraldsdóttir flytur eríndi á aðalfundinum. Aðalfundur Neytendafélags Isafjarðar og nágrennls var haldinn á Hótel Isaflrði á fimmtudagskvöld 11. júní. Til fundarins voru mættir 5 stjórn- armeðlimir félagsins, 2 almennir félagar, einn fyrirlesari og einn blaðamaður. Fimm af sjö stjórn- armeðlimum gengu úr stjórn að þessu sinni. Ekki tókst að fá nema fjóra í þeirra stað. Jón Jó- hannesson formaður lét af störfum og í hans stað var kjörin Bára Snæfeld. I skýrslu fráfarandi formanns kom fram að eins og fundarsókn reyndar vitnaði um er Neytendafé- lagið í greinilegri afturför. Félög- um fækkar og er nú svo komið að félagatalan nálgast hundraðið of- anfrá. Starfsemi félagsins var á síð- asta ári aðallega fólgin í útgáfu Bamings en það er málgagn sem dreift er ókeypis til allra íbúa á Isafirði og í nágrenni. Blöðungur þessi kom út þrisvar á árinu og er það með strjálla móti. Fjárhagur félagsins er verri en oft áður og stafar það af færri félögum. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Sigríður Haraldsdóttir hús- mæðrakennari erindi um rétt neyt- enda. í auglýstri dagskrá fundarins hafði verið minnst á væntanlegar niðurstöður úr verðkönnun sem Verðlagsstofnun gerði á Isafirði í byrjun maí. Umræðum um þær niðurstöður varð að fresta þar sem tölur liggja enn ekki fyrir. I máli Jóns formanns kom fram að í þeim væri helst að vænta staðfestingar á því hvort sú umræða sem framhef- ur farið um verðlagsmál á Isafirði og á Vestfjörðum í vetur hefur haft einhver áhrif til lækkunar vöru- verðs. Nefnd sem skipuð var að frum- kvæði bæjarstjórnar Isafjarðar til þess að grafast fyrir um orsakir hærra vöruverðs á tsafirði miðað við aðra landshluta, hefur nú lokið störfum. Nefndin hélt allmarga fundi en í henni áttu sæti fulltrúi neytenda, fulltrúi frá bæjarstjórn Isafjarðar og fulltrúi frá kaupmönnum. Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt við fulltrúa kaupmanna hér í bæ og skipst á skoðunum við þá. Þar lét Benedikt Kristjánsson kaupmaður í Vöruval á ísafirði bóka að hann teldi kannanirnar hefðu ekki gefið rétta mynd af verði í Vöruval, þar sem ekki hefði verið lokið endurskipulagningu í kjölfar eigendaskipta þegar verðið var kannað. Taldi hann að versl- unin stæði mun betur að vígi nú en þegar síðasta könnun var gerð. Ulfar Ágústsson sem sæti átti í nefndinni fyrir hönd kaupmanna lét bóka að hann teldi matvöruverð á Isafirði ekki óeðlilegt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Úlfar varaði við því að gengið væri of nærri mat- vöruversluninni, því þá gæti hún ekki sinnt því mikilvæga þjónustu- hlutverki sem henni væri ætlað. Nefndarmenn urðu svo sammála um að umræðan sem skapast hefur um verðlag á Isafirði hafi leitt til breytinga til betri vegar fyrir neyt- endur. Vonir standa til þess að það álit verði staðfest þegar niðurstöður birtast úr verðkönnun þeirri sem minnst var á hér að framan. I ljósi þess áhuga sem almenn- ingur á ísafirði og nágrenni sýnir málefnum neytendafélagsins og sé litið til fundarsóknar í ár og í fyrra, verður ekki annað séð en neyt- endafélagið sé í andarslitrunum. Heilsu þess hefur farið hrakandi að undanförnu og hægt andlát því líklega framundan. Jóhann Magnússon og Halldóra Jóhannsdóttir taka við nýjum bíl. Vélsmiðjan Þór: 250 bílar Á bílasýningu sem Vélsmiðj- an Þór hélt um helgina í tilefni af 45 ára afmæli fyrirtækisins var afhentur 250 bíllinn sem fyrirtækið selur síðan sala á nýjum bílum hófst á þeirra vegum árið 1983. Það voru hjónin Jóhann Magnússon og Halldóra Jóhannsdóttir sem tóku við bif- reið af gerðinni Toyota Camry og var auk þess færður blóm- vöndur í tilefni dagsins. Gífurleg sala hefur verið í nýjum bílum það sem af er þessu ári og búið að selja frá áramótum hvorki meira né minna en 80 bíla. 46 Toyotur, 32 Mözdur og tveir Renault bílar hafa farið um hendur sölumannanna í Þór. Á sýningunni á föstudaginn var sýndur glænýr sportbíll af gerðinni Toyota Celica sem fenginn var vestur í tilefni sýn- ingarinnar. Auk þess afhenti sölumaður frá P. Samúelsson Vélsmiðjunni viðurkenningu frá Toyota fyrir góðan árangur í sölu, en salan hér er langt yfir meðaltali miðað við það sem gengur og gerist.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.